Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 39 Minning,: Páll Ingibergs- son skipstjóri einkenndi Dóru, mágkonu okkar, var að hún var ávallt vinur vina sinna og trygglynd. Alltaf var hún reiðubúin að rétta fram hjálparhönd ef svo bar undir og nutu yngstu íjölskyldumeðlimir oft góðs af um- hyggju hennar. Dóra var höfðingi heim að sækja og sjaldnast naut hún sín betur en þegar gesti bar að garði. Það var alltaf notalegt að heimsækja hana því það var henni mikið kappsmál að öllum liði sem best í návist hennar. Hún var ávallt jafn róleg og gaf sér góðan tíma fyrir vini sína og íjölskyldu. Vinum sínum vildi hún gefa sitt allra besta og voru margir aðkomu- menn orðlausir yfir kræsingum sem Dóra gat hrist fram úr ermi á auga- bragði, oft fyrirvaralaust. Þetta gerði hún ekki af jrfirlæti, því það var henni flærri, heldur af ástúð og innileik. Dóra og Helgi voru ætíð mjög samheldin og samrýnd svo að okkur þótti eðlilegt að nefna ekki bara nafn annars þeirra þegar um þau var talað heldur beggja í sömu and- ránni. Helgi bróðir hefur frá bamsaldri verið með veiðidellu og haft mikla þörf fyrir að dvelja úti í náttúr- unni. Þetta gerði Dóra sér grein fyrir þegar hún kynntist Helga og ákvað að veiðimennskuna yrði hún einnig að tileinka sér, þannig var Dóra. Veiðimennskan og útivist varð að brennandi áhugamáli þeírra. beggja. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. (Ur Hávamálum) Með þessum orðum viljum við kveðja ástkæra mágkonu okkar. Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja ijölskyldu hennar og biðj- um Halldóru G. Tryggvadóttur Guðs blessunar í nýjum heimum. Júlía, Áslaug, Guðrún og Elísabet. Fæddur 6. maí 1913 Dáinn 15. janúar 1988 I byijun nóvember sl. fékk móður- bróðir minn, Páll Ingibergsson, staðfestingu á því, að hann væri haldinn banvænum sjúkdómi, sem nú aðeins tveimur og hálfum mánuði síðar hefur dregið hann til dauða. Vitneskjunni um sjúkdóminn og óumflýjanlegar afleiðingar hans tók Palli með meðfæddu jafnaðargeði og sagði að sínu lífsstarfi væri lokið og því þyrfti ekki að .æðrast. Palli fæddist í Vestmannaeyjum 6. maí 1913 og var næst elsta barn hjónanna Guðjóníu Pálsdóttur og Ingibergs Hannessonar. Önnur böm þeirra voru móðir mín Sigríður, Júlí- us, Hannes og Ólafur, sem öll eru á Iífí. Æskuheimili Palla var í Hjálm- holti í Vestmannaeyjum, sem nú er undir þykku hraunlagi eftir gosið 1973. A uppvaxtarárum Palla var það ekki algengt að böm fæm í fram- haldsskóla að skyldunámi loknu og auk þess lejrfði fjárhagur foreldranna ekki lengri skólagöngu en nauðsjm krafði. Eins og títt var um unga Vest- manneyinga fór því Palli ungur á sjóinn, fyrst sem háseti en frá 1935 sem formaður með ýmsa báta. Arið 1946 keypti Palli ásamt bróður sínum, Júlla, bát, sem þeir gáfu nafn- ið Reynir. Útgerð bræðranna var afar farsæl bæði með gamla Reyni og síðan með nýja Reyni, sem þeir létu smíða 1958. Snyrtimennska einkenndi útgerð bræðranna og þar vom hlutimir ekki látnir reka á reiðanum. Palli var mikil aflakló og alltaf meðal aflahæstu skipstjóra f Vest- mannaeyjum, bæði á vetrarvertíð og sumarsíldveiðum. Eg naut frænd- seminnar þegar ég var strákur í skóla og var fimm sumur á sfldveiðum á Rejmi. Eg minnist þess ekki, að „karlinn" hafí nokkum tíma skamm- að strákinn utan einu sinni þegar ég fór af vaktinni eftir löndun á