Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 21
21 f MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 þarfnast fjölmörg ungmenni per- sónulegrar ráðgjafar og hand- leiðslu fólks, sem hefur tíma, menntun, hæfileika og vilja til að sinna þessum málum. Hver kann- ast ekki við þá þörf að ræða við einhvem, þegar persónulegan vanda ber að höndum? Það er afleitt uppeldi að sinna ekki þessari þörf á viðkvæmasta aldursskeiði mannsins. Það er því löngu tímabært að gera ráð fyrir náms- og skólaráðgjöf í starfsemi skóla og hér er verk að vinna. Mér segir svo hugur að ónóg handleiðsla og ráðgjöf sé ósmár þáttur í vangengi margra unglinga í námi. Hugleiðum nú seinni spuming- una. Til skýringar er rétt að birta samanburð sömu svæða frá sl. vori. Hér er um að ræða lokaeinkunn- ir, þ.e. samanlagðar skólaeinkunn- ir og einkunnir á samræmdum prófum. Yfirlitið sýnir fjölda þeirra nem- enda, sem náðu viðmiðunarein- kunn, sem er 5. Hámarkseinkunn er 10. Tölur þessar sýna svo ekki verð- ur í efa dregið, að þeir skipta hundruðum nemendumir, sem ekki ná viðmiðunareinkunninni 5 í samræmdum greinum. Skylt er að geta þess, að nemandi getur hafíð nám í framhaldsskóla, þótt tvær einkunnir á lokaprófí séu lægri en 5. Reynslan sýnir hins vegar að flestir nemendur á þess- um mörkum ráða ekki við hefð- bundið framhaldsnám, þ.e. þurfa lengri tíma til að ná viðunandi árangri. í 4. gr. dreifíbréfs menntamála- ráðuneytisins frá 28. janúar 1985 um inntöku nemenda í Framhalds- skóla segir orðrétt. „Skólum er heimilt að taka inn nemendur sem ekki fullnægja skil- yrðum 3. töluliðar. Er þá mælt með því að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til þess að gera þeim kleift að bæta undirbúning sinn í þeim greinum þar sem þeir eru lakast settir." Hér er komið að kjama máls- ins. Það þarf að gera „sérstakar ráðstafanir" til aðstoðar þessum nemendum bæði í grunn- og fram- haldsskólum. Efla þarf leiðbein- ingar og ráðgjöf til þessa hóps. Taka þarf til endurskoðunar svo- kallaða 0-áfanga og meta á raunhæfan hátt stöðu hvers nem- anda áður en framhald er ákveðið. Og af hveiju að nefna þetta nám 0-áfanga? Taian 0 ein sér hefur aldrei verið uppörvandi í námi. Hér er einfaldlega um undirbún- ings- eða aðfaramám að ræða að meira og Iengra námi. Svo einfalt er málið. Sveigjanleiki þarf að vera í úr- ræðum og samvinna milli skóla. Undirbúningur þessara nem- enda gæti bæði verið í gmnn- og framhaldsskólum allt eftir aðstæð- um á hverjum stað. Skólinn er eign okkar allra og kostnaður allur greiddur úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna. Aðstoð við unglinga á réttum tíma getur skipt 'sköpum um framtíð þeirra. Hér þurfum við að nema staðar og taka rækilega til í hugskoti okkar. Fatlaðir og sein- færir nemendur eiga nákvæmlega sama rétt til skólagöngu og aðrir. Það mun áreiðanlega borga sig, þegar litið er fram á veginn, að efla skólann til að takast á við þessi verkefni af djörfung. En það gerist ekki að óbreyttum aðstæðum. Markmið aðfaramáms þarf m.a. að felast í breyttum viðhorfum nemenda til náms og starfsvals í náinni framtíð. Oft á tíðum er sjálfsvirðing þessara nemenda í lágmarki vegna þess, að þeir hafa árum saman verið að fást við verkefni, sem þeir hafa ekki ráðið við og árang- ur starfsins því enginn eða sáralít- ill og útlitið framundan sjaldnast bjart. Nemendur þurfa að komast út úr þessum vítahring. Nám þarf að skipuleggja með þeim hætti, að það sé nemendum viðráðanlegt og að þeir hafí tíma til að ná tök- um á því og njóta einhvers árangurs af erfíði sínu. Kennsluaðferðir þurfa að vera sveigjanlegar og taka tillit til vilja og hæfíleika nemenda. Því er í rauninni meiri vandi að skipu- leggja nám þessara nemenda en flestra annarra. Ég vænti þess, að um