Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Æfaálslandi sýna í Færejjum Brynja Benediktsdóttir leikstýrir söngleiknum „S1jörnubarn“ hjá Havnar-sjónleikafélaginu Morgunblaðið/Emilla „Við gleypum í okkur allar þær leiksýningar sem við getum á meðan dvöl okkar stendur,“ segir fær- eyska leiklistarfólkið. Sitjandi f.v.: Brynja Benediktsdóttir, leiksljóri, Hjördis Johansen, Eyfinnur Finnson og Oskar Hermannsson. Standandi eru f.v.: Rasmus Magnusen, Gundur Mortensen, Brynjólvur Tór- stein, Nora Bærentsen, Regin Djurhuus Paturson og Högni Joensen. „VIÐ erum staddir hér á landi til að vinna með Brynju Bene- diktsdóttur og fara í leikhús,“ svöruðu níu bráðhressir Færey- ingar blaðamanni Morgunblaðs- ins, er hann hitti þá að máli til að forvitnast um ástæður fyrir vikulangri dvöl þeirra hér. Allir starfa þeir með Havnar-sjón- Ieikafélaginu í Þórshöfn sem er að setja upp færeyskan söngleik í leikstjórn Brynju Benedikts- dóttur. Hann ber nafnið „Stjörnubarn“ og er eftir Minu Reinert. Þar sem tími Brynju er af skornum skammti var gripið á það ráð að hópurinn kæmi hingað og æfði með henni og sækti leiksýningar. Það hefur leiklistarfólkið gert svikalaust, hefur sótt eina og tvær sýningar á dag og kemst þó ekki yfir nema hluta þeirra. Ekki sögðust leikar- amir finna fyrir neinni þreytu. Þeir vora afar ánægðir yfir mót- tökunum og lýstu mikilli hrifn- ingu með þær sýningar sem þeir höfðu séð, bæði uppsetningu og leik. Sjö leikarar eru í hópnum; Ras- mus Magnusen, Nora Bærentsen, Högni Joensen, Hjördis Johansen, Brynjólvur Tórstein, Gundur Mort- ensen og Eyfínnur Finnson en auk þeirra eru leikmyndateiknarinn SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var 683 sinnum kallað út á síðasta ári. ÚtköII, þar sem þurfti að slökkva eld, voru 359 og má rekja 139 til íkveikju. Mesta brunatjón varð þegar verksmiðjuhús Lysta- dún og Málningar hf. brunnu. Tveir létust ad völdum eldsvoða. Útköllun fjölgaði frá árinu 1986, en þá voru þau 564. TaUn Regin Djurhuus Paturson og Oskar Hermannsson, sem er góðkunnur leikari og útvarpsmaður, með í för. Hálfgildings atvinnuleikhús Oskar var búsettur hér á landi fyrir um 40 árum og talar ágæta íslensku. Hann er ein aðaldriffj'öður Sjónleikarfélagsins, er varaformað- ur þess og hefur staðið á fjölum Havnar-leikhússins í um íjörutíu ár. Hann segir leikhúsið vera hálf- gildings atvinnuleikhús; leikaramir hafa allir einhvém annan starfa sem þeir taka sér frí frá þegar æfíngar standa yfír. „Havnar-leik- húsið er eiginlega eina leikhús okkar Færeyinga en auk þess em þó nokkrir áhugaleikhópar starf- andi. Við setjum mismörg leikrit upp á ári, allt frá einu verki ef það er stórt og upp í fjögur á vetri," segir hann. Býstu við að þetta verði viðmikil sýning? „Ég býst við að þetta verði góð sýning," svarar Oskar að bragði og hlær. í ár eru liðin 70 ár frá því að leikfélagið var stofnað og á þeim tíma hefur margt breyst í fær- eyskri leiklist. Þá var færeyskan að ryðja sér til rúms í leikhúsinu til útkalla slökkviliðs er öll að- stoð, þar sem ekki er um elds- voða að ræða, svo sem efnaleki, vatnsleki og losun úr bílflökum. Algengasta orsök eids var íkveikja, eða I 139 tilfellum af 359, en óvíst er um eldsupptök í 112 tilfellum. Sjúkrafiutningum fjölgað nokkuð. Árið 1986 voru þeir en fyrst var leikið á færeysku fyrir 100 ámm. Nú þýða Færeyingar stóran hluta þess sem leikið er því ekki er skrifað mikið af leikritum, að sögn Oskars. „Helstan leikrita- skáldanna er að nefna Hans Andreas Djurhuus, sem við köllum stundum „barnaskáldið". Hann starfaði mikið með okkur á þriðja og fjórða áratugnum. Á seinni ámm ber mest á verkum eftir Jens Pauli Heinesen og Steinbjöm Jakobsen." * Draumurinn um Utópíu „Stjörnubamið" er eftir Minu 10.187, en árið 1987 voru þeir 10.532, þar af 1635 neyðarflutn- ingar. Fjöldi sjúkraflutninga hefur