Morgunblaðið - 22.01.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 22.01.1988, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 ^8 VIÐURKENNINGAR Pétur Ormslev Quðnl Bergsson Krlstján Slgmundsson BJarnl Ág. Friðrlksson Elnar Vllhjálmsson Morgunblaðið heiðrar þrettán íþróttamenn Morgunblaöið/Einar Falur Haraldur Svelnsson, stjórnarformaður Árvakus, sést hér afhenta Hauki Gunnarssyni viðurkenningu sína. MORGUNBLAÐIÐ heiðraði í nær þrettán íþróttamenn fyrir afrek þeirra á síðasta ári. Það er orðinn árviss vlðburður að blaðið veiti íþróttamönnum viðurkenningar sem þessar, og að þessu sinni voru það afreks- menn úr tfu greinum sem þær hlutu. eir sem hlutu viðurkenningu í gær voru eftirtaldir: Guðni Bergsson, Val, sem var Leikmaður íslandsmótsins í knattspymu, Pétur Ormslev, Fram, markakóngur fs- ' landsmótsins í knattspymu, Kristj- án Sigmundsson, Víkingi, Leikmaður síðasta íslandsmóts í handknattleik, Sigurjón Sigurðs- son, markakóngur síðasta íslands- móts í handknattleik, en hann lék þá með Haukum, Valur Ingimund- arson, UMFN, Leikmaður síðasta íslandsmóts í körfuknattleik, Pálm- ar Sigurðsson, Haukum, stigahæsti leikmaður síðasta íslandsmóts í körfuknattleik, Guðjón Guðmunds- sori, Ármanni, sem útnefndur var fímleikamaður ársins, Haukur Gunnarsson, ÍFR, sem er íþrótta- maður ársins meðal fatlaðra, Eðvarð Þór Eðvarðsson, UMFN, sundmaður ársins, Ulfar Jónsson, •^jlolfklúbbnum Keili, golfmaður árs- ins, Einar Vilhjálmsson, UÍA, fijálsíþróttamaður ársins, Bjarni Friðriksson, Armanni, júdómaður ársins og Leifur Harðarson, blak- maður ársins, en hann leikur með Þrótti. „íslendingar eignast sífellt fleiri góða íþróttamenn, og verðum við íþróttafréttamenn vel varir við það í hvert skipti sem við tökumst á við það vandasama verkefni að útnefna íþróttamann ársins. Það verður sífellt erfíðara, sem betur fer — og er það auðvitað ánægjulegt vanda- mál hve erfítt valið er orðið ár eftir ár,“ sagði Skapti Hallgrímsson, ^þróttafréttamaður, meðal annars, er hann greindi frá viðurkenningun- um í samsæti í gær. „Ég held mér sé óhætt að segja,“ sagði Skapti ennfremur, „að íþrótt- ir njóti gífurlegra vinsælda meðal þjóðarinnar og hefur öll umfjöllun um þær aukist mikið á undanföm- um árum. ... Umljöllunin hefur vitaskuld aukist í réttu hlutfalli við aukið starf í íþróttahreyfingunni, sem er sífellt að eflast og þátttak- endum að fjölga. Það er mikið og gott starf sem unnið er í félögunum og má með sanni segja að þau séu uppeldisstofnanir; bama- og ungl- ingaheimili, þannig að hlutverk þeirra er mikilvægt í þjóðfélaginu. Segja má að þegar dvöl meðlimanna lýkur á þessum bama- og unglinga- heimilum, sem ég vil kalla svo, taki hörð barátta við, því þá er farið að berjast um titla og met — og það er einmitt íþróttafólk sem ætíð berst til sigurs í sínum greinum, fólk í fremstu röð sem oftast fer með sig- ur af hólmi, sem við ætlum að heiðra hér í dag. íþróttamenn, sem eru glæsilegir fulltrúar lands síns, og eru góð fyrirmynd æskunnar." Guðni Bergsson, Leikmaður Is- landsmótsins í knattspymu, lék mjög vel með Val síðastliðið sumar, var lykilmaður í vöm Iiðsins og átti stóran þátt í að félagið endur- heimti íslandsmeistaratitilinn. Guðni hefur nú gert samning við vestur-þýska félagið Munchen 1860, og heldur einmitt utan í