Morgunblaðið - 22.01.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 22.01.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 Niður með pýramídakerfið eftir Sigurð Helgason Nýlega hefur verið gefin út met- sölubók á öllum Norðurlöndunum, sem ber heitið „Rífum pýramíd- ana“. Höfundur er Jan Carlzon forstjóri SAS-flugfélagsins, sem er í eign Svía, Dana og Norðmanna. Hann tók við stjóm félagsins 1982, en þá var félagið rekið með milljóna halla og hefur það stóreflst undir hans stjóm og hefur það vakið al- þjóða athygli. Áður hafði sami maður tekið við Linjeflugfélaginu sænska, sem var nær gjaldþrota 1978 og gerði það stórauðugt. Hann segir m.a. í nefndri bók, að SAS þurfti að auka afköst um 25—30%, annaðhvort með minnkuðum rekstrarkostnaði eða auknum tekj- um. Þetta leit út fyrir að vera óleysanlegt, en til þess að ná þess- um árangri þá þurfum við að vinna aðeins öðravísi en við geram í dag segir hann. Leiðin er sú að við vinn- um á láréttan (horisontal) hátt og forðumst eða stórminnkum allar ákvarðanatökur af stjómendum, iátum heldur þá sem vinna verkin á vinnustöðunum taka ákvarðanir. Með því fæst ábyrgðarmeiri starfs- maður og það sparar tíma og fyrirhöfn. Það þýðir það, að stjóm- endur verða að færa völdin til vinnustaða, en ekki að viðhalda gömlu leiðinni að nær allar ákvarð- anir þurfí að fara eftir pýramída til æðstu stjómanda. Pýramídaleið- in er alls ráðandi í rekstri fyrirtækja í dag, og verða nær allar ákvarðan- ir smáar og stórar að ganga til toppsins og til baka aftur. Stjóm- endur kalla gjaman saman fundi til ákvörðunartöku og við þetta tap- ast tími og fyrirhöfn og oft era teknar rangar ákvarðanir, þar sem þeir þekkja ekki þær aðstæður sem við er að glíma. Niðurstaða Jans Carlzons er í aðalatriðum að stjóm- endur leggja á ráðin, hvaða stefnur eigi að taka, en flestar ákvarðana- tökur fara fram þar sem verkin era unnin. Gildir þetta jafnt með stór fyrirtæki sem smærri. Skýrir hann frá fjölda dæma í rekstri SAS, þar sem þessi nýja aðferð hefur gefíð ótrúlega góða raun í framkvæmd. Hefur þetta ekki síst reynst vel í hinum ijölmörgu útibúum SAS víðsvegar um heim allan. Hér gefst ekki tími til þess að rekja þetta nánar, en að mínu mati er um stór- merkar nýjungar að ræða, sem fæstir hafa gefíð gaum, en skýrist mjög vel í nefndri bók. Það er athyglisvert, að einmitt á sama grundvelli era byggðar höfuð- röksemdir fyrir aukinni heima- stjóm. Við viljum færa ákvarðana- tökuna sem mest til heimabyggða, því að heimamenn þekkja best þau vandamál sem við er að glíma, en viljum jafnframt forðast þær pýr- amídaleiðir, sem nú era allsráðandi gagnvart landsbyggðinni og þarf að rífa niður. Fljótlega mun koma í ljós, að það verkar eins og áður- nefnd rekstrardæmi sýna, að afköstin aukast með aukinni ábyrgð héraðanna og allar ákvarðanatökur verða skynsamlegri. Tökum áþreifaniegt dæmi frá síðasta náttúruvemdarþingi sem haldið var í október sl. í stjóm þess vora kosnir sex aðalmenn og sex til vara, en stjómin fer með æðstu stjóm náttúruvemdarmála fyrir allt landið. Helst eiga öll meiriháttar mál er snerta þennan málaflokk að sendast þangað. í þessu æðsta ráði er enginn fulltrúi frá landsbyggð- inni. Tillaga var á sama þingi að stofna nýtt ráðuneyti, sem að sjálf- sögðu á að vera toppurinn á pýramídanum. Nei og aftur nei. Við landsbyggðarmenn eigum sjálfír að leysa okkar náttúravemdarmál nú og um alla framtíð eins og alls stað- ar er gert á Norðurlöndum. Að sjálfsögðu getum við leitað ráða til sérfræðinga, en við einir tökum all- ar ákvarðanir, sem snerta byggðar- lag okkar. Við megum aldrei framselja það vald. Með því stuðlum við að því að byggðin leggist í auðn. Gildir þetta