Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988
9
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000.
MUSIKLEIKFIMIN
HEFST FIMMTUDAGINN
14. JANÚAR.
Styrkjandi og liökandi cefingar fyrir konur á öllum
aldri. Byrjenda- og framhaldstimar. Kennsla fer fram
i Melaskóla.
Kennari: Gigja Hermannsdóttir.
Uppl. og Innrltun í sfma 13022 um helgar. Virka
daga eftir kl. 5.
Hraðlestrarnámskeið
Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn, hvort
heldur er við lestur námsbóka eða fagur-
bókmennta?
Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að
meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftir-
tekt á innihald textans, en þeir hafa áður vanist.
Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 27. janúar.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00í síma 611096.
S UD
HRAÐLESTRARSKÓLINN
Tölvuháskóli VÍ
Vegna forfalla er hægt að bæta við nokkrum
nemendum í kerfisfræðinám Tðlvuháskóla VI á
vorönn, sem hefst 18. janúar nk. Námið skiptist
í þrjár annir sem ná yfir IV2 vetur. Kennt verður
í húsakynnum VÍ, Ofanleiti 1, kl. 14.00-20.00
mánudaga til föstudaga.
Kennslan skiptist í fyrirlestra, dæmatíma og
verkefni, þar sem áhersla er lögð á hópvinnu.
Utan venjulegs kennslutíma verður nemendum
veittur aðgangur að tölvum skólans eftir því sem
kostur er. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar
á fyrstu önn:
Undirstöðuatriði í tölvufræði
Forritun í Pascal
Forritahönnun
Stýrikerfi
Almenn kerfisfræði
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf af hagfræði-
braut eða sambærileg menntun. Boðið er upp á
aðfaranám í öldungadeild skólans fyrir þá, sem
lokið stúdentsprófi af öðrum brautum.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
skólans kl. 08.00-19.00. Umsóknir þurfa að hafa
borist fyrir 13. janúar nk.
Fjórða
kjörtímabilið?
Margaret Thatcher
hefur nú verið forsœtis-
ráðherra Bretlands
samfellt í 3.174 daga. Frá
þvi að embættí forsætís-
ráðherra varð til í Bret-
landi fyrir 270 árum hafa
aðeins þrír menn setíð
lengur samfellt á stóli
forsætisráðherrans. Að-
eins sex menn hafa verið
forsætísráðherrar leng-
ur en frú Thatcher.
Robert Harris, stjórn-
málaritstjóri breska
vikublaðsins The Obser-
ver sagði i grein í tilefni
af þvi að Thatcher sló
metíð sem þaulsætnastí
forsætísráðherra þessar-
ar aldan
„Met þeirra Sir Ro-
berts Walpoles and
Williams Pitts — sem
voru forsætisráðherrar i
22 og 19 ár — verða
líklega ekki slegin, eða
hvað? En hún fer fram
úr Palmerston lávarði
síðar á þessu ári og WiU-
iam Gladstone siðsumars
1991. Færi hún fram i
fjórða sinn (eins og hún
ætlar sór), gætí hún skot-
ið Salisbury Iávarði ref
fyrir rass 1993 og Li-
verpool lávarði i ársbyij-
un 1994. Þar með yrði
hún i þriðja sætí sem
þaulsætnastí forsætis-
ráðherra sögunnar. Hún
hefði síður en svo nokkuð
á mótí þvi að ná þessu
sætí. Valdastaða hennar
er svo sterk, að henni
kynni að takast það.“
Breski blaðamaðurinn
segir að árangur Marg-
aretar Thatcher tíl þessa
sé ekki sist merkUegur,
þegar Utíð sé tíl þess,
hvaða breyting hefur
orðið á embættí forsætis-
ráðherrans og þeim
þunga, sem þvi fylgir.
Skömmu fyrir fyrra stríð
hafi Asquith forsætisráð-
herra, sem Thatcher fór
fram úr nú um áramótin,
getað spilað brids á
hveiju kvöldi og átt náð-
uga daga um helgar á
sveitasetrum. Siðdegis á
föstudögum hafi hann
farið i ökuferð með vin-
konu sinni Venetiu
Stanley. Á árinu 1913
hafi Asquith tekið sér
Thatcher í 3000 daga
Þess var nýlega minnst í Bretlandi, að
Margaret Thatcher hafði slegið pólitískt
met. Hún hefur nú setið lengur sem for-
sætisráðherra í landi sínu en nokkur
annar á þessari öld. Efast menn ekki
lengur um að hún er í hópi pólitískra
undramanna á þessari öld og þeir megi
halda vel á spöðunum, sem vilja komast
með tærnar, þar sem hún hefur hælana.
