Morgunblaðið - 22.01.1988, Side 23

Morgunblaðið - 22.01.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 23 Reuter Leitað í brakinu Lögreglumeim leita í braki flugvélarinnar sem fórst í Chongqing í Kina á mánudag. Að sögn opinbers dagblaðs í Kína í gær kom upp eldur í einum hreyfli vélarinnar og annar varð óvirkur skömmu áður en hún hrapaði. Flugmaðurinn reyndi að nauð- lenda fáeinum kUómetrum frá áfangastað en mistókst, 108 manns fórust með vélinni. Bretland: Talið að geislavirkni gæti í þrjá áratugi London, Reuter. GEISLAVIRKU efnin sem féUu til jarðar eftir kjamorkuslysið í Tsjemobyl gætu haft áhrif á breskan landbúnað næstu þijá áratugi, segir i skýrslu samtaka breskra bænda sem kynnt var i gær. í skýrsl- unni er því haldið fram að ræktað land gleypi geislavirkt sesíum miklu hægar i sig heldur en vísindamenn, sem stjómin kvaddi tíl, Fljúgandi furðu- hlutur ofsækir ástr alska fjölskyldu Melbourne. Reuter. FLJÚGANDI egglaga furðu- hafi gert ráð fyrir. Nú er tuttugu og einn mánuður liðinn síðan geislavirk efni féllu yfír mikinn hluta Evrópu frá Tsjemobyl og enn eru settar skorður við flutn- ingi og slátrun sauðfjár frá 400 býlum í Wales og 220 býlum í Eng- landi og Skotlandi, sem orðið hafa fynr geislavirkni. í skýrslu bændasamtakanna er breska ríkisstjómin gagnrýnd og hún sökuð um að hafa forðast að kljást við vandann. Einnig er bresk vistfræðistofnun gagnrýnd fyrir að hafa spáð því að jörðin myndi gleipa selsíum í sig innan tveggja ára og skepnur á beit fengju þá ekki þetta geislavirka efni í sig. í skýrslunni er því spáð að geislavirkni í sauðfé verði yfír hættumarkinu á tveimur svæðum Wales árið 2018. Niðurstaða skýrslunnar er sú að til þurfi að koma beinar aðgerðir sem dragi úr geislavirkninni, til að mynda þurfi að brenna gróður á þeim svæð- um sem verst hafi orðið úti. Vísinda- menn verði að endurmeta áhrif Tsjemobyl-slyssins til langs tíma og athuga þurfí hvort grípa eigi til frek- ari alþjóðlegra aðgerða. hlutur elti ástralska fjölskyldu í eina og hálfa klukkustund eft- ir fáfarinni hraðbraut á Nulla- bor sléttunni á miðvikudags- morgun. Kona með syni sína þijá tjáði lögreglu að furðuhlut- urinn hefði læst örmum sínum í bifreiðina og hrist hana dug- lega. Síðan hefði bíllinn fallið aftur til jarðar. Þegar mæðgin- in skoðuðu verksummerki kom í ljós að dekk var sprungið og bíllinn var alsettur undarlegu ryki og lagði nálykt af þvi. Yfírvöld taka sögu Knowles- fjölskyldunnar mjög alvarlega því flutningabílstjóri og fískimenn í Ástralíuflóa hafa vitnað um sams konar sýnir á aðfaramótt miðviku- dags. Lögregla hefur tekið Sedan-bifreið fjölskyldunnar í sína vörslu og hyggst rannsaka efna- samsetningu ryksins sem þekur bifreiðina innan og utan. „Ég öskraði af skelfingu," sagði Faye Knowles í þættinum „Á líðandi stundu" í ástralska sjón- varpinu. Hún var ásamt sonum sínum á leið frá Perth til Melbo- ume til að heimsækja móður sína. Mæðginin sögðust ekki leggja í þessa 2.500 km leið aftur í bráð. „Ég segi ekki, trúið eða efíst, held- ur, eitthvað er þama sem við getum ekki skýrt," sagði Patrick Knowles. Móðir hans bætti við: „Eitthvað verður að gera annars á einhver eftir að verða fyrir alvar- legu slysi.“ Fjölskyldan segist hafa reynt að stinga furðuhlutinn af eftir að hans varð vart en án árangurs. Þá stöðvuðu þau bifreiðina og földu sig í mnna við veginn. Þau biðu þess að glóandi egglaga furðuhluturinn hyrfí og á meðan var eins og raddir þeirra brystu og allt gerðist ofurhægt. Eftir stundarfjórðung freistuðu þau þess að aka af stað. „Það var ennþá þama og beið eftir okkur. Það sat fýrir okkur aðeins lengra eftir veginum. Það sá okkur ekki í friði," sagði Faye Knowles., Bretar bæta flugleið- sögukerfið London. Reuter. BRETAR hafa ákveðið að færa flugumferðarstjórn sína í nútímahorf með þvi að kaupa margar tölvur á næstunni. Til- gangurinn er að auka flugör- yggi en að undanförnu hefur margsinnis legið við árekstri flugvéla í lofti yfir Bretlands- eyjum. Christopher Tugendhat, tals- maður brezku flugmálastjómar- innar (CAA), sagði í gær að þegar hefði verið pöntuð móðurtölvá fyr- ir 22 milljónir punda, eða jafnvirði 1,5 milljarðs íslenzkra króna, til þess að hressa upp á flugleiðsögu- kerfíð. Alls yrði varið 200 milljón- um punda, eða jafnvirði um 13 milljarða króna, í þessu skyni á næstu 5 ámm. Tugendhat sagði að ekki væri nóg að láta nýjar tölvur leysa gamlar og úreltar af hólmi. Éitt af brýnustu úrlausnarefnum flug- málayfírvalda væri að leysa vandamál, sem stöfuðu af slæmum starfsanda í flugtumum. OPEL CORSA hefur á undanförnum árum unnið sér sess meðai söiuhæstu og vinsælustu smábíla í Evrópu. í Opel Corsa fær kaupandinn flesta þá hluti sem hann sækist eftir í nýjum fjölskyldubíl af ódýrari gerðinni. Það má reiða ^ig á Opel Corsa, hann skilar sér meðsína á áfangastað. Það vita líka þekktar bílaleigur víðsvegar í Evrópu, sem hafa í vaxandi mæli tekið þennan litla en ólseiga Opel í þjónustu sína. OPEL CORSA SWING, traustur smábíll, fyllilega peninganna virði. ■ Verð frá . . . Kr.397.000, (þtjífaroiMmf/ BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO Öll heimilistækin í glæsilegu mjúku línunni m — — m k C TRÉSMIOJA PORVALDAR ÓLAFSSONAR IDAVÖLLUM 6. KEFLAVlK, SÍMAR: 92-13320 OG 92-14700 _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.