Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
4
GRUNNSKÓLANEMAR!
ERT ÞÚ TILBÚINN TIL AÐ TAKA SAMRÆMDU PRÓFIN? - EÐA
ERT ÞÚ KANNSKI EKKI ALVEG NÓGU VEL UNDIR ÞAÐ BÚINN?
Bræðraminning:
Brynjólfur Guð-
mundsson og Gest-
ur Guðmundsson
VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ ÞIG í
EFTIRTÖLDUM NÁMSGREINUM:
- ENSKU
- DÖNSKU
- ÍSLENSKU
- STÆRÐFRÆÐI
KENNSLA HEFST 22. FEBRÚAR
AÐ ÁNANAUSTUM 15, UNDIR
LEIÐSTÖGN REYNDRA OG GÓÐRA
KENNARA.
KENNT ER TVÆR KENNSLUSTUNDIR í SENN TVISVAR í VIKU.
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM 10004 OG 21655 Á SKRIF-
STOFUTÍMA.
MÁLASKÓLINN MÍMIR
ANANAUSTUM 15, RVIK.
SÍMI: 10004 & 21655.
MILLTEXinnimálningmeð7eöa20%gljáa-BETTvatnsþynnt plastlakk
með 20 eða35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning -
HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og
húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakkog spartl -
MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar
stæróir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl.
Kynniö ykkur verðiö og fáið góð ráö í kaupbæti.
uenH<£ oy viðtuddeiq*tei
Litaval
SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56
Brynjólfur:
Fæddur 10. febrúar 1897
Dáinn 20. janúar 1988
Gestur:
Fæddur 25. nóvember 1902
Dáinn 11. janúar 1988
Austur við Stóru-Laxá innikreppt
og einangruð liggur jörðin Sól-
heimar í Hrunamannahreppi. Jörðin
er landstór, talin kostajörð, slægjur
góðar og hagasælt á vetrum. Fyrir
austan og neðan bæinn rennur
Stóra-Laxá. Laxveiðin þar hefur frá
fyrstu tíð verið mestu hlunnindi
jarðarinnar, en hún hefur einnig
tekið sinn toll og brotið landið jafnt
og þétt og hrifið með sér slægjur
og graslendi. Landslagi er þama
svo háttað, að útsýni er lítið og
ekki sést til annarra bæja.
Við jarðamat 1709 var tvíbýli á
jörðinni og svo mun oft hafa verið
öðru hvoru síðan. Fyrir og fram um
síðustu aldamót bjuggu þar hjónin
Eiríkur Jónsson og þriðja kona hans
ekkjair Guðrún Sigurðardóttir frá
Gelti í Grímsnesi. En eftir lát Eiríks
brá Guðrún búi og þá var uppi sú
ráðagerð, að þangað flyttu dóttir
hennar Ingunn Þorkelsdóttir og
Steinn Jónsson maður hennar, sem
þá bjuggu í Miklaholti í Biskups-
tungum. En sá ljóður var á því ráði,
að á Sólheimum lá bráðapest í
landi, sem oft hafði þar höggvið
stór skörð í fénaðinn. Af þessu
frétti maður niðri í Flóa, Guðmund-
ur bóndi á Skúfslæk, og býður þeim
nú jarðaskipti sem líka að ráði varð.
Árið 1899 fluttu þau svo að Sól-
heimum hjónin frá Skúfslæk, Guð-
mundur Brynjólfsson frá Keldum á
Rangárvöllum og Guðrún Gests-
-dóttir frá Skúfslæk.
Jörðin var leigujörð en ekki er
mér kunnugt um afgjald eða skil-
mála. Þijú böm vom þeim hjónum
þá fædd og var Brynjólfur sem hér
er minnst tveggja ára, f. 10. febrú-
ar 1897. Svo liðu árin. Tíðarfar var
oft misjafnt og erfítt fyrst á öldinni
og bömin urðu 12. Þá var það veið-
in í ánni, sem einkum bjargaði.
Árið 1918 verður fyrir margra
hluta sakir minnisstætt. Fyrst fyrir
hin miklu frost með hafis, sem yfír
gengu í janúar og febrúar, síðan
kalt sumar og gífurlegt grasleysi.
Um haustið hófst Kötlugos með
öskufalli og kolamyrkri yfír byggð-
ir. Skuggi eldgossins leið hjá, en í
kjölfarið fylgdi annar geigvænlegri
skuggi. Hann kom erlendis frá,
lagðist fyrst yfír Reykjavík svo íbú-
ar hennar féllu í valinn hundmðum
saman. En sá dimmi dauðaskuggi
dreifðist jafnframt út um byggðir
landsins, gerði sér ekki mannamun,
lagði að velli fyrirvinnu heimila,
BrSds
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild Sjálfsbjargar í
Reykjavík o g nágrenni
Sveit Þorbjöms Magnússonar
sigraði í aðalsveitakeppni deildar-
innar sem lauk 15. febrúar. Hlaut
sveitin samtals 104 stig en alls tóku
sex sveitir þátt í keppninni. Með
Þorbimi spiluðu í sveitinni: Guð-
mundur Þorbjömsson, Páll Ver-
mundsson og Rúnar H. Hauksson.
