Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 Ný flutningaflugvél (AT3) ) fyrsta tilraunaflugi sínu í fyrradag. Flugvélin þykir nýstárleg en hún er smiðuð samkvæmt nýjustu tækni og er hönnuð með það í huga að geta flogið til og frá örstuttum bráðabirgðaflugvöllum á hættutíma. Burðargeta hennar er 5-7,5 tonn. Flugvélina smíðuðu Lockheed- og Beech-flugvéiaverksmiðj- umar í sameiningu. V-þýsk flotadeild á Miðjarðarhafi V estur-Afríkumenn draga úr fiskveiðum Sovétmanna BiatUL Gineu-BúsA. New York Times. SOVESKUM fiskiskipum hefur í æ ríkari mæU verið bannað að veiða við vesturströnd Afríku, en þar hafa helstu fiski- mið Sovétmanna utan eigin landhelgi veríð um langt skeið. Afríkuríkin Miðbaugs-Ginea, Gínea-Bissá, Líbería, Marokkó og Senegal hafa öU dregið veiðiheimildir Sovétmanna til baka á þessum áratug. Stjómvöld í Sierra Leone gáfu til kynna á þessu árí að þau ætli að rifta fískveiðisamningnum við Sovétmenn og í samningi sem Máritanar gerðu við Sovétmenn á sama tíma er gert ráð fyrir að dregið verði úr veiðum sovéskra skipa. „Greinilegt er að á síðustu tveim árum hafa Afríkubúar beint sjón- um sínum til Vesturlandanna,“ sagði Gerald S. Posner, prófessor í haffræði við City College í New York, í símaviðtali. „Þeim fannst Sovétmenn hlunnfara sig gróf- lega.“ % Þessar aðgerðir koma í kjölfar þess að nokkur Vestur-Afríkulönd hafa sakað Sovétmenn um að greiða of lágt verð fyrir þann afla sem veiddur er innan landhelgi þeirra. Þessi ríki, sem sum hver teljast til fátækustu ríkja heims, gerðu sér nýlega ljóst að fískimið- in gætu orðið þeirra helsta auðlind. Baráttan um sardínur og hita- beltisfíska snérist óvænt upp í deilur milli austurs og vesturs þeg- ar Bandarfkjamenn blönduðu sér í hana með áætlun um Qárhagsað- stoð (African Coastal Security Program), sem ætlað er að auð- velda Vestur-Afríkuríkjunum að hafa eftiriit með 200 mflna land- helgi þeirra. Þessi Qárhagsaðstoð nemur um 2,5 milljónum dala á ári, eða um 92 milljónum íslenskra króna. Þetta er mesta ijárhagsað- stoð sem Bandaríkjamenn veita sumum ríkjanna og með henni hefur verið greitt, eða er nú greitt, fyrir smíði varðskipa til Mið- baugs-Gíneu, og Sierra Leone; fyrir Qarskiptatæki til Gíneu- Bissá, Fflabeinsstrandarinnar og Máritaníu; fyrir bryggjusmíði í Gfneu og Gambíu; og greiddar hafa verið 4 milljónir dala fyrir herstöð sjóhersins i Senegal. „Við höfum mestar áhyggjur af þvi að gengið verði á fískistofn- ana' áðii'r én við gfetúiri vériidáð' þá,“ sagði bandarískur sendiráðs- maður í Bissá. í Gíneu-Bissá hófst í fyrra eftir- litsherferð með stuðningi Banda- rílqamanna. Tuttugu skip voru tekin við óleyfilegar veiðar og sektimar sem þau fengu námu 37 milljónum íslenskra króna. Flest skipanna voru frá löndum Evrópu- bandalagsins. Engin sovésk skip voru sektuð. í rauninni hafa þó engin sovésk skip veitt löglega innan landhelgi Gíneu-Bissá síðan 10 ára fískveiðisamningur við Sov- étríkin rann út árið 1985. Reynsla Gineu-Bissármanna endurspeglar vonbrigði annarra Vestur-Afríkumanna með veiðar Sovétmanna. Árið 1975, sjö mán- uðum eftir að hafa hlotið sjálfstæði frá Portúgal, skrifúðu Gíneu-Biss- ármenn undir 10 ára samninginn við Sovétmenn. Þeir höfðu gert sér miklar vonir því Sovétmenn höfðu að mestu leyti séð þeim fyr- ir vopnum þegar 13 ára frelsis- barátta þeirra stóð yfír. Gíneu- Bissármenn vonuðu að sjórinn yrði þeim mikil telq'ulind, en í Gíneu- Bissá eru fáar náttúruauðlindir og tekjur