Siglu- firði til að kaupa prins og kók. Palli kvæntist árið 1941 eftirlif- andi konu sinni, Maren Guðjóns- dóttur eða Mæju eins^og hún er jafnan kölluð. Hjónaband þeirra var farsælt enda leitun að annarri eins sómakonu og Mæju. Þeim varð ekki báma auðið en var gefinn ungur sveinn árið 1952, sem þau skýrðu Gunnar Rejmi. Árið 1968 hættu þeir bræður með útgerðina og fluttust báðir til Reykjavíkur. Palli hélt áfram sem skipstjóri á ýmsum bátum til ársins 1972, en keypti síðar lítið iðnfyrir- tæki og starfaði við það til dauða- dags. Hin síðari ár dvöldu Palli og Mæja á sumrin og um jól hjá syni sínum og tengdadóttur, Sigríði Bjömsdótt- ur að Stóm Brekku í Fljótum, þar sem þau búa mjmdarbúi, auk þess sem Rejmir er brautryðjandi og fram- kvæmdastjóri í Miklalaxi hf., ein- hverri mjmdarlegustu laxeldisstöð landsins. Mér fannst eftirtektarvert þegar ég heimsótti Palla á sjúkrahús nokkm áður en hann dó hve pabbi hans, Bergur í Hjálmholti, sem var hálfgerð þjóðsagnapersóna í Vest- mannaeyjum, var honum ofarlega í huga. Margar sögur sagði Palli mér þá af afa og hnittnum tilsvörum hans. E.t.v. fann Palli til nálægðar við pabba sinn vegna vitneskjunnar um hið óumflýjanlega. Ég hygg að allir sem þekktu Palla sagt aldrei talin öll þau skref sem hann gekk um ævina. Hann hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Aldrei var hann aðgerðalaus. Allt vildi hann fyrir okkur bræðuma gera. Við þökkum afa alla þá hjálp sem hann veitti okkur. Hann var svo sannarlega góður, elsku afí. Við biðjum Guð að blessa hann og geyma. Helgi, Heiðar og Hjalti Óli. Látinn er vinur okkar og starfs- félagi Sigmundur Jónsson. í starfi sínu hjá Garðabæ vann Sigmundur ýmis verk fyrir bæjar- skrifstofuna. Gekk hann ávallt til starfa sinna af miklum mjmdar- skap, hvort sem um var að ræða tiltektir minniháttar, viðhaldsverk- efni eða stærri framkvæmdir. Sigmundur hafði starfað í 23 ár fyrir sveitarfélagið og var að sinna skyldustörfum, er hann veiktist á fyrsta starfsdegi þessa árs. Sigmundur var skemmtilegur persónuleiki og hann hafði í gegn- um tíðina skapað ákveðna stemmn- ingu við starf sitt. Sjálfstæður var Sigmundur í starfi og taldi sig ekki þurfa að hlýða neinum skipunum nema beint frá bæjarstjóranum. Sigmundur leit jafnan á bæjarskrifstofumar sem sína kaffístofu og likaði okkur starfsfólkinu það vel að fá að spjalla við hann yfír kaffíbolla, enda var hann yfirleitt mættur með súkku- laðikökur og annað góðgæti. Sigmundur var vanur að taka dag- inn snemma og nýta tíma sinn vel. Á leið sinni til vinnu bar hann út dagblöðin, Tímann og Þjóðviljann. Ekki var bæjarskrifstofan áskrif- andi að blöðum þessum, en Sigmundur taldi okkur hafa gott af því að víkka okkar pólitíska lit- róf og var ætíð ánægjulegt að koma til vinnu á morgnana og sjá að Sig- mundur hafði farið framhjá og laumað málgögnunum inn um bréfalúguna. yo jwd ibi11 iilJs ife Sigmundur Jónsson var slíkur maður, að hans verður saknað hér á bæjarskrifstofunni. Kveðja frá starfsfólki bæjarskrifstofu Garðabæjar. í dag er til moldar borinn við kirkjuna að Görðum í Garðabæ Sig- mundur Jónsson Hörgatúni 11 í Garðabæ. Það er gamall íslenskur siður, ef menn hafa átt samleið um nokk- urt skeið, að þakka fyrir samfylgd- ina. Við Sigmundur höfum nú átt samstarf við áhaldahús Garðabæjar í tólf ár og með þessum fáu línum vil ég leitast