Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 25 Morgunblaðið/Sverrir Krakkar aí' skóladagheimiium í Breiðholti stigu öskudagsdans í FellahelH. Ingibjörg' Hjartardóttir, Knstleifur Guðjónsson, Sigurður Sigurðsson og Óttar Sigurðsson sögðu ekkert jafnast á við öskudag, nema jólin. Votviðrasamur ösku- dagur í Reykjavík YNGSTA kynslóðin gerði sér dagamun i gær, öskudag, svo sem venja er. Víða um snjó- og regnvota höfuðborgina voru haldnar skemmtanir í tilefni dagsins og kötturinn sleginn úr tunnunni. Æskulýðsráð Reykjavíkur stóð fyrir rúmlega 3 tíma langri skemmtun á Lækj- artorgi sem fara átti fram á Tjöminni. Þeirri áætlun var breytt þar sem Tjömin var óðum að færast. i fyrra horf vegna votviðris og hlýinda. Það mátti sjá regnhlífar á lofti á skemmtuninni á Lækjartorgi sem hófst klukkan 11. Skólahljómsveit- ir, brandarakarlar og önnur atriði sem nemendur grunnskólana lögðu til, að ógleymdum Tóta trúð, voru til skemmtunar. í áhorfendaskaran- um kenndi ýmissa grasa; kínverjar, blóðsugur, kanínur og það nýjasta, afruglarar, sveimuðu um Lækjar- torg, örfáir með öskupoka en sú hefð virðist á undanhaldi. Hápunkt- ur skemmtunarinnar var síðan klukkan 14, þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni. Víða um borgina voru haldnar inniskemmtanir, meðal annars í Kaupstað í Mjódd og Kringiunni. Þá héldu skóladagheimilin Völvu- kot, Hálsakot, Bakki, Hraunkot, Hólakot og nokkrir krakkar úr Fellahelli skemmtun í Fellahelli. Þegar Morgunblaðið leit þar við voru krakkamir í óða önn að slá köttinn úr tunnunni en að því loknu voru skemmtiatriði frá hverju heim- ili, hópleikir og stiginn dans. Skemmtun þessi er fastur liður á öskudag hjá heimilunum og einung- is jólin standast henni snúning að sögn Sigurðar Sigurðssonar, Óttars Sigurðssonar, Ingibjargar Hjartar- dóttur og Kristleifs Guðbjömsson- ar. Ekki gátu þau gert upp við sig hvað væri skemmtilegast á ösku- daginn en tíndu ýmislegt til; sælgæ- tið úr tunnunni og skemmtiatriðið sem þau höfðu flutt. Hluti krakk- anna í Fellahelli hafði þar að auki gengið í búðir og sungið fyrir versl- unareigendur. Krakkamir á Lækjartorgi kipptu sér ekki upp við smá sqjókomu. Þessí ung/ maður hafði komið drykkjarföngunum haglega fyrir á búningnum. Morgunblaðið/Þorkell Erfiðir tímar skákhreyf- ingarinnar vonandi liðnir -sagði Jóhann Hjartarson er horium var afhent ein milljón króna úr viðurkenningarsjóði Kaupþings hf. DR. ÞORVALDUR Gyifason, stjómarformaður Kaupþings hf., af- henti 5 gær Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara í skák eina milljón króna úr viðurkenningarsjóði fyrirtækisins fyrir góðan árangur við skákborðið að undanförnu og þá sérstaklega f einvíginu við Viktor Kortsjnoj á dögunum. í máli Jóhanns Hjartarsonar kom fram, að annað fyrirtæki, íslenzkir aðalverktakar, hefði veitt honum svipaðan styrk. Dr. Pétur H. Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings, sagði við afhend- inguna að það hefði verið skemmti- legt að fylgjast með góðum árangri ungra íslenskra skákmanna að und- anfömu. „En að baki þessum ár- angri liggur mikið erfiði,“ sagði Pétur. „Oft hafa íslenskir afreks- menn hlotið litla umbun fyrir erfíði sitt en á því þarf að verða breyt- ing. Þeir eiga ekki að þurfa að líða fyrir afrek sín sem eru góð land- kynning og geta því t.d. aukið sölu íslenskra vara erlendis þannig að hagur allra íslendinga batni,“ sagði Pétur. Dr. Þorvaldur Gylfason, stjómar- formaður Kaupþings, sagði að ís- lendingar hefðu alltaf átt afreks- menn. „Það er því yfirhöfuð skemmtilegt að vera íslendingur," sagði Þorvaldur og óskaði Jóhanni áframhaldandi sigursældar við skákborðið. Þegar Jóhann hafí tekið við við- urkenningunni úr hendi Þorvalds sagði hann að það væri mjög ánægjulegt að stjómir íslenskra fyrirtækja hefðu komið auga á góð- an árangur ungra íslenskra skák- manna að undanfömu. „Til dæmis hafa íslenskir aðalverktakar veitt mér svipaða viðurkenningu og Kaupþing," sagði Jóhann. „Það Morgunblaðið/Þorkell Dr. Þorvaldur Gylfason, stjómarformaður Kaupþings hf., afhendir Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara viðurkenninguna. hafa verið Ijárhagslega erfiðir tímar hönd og íslensku skákhreyfíngar- hjá íslensku skákhreyfíngunni en innar þakka ég þessa viðurkenn- vonandi eru þeir liðnir. Fyrir mína ingu Kaupþings," sagði Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.