Morgunblaðið - 18.02.1988, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
REKURÐU LITIÐ FYRIRTÆKI?
HYGGSTU STOFNA FYRIRTÆKI?
Ef svo er áttu erindi á námskeiðið
stofnun og rekstur fyrirtækja, sem haldið verður
dagana 22. til 27. febrúar.
Meðal efnis: Frumkvöðullinn, stofnáætlun,
markaðsmál, fjármál, form
fyrirtækjaog bókhald.
Námskeiðið fer f ram í kennslusal
Iðntæknistofnunar í Keldnaholti.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
nlÐNTÆKN ISTOFNUN
ÍSLANDS
rekstrartæknideild.
[MMVffi
STIMPILDÆLUR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER %
Tölvuteiknun með
AutoCAD
AutoCAD er án efa útbreiddasta og öflug-
asta teiknikerfið fyrir PC tölvur. Tölvu-
fræðslan býður nú uppá vandað og ítarlegt
námskeið i tölvuteiknun með AutoCAD.
Leiðbeinandi:
Efni námskeiðsins:
★ Kynning á teiknikerfum
tölvur
★ Uppbygging AutoCAD
★ Valmyndir í AutoCAD
★ Helstu skipanir
★ Málsetningar teikninga
★ Verklegar æfingar
Tími: 22.-26. febrúar kl. 13-17
Innritun í símum 687590 og 686790
VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku
í námskeiðinu.
li
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28
BREYTINGAR A
UMFERÐARLÖGUM
TALSVERÐAR breytingar
verða á umferðarlögum 1. marz
næstkomandi. Vegna þessara
breytinga starfrækir lögreglan
sérstakan upplýsingasima,
623635. Morgfunblaðið mun á
næstunni, i samvinnu við lög-
regluna, birta svör við spurn-
ingum vegna þessara breyt-
inga. Er fólki bent á að snúa
sér með fyrirspumir sínar til
lögreglunnar í Reykjavík, síma
623635. Hér fara á eftir spura-
ingar sem borist hafa lögregl-
unni síðustu daga og svör við
þeim.
AKSTURSLJÓS
— Eru „litlu akstursljós-
in“ á Volvo og Saab fólks-
bifreiðum nægileg til þeás
að uppfylla skilyrði umferð-
arlaganna á notkun ökuljósa
allan sólarhringinn?
Svar: í 32. gr. umferðarlag-
anna segir í 1. mgr.: „Við
akstur bifreiðar og bifhjóls
skulu lögboðin ljós jafnan
vera tendruð." Ekki er að
sjá að nefnd „akstursljós"
séu lögboðin og því ekki
talin fullnægjandi sam-
kvæmt skilgreiningu lag-
anna.
ÖRY GGISBELTI
— Eru sömu undanþágur
í nýju umferðarlögunum
varðandi notkun öryggis-
belta og áður hefur verið
fjallað um og getið er um í
gildandi lögum?
Svar: Felld eru niður ákvaeði í
gömlu lögunum að ekki skuli
beita sektum þó ökumenn eða
farþegar vanræki að nota belti.
Samkvæmt nýjum lögum skulu
farþegar í framsæti leigubif-
reiðar einnig nota öryggisbelti.
í 71. gr. nýrra laga segin „Hver
sá, sem situr í framsæti bifreið-
ar, sem búin er öryggisbelti,
skal nota það. Eigi er skylt að
nota öryggisbelti, þegar bifreið
stendur kyrr eða þegar ekið er
aftur á bak. Sama á við um
akstur á bifreiðastæði, við
bensínstöð, viðgerðarverkstæði
eða svipaðar aðstæður.
Dómsmálaráðherra getur
sett reglur um undanþágur frá
notkun öryggisbeltis, ef heilsu-
fars- eða læknisfræðilegar
ástæður eru taldar gera slíka
undanþágu brýna.
Ökumanni leigubifreiðar til
mannflutninga er eigi skylt að
nota öryggisbelti í leiguakstri.
Dómsmálaráðherra getur
sett reglur um undanþágur frá
notkun öryggisbeltis við annan
sérstakan akstur eða við erfið
og hættuleg skilyrði utan þétt-
býlis, svo sem í mikilli ófærð
eða þar sem hætta getur verið
á skriðuföllum eða snjóflóðum."
FJÖLDI
LÖGREGLUÞJÓNA
— Er ekki ástæða til að fjölga
lögregluþjónum og bæta tækja-
búnað lögreglu með tilkomu nýrra
umfreðarlaga ef tilgangur lag-
anna á að ná fram að ganga?
Svar: Spumingunni var vísað til
starfsmanna dómsmálaráðu-
neytis. ““
TILKYNNINGASKYLDA
— Er ekki ástæða til að óttast
breytingar á umferðarlögunum
hvað varðar tilkjmningaskyldu
þeirra aðila, sem lenda í umferðar-
óhöppum?
Svar: Samkvæmt 10. gr. nýrra
umferðarlaga ber mönnum
skylda til að tilkynna lögreglu
um slys eftir umferðaróhapp.
Skyldan í gömlu lögunum að
tilkynna lögreglu þó aðeins
verði eignatjón er felld niður.