við að þakka honum samfylgdina þar, nú þegar hann hefur kvatt jarðlífið. Sigmundur Jónsson var Hún- vetningur, kominn af bændafólki þar. Fæddur á árum fyrra stríðsins og ólst upp við þann aldagamla íslenska hugsunarhátt að vinna og vinna mikið ef eitthvað skyldi úr býtum bera. Á umbrotatímunum eftir síðari heimsstyijöldina yfirgaf hann æskustöðvar sínar og flutti hingað á þetta margnefnda höfuð- borgarsvaeði og hefur átt hér heima síðan. Hann var alla tíð titlaður sem verkamaður, en ég hygg að fljót- legra væri að telja upp þau störf, sem hann ekki vann heldur en hin, sem hann vann. Þegar við starfsbræður hans mættum til vinnu að morgni milli sjö og hálf átta, þá var Sigmundur búinn að vera á fótum einn til tvo tíma, bera út blöð, gefa hestum og fleira og þegar við hættum á kvöld- in kl. 5—6 var vinnudegi Sigmundar aldrei lokið. Hestahirðingin og vinna við óteljandi störf sem til féllu, því ef einstaklingar þurftu á vinnukrafti að halda var sjálfsögð venja að leita til Sigmundar, sem flest öll störf tók að sér og vann með prýði. Við Hörgatún í Garðabæ reisti hann sér rúmgott og fallegt ein- býlishös' ^ög í'ár •■Uiirihitða1 þéss öll með einstakri snyrtimennsku og þrifnaður frábær. Það skal þó tekið fram að þar átti Sigmundur ekki einn hlut að máli, kona hans, hún Áifheiður, átti þar sinn hlut og ekki þann minni. Ég hugsaði þessi kveðjuorð aldr- ei sem neina æviminningu og ég hef ekki hirt um að spyija hvenær þau gengu í hjónband, Álfheiður og Sigmundur, en böm þeirra em öll uppkomin, dætumar þijár giftar og eiga sína bamahópa, sonurinn jmgstur er nú einn heima í foreldra- húsum. Fjölskyldan er því stór orðin, en trúlega hefur Sigmundur átt helst til fáa friðarstundir með henni. Ég skal ekki eyða fleiri orðum um einkalíf Sigmundar, fyrir mér var hann fyrst og fremst starfs- félaginn í áhaldahúsinu. Eins og að líkum lætur þá hefur margt bor- ið til á þessum tólf ára starfsferli okkar. Þar var Sigmundur iitríkur persónuleiki, hann var enginn já, já maður“, hann var ákveðinn í skoðunum og gustaði um hann ef svo bar undir. Hann var fyrsti verkamaðurinn í áhaldahúsinu og starfsferill hans þar er orðinn aldarfjórðungur, það er því auðskilið að hann átti þar mikið rúm og stórt skarð er autt við fráfall hans. En það sæmir ekki minningu Sigmundar Jónsonar að rekja hér harmatölur. Síðastliðið haust hélt hann upp á sjötugs afmæli sitt með mikilli rausn, eins og hans var von og vísa, þar kom nokkuð á annað hundrað manns og urðu nokkrir til að minnast hans þar í heyranda hljóði. Ég sem þetta rita óskaði honum þess að hann mætti ætíð lifa óbeygður, og segja mátti að sú ósk rættist, hann hneig að velli við starf sitt, óbeygður. Já, hafi Sigmundur þökk fyrir samfylgdina. Hvað við tekur svo að þessu lífi loknu skal ósagt látið en manni flýgur í hug að slíkur starfsmaður fái „meira að starfa Guðs um geim“. ifí-Ji H Yngvi M. Gunnarsson geti tekið undir með mér þegar ég segi að hánn var drengur góður sem aldrei lá illt orð til nokkurs manns og að eigingimi var ekki til í hans fari. Það má e.t.v. segja að hann hafi stundum verið dálítill þrasari en hann kallaði það nú raunar sjálfur rökræður. Ef Palli minn gæti lesið þessar línur yfir öxl mér þá vildi ég þakka honum viðkjmninguna og árin sem ég var með honum á sfld. Hann hélt áfram að velja sér töluna 15 þegar