Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
12
B
Hljómsveitin Sykurmolarnir hefur þegar náð
lengra á framabrautínni ytra en nokkur íslensk
hljómsveit; Bretland liggur í valnum og þegar
er mikill áhugi fyrir hljómsveitinni í Bandaríkjun-
um og á meginlandi Evrópu. Það er ekki ofsög-
um sagt að maður opnar varla tónlistartímarit
í Bretlandi án þess að í því sé einhver um-
fjöllun um Sykurmolana, frásögn af tónleikum
eða plötugagnrýni. Sykurmolarnir hafa nú lok-
ið tónleikaför sinni um Bretland, eins og frá
hefur verið greint í íslenskum fjölmiðlum og
eru komnir til landsins til hvíldar og halda af
stað í för til Bandaríkjanna í júlí.
í London
Islensk blöð hafa ekkl verið
neinn eftirbátur erlendra
blaða, þó þau hafi flest siglt
í kjölfarið. Þar hafa birst lýs-
ingar á ótrúlegum undirtekt-
um áheyrenda ytra og spásagnir
um hvað sé framundan hjá hljóm-
sveitinni. Minna hefur farið fyrir
frásögnum af því hvernig það sé
að standa í öllu argaþrasinu sem
fylgir því að vera eftirsóttur
skemmtikraftur og fjölmiðlamatur
á heimsvísu. Blaðamaður átti þess
kost fyrir skemmstu að eyða
megninu af degi með Sykurmolun-
um í Lundúnum; degi sem telja
má dæmigerðan dag í lífi Sykur-
molanna.
Dagurinn sem varð fyrir valinu
var fimmtudagurinn 19. maí sl.,
en þá um kvöldið stóðu einmitt
fyrir dyrum tónleikar Sykurmol-
anna i London Astoria, tónleikar
sem uppselt var á og hafði reynd-
ar verið uppselt á í þrjár vikur.
Oftast gista sveitarmeðlimir á
hóteli þegar dvalist er í Lundúnum
og svo var einnig að þessu sinni.
Sindri, sonur söngkonunnar Bjark-
ar og Þórs gítarleikara, sem var
með í för, sér yfirleitt um að vekja
einn eða fleiri hljómsveitarmeðlimi
á tímanum frá sjö til átta og þenn-
an morgun voru það Þór faðir hans
og Einar Örn sem hann vakti um
hálf átta leytið. Stuttu síðar hringdi
blaðamaður frá Belgíu, klukkan tíu
mínútur í átta, sem sagöist hafa
átt pantað viðtal átta. Þór og Einar
drífa sig niöur í viðtalið sem tók
rúman klukkutíma og þá loks er
hægt að komast í morgunmat.
í nýafstaðinni tónleikaferð hafa
sveitarmeðlimir yfirleitt þurft að
vera lagðir af stað vel fyrir há-
degi, því rútuferðirnar geta tekið
allt frá þremur upp í sex tíma.
Tónleikarnir sem framundan að
þessu sinni verða þó í Lundúnum
og því gefst smá tími til að fara i
búðir og kaupa það sem vantar,
Björk í Astoria.
hvort sem það er plástur á hæl-
særi, eða gítarstrengir. Um eitt-
leytiö þurfa sveitarmeðlimir að
vera samankomnir á hótelinu og
verða samferða á tónleikastaðinn
til að gera sig klára fyrir hljóð-
prufu, en það tekur sinn tíma að
koma sér á staðinn í borg sem er
þrjátíu kílómetrar í þvermál.
Beðið
Fyrir utan tónleikastaðinn Lond-
on Astoria, sem stendur á Charing
Cross Road, hittir blaðamaður
meðlimi íslensku hljómsveitarinnar
S.h. draumur, sem leikið hefur á
tvennum tónleikum með Sykur-
molunum íþessari förog mun leika
með þeim í síðasta sinn að sinni
þetta kvöld. S.h. draumur er að
bíða eftir því að komast í hljóð-
prufu, átti að gera sína prufu klukk-
an fjögur, en biðin sú varð nokkuð
löng, eins og kemur í Ijós hér á
eftir.
Hljóðprufa Sykurmolanna á að
fara fram um þrjú, en Björk og Þór
eru komin á staðinn nokkru fyrr,
enda stóð til að taka tónleikana
upp á myndband og næsti klukk-
utíminn fer í stúss við kvikmynda-
töku innan húss og utan. Kvik-
myndatökumennirnir fá Björku
meö sér út é götu og kvikmynda
hana af miklum móð við gosbrunn
sem stendur fyrir framan Astoria.
Hinir Sykurmolarnir koma um fjög-
ur, en áður en hljóðprufan getur
hafist stendur fyrir viðtal við
spænska sjónvarpið. Því fylgja
langar viðræður við upptökustjóra
og Ijósmælingar. Loksins eru allir
á sínum stað og viötalið getur
hafist.
Los Azúcarillos
Sykurmolarnir hafa yfirleitt þann
háttinn á að hljómsveitarmeðlimir
skiptast á um aö tala í viötölum
S.h. draumur ð Charing Cross Road.
og reyna að jafna því niður á milli
sín til að minnka álagið. Það verð-
ur svo aftur til þess að engin tvö
viðtöl við hljómsveitina eru eins
og þau viðtöl sem maður ies segja
oft meira um þann sem vitaliö tók
en um hljómsveitina. Nú á þó að
heita að hljómsveitin sé öll í við-
tali og spyrillinn, sem starfar hjá
sjónvarpinu í Madríd, vill fá að vita
hver sé leiðtogi hennar. Sykurmol-
arnir benda hver á annan, en sam-
þykkja síðan með handaupprétt-
ingu að útnefna Braga bassaleik-
ara leiðtoga hljómsveitarinnar og
talsmann, enda talar hann
spænsku reiprennandi. Bragi
stendur sig enda með prýði og
kjaftar á honum hver tuska. Hinir
sveitarmeðlimir láta sér nægja að
segja sf, sí, í kór, þegar þau hafa
grun um að Bragi hafi komið vel
fyrir sig orði. Spyrillinn spyr mikið
um áhrifavalda hljómsveitarinnar
og aödraganda hennar, en ekki er