Morgunblaðið - 18.02.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
• •
Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna:
S-Kóreumenn
hvelja til sátta
Norður-Kóreumenn fordæma Oryggísráðið
Sameinuðu þjóðunum, Reuter.
KWANG Soo Choi, 'íitanríkisráðherra Suður-Kóreu, hvatti til þess
að leitað yrði sátta milli Suður- og Norður-Kóreumanna, á fundi
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um sprengingu suður-kóresku
flugvélarinnar £ nóvember. Pak Gil Yon, sendifulltrúi Norður-
Kóreu, vísaði því á bug að Norður-Kóreumenn hefðu átt þátt í eyði-
leggingu flugvélarinnar. Þá fordæmdi utanríkisráðimeyti Norður-
Kóreu fund Qryggisráðsins í gær, og hélt því fram að ÍSandaríkja-
menn, Japanir og Suður-Kóreumenn væru sekir um samsæri gegn
Norður-Kóreu.
Choi, utanríkisráðherra Suður-
Kóreu, sagði að Norður-Kóeumenn
hefðu sprengt flugvélina til að
skapa efasemdir um að öryggi
keppenda og gesta á ólympíuleikun-
um í Seoul væri nægjanlegt. „Ráð-
herrar og þegnar Suður-Kóreu eru
staðráðnir í að bregðast ekki vonum
heimsins með því að tryggja að
ólympíuleikamir 1988 takist vel,“
sagði Choi meðal annars.
Yon, fulltrúi Norður-Kóreu, sagði
að ásakanir um að Norður-Kóreu-
menn bæru ábyrgð á sprengingu
flugvélarinnar ættu ekki við rök að
styðrjast, og að játningar norður-
kóresku konunnar væru tilbúning-
ur. Ennfremur gaf utanríkisráðu-
neyti Norður-Kóreu út yfírlýsingu
í gær, þar sem segir að Óiyggisráð-
ið eigi ekki að láta samsæri Banda-
ríkjamanna, Japana og Suður-
Kóreumanna viðgangast í ráöinu.
Þessi ríki noti atvikið í óheiðarleg-
um pólitískum tilgangi.
Talið er að Öryggisráðið grípi
ekki til aðgerða, að hluta til vegna
þess að Sovétmenn gætu beitt neit-
unarvaldi tæki ráðið afstöðu með
Suður-Kóreumönnum.
Suður-Kóreas
Reuter
Sérþjálfaðar skyttur komu sér fyrir umhverfis tölvuverksmiðj-
una albúnar til að skjóta ef færi gæfist. Á innfelldu myndinni
sést Farley þegar hann hafði gefist upp og gekk aftur á bak
niður stigann og út.
Kaliforaía-
Martröð og morð-
æði í tölvuverksmiðju
Sti órnarandstaðan vill Myrti sJS og særði fimm vegna vonbrigða 1 á
Q# Sunnyvale, Kaliforníu. Reuter.
ekki sæti í stjórn Roh
ástum
Seoul. Reuter.
HELZTU flokkar stjórnarand-
stöðunnar í Suður-Kóreu höfn-
uðu í gær boði Eoh Tae-woo,
kjörnum forseta, um að þeir til-
nefni ráðherra li ríkisstjórnina.
Roh sver eiða sem þjóðhöfðingi
25. febrúar en búist er við að hann
tilkynni skipan nýrrar ríkisstjómar
áður. í janúar bauð hann stjómar-
andstöðunni aðild að stjóminni.
Hún hefur nú hafnað því á þeirri
forsendu að engra breytinga sé
að vænta á fyrirkomulagi lands-
stjómarinnar og herinn verði
áfram allsráðandi. *
Roh var forsætisráðherra áður
en hann var kosinn eftirmaður
Chun Doo Hwan, sem lætur af
embætti forseta 25. febrúar. Hann
hefur útnefnt Lee Hyun-jae, fyrr-
um háskólarektor, sem forsætis-
ráðherra í væntanlegri stjóm sinni.
Blöð í Suður-Kóreu hafa leitt get-
um að því að undanfömu að í ríkis-
stjóm Lee verði aðeins fimm til
sex ráðherrar af þeim 23, sem sitja
í núverandi stjóm.
SJÖ manns Sétu tífið og fimm
særðust þegar maður nokkur
réðst í fyrrakvöld inn í tölvu-
verksmiðju £ Sunnyvale í Silicon-
dal í Kalifomíu og skaut á starfs-
fólkið með riffli. Er ástæðan fyr-
ir morðunum talin vera sú, að
kona, sem vinnur £ verksmiðj-
unni, vísaði jnanninum á bug
þegar hann reyndi að fara á fjör-
ur við hana fyrir þremur ámm.