hann kvaddi þennan heim eins og á bátinn og bflinn. Ég vona, að það sé ekki bara spilað á hörpur þama uppi og þeir afi geti líka spilað manna og marías. Ég votta ykkur, Mæja mín og Rejmir, innilega samúð því ykkar er söknuðurinn sárastur. Eftir lifír minningin um góðan dreng og við getum þrátt fyrir allt glaðst jrfir, að stríðið var stutt og þjáningarminna en við mátti búast. Guðlaugur Reynir Jóhannsson Páll var fæddur í Hjálmholti í Vestmannaeyjum 6. maí 1913 og þaf ólst hann upp. Foreldrar hans voru Guðjónía Pálsdóttir og Ingibergur Hannesson. Systkini hans voru Sigríður húsfreyja, Júlíus fyrrverandi útgerðarmaður og Hannes íþrótta- kennari, öll í Reykjavík, og Ólafur sjómaður í Keflavík. Öllu þessu fólki er ég vel kunnur, því Hjálmholt var næsta hús við æskuheimili mitt Lönd. Ingibergur, sem allir þekktu undir nafninu Berg- ur í Hjálmholti, var vel þekktur í Vestmannaeyjum á sinni tíð. Hann var alltaf sjómaður og verkamaður, fylgdi vinstri mönnum vel að málum og var einstaklega orðheppinn í hita pólitískrar umræðu. Skemmtilegur og eftirminnilegur persónuleiki. Heimili þeirra Guðjóníu var alltaf einstaklega snjrrtilegt, úti og inni. Hafa böm þeirra sannarlega fylgt þvf eftir — allt ljómaði af hreinlæti í kringum þau. Eftir fermingu byijaði Páll sjó- mennsku á Blika hjá þekktum sjósóknara, Sigurði Ingimundarsjmi, nágranna sínum í Slq'aldbreið. Hann tók skipstjórapróf 1934, varð skip- stjóri 1935 á Kristbjörgu EA og síðar með Skíðblani og fleiri bátum fyrir Gunnar Ólafsson í Vík og Jón Ólafs- son á Hólmi. Árið 1946 kejrpti hann, ásamt Júlíusi bróður sínum, nýsmíðaðan 55 tonna bát frá Svíþjóð, sem þeir gáfu nafnið Rejmir VE 15. Páll var með bátinn og Júlíus vélstjóri. Þennan bát áttu þeir til ársloka 1957, þá var hann seldur til Reykjavíkur. í árs- byijun 1958 sóttu þeir bræður 78 tonna bát, sem þeir höfðu látið smíða í Strandby í Danmörku. Hann hét líka Reynir VE 15. Þennan bát áttu þeir til ársloka 1966 — þá hættu þeir útgerð og seldu bátinn til Þor- lákshafnar. Útgerð þeirra bræðra var einstak- lega vel heppnuð. Allur rekstur hennar var til mikillar fyrirmyndar. Páll var mikill aflamaður, bæði á vetrarvertíðum og sfldveiðum fyrir norðan og austan. Vetrarvertíðum saman var hann einn af fimm efstu aflaskipstjórum á línu og netum, þar sem gerðir voru út tæplega 100 bát- ar. Á sfldveiðum var hann alltaf í fremstu röð — hvort sem veitt var með gamla laginu, þar sem kastað var á vaðandi síld, og síðar fær astic-maður eftir að sú tækni kom til sögunnar, sem hann var fljótur að tileinka sér. Það var stórkostlegt að fylgjast með honum við veiðam- ar. Athyglin og áhuginn alveg einstakur. Allt var samt fumlaust og í, ákveðið. ,. a,-r,.5.t,-saáBUS Árum saman voru sömu mennimir hjá þeim bræðrum. Karl Jóhannsson í Höfðahúsi var matsveinn næstum alla utgerðarsöguna í rúm tuttugu ár. Ármann Höskuldsson, Engilbert Sigurðsson óg Friðgeir Guðmunds- son vom þama til fjölda ára ásamt fleirum. Undirritaður var hjá þeim i nokkur ár, bæði á gamla og nýja bátnum, háseti og stýrimaður. Þegar nýi báturinn kom 1958 var hann glæsilegasti fískibáturinn í Vest- mannaeyjum og sá fyrsti með radar, fleira var þar nýtt, sem ekki hafði sést áður. Sannarlega á ég góðar minningar frá þeim ámm. Þama var alltaf góð- ur andi um borð. Þeir bræður vom miklir félagar og vinir