Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Sinf óníuhlj óm- sveit æskunnar Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit æskunnar er að verða stofnun sem trúa má að muni standa, þó óvíst væri lengi um fjárhagslegan starfsgrundvöll hennar. Segja má að þessi hljóm- sveit sé í raun óskabam Tónlistar- skólans í Reykjavík og að það sé einkum fyrir persónulegan áhuga skólastjóra skólans, Jóns Nordals, og undarlega tryggð fiðlusnillings- ins Pauls Zukofsky, að þetta fyrir- tæki er að ná sterkri stöðu í íslensku menningarlífi. Á sama tíma og íslensk stjóm- völd hafa í hyggju að lýsa því yfír að tónlistamám sé ekki hlutgengt í Islenska menntakerfinu, sýnir æska landsins svo að ekki verður dregið í efa að hún telur sig eiga erindi við klassfska tónlist og legg- ur fúslega á sig mikla vinnu til að ná sem bestum árangri í þeirri erf- iðu list að leika vel á hljóðfæri. Sinfóníuhljómsveit æskunnar er því ekki aðeins hugsýn þeirra sem vilja æskunni vel, heldur miklu fremur svar hennar og um leið menningar- pólitísk yfírlýsing unga fólksins. Sinfóníuhljómsveit æskunnar var að þessu sinni skipuð 66 hljóð- færaleikumm og á efnisskránni vom tvær sinfóníur, „Pákuþyrls"- sinfónían eftir Haydn og sú þriðja eftir Schumann. Þessi verk em erf- ið í flutningi, því leggja verður sérstaka rækt við tærleik tónmáls- ins og þar má ekki miklu skeika. Sá árangur sem hér hefur náðst er fyrst og fremst að þakka meist- ara Zukofsky en með honum störfuðu sem leiðbeinendur Bem- hard Wilkinson, Joseph Ognibene, Joanne Opgenorth, Ásdís Valdi- marsdóttir, Amþór Jónsson, Ric- hard Kom og Martin van der Valk, auk margra annarra er beint og óbeint hjálpuðu til. „Pákuþyrlan" hefst á pákueinleik en að auki nokkuð sérkennileg í gerð. Annar þátturinn em eins kon- Heilsurækt Til sölu er heilsuræktarstöð í nýlegu húsnæði. Ljósa- bekkir, gufubað, stórsaluro.fl. Nánari uppl. hjá sölum. PEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI______ Opið: Mánudag.-fimmtud. 9-18 föstud. 9-17 og sunnud. 13-16. Sölumenn: Sigutður Dagbjartsson, Ingvar Guðmundsson, Petur Olafsson Hilmar Baldursson hdl. ÞIMJHÖLT — FASTEIGNASALAN — BANKASTRÆTI S-29455 RAÐHÚS SELTJARNARNES Vorum aö fá í sölu óvenju glæsil. parh. á mjög góöum staö á Nesinu. Hvort hús er ca 200 fm m. innb. bílsk. og standa á stórum lóöum. Húsin skilast fullb. aö utan en fokh. aö innan. Teikn. og allar uppl. á skrifst. SELBREKKA Gott ca 275 fm raöh. á tveimur hæöum. Séríb. á jaröh. Góö suöurverönd. Mjög gott útsýni. Ekkert áhv. Verö 8-8,2 millj. BIRKIGRUND Fallegt ca 210 fm raöh. sem er kj. tvær hæöir og ris. Einstaklíb. í kj. m. sér- inng. Óinnr. ris. Bílskréttur. Verö 7,8 millj. HÆÐIR SLÉTTAHRAUN - HF. Góö ca 130 fm neöri sérh. ásamt stór- um bflsk. Ákv. sala. Verö 5,8-6 millj. HÁTEIGSVEGUR Góð ca 170 fm sérh. ásamt 70 fm risi. Stórar stofur. Eldh. m. endum. innr. og búr innaf. 7 svefnh. Stór biisk. Ákv. sala. _____ 4RA-5 HERB. EFSTALAND Góö ca 100 fm íb. á 2. hæö. Parket á holi, svefnh. og eldh. Góö teppi á stofu. Ekkert áhv. Ákv. sala. ÆGISÍÐA Góö ca 130 fm hæö og ris. Á hæöinni eru stofa, boröst., 2 herb. eldh. og baö. í risi er óinnr. en samþ. teikn. f. breyt. þar sem gert er ráð f. tveimur herb. og sjónvholi. Stórar suöursv. VerÖ 4,8-5 millj. 