Sveit Hlaðgerðar Snæbjömsdótt-
ur varð í öðm sæti með 93 stig og
sveit Vilborgar Tryggvadóttur
þriðja með 86 stig.
Mánudaginn 22. febrúar hefst
tvímenningskeppni sem standa mun
fram undir páska en þá verður gert
hlé til 11. apríl en þá er fyrirhugað
að spila einmenning.
Spilað er alla mánudaga í Félags-
heimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 og
hefst spilamennska kl. 19.
bændur og húsfreyjur jafnt sem
aðra. Heimilið á Sólheimum fór
ekki varhluta af þeim vágesti, því
að þau féllu í valinn húsfreyjan,
Guðrún Gestsdóttir, og ein dóttir
þeirra hjóna. Þetta var spánska
veikin svonefnda.
Þegar hér var komið var Brynj-
ólfur Guðmundsson um tvitugt.
Guðmundur faðir þeirra bjó áfram
með bömum sínum og bústým
Margréti Erlendsdóttur. Á ámnum
1918—1926 átti Félag Hreppa-
manna jörðina Ragnheiðarstaði í
Flóa. Þar var Brynjólfur bústjóri
um tveggja ára skeið. En um vorið
1926 tók hann við búi á Sólheimum
og bjó þar næstu fjögur árin eða
til vors 1930. En þá urðu þáttaskil
í lífi hans. Vorið áður, 1929, kom
kona lausríðandi suður yfír fjöll
norðan úr Eyjafírði, Líney Elías-
dóttir frá Helgárseli í Öngulsstaða-
hreppi. Hún var kaupakona í Galta-
felli um sumarið. Hófust þá kynni
með þeim Brynjólfi og gengu þau
í hjónaband árið eftir. Þá um vorið
1930 hófu þau búskap í Hrana
ásamt prestinum þar, Jóni Thorar-
ensen. Að ári liðnu eða 1931 fluttu
þau að Sólheimum og bjuggu þar
ein til vors 1934. Þá fluttu þangað
um vorið frá Hörgsholti hjónin
Magnús Sigurðsson og Sigríður
Guðmundsdóttir frá Dalbæ. Þá var
þar byggður bær og tvíbýli var þar
næstú fjögur árin eða til vors 1938,
að þau Magnús fluttu að Bryðju-
holti. Eftir það bjuggu þau Brynjólf-
ur og Líney ein á Sólheimum næstu
10 árin eða til ársins 1948.
En þá varð breyting á högum
þeirra. Það vor fluttu þau sig frá
Sóiheimum að Syðra-Seli og vom
þar til húsa næstu tvö árin en nytj-
uðu jörðina og höfðu þar fénað, sem
Biynjólfur gegndi á vetmm, sem
harðsótt gat verið í vondum veðmm.
Þessi vetur 1948—49 mun vera
annar mesti snjóavetur á þessari
öld. Auk þess er á leiðinni frá Seli
að Sólheimum yfír Litlu-Laxá að
fara, sem oft getur orðið torfarin
og ófær á vetmm. Næsta vetur var
hann svo til húsa í Hlíð í Eystri-
Hrepp, en þar er einnig yfír á að
fara, Stóm-Laxá. Hún hélst lengur
á ís en gat hlaupið og orðið ófær
dögum saman. Orsökin til þessa
flutnings var sjálfsagt fleiri en ein.
Þau sátu í leiguábúð og landsskuld-
in þótti þeim svo há orðin, að varla
yrði við unað. Burtförin gat því
verkað sem þrýstingur á það, að
jörðin yrði seld. Einnig má líta á
það, að bærinn var einangraður í
fámenni, langt til annarra bæja og
samgöngur erfíðar um vegleysur.
Ekki mun Biynjólfi hafa verið
létt um að fara frá Sólheimum út
í óvissuna, enda mun stærsti
Bridsfélag
Breiðfirðinga
Staðan í stóra barometemum
eftir 21 umferð:
Jakob Ragnarsson —
Jón Steinar Ingólfsson 509
Páll Valdimarsson — Magnús Ólafsson 421
Sigtryggur Sigurðsson — Bragi Hauksson 353
Rúnar Lárusson — BaldurÁmason 342
Gísli Hafliðason — Ágúst Helgason 301
Gunnar Þorkelsson — Láms Hermannsson 276
Gunnar Guðmundsson — Þórður Jónsson 276
Gísli Guðmundsson — Vilhjálmur Guðmundsson 258
Hjálmar Pálsson — Sveinn Þorvaldsson 236
Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 232