Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 31 Kaupfélag Svalbarðseyrar: Kaupf élagsstj óra- bústaðurinn seldur ENGIN formleg' tilboð hafa bor- ist í eignir Samvinnubankans á Svalbarðseyri nema í kaupfé- lagsstjórabústaðinn Mælifell, sem Samvinnubankinn seldi Sig- urði Ringsted á Akureyri í vikunni. Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að viðun- andi tilboð hefði borist, en hann vildi ekki segja hver upphæðin hefði verið. Samvinnubankinn eignaðist flestar eignir Kaupfélags Sval- barðseyrar á uppboði, sem fram fór í ágúst sl., og hefur verið að reyna að selja þær síðan á fijálsum mark- aði. Ekkert hefur þó gengið og sagði Geir að raunverulega hefði Samvinnubankinn ekkert getað að- hafst í sölumálunum þar sem hann væri nú fyrst að fá öll afsöl í sínar hendur. Samvinnubankinn auglýsti eignimar í fyrsta skipti í Morgun- blaðinu nú í vikunni. Geir sagði að KEA hefði sýnt áhuga á kaupum, en KEA og Samvinnubankinn væru ekki sammála um kaupverð auk annarra atriða. Aðrir aðilar munu hafa sýnt áhuga á kaupum, en Geir vildi ekki segja hveijir þeir aðilar væru. „Við erum ekki vonlausir að við getum fallið frá kröfum okkar á hendur áttmenningunum, sem gengust í ábyrgðir fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar á sínum tíma, en vissulega veltur það á því hvort við getum selt eignimar á viðunandi verði eða ekki. Það getur bmgðið til beggja vona,“ sagði Geir. Hann sagðist gera ráð fyrir frek- ari viðræðum við forráðamenn KEA. Samvinnubankinn hefði jafn- framt rætt við fleiri aðila fyrir norðan, sem sýnt hefðu áhuga á kaupum á eignunum, en of snemmt væri að segja hveijir það væm eða hvemig viðræður gengju. Meðal eigna Samvinnubankans er frysti- hús, sláturhús, verslunarhús, geymsluhúsnæði auk fleiri eigna. Geir sagði að þeir, sem sýnt hefðu áhuga, væm að hugsa um að nota eignimar í annan rekstur en þær vom notaðar í áður. Bakara- dagarhóf- ust í gær HARALDUR Friðriks- son, formaður Lands- sambands bakara- meistara, opnaði sýningn sambandsins í íþróttahöllinni á Eyr- inni í gær og bauð Gunnar Ragnars, for- seti bæjarstjórnar, menn velkomna til Akureyrar. Á sýningunni má sjá tæki, vélar og hráefni til brauð- og kökugerðar og verður sýningin opin frá kl. 10.00 til 17.00 í dag og á morgun, föstudag og laugardag. Á laugardag gefst almenningi kostur á að skoða sýninguna, en að öðra leyti er hún lokuð fagsýning. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Geysilegur áhugi fyr- ir skíðaíþróttinni í ár - segir Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar MIKILL áhugi er nú fyrir skiða- íþróttinni á meðal skiðamanna á Akureyri eftir að snjórinn hefur loksins látið sjá sig. Að sögn Þrast- ar Guðjónssonar formanns Skíðaráðs Akureyrar er aukning þeirra sem vilja æfa skiði í vetúr um 40%. Alls hafa hátt í 215 manns látið skrá sig á æfingar, bæði þjá KA og Þór, en félögin standa að Skiða- ráði Akureyrar. Pjölmennasti hópurinn er 12 ára og yngri. Ráðnir hafa verið tíu alpagreina- þjálfarar auk eins fasts skíðagöngu- þjálfara sem hefur með sér tvo aðstoðarmenn. Gönguíþróttin á vin- sældum að fagna og á Akureyri æfa nú þijátíu skíðagöngumenn að staðaldri. Verið er að ganga frá göngusvæði í Hlíðarfjalli þessa dag- ana, en göngumenn hafa síðan um jól getað æft sig í Kjamaskógi þar sem göngubraut er vel uppiýst. Aðrir skíðamenn hafa getað verið síðasta hálfa mánuðinn við æfingar uppi í fjalli, en þeir hafa yfirleitt komist fyrr á skíði en nú er. Skíðamót íslands verður haldið á Akureyri í ár og fer það fram dag- ana 13.