Samkvæmt því eiga tjónþolar
sjálfír að ganga frá skýrslu um
atburðinn. í 10. gr. segir orð-
rétt: „Ef maður hefur látist eða
slasast í umferðarslysi skal sá,
sem átti hlut að því, tilkynna
lögreglunni um slysið svo fljótt
sem auðið er.“
í sömu málsgrein er kveðið
á um skyldur manna til þess
að tilkjmna lögreglunni um þau
óhöpp, sem verða á eignum
manna: „Ef tjón hefur orðið á
eignum manna og enginn er
viðstaddur til að taka við upp-
lýsingum skal tjónvaldur til-
kjmna það tjónþola eða lögregl-
unni svo fljótt sem auðið er.“
í fýrstu málsgrein þessarar
greinar segir um skyldu manna
til þess að skýra frá nafni og
heimilisfangi, ef þess verður
óskað eftir umferðaróhapp:
„Hver sá, sem hlut á að um-
ferðaróhappi eða hefur verið
sjónarvottur að því, skal skýra
frá nafni sínu og heimilisfangi,
ef þess er óskað af öðrum þeim,
sem hlut eiga að óhappinu eða
hafa orðið fyrir tjóni." Hið
síðastnefnda er grundvöllur fyr-
ir eyðublaðanotkun trygginga-
félaganna.
Gert er ráð fyrir að ökumenn
geti gert upp sín mál í minni-
háttar óhöppum og notað til
þess eyðublaðið, sem trygg-
ingafélögin láta þeim í té. Ut-
fylling þess er auðveld og ætti
að vera flestum aðgengilegt.
Þó gengur lögreglan að því sem
vísu að upp komi tilvik þar sem
aðstoðar hennar verður óskað
og mun hún verða við því eftir
því sem atvik og aðstæður
leyfa. Fólki er eftir sem áður
ekki bannað að leita aðstoðar
lögreglu í þessum málum og
mun hún hafa sömu sjónarmið
að leiðarljósi og áður. Að
ákveðnum tíma liðnum ættu
þessi mál að hafa komist
í ákveðinn farveg og má þá
reikna með að aðstoðar hennar
verði ekki þörf í þeim mæli, sem
í fyrstu er talið.
Lögreglan mun t.d. fara á
vettvang í þeim tilfellum er
mikið eignatjón hefur orðið eft-
ir umferðaróhapp og óökufær
ökutæki hindra að einhveiju
marki akstur um götur eða vegi.
Þá mun hún einnig fara á vett-
vang ef um gróft umferðárlaga-
brot er að ræða í umferðáró-
happi, s.s. vegna þess að ekið
hafði verið jrfír á rauðu ljósi,
stöðvunarskylda ekki virt, eða
löng hemlaför sýna að ekið
hafði verið ógætilega. Ef ein-
hver grunur vaknar um
að aðili í umferðaróháppi
geti verið undir áhrifum
áfengis eða án tilskilinna
ökuréttinda mun lögreglan
að sjálfsögðu fara á vett-
vang og hún hvetur m.a.
fólk að vera á varðbergi
gagnvart slíkum tilvikum.
ÖKUMENN NÝTI
SÉR EYÐUBLÖÐIN
— Er ekki ákveðin
trygging fyrir fólk að kalla
ávallt á lögreglu eftir um-
ferðaróhapp?
Svar: Tryggingafélögin
hafa látið útbúa eyðu-
blað, sem rejmdar er
notað í mörgum Evróp-
ulöndum, í þeim tilgangi
að ökumenn geti sjálfir
gengið frá málum sínum
gagnvart viðkomandi
tryggingafélagi.
Lögreglan er nær alltaf köll
uð á vettvang eftir að umferðar-
óhapp hefur orðið, þ.e. að hún
er ekki beint sjónarvottur eða
staðfestingaraðili að óhappinu
sjálfu. Hún hefur tekið niður
upplýsingar eftir ökumönnum
og vitnum og fært þær síðan í
letur. Hún hefur teiknað upp
afstöðumynd af vettvangi og
látið fylgja skýrslunni. Það sem
fram kemur í henni byggist á
frásögnum þeirra aðila, sem
voru á vettvangi. Nú geta þeir
sjálfír komið þessum upplýsing-
um á blað og síðan til trygg-
ingafélags síns. Lögreglan hef-
ur einstaka sinnum verið gagn-
rýnd fyrir að geta ekki allra
þeirra upplýsinga, sem fram
komu á vettvangi, eða að þær
væru ekki réttar. Nú geta öku-
menn gefíð greinargóða lýsingu
á atvikum, ritað nöfn vitna og
gert vettvangsuppdrátt á eyðu-
blað tryggingafélaganna, án
milligöngu lögreglu. Slíkt ætti
að vera fullnægjandi í flestum
minniháttar óhöppum.
Sú staða hefur komið upp
að ökumenn, sem lent hafa í
umferðaróhöppum, hafa „gert
sín mál upp á staðnum. Tjón-
valdur thefiir sagt tjónþola að
ástæðulaust sé að málið fari I
gegnum tiyggingafélögin, hann
greiði kostnaðinn að viðgerð
lokinni. Ekki er kallað á lög-
reglu þannig að ekkert liggur
fyrir um málið þegar tjónþoli
leggur fram reikninginn fyrir
viðgerðinni. Ef tjónvaldur neit-
ar síðan að greiða tjónið er fok-
ið (flest skjól. í þessum tilvikum
kemur eyðublað tryggingafé-
laganna að góðum notum og
ættu ökumenn að nota sér þann
möguleika, sem með þvf skap-
ast.