Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 27 Margaret Thatcher í heimsókn hjá NATO: Friður ekki tryggður með úreltum vopnum Brilssel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sat í gær- morgnn fund Atlantshafsráðsins og gerði fastafulltrúum aðild- arrikjanna grein fyrir afstöðu bresku stjómarinnar í öryggis- og vamarmálum. Tilgangur heim- sóknarinnar var að leggja áherslu á mikilvægi Atlantshafsbanda- lagsins fyrir öryggi og vamir vestrænna rikja og jafnframt að eiga viðræður við Carrington lá- varð, framkvæmdastjóra NATO, um væntanlegan leiðtogafund bandalagsins. Richard Vuu leikur Pu Vi, síðasta keisara Kina, ungan að aldri, í kvikmyndinni Síðasti keisarinn. Sú mynd hlaut níu útnefningar til Óskarsverðlauna. * _______________ Oskarsverðlaunin: Síðasti keisarinn hlýt- ur flestar útnefningar Norska kvikmyndin Leiðsögumaðurinn hlaut útnefningn Los Angeles, Reuter. KVIKMYNDIN Siðasti keisarinn (The Last Emperor), sem Beraardo Bertolucci leikstýrði, hlaut níu útnefningar til Óskarsverðlauna i gær. Næst flestar útnefningar hlaut myndin Sjónvarpsfréttir (Bro- adcast News), sem James L. Brooke leikstýrði. Þá var norska mynd- in Leiðsögumaðurinn útnefnd til Óskarsverðlauna, en í henni leikur Helgi Skúlason. Síðasti keisarinn Qallar um sögu Kína eins og hún kemur síðasta keisaranum fyrir sjónir. Aðalleikari myndarinnar er Peter O’Toole, en hann var ekki útnefndur til Óskars- verðlauna að þessu sinni. James L. Brooke var ekki heldur útnefndur sem besti leikstjórinn fyrir Sjónvarpsfréttir, sem er róm- antísk gamanmynd um lífíð í mynd- veri sjónvarpsstöðvar. Aðalleikar- amir voru hins vegar útnefndir, þaii William Hurt og Holly Hunter, og Albert Brooks, sem leikur harð- Reutur Michael Dukakis, rikisstjóri Massachusetts, ásamt eiginkonu sinni, Kitty, eftir að ljóst varð að hann hefði sigrað. að raaður Dukakis væru j'afn áhuga- verðar og launfyndnar og leiðbein- ingabæklingar með heimilistækjum". Dukakis hlaut 36 prósent atkvæða en helsti keppinautur hans, Richard Gephardt, þingmaður frá Missouri sem sigraði í kosningunum í Iowa f síðustu viku, varð í öðru sæti með um 20 prósent. Poul Simon, öldungadeildar- þingmaður frá Illinois, lenti í þriðja sæti með 17 prósent atkvæða og er talið hugsanlegt að hann dragi sig í hlé eftir þessi úrslit þar sem honum muni reynast erfitt að fjármagna áframhaldandi baráttu. Blökku- mannaleiðtoginn Jesse Jackson og Albert Gore, öldungadeildarþingmað- ur, fengu um átta prósent atkvæða og vakti fylgi Jacksons athygli þar sem fáir blökkumenn búa í New Hamp- shire. Bruce Babbitt, fyrrum ríkis- stjóri Arizona, fékk fímm prósent at- kvæða. Gary Hart, sem í eina tfð var talinn líklegastur til að hljóta útnefningu fiokksins, lenti í neðsta sæti og studdu fjögur prósent kjósenda hann. Hart kvaðst ekki ætla að leggja árar í bát þrátt fyrir þetta en hann sigraði óvænt í forkosningunum í New Hampshire fyrir fjórum árum og bar þá sigurorð af WaJter Mondale. Reuter George Bush fagnar sigri. Við hlið hans stendur eiginkona hans, að atvinnuuppbygginguna beri fyrst og fremst að þakka ríkulegum fjár- framlögum Bandaríkjastjórnar til vamarmála á undanfömum árum. Þótt menn efist almennt ekki um hæfileika Dukakis þykir hann ekki sérlega „spennandi" frambjóðandi. Stjómmálaskýrandi einn hafði á orði skeyttan sjónvarpsfréttamann, var útnefndur fyrir leik í aukahlutverki. Breska myndin Von og heiður (Hope and Glory) hlaut flestar út- nefningar erlendra mynda, eða fimm útnefningar. Leikstjóri mynd- arinnar, John Boorman, var meðal annars útnefndur, en myndin fjallar um bemsku hans f Bretlandi í síðari heimsstyijöldinni. Franska myndin Verið sæl böm (Au Revoir Les Enfants) var útnefnd besta erlenda myndin og leikstjóri myndarinnar, Louis Malle, var útnefndur fyrir handrit sitt að myndinni. ítalinn Marcello Mastroianni hlaut sína þriðju útnefningu fyrir leik í aðalhlutverki myndarinnar Dökk augu (Dark Eyes). Sean Connery, var útnefndur fyrir leik sinn í aukahlutverki í myndinni Hinir vammlausu (The Untouch- ables), en þar leikur hann harð- skeyttan írskan lögreglumann. Þijár myndir hlutu sex útnefn- ingar hver. Þær eru Keisaradæmi sólarinnar (Empire of the Sun) eft- ir Spielberg, Hættuleg kynni (Fatal Attraction), sem Michael Douglas leikur í, og Ástsjúk (Moonstruck), þar sem leikkonan Cher leikur ftalska ekkju sem verður ástfangin af yngri bróður elskhuga síns. Jack Nicholson hlaut útnefningu sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í „Ironweed." Þetta er í níunda sinn sem hann hlýtur útnefningu, en hann hefur tvisvar hlotið óskarsverðlaun. Meryl Stre- ep, sem einnig hefur hlotið tvenn óskarsverðlaun, var útnefnd besta leikkonan í aðalhlutverki í sjöunda sinn í sömu mynd. Bestu myndimar vom útnefndar: Sjónvarpsfréttir, Hættuleg kynni, Von og heiður, Síðasti keisarinn og Ástsjúk. Thatcher lagði áherslu á að Atl- antshafsbandalagið héldi vöku sinni gagnvart Sovétríkjunum og banda- mönnum þeirra. Þrátt fyrir tilraunir til breytinga heimafyrir, sem allir hlytu að styðjá, hefði stefna Sovét- stjómarinnar gagnvart Atlantsháfs- bandalaginu ekkert breyst. Markmið hennar væri að reka fleyga í vest- rænt vamarsamstarf og grafa undan samstarfi EVrópuríkjanna við Banda- ríkin. Kjamorkuvopnalaus Evrópa mundi þjóna markmiðum þeirra vel. Við þessar aðstæður væri pólitfsk samstaða og eining Atlantshafs- bandalagsins mikilvægari en oft áð- ur. Thatcher sagði að það væri eng- inn grundvöllur fyrir frekari fækkun kjamavopna í Evrópu fyrr en samið hefði verið um umtalsverða fækkun efnavopna og hefðbundinna vopna. Treysta yrði stöðu og samstarf Evr- ópurfkjanna innan bandalagsins. Forsætisráðherrann vfsaði á bug öllum vangáveltum um að Atlants- hafsbandalagið hygðist fjölga kjamavopnum í sjó og í lofti í stað þeirra sem hverfa samkvæmt sam- komulagi Bandaríkjamanna við Sov- étríkin um upprætingu meðaldrægra eldflauga á meginlandi Evrópu. Hún sagði að það væri fásinna að ætla að veijast með úreltum vopnum. Það sem Átlantshafsbandalagið hygðist gera væri að endumýja vopn sem óðum væru að úreldast. Þetta byggð- ist á samkomulagi sem væri fimm ára gamalt og um þessi vopn héfði á eng^n hátt verið fjallað í samkomu- lagi stórveldanna. Menn skyldu hafa það í huga að Sovétríkin hefðu átt frumkvæði að því að koma meðal- drægum eldflaugum fyrir í Evrópu og þar væra 1.400 sovéskar eld- flaugar af þeirri gerð á móti 400 frá Atlantshafsbandalaginu. Reuter Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, ræðir við Carr- ington lávarð, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, í höfuðstöðvum bandalagsins í Briissel. „Það er hluti ábyrgrar vamar- stefnu að endumýja vopn og tryggja með því að herir Atlantshafsbanda- lagsins ráði alltaf yfir fullkomnustu og bestu vopnum sem völ er á, öðra- vísi verður friður ekki tryggður," sagði Thatcher ogbeindi því til blaða- manna að gleyma því ekki að Atl- antshafsbandalagið væri m.a. til að veija frelsi þeirra og réttindi og var- aði þá við að ganga erinda þeirra sem vildu grafa undan því. Gaddafi lætur breyta nefinu London. Reuter. MUAMMAR Gaddafi Líbýuleið- togi, hefur gengist undir skurð- aðgerð þar sem nef hans var lag- að lítillega, að því er líbýska sjón- varpið skýrði frá í fyrrakvöld. Sjónvarpið sýndi myndir af Gadd- afi þar sem hann var að kveðja lækna og starfsfólk Ibn al-Nafís sjúkrahússins í Trípólí á þriðjudags- kvöld. Var hann með umbúðir mikl- ar um nefíð. Bar hann sig karl- mannlega og sagði í fréttum sjón- varpsins að aðgerðin hefði heppnast vel. NBOGINN HLIÐIÐ Ný, spennandi og afar vel gerð kvikmynd sem alls staðar hefur slegið í gegn. Brellurnar í myndinni eru gerðar af Randall William Cook (Ghostbust- ers, Poltergeist). ERLENDIR BLAÐADÓMAR: „ Gott handrit, vel leikstýrÖ, frábœrar brellur og góÖur leikur..." - Varíety. „... myndin nærstrax tökum á þérogsleppirþeim ekki fyrr en henni lýkur“ - Today. „Ein besta myndsem gerö hefur veriö íþessum flokki mynda " - Times. BÖNNUÐ BÖRNUM INNAN 16 ÁRA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.