Morgunblaðið - 22.01.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.01.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 7 Stolið úr einum bíl ádag AÐ jafnaði er brotist inn i einn bíl á degi hverjum á höfuðborgar- svæðinu. Oft er stolið verðmætum hljómflutningstækjum og radar- varar verða æ vinsælli hjá þjófum. Þá vila þeir ekki fyrir sér að fara inn i ólæsta bUa um hábjartan dflginn og taka ýmislegt lauslegt með sér, svo sem seðlaveski. Að sögn Helga Daníelssonar, yfir- lögregluþjóns hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins, hefur innbrotum í bíla §ölgað mjög. „Það verður að brýna fyrir fólki að skilja ekki verðmæti eftir í bílunum, því þjófar eru fljótir að koma auga á slíkt," sagði hann. „Það er ekki nóg með að brotist sé inn í bíla í skjóli nætur og stolið hljómtækjum og öðrum dýrmætum tækjum, heldur er oft farið inn í ólæsta bíla um hábjartan daginn og stolið seðlaveskjum og handtöskum. Fólk hugsár oft sem svo, að það sé óhætt að skilja bílinn eftir ólæstan á meðan skroppið er inn í verslun, en sú er ekki raunin. Ég get líka nefnt nýlegt dæmi um konu, sem skildi bílinn eftir ólæstan á meðan hún hljóp með bam sitt inn á dag- heimili. Þegar hún kom aftur út, eftir örskamma stund, var seðlaveski hennar horfíð," sagði Helgi. Akranes: Veitingahús- ið Stillholt gjaldþrota Veitingahúsið Stillholt á Akra- nesi hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Stillholt er eina veitingahúsið í bænum, fyrir utan skyndibitastaði, og er í eigu tveggja matreiðslumanna. Samkvæmt upplýsingum bæjar- fógetaembættisins á Akranesi barst beiðni um gjaldþrotaskiptin frá eig- endum fyrirtækisins þann 18. janúar og daginn eftir var úrskurðað að búið skyldi tekið til skipta. Bústjóri hefur ekki verið skipaður enn og ekki er ljóst hversu miklar skuldir fyrirtækisins eru. Frestur til að lýsa kröfum í búið verður auglýstur í Lögbirtingablaðinu á næstunni. Fundað um fiskverð á mánudag VERÐLAGSRÁÐ sjátvarútvegsins fundaði í gær um almennt verð á bolfiski og rækju. Gögn voru lögð þar fram og nýir fundir boðaðir á mánudag. Nýtt fískverð á að taka gildi 1. febrúar, en núgildandi verð var ákveðið í nóvember eftir nokkurra mánaða tímabil, er verð var gefíð fíjálst. Samkomulag um áframhald- andi ftjálsræði náðist ekki í haust og því hefur Verðlagsráðið að nýju tekið að sér að verðleggja físk. YfMögfræðingur, ekki deildarstjóri í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um níu umsækjendur um embætti hæstaréttardómara var ranglega farið með starfsheiti Gísla G. ísleifssonar. Gísli var sagður vera deildar- stjóri, en hið rétta er að hann er yfírlögfræðingur Verðlagsstofnunar og hæstaréttarlögmaður. Hann er beðinn velvirðingar. ssss •• FAGNA ÞORRAIKVOLD Þorrahlaðborð fj ölsky ldunnar Nú bjóðum við alla fjölskylduna hjartanlega vel- komna í stórkostlegt þorrahlaðborð, föstudags-, laugardags-, og sunnudagskvöld, næstu fjórar helgar. Menn eru nú búnir að jafna sig eftir glæsilega jólahlaðborðið okkar og eru boðnir velkomnir að þorrahátíðarhlaðborði fjölskyldunnar, sem þarf að sjá og smakka á til að trúa. VIÐ BJÓÐUM YKKUR 30 RÉTTIÞANNIG AÐ ALL- IR ÆTTU AÐ FINNA EITTHVAÐ GÓMSÆTT OG GIRNILEGT VIÐ SITT HÆFI. MATSEÐILL ÞORRAHATIÐAR- HLAÐBORÐSINS: Hrútspungar Sviðasulta Lundabaggar Bringukollar Lifrarpylsa ^lóðmör Hvalur Hangikjöt Svið Flatkökur Harðfiskur Salat Smjör Hákarl Uppstúf Kartöflur Rófustappa Heittsaltkjöt Síldarréttir Tómatsíld Karrýsíld Bananasíld Marineruðsíld Cremefrechsíld Heiturpottréttur Rúgbrauð Síldarbrauð Spægipylsa Rúllupylsa En við hugsum líka um þá, sem vilja halda sig við aðrar kræsingar á landsfræga fjölskyldiunatseðlinum okkar. Þar er að finna úrval kjöt- og fiskrétta við hæfi hinna vandlátustu. Börnin fá ókeypis kjúklingabita eins og þau geta í sig látið. Nýjung! Einkaþorrablót fyrir 20-50 manns í glæsilegum sölum, tengdum vínstúkum. Nýjung! Nú afgreiðum við einnig þorramat í trogum í heimahús og fyrirtæki. Með þorrakveðjum Hallargarðurinn og Veitingahöllin, •iii* MATARHÖLL FJÖLSKYI.DUNNAR, OHin, KRINGLUNNI, HÚSI VERSLUNARINNAR 1 SÍMAR 30400 OG 33272.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.