Maðurinn, sem er fertugur að
aldri og heitir Richard Farley, gafst
upp fyrir lögreglunni eftir fímm
tíma umsátur en áður hafði hann
hótað að drepa hvem þann, sem
nálgaðist hann. Linda Black, konan,
sem ekkert vildi af ástaijátningum
Bretland:
Gefa út sögu leyni-
þjónustunnar M15
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að tvær Saga. leyniþjónustunnar
bækur um sögu leyniþjónustu
Breta komi út. Margaret Thatc-
her forsætisráðherra hafði áð-
ur ákveðið, að þær yrðu ekki
gefnar út. Þessi ákvörðun mun
ekki breyta afstöðu stjóravalda
til útgáfu Njósnaraveiðarans
eftir Peter Wright.
Fyrri bókin neftiist Öryggi og
gagnnjósnir (Security and Count-
erintelligence) og er eftir Anthony
Simkins, fyrrum aðstoðaryfír-
mann bresku leyniþjónustunnar,
MI5, og sir Francis Hinsley. Hin
bókin nefnist Saga hemaðar-
blekkinga f seinni heimsstyijöld-
inni (The History of Strategic
Deception in the Second World-
war) eftir Michael Howard, próf-
essor í nútímasögu við háskólann
í Oxford.
Þegar Thatcher tók við völdum
árið 1979, ákvað hún, að hvorug
þessara bóka yrði gefín út, og hún
breytti ekki skoðun sinni eftir
kosningamar 1983. Rökin, sem
hún beitti, voru þau, að kæmu
þessar bækur út, yrðu settar fram
kröfur um frekari upplýsingar.
Fengjust þær ekki, yrði stjómin
sökuð um að hylma yfír óþægileg-
ar staðreyndir.
Fyrri bókin rekur sögu leyni-
þjónustunnar, frá því að hún var
sett á stofn 1909. í henni er farið
ýtarlega yfír verk hennar í styij-
öldunum tveimur og lögð áhersla
á nauðsyn leyniþjónustu til að
afla upplýsinga um pólitíska
skemmdarverkastarfsemi innan
ríkisins, um leið og aflað er upp-
lýsinga um starfsemi annarra
ríkja.
Michael Howard segir í The
Sunday Times síðastliðinn sunnu-
dag, að forsætisráðherrann hafí
ákveðið, að bækumar kæmu ekki
út, eftir að opinbert varð, að Ant-
hony Blunt hefði njósnað fyrir
sovésku leyniþjónustuna, KGB.
Það hefði verið slíkt áfall fyrir
leyniþjónustuna, að Thatcher
hefði talið það best, að ekkert
væri sagt um leyniþjónustuna.
Nú hefði hún hins vegar fallist
á, að nauðsynlegt væri að gefa
út opinbera sögu bresku leyni-
þjónustunnar til að leiðrétta ýms-
ar missagnir, sem birst hefðu í
bókum á undanfömum árum. Mic-
hael Howard neitaði að ræða við
blaðið um, hvað væri í bókinni,
en blaðið segist hafa áreiðanlegar
heimildir fyrir því, að í bókinni
sé greint frá því, hvemig banda-
menn blekktu Hitler varðandi
innrásina í Vestur-Evrópu 1944.
Líki, sem klætt var eins og yfír-
maður í breska hemum, var varp-
að í sjóinn, eftir að vasamir á
einkennisbúningnum höfðu verið
fylltir af skjölum með innrásar-
áætlunum, sem allar vom rangar
— í von um að Þjóðveijar fyndu
líkið. Bragðið heppnaðist.
Talið hefur verið, að líkið, sem
notað var, hafí verið af raun-
vemlegum yfírmanni úr hemum.
En í bók Howard kemur fram,
að það var af flækingi í Lundúna-
borg.
Mannréttindi og tyósnir
Ákvörðunin um að gefa út
bækumar tvær mun ekki hafa
nein áhrif á andstöðu stjómarinn-
ar við bók Peter Wright, Njósn-
araveiðarann, en í síðustu viku
dæmdi áfrýjunarréttur í máli yfír-
valda gegn nokkmm dagblöðum,
þar sem yfírvöld krefjast, að blöð-
in birti ekki neitt um bókina.
