Morgunblaðið - 18.02.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 18.02.1988, Síða 42
42 MORGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 -tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæöakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TVC- eitt það besta. Láttu það ekki vanta. I Enginn samstæð- ur meirihluti eftirHalldór Kristfánsson Grétar Sigurbergsson læknir birtir grein varðandi bjórfrumvarp í Mbl. 10. febrúar. Hann reynir að færa ýmis rök að því að ósannað sé að áfengis- neysla ykist hér þó að bjór bættist við á markaðinn. En aðalatriðið fyrir honum liggur í þessum orðum hans: „Mér finnst málið fyrst og fremst vera ágætis prófsteinn á lýðræðið í landinu. Það þarf afar sterk rök til þess að hægt sé að réttlæta það, að þingmenn gangi í berhögg við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar í þessu máli sem öðrum." Grétar telur það gefið að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji bjórinn fijálsan. Nú er það smekksatriði hvað við köllum mikinn meirihluta. Hitt er satt að skoðanakannanir benda til þess að nokkur meirihluti fylgi bjómum. En hér er rétt að gæta þess hveiju verið var að svara. Það liggur ljóst fyrir að í þeim meirihluta sem talinn er fylgjandi bjór er fylgi ýmsra skilyrt svo að þar er ekki um neinn samstæðan meirihluta að ræða. Þetta er fólk sem aldrei gæti komið sér saman um hvemig haga skyldi dreifingu og sölu vömnnar. Þar hafa því al- þingismenn enga forskrift eða fyrir- mæli sem þeir gætu fylgt í blindni enda þótt þeir kynnu að vilja. Grétar segir að í opinberar tölur um áfengisneyslu hé á landi vanti ýmsa liði, svo sem bmgg og smygl. Víst er það rétt en svo er víðar. Sá sem gerir þannig réttmæta at- hugun við íslenskar tölur ætti ekki að gera samanburð við norskar og sænskar tölur eins og þar séu öll kurl komin til grafar. Sitthvað fleira er lítið vísindalegt í ályktunum læknisins svo að túlkun hans orkar tvímælis vægilega talað. Hann leggur mikla áherslu á það að bjórfmmvarpið leggur til að bjór- inn verði aðeins seldur á útsölustöð- um ÁTVR. Hörmulega rejmslu Svía og Finna telur hann hins vegar hafa stafað af því að ölið var selt miklu víðar. Sú ákvörðun byggðist á þeirri von og trú að endurbætur í drykkju- siðum væm fólgnar í greiðari að- göngu að vægasta áfenginu. Kæmi bjórinn hér í útsölur ÁTVR yrði þess skammt að bíða að í nafni lýð- ræðis, mannréttinda og jafnaðar væri þess krafíst að hann fengist í öllum matvömverslunum. Bjórvinir myndu fylgja áfangasigri sínum eftir. Læknirinn kallar það rökleysu að „áfengi sé hættulegra í sínu veikasta formi en þeim sterkari". Hver hefur haldið því fram? Hitt vitum við að sá óvinur sem við höld- um að sé vinur og geri okkur bara gott getur verið miklu hættulegri en sá sem við vitum fyrir að er hættulegur. Og það gildir um áfengi eins og annað. Ekki skal ég gera lítið úr verk- menningu Vestur-Þjóðveija. Man ég líka þá málsvöm fyrir þýskri bjórdrykkju 1942 að mestu stór- veldi heims snem bökum saman og yrðu að kosta sér öllum til að hafa í fullu tré við Þjóðveija. Þjóðveijum hefur lengi verið við bmgðið fyrir aga og lögreglustjóm. Þó hefur það orðið nokkurt vandamál hjá Vest- Halldór Kristjánsson „Kæmi bjórinn hér í útsölur ATVR yrði þess skammt að bíða að í nafni lýðræðis, mann- réttinda og jafnaðar væri þess kraf ist að hann fengist í öllum matvöruverslunum.“ ur-Þjóðveijum síðustu ár að halda löggæslumönnum frá bjómum og áhrifum hans meðan þeir em á vakt. Að þessu sinni verður ekki rætt nánar um vísindi Grétars læknis, enda tók ég pennann til að benda á haldleysi þess sem honum fannst aðalatriði málsins að þingmenn hefðu einhvem samstæðan meiri- hluta þjóðar og bæri að fylgja hon- um í blindni. Höfundur hefur um áraraðir verið í forystusveit bindindismanna hér á Iandi. Riddaralögregla - hlaupvídd eftir Njörð Snæhólm EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 Mig langar til að fá að leiðrétta smá misskilning, sem ég er orðinn leiður á að heyra, en þetta hefur oft átt sér stað og núna síðast þrisv- ar sinnum í ríkissjónvarpinu, er fréttamaður kallaði Royal Mounted Police „fjallalögreglu", og annar UKALA CLUB 8 unglingahúsgögn, hjónarúm, sófasett, stakir stólar, borð, útihurðir og margt fleira 20 til 60% afsláttur talaði um „caliber" 22 riffil, sem „tuttugu og tveggja calibera". 1. Misskilningurinn liggur í orð- unum „mounted" og „mountain". Maðurinn stígur á bak hestinum, „mounts him“. Kominn á bak er maðurinn „mounted", þar af Mounted Police, þar sem þeir vom í upphafí fyrst og fremst ríðandi við vinnu sína, riddara lögregla. Þann 25. september 1873 gaf kanadíska ríkisstjómin skipun um að stofna skyldi ríkislögreglu, sem fékk heitið North-West Mounted Police. Átti að sjá um lögregluað- gerðir í norð-vesturhéruðunum og tók til starfa með 150 manna lið þann 3. nóvember sama ár. Þann 1. febrúar 1920 varð North-West Mounted Police að The Royal Canadian Mounted Police og hefur nú með öll 9 fylkin að gera. Hefur í dag yfír að ráða flestum þeim farartækjum sem til eru. Hest- ar orðnir aukaatriði. 2. Hlaupvídd í rifflum og skammbyssum er mælt milli tveggja mótstæðra landa í hlaup- inu, Caliber. Caliber, „diameter of a cylindric- al body“. Þvermál hrings eða sívaln- ings. Miðlína. Rétt væri því að tala um hlaupvídd 22, eða 222, en alls ekki „tuttugu og tveggja calibera". Höfundur er fyrrv. yfirlögreglu- þjónn Rannsóknarlögreglu ríkis- Elva Elvarsdóttir snyrtifræðingur á stofu sinni á Laufásvegi 46. Snyrtistofan Elva opnuð OPNUÐ hefur verið ný snyrti- stofa á Laufásvegi 46 þar sem áður var snyrtistofan Tara. Nýja snyrtistofan ber heitið Snyrti- stofan Elva. Eigandi Snyrtistofunnar Elvu er Elva Elvarsdóttir snyrtifræðingur. Á snyrtistofunni er boðið upp á alla almenna snyrtingu auk varan- legrar háreyðingar og „cathiod- ermie“-meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.