Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 57

Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 Vetrarólympíuleikarnir í Calgary 1988 Marjo Matikainen náði að hnekkja veldi þeirra sovésku FINNSKA stúlkan Marjo Matikainen náði að hnekkja veldi sovésku stúlknanna í 5 km göngu kvenna í gœr og vinna sín fyrstu gullverðlaun á Olympíuleikum. Hún er nú hin nýja „göngudrottning" Finna, en Marja Liisa Hamalainen hafði haft þann titil allt þartil í gær. Matikainen, sem er 23 ára nemi, náði besta brautar- tímanum sem náðst hefur á þess- ari vegalengd á Ólympíuleikum. Hún fór 5 km, með fijálsri að- ferð, á 15.04,0 mínútum. Sovésku stúlkumar, sem voru í fjórum af fimm fyrstu sætunum í 10 km göngunni á sunnudaginn, náðu að næla sér í silfur- og bronsverðlaun. Tamara Tik- honova varð önnur á 15.05,3 mínútum og Vida Ventsene, sem sigraði í 10 km göngunni, varð þriðja á 15.11,1 mínútum. Norska stúlkan Anne Jahren varð fjórða. Marja Liisa Hamalainen-Kirves- niemi frá Finnlandi, sem vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleik- unum í Sarajevo 1983, varð í fimmta sæti. Maija Liisa giftist göngumanninum sterka Harri Kirvesniemi eftir ÓL í Sarajevo og eignuðust þau dóttur fyrir tveimur árum. Maija Liisa varð því að hætta keppni í tvö ár en er nú komin á fiilla ferð aftur þótt 32 ára sé. Matikainen, sem vann brosverð- launin í 10 km göngunni á sunnu- daginn, sagðist hafa byrjað mjög vel og haldið góðum hraða út alla gönguna. „Ég vissi að ég hafði þriggja sekúndna forskot þegar ég átti stutt eftir. Ég hugsaði þá um það eitt að komast eins hratt og ég mögulega gæti.“ Reuter Marfo Matlkainan frá Finnlandi fagnar hér sigri f 5 km göngu kvenna í gær. Zurbriggen datt í seinni ferð svigsins sem slgurvegari og landi hans, Bernhard Gstrein, varö annar. Austurríki nældi þar meö í - fyretu verölaun sfn á leikunum. Zurbriggen, sem varð Ólympíu- meistari í bruni, hafði forystu eftir brunið og í fyrri ferð svigsins náði hann 7. besta tímanum og hafði þá alla möguleika á að vinna sín önnur gullverðlaun á leikunum, en f sfðari umferðinni rak hann hægra skíðið f stöng og missti jafn- vægið og datt. Þar með varð draum- ur hans um að vinna fimm gullverð- laun úti. Strolz, sem aldrei áður hafði unníð til verðlauna á stórmóti, varð fimmti í bruninu og í sjöunda sæti í sviginu í gær og nægði það honum til sig- urs. Hann hiaut 36,55 stig en Gstrein, sem varð í 15. sæti í brun- inu, náði þriðja besta tfmanum í sviginu og hlaut fyrir það 43,45 stig. Paul Accola frá Sviss varð þriðji en hann hafði besta tfmann f báðum umferðum svigsins en náði aðeins 24. sæti f bruninu og hlaut 48,24 stig. Reuter Hubert Strolz stal senunnl Austurrfkismaðurinn Hubert Strolz sigraði í alpatvíkeppni karla f gær. Hann er hér f sviginu þar sem hann náði 7. besta tfmanum. Á minni myndinni er Pirmin Zurbriggen eftir að hann féll úr keppni í sfðari umfeðrinni. SVISSNESKI skföamaöurinn Pirmln Zurbriggen datt f síöari umferö svigsins í tvfkeppninní f gær og missti þar meö af gullverðlaununum. Hubert Strolz frá Austurrfki stóö uppi SUND / OPNA SÆNSKA MEISTARAMOTIÐ Austurríkismenn sigursælirí tvflceppninni Calgary Úrslit Úrslit í 5 km göngu kvenna f gær: 1. Marjo Matikainen, Finnlandi.....15:04.0 2. Tamara Tikhonova, Sovétrögunum.. 15:05.3 3. Vida Ventsene, Sovétrfkjunum....15:11.1 4. Anne Jahren, Noregi.............15:12.6 5. MarjaliisaKirvesniemi, Finnlandi.... 16:16.7 6. IngerHelene Nybraten, Noregi....16:17.7 7. Marie Helene Westin, Sviþjéð....15:28.9 8. Svetlana Nagueikina, Sovétr.........15:29.9 — 9. Marianne Dahlmo, Noregi.........15:30.4 10. Raisa Smetanina, Sovéöfldn_____15:35.9 11. BritPettereen, Noregi..........15:36.7 12. Tuulikki Pyykkonen, Finnlandi..15:38.1 13. Simone Opitz, Á-Þýskalandi_____15:41.1 14. Evi Kratzer, Sviss........... 