Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 fn*Ygi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, ^ Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Menntun - heil- brig'ði - velferð Mennta-, heilbrigðis- og vel- ferðarmál spanna nálægt 62% opinberra útgjalda okkar. Ekki er líklegt að þessi útgjöld dragizt saman. Þvert á móti. Menntun og þekking vega æ þyngra, bæði í persónulegri velferð einstaklinga sem og í þjóðarbúskapnum. Við erum enn eftirbátar annarra þjóða bæði í fyrirbyggjandi heilsu- vömum — sem og í hátækni- lækningum, að því er varðar búnað og starfsaðstöðu heil- brigðisstétta. Ekki veitir heldur af því að bretta upp ermar í öldrunarmálum. Spár standa til þess að íslendingar 67 ára og eldri, sem vóru um 21 þúsund 1985, verði þriðjungi fleiri eða 31 þúsund árið 2010. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Opinberar spár benda til þess að fólki á skólaldri (forskóla- grunnskóla-, miðskóla- og há- skólastigi) fækki hér á landi á árabiiinu 1985-2010. Þannig er gert ráð fyrir því að 16-19 ára nemar (miðskólastig) verði 14.000 árið 2010 og 13.000 árið 2020 í stað 17.000 1985. Þessar spár benda til þess út- gjöld í fræðslukerfinu vaxi hægar á næstu áratugum en verið hefur um sinn. Á móti vega vaxandi kröfur um gæði menntunar — og breyttar áherzlur í fræðslukerfínu, sér- staklega á sviðum er snerta höfuðatvinnuvegu þjóðarinnar. Gera má og ráð fyrir því að skólaskylda hefjist almennt um sex ára aldur í stað sjö sem nú er. Ljóst er og að endurmennt- un, bæði bókleg og verkleg, mun stóraukast, sem og marg- vísleg fullorðinsfræðsla, sam- hliða bættum efnahag, auknum frítíma og lækkun eftirlauna- aldurs. Margt hefur vel tekizt í heil- brigðismálum þjóðarinnar. Þar stendur þó sitt hvað til bóta. Þess er að vænta að meira verði lagt upp úr hvers konar fyrir- byggjandi heilsuvömum hér eftir en hingað til. Við erum og eftirbátar grannþjóða að því er varðar aðstöðu til hátækni- lækninga. K-bygging Landspít- ala, sem að er unnið, verður mikilvægt skref inn í samtím- ann á þessu leyti. Ný tækni og ný lyf koma og stöðugt fram í. baráttu við gamalkunna sjúk- dóma. Krabbamein, hjarta- og æðakvillar og eyðni em dæmi um sjúkdóma, sem stöðugt krefjast aukins fjármagns til rannsókna, lækninga og endur- hæfíngar einstaklinga sem fyrir þeim verða. Gera verður ráð fyrir því að kostnaðarþáttur heilbrigðiskerfísins vaxi fremur en rými, þrátt fyrir hert út- gjaldaaðhald hverskonar. íslendingum, 67 ára og eldri, flölgar að jafnaði um 1,5% ár ári. Þeir vóm um 21 þúsund talsins árið 1985, en verða, samkvæmt fyrirliggjandi spám, 31 þúsund árið 2010. Ef eftir- launaaldur lækkar í 65 ár verður fjöldi eftirlaunamanna árið 2010 36.000 talsins — eða rúmlega 13% landsmanna. Það er engum vafa undirorpið að á þessum vettvangi er fjölmargt ógert, ef tryggja á fullorðnu fólki þægilegt síðsumar og ævi- haust, eftir að hafa skilað starfsævi sinni í þjóðarbúið. Hver og einn verður að vísu að búa í haginn fyrir efri ár, eftir aðstæðum. Stéttarfélög mættu og betur gera á þessum vettvangi. Hinsvegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að stjómvöld gegna stærsta hlut- verkinu í öldmnarmálum, í margskonar stefnumótun og framkvæmd. Nefna má eftir- launabætur almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu, húsnæðis- mál, heimaþjónustu og marg- víslega félagslega aðstöðu. Að öldmnarmálum þarf að vinna skipulega og markvisst. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að útgjöld eiga ótvírætt eftir að aukast umtalsvert í þessum málaflokki. Hann vegur þyngst þeirra þátta í opinbemm út- gjöldum sem flokkast undir velferðarmál. Nauðsynlegt er að halda uppi ströngu aðhaldi í ríkisútgjöld- um og gæta hagsýni í hvívetna, bæði í uppbyggingu og rekstri. Það er hinsvegar varasamt að loka augum fyrir meir en líklegri framvindu í þeim mála- flokkum, sem hér hafa verið gerðir að umræðuefni. Það þarf þvert á móti að kortleggja allar staðreyndir mála og móta ákveðna framtíðarstefnu, byggða á efnahagslegum for- sendum í þjóðarbúinu og þeim hugsjónum mannhelgi og mannréttindi, sem við viljum halda í heiðri. Morgunblaðið/Bjami Málverkið af heiðursborgum Kópavogs, Finnboga Rúti Valdimarssyni og Huldu Jakobsdóttur, sem afhjúpað var á sunnudaginn. Til hliðar er Hulda Finnbogadóttir og í ræðustól er Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs. Hátíðarsamkoma í tilefni 40 ára afmælis Kópavogs; Málverk af heiðurs- borgurunum afhjúpað FJÖRUTÍU ár voru liðin frá því Kópavogur varð sjálfstætt sveitarfélag 1. janúar síðastliðinn og í tilefni af því bauð bæjarstjórn Kópavogs til hátíðarsamkomu á sunnudaginn var, þar sem voru samankomnir fyrr- verandi og núverandi bæjar- og sveitarstjórnarmenn ásamt mökum þeirra. Við þetta tækifæri var afhjúpað málverk af hjónunum og heið- ursborgurum bæjarins, Finnboga Rúti Valdimarssyni og Huldu Jakobs- dóttur. Kópavogur varð sjálfstætt sveitar- félag 1. janúar árið 1948, er Setjam- ameshreppi hinum foma var skipt í Kópavogshrepp og Seltjamames- hrepp. Finnbogi Rútur Valdimarsson var oddviti Kópavogs frá upphafi til 11. maí 1955 er bærinn hlaut kaup- staðarréttindi, en þá gerðist hann bæjarstjóri og gegndi því starfi til 1957. Hann sat áfram i bæjarstjóm til ársins 1962. Kona Finnboga, Hulda Jakobsdóttir, tók við starfi bæjarstjóra af honum og gegndi starfinu til 1962, en hún er fyrsta konan sem gegndi starfí bæjarstjóra á landinu. Ennfremur sat Hulda í bæjarstjóm árin 1970-74. I októbermánuði árið 1976 voru þau gerð að heiðursborgurum Kópa- vogskaupsstaðar. Á samkomunni var afhjúpað málverk af þeim hjónum, sem listmálarinn Balthasar Samper hefur málað. Dóttir þeirra Hulda Finnbogadóttir, sem er bæjarfulltrúi, afhjúpaði myndina, en hún er fyrsti bæjarfulltrúinn í Kópavogi, sem er fæddur þar og uppalinn. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs, flutti ávarp á samkomunni og Bjcm Þorsteinsson, bæjarritari, riflaði upp sögu bæjarins. Skólakór Kársnessskóla söng og nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs komu fram. Þá flutti Ásgeir Jóhannesson, fyrrum bæjarfulltrúi, bænum kveðju og þakkir fyrir að hafa fóstrað sig og fjölskyldu sína, en á sunnudag voru nákvæmlega 25 ár frá því hann flutti í bæjarfélagið. Morgunblaðið/Þorkell Fjöldi tónlistarmanna kom fram á tónleikunum á laugardag, m.a. Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveit íslands. Samtök byggingfu tónlistarhúss A 9. miUión hefur safnast SAMTÖK um byggingu tónlistar- húss héldu á laugardagskvöld styrktartónieika i Háskólabíói undir yfirskriftinni „Gerum drauminn að veruleika". Allur ágóði af tónleikunum rennur i byggingasjóð en ails hefur nú safnast f hann 8 ‘h milljón. Áætlað- ur kostnaður við byggingu hússins er um 660 miljjónir, þar af um 18 miHjónir við fyrsta áfangann. Ekki liggur fyrir hve mikið safnað- ist á tónleikunum á laugardag en þá sóttu um 700 manns og greiddu þús- und krónur fyrir miðann. Auk þess styrktu nokkrir tónleikagesta sam- tökin. Að sögn Erlends Einarssonar varaformanns samtakanna, voru tón- leikamir fyrst og fremst ætlaðir til kynningar, en þeim var sjónvarpað beint. Fjöldi tónlistamanna úr flestum greinum.tónlistar kom fram og gáfu allir vinnu sína. Samtökin hafa nú selt 15 sæti til fyrirtækja á 330 þús. krónur hvert auk þess sem þau hafa gefið út plötu og staðið fyrir happdrætti sem var dregið í á tónleikunum. Alls hefur því safnast um 8 V* milljón. Erlendur sagði að sala á stólunum yrði Ifklega aðaltekjulind samtakanna en hann bjóst við að bygging hússins gæti hafist að ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.