Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 fihðboar Sunar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 Síðumúli Ármúli Óðinsgata Hamrahlíð Eskihlíð 20-35 UTHVERFI Hvassaleiti 27-75 SELTJARNARNES Látraströnd Fornaströnd VESTURBÆR Hjarðarhagi 44-64 Tómasarhagi 9-31 SKERJAFJORÐUR Einarsnes Bauganes KOPAVOGUR Laufabrekka o.fl. Kársnesbraut 77-139 Álfhólsvegur 65-100 MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. JM$rgpttiM&§iiíb Sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar o.fl. eftirJón Gunnarsson Alloft hefír verið fjallað um í ræðu og riti ýmiss konar glæfra- mennsku í ráðstöfun §ár hjá fyrir- tækjum í almenningseign. Oft virðist sem stjómendur skorti hæfí- leika, vilja og stefnufestu, ofstjóm og óstjóm einkenna aðgerðir og árangur eftir því. Þá virðist einnig flottræfilsháttur og sýndarmennska vera allhátt skrifuð á stundum, og þá er sjóðir þynnast og grillir í botn í gullkistum, er samstundis hrópað á meira gull, komi það ekki fljótlega er oftast afarkostum heitið. Gullkista RÚV mun nú meira en tóm, hvað skal til ráða? 67 prósent á sl. vori, fjallháir haugar af gulli og burt með ruslatunnur, annað eins örlæti ekki þekkt í manna minnum, kærar þakkir RÚV. Hvað getum við gert fyrir ykkur með hliðsjón af paragraffí 16? Nefna má að við eigum allmörg íturvaxin sendimöstur víðs vegar um land ásamt tilheyrandi fjallakof- um, við bjóðum ykkur velkomin í bæinn, hafíð samband ef þið þurfíð á að halda. Bestu kveðjur RÚV. Það er komið haust og vetur og einhverskonar fáránlegt afbrýðis- semikast virðist hafa heltekið útvarpsráð, Stöð 2 vísað umsvifa- laust út úr þeirri aðstöðu er hún hafði í Mösfellssveit án frambæri- legra skýringa. Er ráðið hugsanlega orðið ráðvillt? Við íbúar þessa lands, konur og karlar sem eigum þessar stöðvar og tilheyrandi dreifíkerfí, getum óhjákvæmilega ekki fallist á að út- varpsráð af einhverjum annarlegum ástæðum standi ekki við það sem áður hefir verið boðið falt til leigu og afnota með hliðsjón af 16. gr. útvarpslaga og því til viðbótar haft af eigendum RÚV verulegar leigu- tekjur, sem er einnig ólíðandi með öllu og þyrfti nánari athugunar við. Ýmsar miður traustvekjandi ák- vörðunartökur benda ekki beinlínis til að hagkvæmnis- og kostnaðar- vitund hinna ýmsu deildarstjóra stofnunarinnar sé eins og æskilegt mætti teljast. Ýmislegt má þar til nefna. 1) Starf fréttamanns í Kaup- mannahöfn er algerlega óþarft og ber að leggja niður. Tilskipuð spamaðamefnd hjá stofnuninni, þau Ingimar Ingimarsson að- stoðarframkvæmdastjóri, Ólaf- ur Jónsson hagræðingarráðu- nautur og Guðbjörg Jónsdóttir starfsmannastjóri munu hafa lagt til á fundi með ráðamönnum og starfsfólki, að ofangreint fréttastarf yrði lagt niður. Ekki þótti fundarmönnum tillaga þessi bera vott um skarpskyggni eða þekkingu nefndarmanna á sjónvarpsfréttamennsku, enda þá stutt í dularfullan frétta- og eldglæringaþátt er þeir á Stöð 2 nefndu 19:19. Tillögunni var því vísað frá. Hvað um aðrar sparnaðartillögur nefndarinnar? Fréttaefni frá fréttamanni í Kaupmannahöfn hefír verið fremur lítilfjörlegt og kostnaður verður sennilega 4,5—5 milljónir á þessu ári, 1987. Fyrir 10—15 mínútur af fréttaefni á mánuði. Hjáverkafréttamennska náms- manna okkar á Norðurlöndum hefír verið vel af hendi leyst og ætti að duga sem fyrr til við- bótar þeim sjónvarps- og út- varpsfréttum sem koma þaðan eins og annars staðar frá í gegn um alþjóðlegar fréttastofur. Þá er einnig til staðar frétta- miðlun í Bandaríkjunum sem varla mun vera mikil eftirsjá að. Námsmenn og alþjóðlegar fréttastofur leysa fullkomlega það mál. 2) Aukakálfurinn, Rás 2 — sýgur móðurkúna þindarlaust; gefur Jón Gunnarsson „ Að minnsta kosti tvær einkaútvarpsstöðvar hafa þjónað og geta þjónað fjölbreyttum næturhávaða — og að auki allgóðu efni af ýmsu tagi. Svæðis- landshlutaútvarp RÚV má starfrækja á Rás 1 svo sem áður var gert. svo sem ekkert til baka. Þá vel á minnst, er sá kálfur var ásétt- ur var oss bent á að hann myndi fara létt með að ganga sjálfala þannig að aldrei myndi koma til meðlags með honum. Ekki varð alveg sú raunin á, það þurfti fljótlega að taka hann á hús og ausa í hann ómældum fóðurbæti og hefir sá skammtur sífellt far- ið vaxandi. Að minnsta kosti tvær einka- útvarpsstöðvar hafa þjónað og geta þjónað fjölbreyttum nætur- hávaða — og að auki allgóðu efni af ýmsu tagi. Svæðis-lands- hlutaútvarp RUV má starfrækja á Rás 1 svo sem áður var gert. 3) Stríðsfréttamannaæðið til Afg- anistans, Filippseyja og víðar tók vissulega þokkalegan toll. 4) Yfírgengileg knattspyrnudýrk- un og endurvarp á því efni í gegnum gervihnetti heila og hálfa daga kom illa við pyngjuna svo sem geta má nærri. 