3JA HERB. HRÍSMÓAR Vorum aö fá í sölu góöa ca 90 fm íb. á 3. hæö í lyftuh. ásamt bflskýli. íb. er m. nýju tréverki og skipt. í rúmg. stofur m. stórum suöursv., sjónvhol, eldh. m. borökr., 2 herb. og baö m. keri og sturtukl. Þvottah. á hæöinni f. 3 íb. Gott útsýni. Stutt í alla þjón. Góö áhv. langtímalán. Ákv. sala. Verö 4,4 millj. SKÓGARÁS Góð ca 90 fm ib. á 1. hæð m. sérinng. íb. skiptist i rúmg. stofu, 2 herb., eldh. og bað. Geymsla inni i ib. Mögul. á aö fá biisk. m. fb. Hátt veðdeildsri. áhv. Verð 4-4,1 millj. ÖLDUSLOÐ - HF. Góð ca 90 fm jarðh. Sárinng. Endurn. innrétt. Sérlóð. Bilskráttur. Ákv. sala. Verö 3,7 millj. GNOÐARVOGUR Góö ca 80 fm íb. á 3. hæö. Ekkert áhv. Laus fljótl. KRUMMAHÓLAR Góö ca 85 fm íb. ásamt bflskýli. Verö 3,7-3,8 millj. 2JA HERB. KVISTHAGI Góö ca 60 fm íb. á jaröh. Sérinng. Þvottah. og geymsla inni í fb. Ekkert áhv. Laus strax. Verö 3-3,1 millj. HJARÐARHAGI Góð ca 60 fm ib. i kj. Ib. er mikiö end- um. Nýtt eldh., nýtt bað. Parket á gólfum. Sárinng. Laus fljótl. Ekkert áhv. Verö 2,8-2,9 millj. LANGHOLTSVEGUR Ca 40 fm ib. á 1. hæð m. sárinng. Stofa, eldh., herb. og bað. Verð 2,1 millj. @29455 Stefán Órn Amarson og Ásdís Amardóttir sellóleikarar. Morgunblaðið/Emar Falur ar tilbrigði, og þar lék konsertmeist- ari hljómsveitarinnar, Margrét Kristinsdóttir, fallegan einleik. Menúettinn er mjög sérkennilegur og hefði líkast til nqtið sín betur á aðeins minni hraða. í heild var verk- ið vel flutt. „Rínarsinfónían", sú þriðja eftir Schumann, er í raun fjórða sinfóní- an hans og hefur að geyma þau áhrif sem tónskáldið upplifði er hann settist að í Dússeldorf. Fyrsti kaflinn lýsir gleði Schumanns og kemur fram í leik hans með hljóð- fall og sérlega skemmtilegar hrynvíxlanir (synkópur). Þemað í öðrum þætti er unnið úr þýsku al- þýðulagi (Rheinweinland) og hefði það mátt vera ögn hægferðugra í flutningi. Þriðji þátturinn er róm- ansa en sá íjórði er tónræn túlkun á trúarathöfn í Kölnardómkirkju og lýkur verkinu á „Rínarhátíð", með miklum fyrirgangi og lúðraþyt. í heild var þetta glaðlega verk vel leikið og auðheyrt að vel hafði ver- ið æft. Einsöngstónleikar Þórunnar Guðmundsdóttur Tónlist Jón Ásgeirsson Þórunn Guðmundsdóttir messó- sópransöngkona hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu sl. sunnudag. Þórunn hefur stundað nám við háskólann í Indiana og stefnir á meistaragráðu að ári, með söng sem aðalgrein. Þórunn er ekki aðeins sönglærð, heldur hefur hún lokið einleikaraprófi á þverflautu og kom það vel fram í söng hennar að hún er vel kunnandi tónlistar- maður. Það sem að mætti fínna, er að hún á enn eftir að þjálfa rödd- ina, sjálfa tónun hennar, einkum á lágsviðinu og það var helst í veikum söng, sem henni tókst vel upp. En vel að merkja, Þórunn á enn eftir að bæta við kunnáttu sína og radd- þjálfun og til þess hefur hún tíma fram að næstu jólum, er hún hyggst taka meistaraprófið. Tónleikamir hófust á fjórum lög- um eftir Mozart. Þá komu fímm íslensk lög, tvö eftir Björgvin Guð- mundsson og var það síðara Þei, þei og ró, ró, á köflum vel sungið, einkum er hún beitti röddinni veikt. Af þremur lögum eftir Pál ísólfsson var það síðasta, Litla kvæðið um litlu hjónin, þokkalega sungið. Banalités, fimm lög eftir Poulenc, voru smekklega sungin en dauf- lega. Eftir hlé söng hún fímm lög úr lagaflokknum Haugtussa