sjónarmið á flestum öðram sviðum þjóðlífsins. Miðstýring í algleymingi Við höfðum um of treyst á forsjá ríkisvaldsins, þar sem aðrar þjóðir hafa látið sveitarstjómir og héraðs- stjómir um framkvæmd mikilvægra málaflokka, eða verkefnið falið einkaaðila eða félagasamtökum. Skulu hér nefnd nokkur dæmi frá Norðurlöndunum um aukna heima- stjóm. Héraðin íjármagna fram- haldsskólana og stjóma þeim sjálf, en það gerir ríkið hér á landi að mestu, en til þess að svo megi verða, þá þurfa héraðin nýja tekju- liði. Sveitarfélögin fara sjálf með stjóm grunnskólanna, ein sér eða í samvinnu við nærliggjandi sveitar- félög. Á sama hátt fara héraðin með stjóm heilbrigðismála, vega- mála, nema þjóðvegakerfíð, skipu- lagsmála, atvinnumála og náttúravemdarmála svo að nokkuð sé nefnt. í viðræðum, sem ég átti við fjölda aðila, bæði sveitarstjóm- armenn eða þá sem fóra með héraðsstjómir víðsvegar á Norður- löndum, fyrir skömmu, kom alls staðar fram sama sjónarmiðið. Sveitarfélögin era of litlar einingar til þess að vinna sjálfar að þessum verkefnum, en sameinuð geta þau gert þetta. Tekið skal fram, að vera- legt átak hefur verið unnnið í því að stækka sveitarfélögin á Norður- löndum og era minnstu þeirra með 500 íbúa og svo önnur langtum stærri. Samt þurfa þau að vinna saman. í Noregi fara 19 fylki með veralega sjálfsstjóm, í Svíþjóð 23 landsþing, í Danmörku 14 ömt og svipað fyrirkomulag er í Finnlandi. Til allra þessara héraðsþinga er kosið hlutbundinni kosningu á sama tíma og til sveitarstjóma. Og þau hafa fasta tekjuliði, eins og sveitar- félögin. Einnig era föst framlög úr ríkissjóði til stærri verkefna. Það er sameiginlegt með þessum hér- aðsstjómum, að þær hafa starfað um lengri tíma, en nú hin síðari ár hafa þeim verið falin stóraukin verkefíii til viðbótar. í Noregi varð t.d. stórfelld breyting árið 1976 til aukinnar sjálfssijómar. Þá fengu fylkin sjálfstæða skattálagningu og til þeirra var kosið hlutfallskosn- ingu. Sá misskilningur er ríkjandi hjá mörgum, að ekki væri hægt að koma slíku á hér á landi, nema með stjómarskrárbreytingu, en svo er ekki, því að allstaðar á Norðurlönd- um er þetta gert með einföldum lögum. Litið er á héraðsstjómimar sem aukið valdsvið sveitarstjóma, enda gilda mjög svipuð lagaákvæði um starfsemi héraðsstjóma og sveitarstjóma. í umræðum er oft sagt, að þeir sem aðhyllast skiptingu landsins í héraðsstjómir vilji skipta landinu þ.e. stofna ríki innan ríkisins og hefði það veralegan kostnað í för með sér. Hér er um megin villu að ræða, sem ef til vill byggist á mis- skilningi. Það er rétt að lönd, eins og Þýskaland, Frakkland, Sviss og Bandaríkin era byggð upp af nokk- uð sjálfstæðum ríkjaeiningum með veralega meiri sjálfsstjóm, en við eram að ræða um, sjálfstæð ríkis- stjóm innan ríkjanna. Algengast er að í þessum löndum skiptist Alþingi í tvær deildir, og er önnur þeirra kosin af fulltrúum frá einstökum ríkjaeiningum. Að sjálfsögðu er þessi skipan byggð á gamalli hefð og tryggð í stjómarskrám þessara ríkja. Eg vil leggja áherslu á, og til þess að forðast allan misskilning, að enginn ábyrgur aðili hér á landi hefur gert tillögu um slíka skipan hér, enda engar aðstæður til slíks. Aftur á móti þá þekki ég ekkert sjálfstætt vestrænt ríki, sem ekki hefur komið á fót sjálfstæðum hér- aðsstjómum eins og hér hefur verið lýst að er á Norðurlöndum. í öllum þessum löndum er litið á að efling heimastjóma sé raun- hæfasta leiðin til að viðhalda byggð og jafnvægi í landinu. Nú nýlega hafa stjómvöld í Rússlandi og Kína lýst yfír að of mikil miðstýring standi í veginum fyrir eðlilegum framföram og verði þar komið á valddreifíngu og aukin völd héraðanna. Kjaminn í bókinni Perestrojka