Morgunblaðið - 18.02.1988, Page 58

Morgunblaðið - 18.02.1988, Page 58
58 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 Iþróttir og auglýsingar Augiýsingamarkaður íþrótta- féiaga og samtaka þeirra, - hag- ur fyrirtækja af samstarfi við íþróttahreyfinguna, - íþróttir og landkynning, - fjölmiðlar og aug- lýsingar íþróttafélaga o.fl. RAÐSTEFNA 27. febrúar 1988 í Borgartúni 6, Reykjavík. DAGSKRA: 09.00 Skráning þátttakenda og afhending ráðstefnu- gagna. 09.30 Setning ráðstefnunnar: Jón Ásgeirsson, ráðstefnustjóri. 09.45 Ávarp: Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. 10.00 Stuðningur VISA við Olympíuleikana 1988: Einar Einarsson, forstjóri VISA-íslands. 10.20 Kaffi. 10.40 Auglýsingasamningar íþróttafélaga og fyrirtækja: Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI. 11.00 Auglýsingasamningar íþróttafélaga og fyrirtækja: Bogi Ágústsson, blaðafulltrúi Flugleiða. 11.20 Sjónvarpið og auglýsingar íþróttafélaga: Rúnar Gunnarsson, RÚV. 11.40 Stöð 2 og auglýsingar íþróttafélaga: Sighvatur Blöndal, Stöð 2. 12.00 Hádegisverður. 13.30 íþróttir og auglýsingar á íslandi og erlendis: Ellert B. Schram, formaður KSÍ. 14.00 Hagur fyrirtækja af samstarfi við íþróttamenn og íþróttafélög: Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sól hf. 14.20 Fjármögnun íþróttamóta: Guðni Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri lands- móts UMFÍ. 14.00 Leiðir til að fjármagna byggingu íþróttamannvirkja: Magnús Oddsson, formaður ÍA. 15.00 Kaffi. 15.20 Reykjavík og íþróttir: Júlíus Hafstein, formaður ÍBR. 15.40 Gildi íþróttamóta fyrir land og þjóð: Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra. 16.00 Samstarf stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar: Birgir ísl. Gunnarsson, mennta- og íþróttamálaráð- herra. 16.20 Umræður og fyrirlesarar sitja fyrir svörum. 17.20 Veitingar. Ráðstefnan er ætluð forsvarsmönnum íþróttafélaga og sam- taka þeirra, forsvarsmönnum fyrirtækja, bæja- og sveitafélaga, þeim sem starfa að ferðamálum og öðrum þeim, sem áhuga hafa á efni ráðstefnunnar. SKRANING ÞATTTAKENDA Mannamót sf., Ráðstefnumiðstöð Reykjavíkur, annast skipulag og undirbúning ráðstefnunnar og tekur á móti þátttökutilkynningum í síma 62 10 62. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku sem fyrst. Gull Reuler Sovésku listdansaramir, Ekaterina Gordova og Sergei Grinkov, vöktu mikla athygli og sigruðu öruggiega. „Ég þarf ekki annan dansfélaga" - sagði hin 16 ára Gordeeva eftir sigur hennar og Grinkov í listdansi „ÞEGAR ég var yngri fylgdist ég með þeim bestu eins og Ir- ina Rodnina og tók mér þær til fyrirmyndar, en ég geri ekki ráð fyrir að skipta um dansfélaga oins og Rodnina gerði, — ég þarf ekki annan félaga," sagði hin 16 ára Ekaterina Gordova eftir glæsilegan sigur hennar og Sergei Grinkov, sem er 21 s árs, í frjálsum æfingum para- keppninnar f listdansi. Sovéska parið fékk nær há- marks einkunn og átti hug og hjörtu hinna 20.000 áhorfenda, sem troðfylltu ólympfuhöllina í Calgary. Þau gerðu engin mistök og eru n,ú Evrópu-, heims- og ólympíumeistar- ar í greininni. Gordeeva, sem byij- aði að skauta Qögurra ára, er sögð sem Rodnina, sem var þrefaldur ólympíumeistari 1972 - 1980 með tveimur dansfélögum. Landar þeirra og fyrrverandi meist- arar, Elena Valova og Oleg Vasili- ev, gerðu mistök í byijun, áttu aldrei möguleika á gulli, en höfnuðu í öðru sæti og voru hæst ánægð með það — ökklameiðsli Valova útilokaði þau nær frá keppni. „Þess vegna líta þau á silfrið sem gull,“ sagði Tamara Moskvina, þjálfari þeirra. Bandaríska parið, Jill Watson og Peter Oppegard, var langt því frá að vera eins öruggt og sigurvegar- amir og hafnaði í þriðja sæti. Áhorfandi missti myndavél á ísinn meðan þau dönsuðu og hafði það sín áhrif. Kanada með fullt hús í ísknattleiknum KAN ADA hrissti af sór slenið eftir 1:0 sigurinn gegn Pól- landi, vann Sviss 4:2 og er með fullt hús í a-riðli ísknattleiks- keppninnar. Finnarfengu sín fyrstu stig, unnu Frakka 10:1. Kanadamenn áttu í erfíðleikum með að komast í gegnum sterka vöm Svisslendinga og í fyrsta hluta tókst hvomgu liðinu að skora. Á fímmtu mínútu í mið- hlutanum kom Serge Boisvert heimamönnum á bragðið - skoraði í gegnum þvögu, en Peter Schlagen- hauf jafnaði átta mínútum síðar. Gord Sherven kom heimamönnum jrfír á ný í byijun þriðja leikhluta, en það var ekki fyrr en undir lokin að þeir tryggðu sér sigurinn — Ken Yaremchuk og Marc Habscheid skomðu á sömu mínútunni. 19.000 áhorfendur, sem fylltu höllina, voru enn að fagma, er Jörge Eberle minnkaði muninn. Kanadíski vamarmaðurinn, Tony Stiles, lenti í samstuði við mótheija, fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús, en gert er ráð fyrir að hann fái að fara þaðan í dag. Yflrburðir Hnna Finnar, sem töpuðu fyrir Svisslend- Reuter Sean Burka, markvörður Kanada, heldur Svisslendingnum Peter Schlagen- hauf ólöglega í leik liðanna í Calgary. Burke var vikið af velli í tvær mínútur fyrir vikið og Schlagenhauf jafnaði 1:1. ingum í fyrsta leiknum, höfðu mikla yfirburði gegn Frökkum, áttu 41 skot að marki gegn 20 og unnu 10:1. Erkki Lehtonen átti fjórar stoðsendingar og setti auk þess eitt mark, en Reijo Mikkolainen var með þrennu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.