Morgunblaðið - 08.01.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.01.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 B 15 Hollywoodstjömumar Vivien Leigh Cary Grant Gömlu Guðaðá skjáinn Einn mesti kosturinn við sjón- varpið, og myndböndin líka eftir að þau komu á markaðinn, er að það býður uppá myndir með gömlu Hollywoodstjörnunum sem eru löngu horfnar úr bíóhús- unum. Það er aðeins á skjánum sem við rekumst á ódauðlega leikara eins og Cary Grant, Grace Kelly og Clark Gable, Humphrey Bogart, Vivien Leigh og John Wayne og svo mætti endalaust telja. Sögurnar um gömlu Hollywo- odstjömumar eru óteljandi og bækumar um þær einnig. Árlega kemur út fjöldinn allur af sögum um fólkið frá Hollywood því víst er að forvitni fólks um stjörnurn- ar sínar verður seint svalað. Nýlega voru teknir saman nokkr- ir fróðleiksmolar í tímaritinu American Film úr bókum um sex stórstjörnur og kemur þar margt fróðlegt í ljós. Stjörnurnar em Bette Davis, Cary Grant, Clark Gable, Vivian Leigh, Marlon Brando og Grace Kelly og em tekin fyrir atriði eins og samband þeirra við föður sinn, eftirlætis leikstjóri þeirra, mest hataði mótleikari, sjálfsgagnrýni og þar fram eftir götunum. Þannig var uppáhalds leik- stjóri Bette Davis William Wyler sem leikstýrði henni m.a. í „Jezebel". Áf öllum sínum mót- leikurum á löngum ferli hefur Fay Dunaway farið mest í taug- arnar á henni og um sjálfa sig segir hún: „Mitt fjórða mis- heppnaða hjónaband sannfærði mig um að ég var gersamlega misheppnuð sem eiginkona." Um Hollywood segir hún: „Allt þetta tal um „gullöld" Hollywood er næstum hlægilegt. Hollywood hefur ekki breyst í því sem máli skiptir. Hversu mikið sem við rómum þau, einkenndust gullár- in af þrældómi eins og í dag og baráttan stendur ennþá á milli listamannanna og peningamann- anna.“ Uppáhaldsleikstjóri Carys Grant var Howard Hawks („Bringing Up Baby“, „His Girl FViday"). Grant var aldrei illa við mótleikara sína, hann hafði meira að segja gaman af að leika með Marilyn Monroe. Um sjálfan sig segir hann á einum stað: ■ „Núna skil ég af hvetju eiginkon- ur mínar.skildu við mig. Ég var hryllilegur, óþolandi.“ Grace Kelly þótti vænst um Alfred Hitchcock („Rear Window", „Dial M for Murder") af þeim leikstjórum sem hún vann með. Það var ekki nóg með að henni gengi vel að vinna með mótleikurum sínum, hún átti í ástarsambandi við marga þeirra eða var skotin í þeim t.d. Gary Grace Kelly Clark Gable Bette Davis Cooper, Clark Gable, Bing Crosby og Ray Milland. Sam- bandið á milli Kelly og föður hennar, Jack, var ekki svo gott. Svo virtist sem hún gæti ekki með nokkru móti gert hann ánægðan: Meira að segja eftir að Grace hreppti Óskarsverð- launin sagði hann blaðamönnum: „Eg hélt alltaf að systir hennar, Peggy, slægi í gegn. Peggy gerði alltaf allt betur en Grace.“ Samband Clark Gable við föð- ur sinn var líka erfitt. Faðir hans bar enga virðingu fyrir syni sínum. „Leikarar eru mannleys- ur,“ sagði hann. Uppáhaldsleik- stjóri Gable var Victor Fleming („Red Dust“, Gone With the Wind“). Gable hataði mest Greer Garson af öllum mótleikurum sínum en hún lék á móti honum í „Adventure". Ömurlegasta myndin sem hann lék í að eigin sögn var „Parnell" og ekki var hann hrifinn af Hollywood: „Ég kveið fyrir að koma hingað og hér er eins og ég bjóst við — ömurlegt." Þegar eiginkona hans, Carole Lombard, sagði einu sinni: „Hann er lélegur í rúminu,“ svaraði Gable rósamur: „Ég býst við að þurfa að æfa mig mikið.“ Uppáhaldsleikstjóri Vivien Leigh var George Cukor (rekinn sem leikstjóri „Gone With the Wind“). Robert Taylor var sá mótleikari sem hún hataði mest en þau léku saman í „Waterloo Bridge". Leigh vildi að Laurence Olivier fengi hlutverkið. „A Yank at Oxford" var í minnsta uppá- haldi hjá henni vegna þess að mótleikarinn var Robert Taylor og hún vildi að Olivier fengi hlut- verkið. Hún hataði Hollywood fyrir að vera „menningarlega eyðimörk með engar leiklistar- hefðir“. Marlon Brando hataði Montg- omery Clift mest af öllum sínum mótleikurum en þeir voru saman í „The Young Lions“. Brando sagði við hann: „Ég hef alltaf hatað þig vegna þess að mig langar að vera betri en þú en þú ert betri en ég — þú ögrar mér og ég vil að við höldum áfram að ögra hvor öðrum.“ Uppáhaldsleikstjóri Brandos er Elia Kazan („On the Waterfr- ont“, „A Streetcar Named Desire") en myndin sem er í minnstu uppáhaldi hjá honum er „On the Waterfront": „Ég sá „Waterfront" í fyrsta skipti í sýningarherbergi með Kazan og mér fannst hún svo hryllileg að ég labbaði út án þess að segja orð við hann.“ Hollywood sagði hánn einu sinni við dálkahöfund að væri „einn stór peningakassi“. Utsala Karlmannaföt, verð frá kr. 2.995,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.595,- og 1.795,-. Ull/terylene/stretch. Peysuro.fi. ódýrt. Andres, Skólavörðustíg22, sími 18250. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR | SKERJAFJÖRÐUR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 Síðumúli Ármúli Óðinsgata Hamrahlíð UTHVERFI Sæviðarsund hærri tölur Hvassaleiti 27-75 SELTJARNARNES Látraströnd Fornaströnd VESTURBÆR Nýlendugata Hjarðarhagi 44-64 Tómasarhagi 9-31 Einarsnes Bauganes GRAFARVOGUR Fannafold 76-145 Fannafold 116-175 K0PAV0GUR Nýbýlavegur 5-36 Laufabrekka o.fl. Kársnesbraut 77-139 MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. GARÐABÆR Bæjargil

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.