Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 13
'
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
B 13
Los Azúcaritlos yfirheyröir.
örgrannt um að hann eigi erfitt
með að fá afdráttarlausa skilgrein-
igu á hljómsveitinni frá Braga, líkt
og öðrum hefur gengið með aðra
isveitarmeðlimi. I lok viðtalsins
kemur síðan uppúr kafinu að Syk-
urmolarnir séu kallaðir Los Azúc-
árillos á Spáni og að fyrir hendi
sé mikill áhugi á hljómsveitinni þar.
Þetta tekur allt sinn tíma og það
er ekki fyrr en um fimmleytið sem
hljóðprufan getur hafist og Sig-
; tryggur kemst undan sjónvarps-
mönnum til að stilla trommusettið.
Á eftir honum fer Bragi á hækjun-
um á svið, en hann tábrotnaði á
leið á svið í Glasgow, til að stilla
bassann og síðan eru það þeir Þór
x>g Einar sem stilla gítar og hljóm-
borð. Björk og Einar Örn reka
endahnútinn á hljóðprufuna oa
; tiljómsveitin leikur fjögur lög. A
i leið í hljóðprufuna rekur Einar Örn
^ugun í það að skipuleggjandi tón-
leikanna hefur raðað hljómsveitum
þannig niður að S.h. draumur á
að byrja tónleikana, síðan á að
koma breski dúettinn Judas 2 og
svo Sykurmolarnir. Ekki er Einar
sáttur við þetta og fer í það að fá
þessu breytt, enda Draumurinn
sérstakur gestur Sykurmolanna.
Þegar því er lokið er klukkan orðin
yfir sex og ekki tími fyrir annað en
stutta myndatöku fyrir Morgun-
blaðið áöur en farið er í mat.
Tónleikar
Fyrir tónleikana gefst smá tími
í búningsklefanum til að slaka á
þó þar sé staddur enn einn blaða-
maöurinn í stuttu viðtali, nú blaða-
kona frá Berlín. Sveitarmeðlimir
reyna að slaka á og fá sér ávaxta-
íljús eða bjór, en það er allt til
staðar í búningsklefanum. Það
fylgir undirbúningi tónleikafarar að
hljómsveit setji fram kröfur um
svokallaðan „rider", eða skrá yfir
þær veitingar og þau þægindi sem
eigi að vera til staðar á hverjum
stað. Sykurmolarnir segja frá því
; áð þegar þau hafi sett saman sinn
fista, eftir miklar vangaveltur, og
haft á honum samlokur app-
elsínudjús, jógúrt, egg, nokkra
bjóra, rauðvíns- og hvítvínsflöskur,
eina koníaksflösku og ávexti, hafi
menn hjá fyrirtækinu sem sér um
þessa hlið mála litið yfir listann og
beðið síðan um lista fyrir hina
hljómsveitarmeðlimina, enda
trúðu þeir því ekki að þetta væri
allt og sumt. í kjölfarið fylgja sögur
af hljómsveitum eins og banda-
rísku rokkhljómsveitinni Van Halen
sem bað um nokkra kassa af
M&M, sem er marglitar sælgæt-
iskúlur, en ekki mátti vera nein
brún kúla þar í og bresku rokk-
hljómsveitinni Clash, sem kom til
íslands á listahátíð og heimtaði
þá fimm mjúka stóla fyrir hljóm-
sveitina og tíu harða fyrir aðstoð-
armenn hennar auk spegla í fullri
stærð.
Þegar blaðamaöur spyr hvort
ekki komi öll ferðalögin og allt við-
talastúss og myndatökur niður á
frammistöðu sveitarinnar á tón-
leikum, tekur Sigtryggur trommu-
leikari undir það og segist hafa
fundið fyrir því að þegar hann þurfi
aö bæta aðeins við hraðann eða
þungann í áslættinum, þá eigi
hann stundum erfitt með að kalla
á auka kraftinn sem þarf til, svo að
í löngu tónleikaferðalagi væri ekki
ólíklegt að tónleikarnir yrðu heldur
flatir er á líði.
Að loknu þessu spjalli dregur
Björk úr pússi sínu loðna bláa
skyrtu sem hún segist hafa keypt
á útimarkaði og Einar og Þór vilja
ólmir fá að máta. í skyrtunni minnir
Einar óneitanlega nokkuð á King
Kong Kong, son King Kong, en
hann kannast gestir á tónleikum
Sykurmolanna á íslandi við eftir
að hafa verið hrelldir með sögum
af ævintýrum hans síðastliðið
sumar.
Sykurmolarnir eru síðan mættir
á svið 21.45 samkvæmt tónleika-
dagskrá og leika í um klukkutíma.
Eins og áður sagði voru tónleikarn-
ir festir á myndband, enda berast
stöðugt fyrirspurnir um tónleika-
myndband með hljómsveitinni frá
dreifingaraðilum hljómplötunnar
Life’s too Good. Myndatakan trufl-
ar nokkuð tónleikana framan af,
sérstaklega þar sem einn mynda-
tökumannanna sveiflaði myndavél
stöðugt fram og aftur þvert fyrir
sviðið. Hann lét þá fyrst af þeirri
iðju, er Björk bað hann að hætta
í miöju lagi. Spennan í salnum er
mikil og það hefur sin áhrif á htjóm-
sveitina og gerir það að verkum
að tónleikarnir verða ekki eins
góðir og efní stóðu til. Einar segir
og eftir tónleikana að Lundúna-
áhorfendur séu með erfiðari áheyr-
endum sem hægt sé að leika fyrir;
þeir iáti sem þeir hafi séð allt og
heyrt allt og þeir séu svo „svalir"
að það sé illmögulegt að ná við
þá sambandi af einhverju viti. Eftir
tónleikana eru hljómsveitarmeð-
limir líka útkeyrðir og halda heim
á hótel, enda er annar langur dag-
ur framundan.
Texti: Ámi Matthíasson
Myndir: Björg Sveinsdóttir
Úrvals borðsilfur, glæsileg gjöf.
Yerð eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 37786
frá kl. 18.00-22.00.
Nú erhagkvæmt að kaupa
öllhúsgögn í versluninni enn á gamla genginu
Sófasett í sérflokki
Úrvals leður - 4 litir.
Við höfum fencjið nýja sendingu af finnska „Polaris" sófasettinu
eftirspurða. I þessari sendingu eru eingöngu 3ja sæta sófi og
tveir stólar í setti.
3K
HUSGOGN OG
INNRFTTINGAR
Tsr
68 69 00
Eigendur og útgefendur
skuldabréfa
Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum
skuldabréfum í umboðssölu.
Helstu skuldabréf í sölu hjá
Verðbréfaviðskiptum
Samvinnubankans
Ný spariskírteini 7,2-8,5%
Eldri spariskírteini 8,5-8,8%
Vcðdeild Samvinnubankans 10,0%
Samvinnusjóður íslands hf.* 10,5%
Lindhf* 11.5%
Glitnir hf. 11,0%
Önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0%
Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0%
ávöxtun umfram verðbólgu
ávöxtun umfram verðbóVgu
ávöxtun umfram verðbólgu
ávöxtun umfram vérðbólgU
ávöxtun umfram Verðbólgu
ávöxtun umfram verðbólgU
ávöxtun umfram verðbólgU
ávöxtun umfram verðbólgU
* Með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf.
• Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrii viðskiptavini okkar
Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. hæð,
fl 91 - 20700
STÁ uERQBRÉFAumsKiPTi fjármál eru
V/ samuinnubankans okkar fag