þessi mál verði rætt bæði innan skóla og utan með það markmið í huga að fínna sem besta og hagkvæmasta lausn á þeim. Höfundur er fræðaluatjóri í Aust- urlandsumdæmi. Akranes: Fimm tilboð í byggingu heilsugæslu- stöðvar FIMM tilboð bárust Innkaupa- stofnun rikisins í að steypa upp og gera fokhelda heilsugæslu- stöð sem fyrirhugað er að reisa á Akranesi. Lægsta tilboð var frá Trésmiðjunni Fjölni, 15,6 milljón- ir. Kostnaðaráætlun hönnuða nam 20,7 milljónum króna. Auk Fjölnis buðu í verkið Trésmiðjan Jaðar, Trésmiðjan Akur, Trésmiðja Guð- mundar Magnússonar og Tréverk s/f. Tilboðin eru nú í athugun hjá Innkaupastofnun. TÖLVUPRENTARAR Höfuðb.svæói íslenska 1377 nemendureða70,2% Stærðfræði 1476 r,emendureða75,3% Enska 1556 nemendureða79,3% Danska 1324 nemendureða67,5% Landið utan höfuðb.sv. 1129 nemendureða58,5% 1219 nemendureða63,2% 1238 nemendureða64,l%' 1138 nemendur eða 59,0% ist hafa verið farið af gífurlegu gáleysi með stórhættuleg efni og miklum fjármunum eytt í að dylja ólöglega flutninga vegna þess eins að enginn vissi hvemig eyða mætti geislavirku efnunum. Ekki hefur tekist að gera grein fyrir öllu því plútóníum og kóbalti sem verið hefur á flakki og grunur leikur á að hluti þess hafi hafnað í Pakistan og Líbýu en bæði ríkin hafa gælt við hug- myndina um „íslömsku sprengjuna". Slíkt væri ekki einungis siðlaust heldur bryti einnig í bága við al- þjóðlega samþykkt 135 ríkja um að ekki megi flytja kjamorkusprengjur né efni til slíkrar framleiðslu milli landa. Ekki er lengra síðan en í maí á síðasta ári að sijómin í Bonn til- kynnti: „ . . . hvarf plútóníums úr kjamorkuverum er algerlega útilok- að“. Sú spuming vaknar einnig hvar sé enn að fínna frekari hættuleg efni því ekki virðist hægt að treysta á merkingar utan á ílátunum sem staflað hefur verið upp víðs vegar um Vestur-Þýskaland. Kjarnorkan kvödd eða persónunjósnir? En hvaða afleiðingar hefur Nuk- em-hneykslið á kjamorkupólitík stjómarinnar? Sú röksemd að Iq'am- orkan færði ódýrara rafmagn en til dæmis kolin stóðst einungis vegna þess að ekki var hirt nægilega um að eyða úrganginum. Umhverfís- málaráðherrann Klaus Töpfer hefur lýst sig reiðubúinn til róttækra að- gerða gagnvart kjamorkuiðnaðin- um. Fyrir utan það að stöðva starfsemi Nukem og Transnuklear sem þegar hefur verið gert leggur hann meðal annars til að fylgst verði með einkalífí þeirra manna sem axla mikla ábyrgð. Viðbrögð hafa þegar komið frá forráðamönnum í iðnaðin- um. Þeir vara við því að „varð- hundaríkið" verði innleitt. Engu að síður virðist stjómin ekki reiðubúin að snúa baki við kjamorkunni þó hún krefjist siðgæðisvitundar sem sé meiri en í meðallagi. Slík kúvend- ing í orkumálum væri sársaukafull til skemmri tíma litið og geysilega erfíð pólitískt fyrir menn sem prísað hafa kjamorkuna svo áratugum skiptir. Stefnubreyting virðist þó skynsamleg í ljósi þess hve dýrkeypt slysin em og að ekki hafa fundist lausnir á eyðingu geislavirkra úr- gangsefna. Bent er á að 21 milljarði iriarka úr ríkissjóði hafí hingað til verið varið til rannsókna í þágu lqamorkuiðnaðar á meðan einungis 1 milljarður hafí runnið til rannsókna á öðmm orkugjöfum eins og vetni og sólar-, vind- og vatnsorku. Á þessum sviðum liggja möguleikar framtíðarinnar segja þeir sem vilja ekki búa við áhættuna sem fylgir kjamorkunni og mengunina sem hlýst af notkun lífrænna orkugjafa. SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUÓTA AO HAFA RÉTT FYRIR SÉRI! MAZDA 323 hefur jafnan veriö ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býöur upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst I yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr. 430.000 (stgr.verð 1.3 LX 3 dyra) (gengisskr. 13.1.88)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.