dag til æfinga. Pétur Ormslev, varð markakóngur íslandsmótsins á síðastliðnu sumri og lék mjög vel með Fram og lands- iiðinu. Pétur varð í öðru sæti í einkunnagjöf Morgunblaðsins, skammt á eftir Guðna. Kristján Sigmundsson, markvörð- ur úr Víkingi, hefur verið einn okkar besti handknattleiksmarkvörður um árabil og átti ekki svo lítinn þátt í þeim mjög góða árangri sem Víkingar náðu á síðasta keppn- istímabili. Leikmenn 1. deildarefé- laganna kusu hann einmitt handknattleiksmann síðasta keppn- istímabils. Siguijón Sigurðsson varð marka- kóngur síðasta íslandsmóts í handknattleik. Hann lék þá með Haukum en er nú hjá vestur-þýska félaginu Schutterwald, sem leikur í 2. deild. Valur Ingimundarson var út- nefndur Leikmaður íslandsmótsins í körfuknattleik 1986-87 af íþrótta- fréttamönnum Morgunblaðsins. Valur lék sérlega vel með Njarðvík- ingum, en hann þjálfar liðið auk þess að leika með því. Pálmar Sigurðsson var stigahæst- ur á íslandsmótinu í körfuknattleik í fyrra. Pálmar, sem eins og Valur hefur nú tekið við þjálfun liðs síns, Hauka, hefur verið einn besti körfu- knattleiksmaður okkar Islendinga undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson er aðeins 16 ára að aldri en hefur engu að síður verið sigursæll í fímleikum undanfarin ár. Hann er fyrsti ís-“ lendingurinn sem hlýtur verðlaun á Norðurlandamóti, en því náði hann á NM drengja í Finnlandi 1986 í keppni í stökki. Hann varð bikar- meistari með Armanni 1985, ’86 og ’87, unglingameistari 1986 og ’87 og íslandsmeistari 1987. Haukur Gunnarsson er 21 árs. Hann keppir í flokki spastískra íþróttamanna og er mjög flölhæfur. Bestum árangri hefur hann náð í spretthlaupi og í fyrra gerði hann sér lítið fyrir og setti heimsmet í sínum flokki t 100 m hlaupi. Hljóp vegalengdina á 12,8 sekúndum á móti á Akureyri. Eðvarð Þór Eðvarðsson var út- nefndur sundmaður ársins. Hann hefur borið höfuð og herðar yfír aðra íslenska sundmenn í nokkur ár og stóð sig mjög vel á árinu. Hápunktur ársins hjá Eðvarð var er hann setti glæsilegt Norður- landamet á Evrópumeistaramótinu í Stuttgart. Hann átti 13. bestatíma ársins í heimi í 200 m baksundi og 19. besta heimstímann í 100 m baksundi. Úlfar Jónsson var í sérflokki með- al íslenskra kylfínga síðastliðið ár. Hann er sá eini sem náð hefur því að fá forgjöfína +1 og varð íslands- meistari með yfírburðum. Einar Vilhjálmsson er fijáls- íþróttamaður ársins. Hann setti Norðurlandsmet í spjótkasti á árinu Pálmar SlgurAsson Valur Ingimundarson — því náði hann á Landsmóti Ung- mennafélaganna á Húsavík er hann kastaði spjótinu 82,96 m. Hann var í 12. sæti á heimsafrekaskránni fyrir síðasta ár. Bjarni Friðriksson er júdómaður ársins. Hann hefur verið besti júdómaður landsins mörg undan- farin ár. Hápunktur ferils hans hingað til var er hann vann bronzverðlaun á Ólympíuleikun- um í Los Angeles 1984. Bjami náði góðum árangri á síðasta ári og þrátt fyrir meiðsli framan af ári náði hann sér vel á strik síðari hiutann. Leifur Harðarson var útnefndur blakmaður ársins. Hann hefur lengi staðið í eldlínunni og hefur um ára- bil verið einn okkar albesti blak- maður. Leifur hefur stjórnað leik hins sigursæla Þróttarliðs sem lengi vel hefur verið nær ósigrandi. Quðjón Guðmundseon. Lelfur Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.