áhafnarinnar. Alltaf allt í einstaklega góðu lagi. Páll bjó alla hluti vel í hendur sér og útgerðin var góð og ekki brást honum aflinn. í vélinni var allt eins og best var á kosið hjá Júlla. Milli vertíða unnu þeir sjálfir að gerð veið- arfæra, og viðhald sáu þeir vel um og unnu vel að. Bátamir vom líka alltaf vel útlítandi ofandekks og neð- an. í vertíðarlok var alltaf mikil loka- veisla til skiptis heima hjá þeim bræðmm, þar sem skipveijum og eiginkonum þeirra var veitt vel í mat og drykk og svo var farið á ball. Það gat verið oftar ef tilefiii var til og stóð þá ekki á þeim útgerðarmönnum að vera með — svona gekk það til á Reyni. I mikum afla var Páll kröfuharður um mikla vinnu og snör handtök- Þetta var þó aldrei erfítt skipsrúm, öll stjóm var svo góð og mannskap- urinn samtaka. Sjálfum sér hlífði hann ekki. Stóð mikið þegar þess þurfti með — duglegur og athugull. Hann hafði sterka og góða rödd — var ákveðinn og mjög fær skipstjóri. Hann var skoðanafastur, það fór enginn í grafgötur með hugsjónir hans. Viðræðugóður og alls enginn kali þó menn væm ekki sammála og töluvert væri deilt. Vel gefínn og greindur maður. Ég tel mig mikinn lánsmann að hafa verið undir hans stjóm. Ég lærði mikið af honum, sem oft hefur komið sér vel. Það hefur alltaf verið einstaklega gott að hugsa til hans. Ekkert nema góðar minningar koma þá fram. Þegar seinni báturinn var seldur fluttu þeir bræður til Reykjavíkur. Páll var fyrstu sumrin skipstjóri með bát úr Hafiiarfirði og famaðist vel sem fyrr. Þegar hann hætti hafði hann verið sjómaður í 45 ár, þar af skipstjóri í 37 ár. Hann keypti þá lítið fyrirtæki, Selloplast, sem fram- leiðir sellofonpoka og vann hann við það. 4. janúar 1941 var brúðkaups- dagur hans og Marínar Guðjóns- dóttur frá Siglufirði. Það var báðuL mikið gæfuspor. Heimili þeirra var fyrst í Sætúni og síðar á Ásavegi 27. Þama var einstaklega hlýlegt og glæsilegt. Þau vom vel samhent um það sem annað. Skipveijamir og eig- inkonur þeirra komu þama mikið því Páll borgaði þar laun þeirra. Var þá oft setið lengi jrfir góðgerðum og spjalli. Þar var alltaf gott að koma. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau tóku kjörson, sem heitir Gunnar Rejmir. Hann er kvæntur Sigríði Bjömsdóttur úr Kópavogi. Þau eiga þijú böm og búa á Stóm- brekku í Fljótum í Skagafirði. Þar reka þau myndarbú og Rejmir hefur verið forystumaður sveitarinnar í fiskeldismálum. Páll og Marín hafa mikið dvalist hjá þeim undanfarin ár. Alltaf tvo mánuði á sumrin og um allar hátíðir. Mér hefur verið sagt að Páll hafi af miklum áhuga tekið þátt í störfum heimilisins og trúi ég því vel. Hann hefur alltaf verið heill I því sem hann hefur gert. Páll var alltaf vel á sig kominn líkamlega, meðalmaður á hæð, þéttur á velli og heilsuhraustur. Á sl. sumri varð hann veikur, dvaldi í viku á sjúkrahúsi í nóvember sl., veiktist síðan 3. janúar sl. fór þá aftur á sjúkrahús, þar sem hann lést 15. janúar. Hann gerði sér vel ljóst að hveiju dró og var sáttur við það. Það var eins og allt hefði gengið upp. Happatalan hans var 15 — báðir bátamir og bíllinn höfðu það númer og dánardagurinn varð 15. Við Erla sendum Marín, Reyni og hans fjölskyldu dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að heiðra minningu Páls Ingibergssonar. KliaSW Friðrík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.