Er nánar vikið að þessu í Staksteinum í
dag auk þess sem drepið er á lestrar-
kennslu og kunnáttu Breta.
nær þriggja mánaða fri.
Thatcher vakni á hinn
bóginn uppúr 6 á hveij-
um morgni og vinni
sleitulaust fram yfir mið-
nættí. Hún sé alltaf að
vinna og eigi fáa vini,
með herkjum sé unnt að
fá hana tíl að taka sér
viku fri á sumrin.
Hún er ríkisstjómin og
hún komst til valda fyrir
tæpum níu árum staðráð-
in i að breyta bresku
þjóðlffi. Henni hefur tek-
ist það og vaxið með
hverri raun. Hún segir
að stefna sin byggist ekki
á hagfræðikenningum
heldur þeirri einföldu
reglu, að menn eigi ekki
að lifa um efni fram og
sýna yfirvöldimum virð-
ingu.
Baristgegn
ólæsi
Auberon Vaugh er
dálkahöfundur í Bret-
landi og ritstjóri bók-
menntatímaritsins
Literary Review. Þar
gerði hann nýlega a<I
umtalsefni eitt helsta
baráttumál Thatcher-
stjómarinnar um þessar
þijár milljónir vinnandi
Breta getí ekki lesið sér
til gagns og þijár miljjón-
ir tíl viðbótar getí
tæplega lesið sér til
gagns. Segir hann, að
þetta hljóti sérstaklega
að varpa skugga á störf
manna hjá bókmennta-
tímarití, sem skortir
átakanlega lesendur og
kaupendur. Þegar rit-
stjóra tímarits af þessu
tagi berast slíkar fréttir,
hvað á hann þá að gera,
spyr Auberon Vaugh. Og
hann segist álita, að flest-
um ritstjórum þætti
líklega skynsamlegast að
hvetja tíl meiri opinberra
útgjalda og skamma
Thatcher fyrir niður-
skurð á fjárveitingum tíl
skólamála ásamt með
upphrópunum um mann-
vonsku hennar, neyðar-
ástand í skólum og
jafnvel tilraunir til þjóð-
armorðs. Sjálfur segist
hann þeirrar skoðunar,
að opinber útgjöld komi
þarna lítið við sögu.
Vaugh telur, að vax-
andi ólæsi eigi lítið skylt
við skort á kennurum,
það megi miklu frekar
rekja það til getuleysis
þeirra, sem starfa við
kennslu. Hann segir, að
ekki komi fram í hinum
opinberu skýrslum, hve
margir af þeim, sem ekki
geta lesið sér til gagns,
séu kennarar, en líklega
séu þeir dágóður 'hlutí
hópsins. Það væri vit-
leysa að eyða meiri
fjármunum í fleiri ólæsa
kennara. Og hins ættu
menn að minnast, að
veqjulega leiði aukin op-
inber útgjöld til þess, að
þeir sem fyrir eru í opin-
berri þjónustu fái meira
i sinn hlut.
Frá sjónarhóli Liter-
ary Review mættí hætta
öllum opinberum fjár-
greiðslum strax á
morgun og blaðið mundi
frekast hagnast á því,
þar sem það njóti ekki
opinbers stuðnings i
neinni mynd og meira að
segja bókasöfn kaupi
ekki tímaritíð.
Þannig segja menn
skoðun sina afdráttar-
laust eftir að hafa búið
undir stjórn Margaretar
Thatcher í rúma 3.000
muiuiir: breytingamar á
skólakerfinu. Vaugh
veltí fyrir sér þeirri full-
yrðingu sérfræðinga, að ' daga.
VERÐBRÉFAREIKNTNGUR VIB:
Hár arður og góð yfirsýn yfir fjármálin.
□ Verðbréfareikningur VIB er ætlaður
bæði einstaklingum, fyrirtækjum og sjóðum.
□ VIB sér um kaup á verðbréfum og ráð-
gjöf vegna viðskiptanna, og peningar eru
lausir þegar eigandinn þarf á að halda.
□ Yfirlit um hreyfingar og uppfærða eign
eru send annan hvern mánuð.
□ Síminn að Ármúla 7 er 68 15 30. Heið-
dís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þór-
ólfur gefa allar nánari upplýsingar.
! VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30