-17. apríl nk. Þetta mun því vera í fyrsta skipti sem það er ekki haldið á páskum. Pyrstu skíðamót vetrarins era á Akureyri um helg- ina. Þá fara fram stórsvigsmót Þórs og svigmót KA í flokki kvenna og karla og í flokki 15 til 16 ára. í flokki 13-14 ára er keppt helgina 6.-7. febrúar. Þá fer fram skíða- göngumót í Kjamaskógi á sunnu- dag í unglinga- og fullorðinsflokk- um. Mótið er opið öllum áhugamönnum allt frá 7 ára til sjö- tugs. Fyrsta bikarmót Skíðasam- bands íslands, svokallað Hermannsmót, fer fram á Akureyri dagana 30.-31. janúar. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Skíðaráðsmenn Akureyrar, frá vinstri: Þröstur Guðjónsson formað- ur, Magnús Gislason, Jóhannes Kárason, ívar Sigmundsson og Jónas Sigurbjörnsson. Morgunblaðið/Bjami Harður árekstur HARÐUR árekstur fólksbíls og mótum Tryggvabrautar og vörubifreiðar varð á Akureyri Rjalteyrargötu. Engin slys f gær. Óhappið átti sér stað urðu & ökumönnum. laust fyrir klukkan 13.00 á Aðstaðan í Hlíðarfjalli fer sífellt batnandi, en nokkuð vantar á lýsing I Qallinu sé nægilega góð þegar skyggja tekur og einnig vantar lýs- ingu í göngubraut. Ivar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða sagði að fyrstu skíðanámskeiðin hæfust á mánu- daginn. Venjan væri sú að böm og unglingar væm duglegust að mæta á þau, en þó væri jafnframt boðið upp á fullorðinsnámskeið ef áhugi væri fyrir hendi. „Skíðafæri hefur verið gott undanfama daga. Snjór- inn hefur verið harður, en ekki þarf að bæta mikið í hann svo skíðafæri verði eins og best gerist. Undanfar- ið höfum við verið að selja skíðakort og boðið þau fyrirtækjum fyrir starfsfólk sitt. Þá taka Skíðastaðir við skólahópum og hefur eftirspum verið ákaflega mikil síðustu dag- ana. Flestir þeirra em af Suðurlandi eða utan af landi, eins og við fyrir norðan segjum gjaman. Aðstaðan er að verða mjög góð hjá okkur. Við komum skíðalyftu upp í 1.000 metra hæð. Fallhæð er 500 metrar og sklðaleiðin lengst tveir og hálfur km. Þetta er sambærilegt við marga góða skíðastaði erlendis nema hvað okkur vantar góða veðrið og bjórinn svo hægt verði að selja útlendingum skíðaferðir til íslands," sagði Ivar. Fyrir dymm stendur mikil aug- lýsingaherferð í samvinnu Flug- leiða, Skíðastaða, Leikfélags Akureyrar og hótel- og veitinga- staða á Akureyri, en að sögn ívars fer aðsóknin vitanlega að mestu eftir veðri og færð. Draumur skíða- ráðsmanna á Akureyri er að geta haldið í Hlíðarfjalli alþjóðlegt skíða- mót þar sem keppa frægir erlendir skíðagarpar. Þröstur sagði að ef slíkt tækist, myndi það vissulega auka hróður íslands sem skíða- lands. Viðbrögð hefðu verið könnuð árið 1985 þegar send vom út bréf til flestra skíðasambanda í Evrópu að minnsta kosti. Viðbrögðin vom hinsvegar engin. Skíðaráðsmenn á Akureyri töldu því heppilegast að reyna að fá þekktan skíðamann til að taka þátt í einu til tveimur mót- um hér sem yrði þá jafnframt til að vekja áhuga annarra. „GAUKURAKUREYRAR“ 1. flokks matur á teríuverði EKTA PIZZUR Opifi um helgar frákl. 11.30-03.00 Virka daga frákl. 11.30-01.00 v/Ráðhústorg 12. sýning fóstudaginn 22. janúarkl. 20.30 13. sýning laugardaginn 23. janúarkl. 20.30 14. sýning sunnudaginn24.janúarkl. 16.00 MIÐASALA 96-24073 laKPÉLAG ANJREYRAR ÞORRA- BLÓT laugardagskvöld Jazztríó Kristjáns Gumunds- sonar og hljómsveit- in Helena fagra. Verð aðeins kr. 1450,- Höfðaberg ÞORRA- MATUR Eins og undanfarin ár býður Bautinn upp á sinn vinsæla þorramat. Þorrablótsnefndir og einstaklingar: Hafid samband og vifi munum gefa nánari upplýsingar. SÍMI21818 rEIK.NN^AR •ör1VI«U0Frar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.