Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
B 7
Frá danssýningu í Kramhúsinu.
Sumarstarf
Kramhússins
að hefjast
KRAMHÚSIÐ hefur starfsemi
sina fjórða sumarið í röð 1. júní
með síðdegisnámskeiði í jassi og
nútimadansi. Kennari verður
Adrienne Hawkins. Þá hefst
einnig þriggja vikna leikfimi-
námskeið. Kennari á því nám-
skeiði verður Elisabet Guð-
mundsdóttir, segir í fréttatil-
kynningu frá Kramhúsinu.
Námskeið í dansspuna fyrir börn
á aldrinum 4—8 ára hefst 1. júní.
Kennari verður Guðbjörg Ámadótt-
ir en sérgrein hennar er spuni og
dans fyrir böm.
Á tímabilinu 11,—16. júní fer
fram kennaranámskeið ætlað
íþrótta- kennumm og tónmennta-
kennurum. Aðalkennari á nám-
skeiðinu verður Anna Haynes. Auk
herinar kenna Adrienne Hawkins,
Hafdís Ámadóttir, Sigríður Eyþórs-
dóttir, Anna Richardsdóttir og
Keith Taylor. Auk þess verða fjöl-
margir fyrirlestrar fluttir.
Þá gefst fullorðnum tækifæri til
að taka þátt í spunanámskeiði
13.—30. júní. Kennari verður Anna
Haynes.
20. júní—2. júlí verður haldið al-
þjóðlegt dansnámskeið, „work-
shop“. Þar verður boðið upp á jass,
blues, nútímadans, stepp, kóreó-
grafíu og mið-evrópska danstækni.
Þá verður haldið námskeið í arg-
entískum tangó 22. júní — 2. júlí.
Kennari verður Alexandra Pmsa.
Þessu narhskeiði lýkur með helgar-
ferð í Borgarfjörð þar sem fléttað
verður saman tangódansi og reið-
kennslu hjá hinum þekkta knapa
og kennara, Reyni Aðalsteinssyni.
Loks má geta þess að 30. maí —
9. júní verður Hafdís Ámadóttir
með námskeið í Dansstúdíó Alice á
Akureyri. Með í förinni verður Keith
Taylor sem kenna mun jass og blu-
es og nútímadans.
Keppni í
veiðiköstum
KEPPNI ( veiðiköstum á vegum
verslunarinnar Veiðihúsið verð-
ur haldin í dag, sunnudag, á plan-
inu fyrir framan Nóatún 17.
Keppt verður í lengdarköstum
með flugustöngum, bæði einhendis-
stöngum og tvíhendisstöngum og
gildir sá árangur samanlagður sem
fæst með stöngunum. Þrenn verð-
laun verða í boði. Fyrstu verðlaun
em tveir veiðidagar í Laxá í Kjós
í sumar. Önnur verðlaun flugustöng
og fluguhjól og þriðju verðlaun flu-
gustöng
Þátttaka í keppninni er öllum
heimil og fer skráning fram á
keppnisstað fyrir keppnina. Veiði-
stangir handa þátttakendum verða
á staðnum.
Lögregluskóli ríkisins:
43 lögregluþjón-
ar útskrifaðir
Lögregluskóli ríkisins útskrif-
aði fyrir nokkru 43 nemendur.
Hæstu meðaleinkunn hlaut
Helga Eiriksdóttir, lögreglu-
þjónn í Keflavík.
Nám lögreglumanna tekur tvö
ár og er bæði bóklegt og verklegt.
Þeir nemendur, sem nú útskrifuð-
ust, hófu bóklegt nám haustið 1986,
störfuðu síðan í lögreglunni á
síðasta ári og settust aftur á skóla-
bekk í október í fyrra. Sem fyrr
sagði varð Helga Eiríksdóttir hæst,
hlaut meðaleinkunnina 8,92. í öðm
sæti vora jafnir tveir lögregluþjónar
frá Akureyri, þeir Hreiðar Eiríksson
og Magnús Axelsson, sem báðir
hlutu einkunnina 8,77. Fyrir þessa
frammistöðu fengu þau bókaverð-
laun og Hreiðari var að auki veittur
sérstakur bikar fyrir góða frammi-
stöðu í íslensku, en í því fagi fékk
hann 9 í einkunn. Árangur hópsins
í heild er svipaður og undanfarin ár.
Morgunblaðið/Bjami
Við útskrift 43 lögreglumanna. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í
Reykjavik, er i ræðustól og við borðsendann eru meðal annarra
þeir Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, og Þorsteinn Geirsson, ráðu-
neyti i dómsmálaráðuneytinu.
DAGFtVJG
16. og 30. júní verða sérstakar
f jölskylduferðir til Costa Del
Sol. í þessum ferðum sem
kallaðar eru HNOKKA-
FERÐIR, fá öll börn á aldrin-
um 2-11 ára 40% afslátt og
12-15 ára 13.000 kr. afslátt.
Hnokkaferðir okkar til
Costa Del Sol hafa slegið í
gegn. Fjöldi ánægðra við-
skiptavina vitnar um það.
Við bjóðum aðeins fyrsta
flokks gististaði, þar sem
aðstaða og þjónusta er til
fyrirmyndar. PRINCIPTO
SOL, SUNSET BEACH CLUB
ofl.
Fararstjórarnir Þórunn
Sigurðardóttir og Sigríður
Stephensen sjá um að allir
séu ánægðir. Jakobína
Davíðsdóttir, HNOKKA-
FARARSTJÓRI, heldur uppi
fjörinu hjá ungu kynslóðinni
og léttir áhyggjum af
foreldrunum.
Öll börn fá fría húfu, Sögu-
bol og meðlimakort í
Hnokkaklúbbnum. í lok
sumars verður svo dregið úr
öllum kortunum og þá verða
5 börn svo heppin að fá fría
ferð sumarið 1989.
wjbt-
W' l
mWKM
;ROTTFAWR
lÚNÍ ' 2 vlKl3R
FERÐASKRIFSTOFAN
Hjón með 2 börn 2-11 ára
Suðurgötu 7
S.624040