á hvem landsmann eru að- eins um 6.300 íslenskar krónur. Áætlað er að innan landhelgi Gíneu-Bissá sé hægt að veiða 300.000 tonn, sem er meira en hjá nokkru öðru Vestur-Afríkuríki að Máritaníu undanskilinni. Að sögn sérfræðinga í iðnaði lands- manna gætu fískveiðar orðið mesta telqulind stjómarinnar ef hægt væri að hafa eftirlit með veiðunum. En samningurinn við Sovét- menn varð þess ekki valdandi að þessi sjávarauður kæmist til Gíne- u-Bissá. Árin 1982 og 1983 greiddu Sovétmenn 3,7 milljónir dala í veiðigjöld, sem var 23 millj- ónum dala minna en þeim bar með greiða, samkvæmt skýrslu Heims- bankans frá árinu 1985. Sovét- menn greiddu of lágt verð fyrir aflann, sagði höfundur skýrslunn- ar, Vlad M. Kaczynski, prófessor í sjávarfræðum við Washington- háskóla í símaviðtali. „Sovétmenn áttu að greiða 15 prósent af full- unnum fiski, en enginn vissi hversu mikið þeir hefðu í raun unnið,“ sagði Kaczynski. Sovétmenn veiða enn roest allra ríkja við vesturströnd Afríku, og þeir virðast ekki ætla að gefa gjöf- ulu miðin við Gíneu-Bissá eftir. Jevgenf Alekseyev, fréttaritari Tass í Bissá, varpaði gagnrýni á veiðisamninginn við Sovétmenn á bug sem „ysi og þysi“. Hamborg, London. Reuter. FIMM vestur-þýsk herskip sigldu í gær áleiðis til Miðjarð- arhafsins þar sem þau munu verða undir yfirstjórn Atlants- hafsbandalagsins og taka síðar þátt í sameiginlegum heræfing- um. Skipin, einn tundurspillir, þijár freigátur og eitt birgða- skip, koma i stað þeirra skipa, bandarískra og annarra, sem hafa veríð send til Persaflóans. Bandaríkjastjóm hefur lagt hart að Vestur-Þjóðveijum að taka þátt í eftirlitinu á Persaflóa en í vest- ur-þýsku stjómarskránni er bannað að senda herlið til svæða utan athafnasvæðis Atlantshafs- bandalagsins. Bonn-stjómin sendi þijú herskip inn í Miðjarðarhaf í október sl. en þau vom kölluð heim í síðasta mánuði. Talsmaður vestur-þýsku flotastjómarinnar sagði, að skipin myndu heimsækja ýmsar hafnir á Spáni, Grikklandi og Tyrklandi áður en þau tækju þátt í sameiginlegum flotaæfíng- um ýmissa Nato-ríkja. Manfred Wömer, vamarmála- ráðherra Vestur-Þýskalands, sem tekur við af Carrington lávarði sem framkvæmdastjóri Nato í júní nk., hefur hvatt til, að stofnaður verði sérstakur Natp-floti á Mið- jarðarhafi. Lundúnablaðið Times sagði í gær, að Bretar, Belgíumenn og Hollendingar ætluðu að fækka tundurduflaslæðumm sínum í Persaflóa um helming og sameina síðan þá, sem eftir yrðu, undir einni stjóm. Var raunar tekið fram, að þetta mál væri ekki alveg frágengið innan bresku stjómar- innar en tilkynningar að vænta um það bráðlega. Sovéskur kafbátur til Indlands? Tókió, Reuter. Hermálayfirvöld í Japan fylgj- ast nú með siglingu sovésks kafbáts, sem talið er að Sovét- menn hafí Iánað Indveijum, að því er japanska fréttastofan Kyodo skýrði frá í gær. Talið er líklegt að yfirvöld á Indlandi hyggist láta smlða sambærilegan kafbát. Kafbáturinn, sen; er kjamorku- knúinn, mun vera á siglingu á Japanshafi á suðurleið. Að sögn fréttastofunnar er talið að kafbátur- inn sé af gerðinni „Charlie 1“, en slíkir bátar vom smíðaðir á ámnum 1967 til 1972 og bera stýriflaugar. Fréttastofan vitnaði til fréttar sov- ésku fréttastofunnar Tass frá 5. janúar þar sem skýrt var frá því að yfirvöld hygðust lána Indveijum kjamorkuknúinn kafbát. Var skýrt tekið fram í frétt Tass að kjamorku- vopn yrðu ekki um borð. Talsmaður japönsku vamarmála- stofnunarinnar vildi ekki staðfesta frétt Kyodo