eftir Gorbatsjov er árás á miðstýringu og aukin gagnrýni, og valddreifíng. Er því fokið í nær öll skjól talsmanna miðstýringar. Þjóðin of fámenn Ég hef oft heyrt sagt, þegar umræður um aukið vald héraðs- stjóma hafa farið fram, af hálfu andmælenda, að það sé ekki hægt, því að þjóðin sé svo fámenn. íslend- ingar era aðeins að íbúatölu eins og lítið hérað á Norðurlöndum. í sjálfu sér væri ekki óeðlilegt að slík spuming kæmi fram hjá erlendum gagnrýnendum. Við þekkjum öll undran og viðbrögð útlendinga, þegar við segjum þeim að hér búi aðeins 250 þúsund manns. Þá spyija þeir gjaman; hvemig getið þið haldið uppi sjálfstæðu þjóðfélagi með öllum þeim kostnaði, sem því fylgir að viðhalda sjálfstæðu ríki? Gæta þarf landsins alls sem er stórt, landhelginnar, og halda þarf uppi samskiptum við önnur ríki, svo að aðeins nokkuð sé nefnt. Er ég fullviss um að við öll höfum lent í vanda við að gefa viðhlítandi skýr- ingar og sjaldnast tekist að sann- færa útlendinginn. í slíkum umræðum megum við aldrei gleyma að þakka skaparanum fyrir hversu gjöfult land okkar er af margvísleg- um gæðum og einnig ekki síst að þessum gæðum er dreift um allt landið. Með sönnu má segja að enginn landshluti er þar afskiptur. Það er staðreynd að við höfum alls ekki nýtt okkur gæði þessa lands nema að litlum hluta, t.d. era nú að berast fréttir af mögulegri orku- sölu til Bretlands. Aldrei megum við og gleyma því, að við eram að mestu laus við mengun og við verðum að leggja mikið af mörkum til þess að við- halda þvi ástandi, og á því getur oltið mest um framtíð þjóðarinnar. Gleymum því og aldrei, að sagan sýnir að mikil blessun hvílir á þjóð vorri og þá mest þegar á reynir. Það hefur og sýnt sig, að smáþjóð- ir þurfa ekki að óttast um tilverarétt sinn eða óttast samskipti við stærri þjóðir, ef þær búa yfír nægjanlegu innra afli og raunsæi. Sný ég mér þá nánar að því hvort við séum of fámenn til þess að koma á fót hér- aðsstjómum. Það er eðlilegast að líta til sögu þjóðar vorrar, en strax við landnám landsins var landinu skipt í fjórðunga, sem útkljáðu sín mál sjálfír og gamla Alþingi okkar var byggt upp þannig, að goðamir og þingmenn þeirra skiptust eftir landshlutum og var þessa jafn- vægis gætt um aldir. Einnig var hluta af framkvæmdavaldinu skipt eftir fjóram ömtum með umtals- verðri heimastjóm. En árið 1903 vora ömtin lögð niður og komið á fót einu stjómarráði í Reykjavík. Aðeins einn þingmaður greiddi at- kvæði gegn lögum um stjómarráð íslands, og benti á, að afleiðingam- ar yrðu þær að allt framkvæmda- Sigurður Helgason „Það er athyglisvert, að einmitt á sama grundvelli eru byggðar höfuðröksemdir fyrir aukinni heimastjórn. Við viljum færa ákvarð- anatökuna sem mest til heimabyg'gða, því að heimamenn þekkja best þau vandamál sem við er að glíma, en viljum jafnframt forðast þær pýramídaleiðir, sem nú eru allsráðandi gagn- vart landsbyggðinni og þarf að rífa niður. Fljótlega mun koma í Ijós, að það verkar eins og áðurnefnd rekstrar- dæmi sýna, að af köstin aukast með aukinni ábyrgð héraðanna og allar ákvarðanatökur verða skynsamlegri.“ valdið færðist á einn stað, og að sama skapi minnkuðu völd hérað- anna. Reynslan hefur sýnt að þessi vamaðarorð reyndust sönn. Rétt er að benda á þá staðreynd, að þá var þjóðin langtum fámennari og fá- tækari en í dag, en það virtist ekki vera til fyrirstöðu. Það er athyglis- vert að í gegnum aldimar hélst byggðin nokkuð jöfn, en það voru helst eldgos og náttúrahamfarir sem réðu um byggðaröskun, enda þótt heil hérað legðust ekki í eyði, eins og nú virðist stöðugt bera meir á, vegna mismunandi lífsskil- yrða og atvinnumöguleika, svo að nokkuð sé nefnt. Það var og at- hyglisvert að