verið svipaður frá árinu 1973, eða rúmlega 10 þúsund á ári, en flutningar þessi taka æ lengri tíma vegna tafa í um- ferðinni. Fimm sinnum árið 1987 sáu einhveijir ástæðu til þess að narra slökkvilið af stað. Reineft og er hennar fyrsta verk fyrir leikhús. Áður hefur hún samið smásögur og eitt útvarpsleikrit. En um hvað fjallar það, spyr blaðamað- ur Brynju Benediktsdóttur, leik- stjóra? „„Stjörnubarnið" er sprottið úr færeyskri menningu og er mjög heillandi verk að takast á við,“ svar- ar hún. „Sagan er blanda úr þjóðtrú og vísindaskáldsögu. Þar segir frá strák sem er frábmgðinn öðmm og verður því fyrir stríðni. í ljós kemur að hann er annars heims og hefur huganatengsl við fólk á annarri stjömu Þetta er öðmm þræði draumuripn um Útópíu, framtíðar- sýn þar sem kærleikurinn er iðkaður og vélmenni notuð í þágu friðar og þæginda." Auk þess að setja upp „Stjömu- bamið“ leikstýrir Brynja stutt- kvikmyndinni „Símon Pétur fullu nafni" eftir handriti Erlings Gísla- sonar en það var tilnefnt til verð- launa á vegum Listahátíðar í haust. Upptökum á myndinni er lokið og verður hlé gert á vinnunni til að safna kröftum fyrir framhaldið. Brynja fer þá til Færeyja og verður í fímm vikur. „Það er reginmunur á að setja upp nýtt leikrit og verk sem hafa verið flutt áður, jafnvel öldum saman. Þar sem „Stjömu- bamið" er nýtt verk er ágætt að vinna það í lotum eins og við höfum gert. Við gerum okkar athugasemd- ir við handritið og höfundurinn lagfærir það síðan. Þannig fær sýn- ingin tækifæri til að geijast," segir hún. Svona ferðir eru okkur nauðsyn „Mér hefur gengið vel að skilja leikarana og það er ekki erfítt að lesa færeyskuna," segir Brynja að- spurð. „Framburðurinn er erfíðari en þeir vilja frekar að ég tali íslensku hægt, en dönsku. Og í leik- húsi em svo margar aðferðir við að tjá sig að ef einhver vandkvæði em, notum við bara aðferðir leik- hússins." Til að kynnast straumum og stefnum fara Færeyingar mikið ut- an og þá í langflestum tilfellum til Danmerkur og Noregs. Þó hafa nokkrir ur leikhópnum komið hing- að áður, hluti hópsins kom á Listahátíð í fyrra og sýndi leikritið „I lýsing" eftir Regin, höfund leik- myndar „Stjömubamsins". Hvemig líkar félögunum? „Vel, við höfum fengið margar góðar hugmjmdir út frá því sem við höfum séð og fáum fleiri. Við gleypum í okkur allar þær sýningar sem við sjáum og vinnum síðan úr þeim þegar heim er komið. Svona ferðir em okkur nauðsyn," segja þeir Eyfinnur og Högni. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með Brynju, hún flytur með sér nýja strauma auk þess sem málið vefst ekki fyrir. Islendingar eru þjóða fljótastir að læra færeysku. Enda sagði landi okkar eitt sinn að það væru aðeins 10 klukkutímar sem skildu að íslenskuna og fær- eyskuna." Slökkvilið Reykjavíkur: Utköllum og sjúkra- flutningum fjölgar umboðs- og módelskrifstofa, Hverfisgötu 46, Reykjavík, sími 621088 og kvöldsími 46219 Innritun hafin frá kl. 10—12 og 13—18. Byijendur: Framsögn, feimni, sýning, próf og H prófskjöl afhent. ■ stign H H Snyrtifræöingur, hárgreiöslumeistari nÆm unum, ljósmyndir fyrir auglýsingar. i í Auglýsingaskrifstofur Vanti ykkur módel leitið þá til Módelmyndar. ■ f k ▼ i 1 I /UH Módel frá 4 ára aldri. Plokkaskipting HPlMRp§|VP|hpMblljl|^H 4—6ára.7—9ára. 10—12ára. J^MMÉMÉÉÍÉéMmÉMÉiIbÉÍIÉÉÍ^B 13— 14ára. 15—20ára. Eldri Módelmynd er í samvinnu viö franskar, þýskar og enskar módelskrifstofur. Vegna mikillar eftirspurnar eftir módelum, 30 ára og eldri, eru sér módelnámskeið Öll módelin tekin upp á myndband fyrir auglýsingagerð. HVERFISGATA 46 SÍMI 621088 Dansskólinn Dansnýjung Kollu Skóli meö nýjungar Kennslustaðir: Reykjavík: Hverfisgata 46 og KR-húsið v/Frostaskjól - Mosfellsbær: Hlégarður— Selfoss: Nýja félagsmiðstöðin - Kópavogur: Æfingamiðstöðin Engihjalla 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.