og bar við að ekki væri unnt að skýra opinberlega frá eftir- liti Japana með kafbátaferðum. Hagriaður Volvo 55 milljarðar Stokkhólmi. Reuter. HAGNAÐUR sænsku bOaverk- smiðjanna Volvo á síðasta ári nam níu milljörðum sænskra króna eða jafnvirði 55 milljarða islenzkra króna, að sögn Pehrs Gyllenhammer, forstjóra. Búist var við að hlutabréf í fyrirtækinu stórhækkuðu í verði í morgun. Afkoma Volvo reyndist miklu betri en sérfræðingar áttu von á. Gyllenhammer sagði að lækkun dollars hefði jafngilt tekjutapi upp á 24 milljarða íslenzkra króna í fyrra. Engu að síður nam söluaukn- ingin 10% í fyrra, sem þýðir að góð afkoma annarra deilda Volvo hefur gert meira en að bæta upp sam- drátt í fólksbflasölu. Volvo seldi hlut sinn í.bandaríska olíufyrirtækinu Hamilton Oil Corp. fyrir jafnvirði 7 milljóna íslenzkra króna og er sú sala tekin með í uppgjöri síðasta árs. Fyrirtækið hefur tekjur sínar að langmestu leyti af sölu fokdýrra fólksbíla. Þrátt fyrir góða afkomu telja sér- fræðingar, að afkoma Volvo byggist um of á bflasölu og nauð- syniegt sé að auka fjölbreytni framleiðslunnar. Efnahagssam- dráttur og dvínandi bflasala gæti komið sér afar illa fyrir Volvo. Fyrsti sovéski tölvuleikurinn á markað á Vesturlöndum: „Skelfilega skemmtilegur“ og spáð miklum vinsældum London. Reuter. Á Vesturlöndum er kominn á markað fyrsti tölvuleikurinn frá Sovétrflq'unum — þraut, sem kall- ast Tetris, en hugbúnaðarsérfræð- ingar segja, að hún sé „skelfílega skemmtileg" og spá því, að hún muni slá i gegn. Tetris er leikur fyrir einn og er fólginn í því að raða saman í lá- rétta röð fallandi kubbum. Er betra að láta hendur standa fram úr erm- um því að annars fyllir kubbaregnið skjáinn og leikurinn er tapaður. „Hugmyndin um að setja Tetris á markað á Vesturlöndum fæddist bara nýlega en kemur þó í fram- haldi af þvf, að leikurinn hefur náð miklum vinsældum f Sovétrflqunum og í Austur-Evrópu," sagði Victor Biijabrín í viðtali við Reuters- fréttastofuna en Biijabrín er yfírmaður hugbúnaðardeildar sov- ésku visindaakademíunnar. Tetris, sem hefur níu misþung stig, verður gefíð út fyrir níu ólík tölvukerfi um allan heim og komu fyrstu leikimir í versianir í Bret- landi sl. miðvikudag. Kostar hver um 1.300 ísl. kr. Höfundur Tetriss heitir Alexi Pazhitnov, þrítugur hugbúnaðar- sérfræðingur við vísindaakademi- una. Vadím Gerasímov, 18 ára gamall tölvufræðanemi við Moskvuháskóla, forritaði hann á IBM-einkatölvu. Tölvuleikurinn Tetrís kominn á skjáinn. „Tölvutímarit hafa nú þegar gefið leiknum sina bestu einkunn og við erum vissir um, að hann er einhver sá skemmtilegasti, sem um getur," sagði Peter Billota, fram- kvæmda8tjóri Mirrorsoft, breska fyrirtækisins, sem hefur tekið að sér dreifinguna. Tímaritið Ad- vanced Computer Entertainment, sem selt er viða um heim, segir um Tetris, að hann sé „svo skelfi- lega skemmtilegur, að menn geti helst ekki um annað hugsað" og tímaritið Zapp sagði, að leikurinn „seiddi menn til sín“. Tom Watson, markaðsstjóri Mirrorsoft, sagði, að Tetris væri laus við aílt ofbeldi en á Vesturl- öndum hafa þeir leikir jafnan verið vinsælastir þar sem verið er að skjóta á eitthvað, fólk eða annað. „Sem dæmi um það má nefna „Ár- ásina á Moskvu" en þar er tilgang- urinn sá að sprengja upp Kreml. Svo undarlegt sem það er, þá náði þessi leikur einnig vinsældum í Sovétríkjunum en þar eru 80-85% tölvuleilq'a seld á svart markaðn- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.