enda þótt aðalþrýst- ingur að færslu valdsins á höfuðborgarsvæðið kæmi frá emb- ættismönnum þjóðarinnar, þar búsettum, þá voru þeir vel studdir af íbúum dreifbýlisins, enda var mikill andróður rekinn gegn gömlu ömtunum og þau kölluð pappírs- stofnanir til háðungar. Hér er þetta nánar rakið, því að við verðum að gera okkur ljóst, að barátta fyrir jafn sjálfsögðum mannréttindum og aukinni heimastjóm verður margvíslegum þymum stráð, þekktum og óþekktum, og aðeins ef við stöndum saman um megin- markmið er hægt að ná árangri og því þurfum við að vera óhrædd um að ræða þessi mál opinskátt. Heimastjórn gefur góða raun Þó hér hafí verið vísað til sögu þjóðarinnar málstað okkar til stuðn- ings, sem viljum aukna heimastjóm, þá er til nærtækara dæmi, sem nú skal um rætt í stuttu máli. Ég var fulltrúi Kópavogs í landshlutasam- tökum fyrir Reykjanes í mörg ár, en í þeim vora öll sveitarfélögin í Reykjaneskjördæmi. Samtökin höfðu, eins og landshlutasamtökin hafa haft frá upphafi, engar tekjur, nema það sem sveitarfélögin létu þeim í té og þar af leiðandi lítil sem engin verkefni. Þó hófst samvinna j í fræðslumálum. Var hér mest um kynningarsamkomu sveitarstjóm- armanna að ræða, og endaði sérhver fundur með mikilli veislu. Að sjálfsögðu var eitthvert gagn af þessu, en þó verður að viðurkenn- ast að það var hverfandi. Á einum fundinum tilkynntu sveitarfélögin á Suðumesjum, að þau óskuðu eftir að segja sig úr samtökunum, þar sem þeim leiddist aðgerðarleysið og vildu taka raunhæfar á vandamál- unum. Stofnuðu þeir síðan Sam- band sveitarfélaga á Suðumesjum. Hófust þeir handa í hitaveitufram- kvæmdum fyrir svæðið og tóku að sér stjóm rafveitna og lækkuðu orkuverð stórlega. Hafa þeir haft hönd í bagga um margvísleg hags- munamál fyrir byggðarlagið. Er þessi merki vísir sérstaklega at- hyglisverður og ætti að vera stjóm- völdum hvati til að setja löggjöf sem veiti héraðunum meiri völd og tryggi þeim sjálfstæðar tekjur. Er ég sannfærður um að atvinnumál Suðumesja væra betur á vegi stödd, ef nefnd samtök hefðu haft meiri stjóm í þeim efnum, en raunin hef- ur orðið á, en þau mál hafa verið mikið til umræðu að undanfömu. Ekki má heldur glejmia því merka átaki, þegar fjórðungsþing Austfírðinga var stofnað þann 29. júlí 1944 á Eiðum. Stofnuðu það fulltrúar frá Norður- og Suður- Múlasýslu, svo og fulltrúar frá stærstu kaupstöðunum, úr Seyðis- firði og Neskaupstað. Stóð þetta þing í 20 ár og kom mörgu athyglis- verðu til leiðar. Þeir gáfu út tímaritið Gerpi, sem hafði víðtæk áhrif. Höfuðviðfangsefni þingsins vora gagnmerkar tillögur í raf- magnsmálum, atvinnumálum og samgöngumálum, en þegar þingið hófst var hér t.d. engin togaraút- gerð og mjög takmörkuð fisk- vinnsla. Skýlaus krafa fjórðungs- þingsins, að til Austurlands kæmi hluti af nýsköpunartoguram hafði gífurleg áhrif á byggðasögu Aust- urlands. Jafnframt hófust kröftug- ar umræður um raforkuver á Austurlandi, sem þá þótti fjarstæð hugmynd og einnig barátta fyrir flugvelli á Egilsstöðum. Það var og merkilegt, að allir fulltrúar á fjórð- ungsþingi vora sammála um að skora á Alþingi og ríkisvaldið að reisa á Egilsstöðum byggðarlag, þar sem veralegur hluti skipulags og undirbúningsframkvæmda væri kostaður af ríkisvaldinu. Það sem þó heldur þessu merka fjórðungs- þingi mest á lofti vora ítarlegar tillögur um stóraukna heimastjóm héraðanna. HeQum því kröftuga baráttu fyr- ir aukinni heimastjóm héraðanna. Hér er um mannréttindamál að ræða, jafnframt sem við skulum senda út i ysta myrkur núverandi pýramída frumskógakerfi. Höfundur er bæjarfógeti á Seyðis- firði og sýslumaður Norður-Múla- sýslu. TÖLVUPRENTARAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.