5) Þá þarf ekki mörgum orðum að eyða á áramótadansleikinn mikla. Sjaldan mun hafa heppn- ast að kaupa jafn lélegan árangur fyrir jafn mikið fé. Hvað skal til bjargar RÚV? Hækka skylduskattinn sem að of- stórum hluta er notaður í yfírborðs- kenndan hégóma, svo sem auka blóðbaðsfréttir og fleira sem hér hefír verið upp talið? 1) Hér þarf að taka fast á, losna að öllu leyti við þann fjarstæðu- kennda óþarfa og fyrirbyggja frekari mistök af því tagi sem hér að framan hafa verið nefnd. 2) Stytta dagskrána um eina klukkustund á virkum dögum. 3) Sleppa t.d. hugsanlega útsend- ingum á fímmtudögum. 4) Ná til þeirra er sleppa við að greiða afnotagjöld, sem eru með rangskráð og óskráð tæki, hugs- anlega 15—20 þúsund aðila. Með því að breyta fyrirkomulagi varðandi innheimtu afnota- gjalda, afnotagjald verði nef- skattur á hvem þann er hefír náð skattskyldualdri. Þar með næðist til allra og afnotagjaldið yrði tiltölulega lág upphæð á mann. Allir þeir er komnir eru til vits og ára eru notendur þess- arar þjónustu. Fyrirkomulag núverandi innheimtu er ósann- gjamt eins og það er. Stefna á að samvinnu beggja sjónvarps- stöðvanna og ná þannig að nokkm niður rekstrarkostnaði svo sem með sameiginlegum notum af endurvarpskerfum. Það ætti einnig að ná til einkaút- varpsstöðvanna. Líklegt má telja að útvarpsstjóri, Markús Öm Antonsson, sé allur af vilja gerður að gera sitt besta til úrbóta á hveijum tíma, enda einn af þeim ágætu mönnum er öðluðust þekkingu og reynslu er gerði m.a. okkur kleift að taka í notkun þá tækni með glæsibrag er við nú not- um og nefnum sjónvarp. Sennilega mun þurfa nokkra hörku til að taka á þessum málum þar sem undirforingjar virðast áll- óstýrilátir og munu innanhúss- vandamál og samstarfsörðugleikar á því stigi að jafnvel hriktir í húsum á stundum. Sterkar líkur benda til þess að við verðum fljótlega að fara að gera okkur ljóst að alllangur tími mun líða þar til við getum talist milljónaþjóið. Margskonar óveðursský kunna að hrannast upp áður en langt um líður. Háskaleg þróun og ofkeyrsla í byggingu verslunarhúsnæðis á stór-Reykjavíkursvæðinu, stærð þess nú gæti þokkalega þjónað 300—350 þúsund manns! Hótel, veitinga- og skemmtistaðir munu einnig komin á hættumörk á sama svæði. Þá má og sjá að svo er víðar, má meðal annars nefna að skammt frá Reykjavík (fyrir austan fjall) eru tvö eða fleiri fyrirtæki er í liggja mörg hundruð milljónir hveiju fyrir sig. Annað þeirra of langt frá mörkuðum sem því eru ætlaðir og afkoma eftir því og hitt ef til vill 10—15 árum of snemma á ferðinni og útkoma eftir því. Glæframennska í óarðbærum og ótímabærum Ijárfestingum hjá ríki og einstaklingum hefír um of ein- k'ennt ákvarðanatökur okkar fámennu fiskimannaþjóðar sem ekki á nægilegan fisk, þannig að líklegt má teljast að full þörf sé á að. herða handbremsuna fljótlega ef forðast á viðbót í válegum uppá- komum af ýmsu tagi. Höfundur er fyrrverandi bóndi og vélstjóri að Þverá á Snæfells- Biblíuskólinn með námskeið NÁMSKEIÐ í Evangelísk- lútherska bibliuskólanum í Reykjavík hefjast 16. janúar nk. og standa fram að páskum. Biblíuskólinn hefur starfað í rúm tvö ár og haldið námskeið í biblíu- og kristnifræði. Ný nám- skeið heijast 16. janúar nk. og er kennt síðdegis á laugardög- um. Þijú námskeið verða á vorönn, þ.e. innihald og boðskapur Nýja testamentisins, kristin siðfræði — boðorðin tíu og kristilegt barna- og unglingastarf. Innritun fer fram á aðalskrif- stofu KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.