eftir Grieg. í lagaflokk Griegs og í lögum eftir Wolf (Verborgeheit) og tveim- ur eftir Strauss (Nacht og Allersee- len), vantaði nokkuð á að túlkunin væri lifandi. Síðustu lögin, Pjögur frönsk þjóðlög, eftir Seiber (ung- Þórunn Guðmundsdóttir verskur), voru fallega sungin en þessi lög eru ekki meira en laglega gerðar raddsetningar. Undirleikari var Jónas Ingimund- arson píanóleikari og var leikur allur mjög góður og einstaka sinn- um svo, að á glitraði. Musica Nova Tónlist Jón Ásgeirsson Aðrir tónleikar Musica Nova á þessu ári voru haldnir í Norræna húsinu sl. sunnudag. Flutt voru tón- vérk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Enrique Raxach, Lárus H. Grímsson, Barbara Woof og Louis Andriesson. Pyrsta verkið, Hoquet- us minor, eftir Þorkel Sigurbjöms- son er byggt á fyrirbæri er var nokkuð algengt í söngtónlist á 13. og 14. öld og meðal annars notað af Machaut. Hoketus hljómar ekki illa í hljóðfæratónlist en er hjákát- legur í söngtónlist og var nefndur nöfnum eins og snöktsöngur eða kjökurhljóð, vegna þess hve textinn var oft illa hogginn í sundur með alls konar hnusshljóðum. Verk Þor- kels var ekta hoketus fyrir hljóð- færi, þar sem semballeikurinn víxl-hjó á móti trommuslætti. Þóra Johansen og Maarten van der Valk fluttu verkið á sannfærandi máta. Það má deila um það hvort svo ein- stæð tónhugmynd sem hoketus er, sé nægur efniviður til að skálda úr. Hins vegar má nota slíkan tónleik til að sýna hvað megi gera úr slíkum efnivið og þar í liggur ef til vill kostur verksins. Annað verkið var flutningur á fyrri skissu úr verki eftir Raxach, er nefnist Deux Esquisses. Raxach er Spánveiji og eru skissur hans ekki ýkja frumlegar, heldur svona þreyttur akademískur leikur með tónmynstur. Þriðja verkið var By the Skin of my Teeth, eftir Lárus H. Grímsson. Þama er um að ræða samleik á tónband og sembal þar sem eitt og annað bar fyrir eyru af tónbandinu, en hlutur sembalsins var á köflum mjög rýr og stóð varla undir meiru en að geta talist vera einfaldar fíngraæfíngar. Fjórða verkið á efnisskránni var Star-Stream eftir Barböm Woof en hún er Ástralíumaður. Samleikur hennar með slagverksblæbrigði og sembaltónum var á köflum fallega hljómandi, þó verkið yæri heldur tilbreytingarlaus líðandi. Tónleikum Musica Nova lauk með verki eftir hollenska tónskáldið Andriessen og nefnist það Dubbelspoor. Það er fyrir sembal, píanó, celestu og klukkuspil en til viðbótar við fyrri flytjendur bættust Anna Guðný Guðmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir í hópinn. Verkið er akademískur leikur með einfalt tón- mynstur, oftast þrír tónar í hækkandi tónaröð, þar sem reyndar eru ýmsar aðferðir, bæði með því að leika tónaraðimar, samtaka og á víxl og með því að slá alla tónana samtímis og ná fram enduróman eftir liggjandi tóna. Þetta er ekki ýkja skemmtilegt áheymar, sér- staklega þar sem fátt annað skeður en að leikið er með einfaldasta tón- ferli í næstum sömu hrynskipan og verður slík endurtekning eins og athöfn grundvölluð á hvimleiðri þrá- hyggju. Þóra Johansen og Maaren van der Valk eru ágætir hljóðfæraleik- arar, og þó ekki reyndi mikið á leiktækni þeirra, gerðu þau sitt besta að vinna músfk útúr þessum þreytta „modemisma". Cö PIONEER HUÓMTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.