Afrýjunarrétturinn hafnaði kröf-
unni. í dómnum er tekið meira
tillit til evrópskra laga um mann-
réttindi en áður hefur verið gert
fyrir dómstólum í Bretlandi. Mál-
inu var áfrýjað til hæstaréttar,
sem situr í lávarðadeildinni.
Farleys vita, særðist á handlegg en
tókst að forða sér burt. í fyrstu
hélt lögreglan, að tveir eða þrír
menn hefðu fallið í kúlnahríðinni
frá Farley en þegar hann hafði
gefíst upp fundust lík fleiri manna.
Farley kom að verksmiðjunni
vopnaður riffli og haglabyssu þegar
dagvaktinni var að ljúka og hóf
strax skothríðina. Greip þá um sig
mikil skelfíng og reyndi fólkið að
flýja eða leita skjóls þar sem það
var niðurkomið. Farley tók nokkra
gísla og fór með þá upp á efri hæð
hússins og hótaði um leið að drepa
þá alla áður en lögreglan dræpi
hann.
Sérþjálfaðar skyttur umkringdu
húsið þegar búið var að flytja burt
alla, sem til náðist, en Farley gafst
upp eftir að hafa talað við lögregl-
una í síma. í bílnum hans fundu
lögreglumenn fleiri vopn og
sprengiefni.
Sri Lanka:
Sjð tamðar láta líf-
ið í sprengingnm
Stj éramálamaður skotinn við heimíM sitt
Colombo, Reuter.
TVÆR sprengjur sprungu £ hofi
í höfuðborg Sri Lanka, Colombo,
aðfaranótt miðvikudags. Sjö
tamílar, sem vom að biðjast fyr-
ir í hofinu, létust £ sprengingun-
um. Þrettán særðust.
Að sögn lögreglu hafði sprengj-
unum verið komið fyrir undir tveim
stórum koparlömpum, sem síðan
var kveikt á vegna trúarhátíðar
hindúa. Ekki er vitað hveijir komu
sprengjunum fyrir en lögregla telur
að sinhalesar standi að baki spreng-
inunum í hofínu.
Á þriðjudag var vinsæll leikari
og stjómmálamaður, Vijaya Kum-
aranatunga, leiðtogi Þjóðarflokks-
ins, sem er vinstri sinnaður flokkur
tamfla, skotinn til bana fyrir utan
heimili sitt í Colombo. Tveim menn
óku að húsi hans og skutu hann
er hann kom út. Þeir komust undan
á mótorhjóli. Talið er að pólitískir
andstæðingar hans úr Þjóðfrelsis-
fylkingunni standi að baki morðinu.
Þjóðfrelsisfylkingin er hópur ungra
vinstrisinnaðra sinhalesa sem sak-
aðir hafa verið um fjölda morða á
stuðningsmönnum Juniusar Jayew-
ardene forseta Sri Lanka, eftir að
undirritaður var samningur við Ind-
veija í júlímánuði sem miðar að því
að koma á friði á Sri Lanka eftir
fímm ára róstur.
Jayewardene, indverska stjómin,
stjómarandstöðuflokkar á Sri
Lanka og tveir hópar tamfla hafa
fordæmt morðið á Kumaranatunga
og sprengingamar í hofinu. Ber
þeim saman um að Kumaranatunga
hafí verið friðarsinni sem hefði vilj-
að sætta tamíla og sinahlesa á Sri
Lanka. Þó Kumaranatunga hafí
verið í stjómarandstöðu studdi hann
samninginn við Indveija og er það
talin vera ástæða þess að hann var
myrtur.
V estur-Þýskaland:
20 manns
slösuðust í
sprengingu
Bonn, Reuter.
TUTTUGU manns, flestir
Líbýumenn, slösuðust &
þriðjudag £ sprengingu og
bruna £ athvarfi fyrir útlend-
inga £ Bonn.
Talsmaður lögreglunnar í
Bonn sagði að orsök sprenging-
arinnar væri ekki enn kunn, en
þó virtist sem ekki hefði verið
um slys að ræða. Sprengingin
varð í verslun á jarðhæð fimm
hæða byggingar. Eldur barst
síðan í fbúðir á næstu hæðum
hússins. Flestir fbúanna voru
ættingjar Líbýumanna sem
leita lækninga í Bonn. Sjö hinna
særðu, þar á meðal fímm böm,
vom fluttir í sjúkrahús vegna
brunasára og reykeitrunar.