15:42.8 16. Christina Gillibruegger, Sviss ....T... 15:44.5 Úrslft f alpatvfkeppni karla: 1. Hubert Strolz, Austuréflá.._______36.55 2. Bemhard Gstrein, Austurrtki_______43.45 3. Paul Accola, Sviss................48.24 4. Luc Alphand, Frakklandi 57.73 6. Peter Jurko, Tékkéslóvakiu........68.56 6. Jean-Luc Cretier, Frakklandi......62.98 7. Markus Wasmeier, V-Þýskalandi....65.44^^" 8. Adrian Bires, Tékkóslévakíu.......68.50 9. Finn Christian Jagge, Noregi______95.21 10. Niklas Henníng, Svíþjóð..........96.25 11. Armin Bittner, V-Þýskalandi.... 99.65 12. Christophe Ple, Frakklandi.....108.12 13. Thomas Stangassinger, Austurriki. 107.87 Úrelft f 6.000 m skautahlaupi: 1. Tomas Gustafson, Sviþjóð......-.6:44.98 2. Leo Visær, Hollandi.............6:44.98 3. Gerard Kemkere, Hollandi........6:45.92 4. Eric Flaim, Bandarfkjunum.......6:47.09 5. Míchael Hadschieff, Austurriki..6:48.72 6. Davíd SUk, Bandaríkjunum........6:49.95 7. Geir Karistad, Noregi...........6:50.88 8. Roland Freíer, A-Þýskalandi.....6:51.42 9. Mark Greenwald, Bandarffgunum.... 6:51.98 10. Danny Kah, Ástralfu............6:52.14 Vedurhamlar keppnf FRESTA varð sveitakeppn- inni f stökkí af 90 metra palli á ólympíuleikunum í Calgary í gær vegna veðurs. Einnig varð að fresta æfíngaferð kvenna (brunbrautinni. Mikið hvassviðri var í Calgary í gær og komst vindhraðinn í 120 hnúta efst f brunbrautinni. Ragnheiður og Ragnar settu íslandsmet ÞRJÚ íslandsmet voru sett á opna sænska meistaramót- inu f sundi f gær. Ragnheiöur Runólf sdóttir setti met í 200 m bringusundi og Ragnar Guömundsson setti met f 800 og 1500 metra skriösundi. agnheiður setti íslandsmet sitt í undanrásum, synti á 2.42,54 mínútum og bætti eldra metið um 0,47 sekúndur. í úrslit- um synti hún á 2.44,11 mtnútum og hafnaði f 6. sæti. Sigurvegari í sundinu var belgíska stúlkan, Ingrid Lempereur, sem synti á 2.35,09 mínútum. Að sögn Guðmundar Harðarson- ar, landsliðsþjálfara, synti Ragn- heiður mjög vel í undanrásunum, sérstaklega fyrstu 150 metrana en dalaði á slðustu 50 metrunum. „Þetta er mjög jákvætt fyrir Ragnheiði sem ekki hefur náð að bæta sig f tæp tvö ár.“ Ragnar Guðmundsson bætti ís- landsmet sitt í 1500 m skriðsundi um tæpar sjö sekúndur, synti á 16.09,70 mínútum og varð f 4. sæti. Hann setti einnig íslandsmet í 800 metrunum í sama sundi, synti á 8.39,36 mínútum. Sigur- vegari varð Vladimir Salnikov frá Sovétríkjunum sem synti á 15.37,99 mínútum. „Þetta var draumasund hjá Ragnari og vel útfært og sýnir að hann er á réttri ieið," sagði Guðmundur. Ragnar hefur dvalið að undan- fomu í Svíþjóð við æfingar. Magnús Már Ólafsson varð f 4. sæti í 200 m skriðsundi, synti á 1.55,31 mín. og var aðeins 0,22 sek. frá íslandsmeti sínu sem hann setti 1986. Bryndís Ólafsdóttir varð í 14. sæti í 100 m skríðsundi á 1.00,63 og var töluvert frá sfnu besta. Hún keppti einnig í 100 m flug- sundi og varð þar í 19. sæti á 1.08,10 mfnútum. Amþór Ragnarsson varð í 12. sæti í 100 m bringusundi, synti á 1.09,20 og var sekúndu frá sínu besta. Gustafson vann , fyrstu gullverðlaun Svía í Calgary TOMAS Gustafson frá Svíþjóö varö Ólympíumeistari í 5.000 metra skautahlaupi f Calgary f gærkvöldi. Hann áttl mjög góð- an endasprett og fór sföasta hringinn á 31,8 sekúndum og kom f mark á nýju Ólympíu- meti, 6.44,63 mfn. Leo Visser frá Hollandi varð annar og landi hans, Gerard Kemkers þriöji. Gustafson, sem hljóp í 9. riðli af 18, var tæplega einni sek- úndu á eftir Visser, sem hljóp í 3. riðli, þegar 400 metrar voru eftir í mark. „Þjálfari minn gaf mér merki svo ég vissi að ég varð að bæta við mig í síðasta hringnum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að ná allri orkunni út sem eftir var síðustu metrana,“ sagði Gustafson eftir sigurinn. Geir Karlstad frá Noregi, sem setti heimsmet f þessari vegalengd á síðasta himsmeistaramóti, var í sama riðli og Visser og var búist við miklu af honum. Karsltad byij- aði mjög vel og var tveimur sekúnd- um á undan Visser eftir 2.200 metra. Hann gaf síðan eftir í lokin og Visser fór fram úr. „Ég byrjaði hlaupið of hratt og var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði Karlstad.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.