Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 56
v 56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
KORFUKNATTLEIKUR
Opið bréf til íþróttasíðu Morgunblaðsins:
»»
Furðuleg dómsniðurstaða
íí
í LEIK Hauka og Breiðabliks í
úrvaldsdeild körfuboltans 12.
desember 1987 gerðist sá leið-
inlegi atburður að ívar Webster
sló Björn Hjörleifsson, leik-
mann Breiðabliks, í andlitið
með þeim afleiðingum að hann
fóll í gólfið með opinn skurð á
enni. Þetta gerðist eftir að
flautað vartil hálfleiks, er leik-
menn voru á leiðtil búnings-
^ klefa.
Hér var vitaskuld um að ræða
alvarlegt brot sem við síst af
öllum viljum afsaka eða vetja og
teljum eðlilegt að atvikið var kært.
Meðferð málsins og ekki síst sá
dómur sem dómstóll KKÍ hefur nú
fellt sbr. frétt í Morgunblaðinu 11.
febrúar síðastliðinn er hins vegar
með svo undarlegum hætti að ekki
verður hjá því komist að gera
nokkrar athugasemdir.
Afsklptl formanns KKÍ
Aðstoðarþjálfari Hauka varð vitni
að því atviki sem er til umræðu.
Daginn eftir leikinn hafði formaður
KKI, Bjöm M. Björgvinsson, sam-
band við hann og óskaði þess að
hann staðfesti með undirskrift að
hafa orðið vitni að atburðinum sem
hann og gerði. Þetta vakti hins
vegar þá þegar undrun okkar, þar
sem það tíðkast ekki að formaður
KKÍ skipti sér af slíkum málum.
Eðlilegast var að Breiðablik léti frá
sér heyra. Síðar fékkst þó stað-
festing á því, meðal annars í við-
tölum við formanninn í dagblöðum,
að hann var að undirbúa kæru. Við
teljum þörf á að þetta komi fram,
því að með þessu móti lagði formað-
urinn, sem telja verður eðlilegt að
sé hlutlaus í málum milli einstakra
félaga eða einstaklinga innan KKI,
nær öll gögn upp í hendur annars
aðilans, þ.e. Breiðabliks, þegar þeir
svo kærðu.
Sem betur fer kemur fram í fundar-
gerðum stjómar KKÍ að áform
formanns um að kæra nutu ekki
fulls stuðnings í stjóminni.
Þess má svo geta að Björn M.
Björgvinsson getur varla talist hlut-
laus í máli þessu, þar eð hann er
meðlimur í einu þeirra félaga sem
eiga í baráttu við Hauka í úrvals-
deildinni.
Skipan dómstóls KKÍ
í dómstól KKÍ eiga sæti sem aðal-
menn Gísli Gíslason formaður,
Hilmar Hafsteinsson og Kristinn
Guðnason.
Frá því að málið komst í hendur
dómstólsins vekur það athygli að
aldrei hefur verið haft samband við
einn aðalmannanna, Kristin Guðna-
son. Þetta álítum við í meira lagi
furðulegt. Svo virðist sem Gísli hafi
sjálfur sem formaður ákveðið að
Kristinn væri vanhæfur til setu í
dómnum, væntanlega vegna fyrr-
verandi formennsku hjá körfuknatt-
leiksdeild Hauka. Hins vegar sér
hann greinilega ekkert athugavert
við að kalla inn sem varamann
Kolbein Pálsson, sem ekki er síður
tengdur KR en Kristinn Haukum
og því varla með öllu hlutlaus.
Þriðji fulltrúi dómstólsins er svo
Hilmar sem er formaður körfu-
knattleiksdeildar UMFN. Meirihluti
dómstólsins er því skipaður mönn-
um tengdum félögum, sem þætti
það áhugavert að veikja stöðu
Hauka í úrvalsdeildinni.
Hér er rétt að fram komi að upphaf-
lega var umrætt atvik kært til dóm-
stóls UMSK. Þann dómstól skipa
menn utan körfuknattleikshreyf-
ingarinnar. Þeirra dómur var
áminning.
Dómurinn
Niðurstaða dómstóls KKÍ er að
mörgu leyti furðuleg og í ósamræmi
við sambærileg tilvik svo og gang
málsins fram til dóms.
Skal fyrst nefnt að í janúar síðast-
liðnum sá alþjóð í sjónvarpi er
kröfuknattleiksmaður veitti and-
stæðingi hnefahögg. Þessi sami
leikmaður notaði hnefann aftur í
næsta leik á eftir og var þá fyrst
dæmdur í eins leiks bann af aga-
nefnd KKÍ. ívar Webster er af dóm-
stól KKÍ dæmdur í eins og hálfs
mánaðar bann, sem jafngildir því
nákvæmlega, að hann fær ekki að
spila fleiri leiki í vetur, nema Hauk-
ar komist í úrslitakeppnina. Á þessu
banntímabili munu Haukar leika
a.m.k. 8 leiki. Vaknar þá sú spum-
ing, hvort hnefi ívars gefi áttfaldan
kraft á við hnefa hins leikmannsins
eða hvort nákvæm tímasetning
dómsins byggist á því að hindra
þátttöku hans 'i jafnri keppni um
sæti í úrslitakeppninni.
Það verður líka að kom fram að
Iögmaður Breiðabliks taldi í sínum
málflutningi að ívar ætti a.m.k. að
fá jafn strangan dóm og sá sem
fékk eins leiks bann.
Vekurtortryggni
Allur gangur þessa máls vekur tor-
tryggni og grunsemdir um að ekki
sé að öllu leyti unnið af heilindum.
Aðstoðarþjálfari Hauka sem varð
vitni að hnefahögginu margum-
rædda var aldrei kallaður fyrir dóm-
stólinn.
Við teljum dóminn vera ótrúlega
strangan, ekki síst þegar haft er í
huga að ívar hefur ekki áður orðið
brotlegur á 9 ára keppnisferli hér
á landi.
Það er einnig umhugsunarefni, er
þrír menn telja sig þess umkomna,
vegna brots eins leikmanns, að
halda svo á málum að það hafi
áhrif á gang mótsins það sem eftir
er vetrar. Tímalengd bannsins er
lýsandi. Það skiptir litlu máli þó
bannið sé lengt upp í sjö mánuði,
áhrifín yrðu þau sömu. Þótt Haukar
komist í úrslitakeppnina verður erf-
itt fyrir mann sem ekki hefur spilað
í einn og hálfan mánuð að koma
beint inn í úrslitaleiki.
Skúli G. Valtýsson,
formaður körfuknattleiks-
deildar Hauka,
Ásgrímur Iugólfsson,
gjaldkeri körfuknattleiks-
deildar Hauka,
Pálmar Sigurðsson,
þjálfari m.fl. Hauka,
Hálfdan Þórir Markússon,
aðstoðarþjálfari m.fl. Hauka.
Sími84590
Mundu að hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti.
Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00
og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322.
Spáöu í liðin og spilaðu með, nú er til mikils að vinna.
í síðustu viku kom enginn seðill fram með tólf réttum. Því
margborgar sig að fylgjast með stöðu og styrkleika liðanna
einmittnúna.
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturinn þar sem þekking
margfaldar vinningslíkur