Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 17
MOR&UNÖlkÐIÐ, SUNNUDAGÚR 29. MAÍ 1988
B 17
Ítalía:
Látínn maður
í húsi djöfla-
dýrkenda
Amantea, Ítalíu. Reuter.
ÍTALSKA lögreglan gerði atlögn
að húsi i smábæ á Suður-Ítalíu i
síðustu viku þar sem djöfladýrk-
endur hafa bækistöðvar sinar.
Einn maður fannst látinn í hús-
inu en söfnuðurinn var saman-
kominn i einu herbergi í húsinu
og „baðst fyrir“.
Lögreglan í Calabria-héraði á-
kvað að ráðast inn í húsið eftir að
maður hafði komið á sjúkrahús með
skotsár sem hann sagðist hafa
fengið við „svarta rnessu" hjá
djöfladýrkendum.
Þegar lögregla kom inn í húsið
fundu þeir söfnuðinn hlekkjaðan
saman við „bænastund" í einu her-
bergja hússins. Gólfið var þakið
peningaseðlum. í öðru herbergþ
fannst látinn maður. Hafði hann
látist af skotsárum. í húsinu fund-
ust skotvopn, hnífar og lyfjaspraut-
ur. Lögreglan handtók alla sem
voru í húsinu.
ísrael:
Verk Chag-alls
seld fyrir
geipiverð
Jerúsalem, Reuter.
Á uppboði í Tel Aviv, þar sem
málverk nítjándu og tuttugustu
aldar myndlistarmanna voru til
sölu, fékkst hæst verð fyrir verk
rússnesk/franska málarans
Marcs Chagall.
Óþekktur bandariskur kaupandi
greiddi 302 þúsund Bandarílqadali
fyrir kyrralífsmynd af blómavasa
frá 1955 og annar 264 þúsund dali
fyrir stóra gvass-mynd, „Móses
sýnir ísraelsmönnum töflumar",
sem máluð var 1979.
Verslunarráðið:
Fundur um
sérstöðu
íslenskra
smáfyrirtækja
EIGENDUR og stjórnendur
lítilla fyrirtækja finna iðulega
fyrir sérstöðu sinni. Víða um
heim hafa því verið stofnuð
samtök smáfyrirtækja. Verslun-
arráð íslands efnir nú til fundar
með eigendum smáfyrirtækja
hér á landi til þess að kanna
þörfina fyrir sérstakan sam-
starfsvettvang þeirra.
Fundurinn verður haldinn í
Leifsbúð á Hótel Loftleiðum
mánudagsmorguninn 30. maí kl.
8.00—9.30. Þar munu Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Verslunarráðsins, Loftiy Al. Þor-
steinsson, verkfræðingur og inn-
flytjandi, og Haukur Alfreðsson,
rekstrarverkfræðingur hjá Iðn-
tæknistofnun, fjalla í stuttu máli
um smáfyrirtækin. Á eftir þeirra
erindum verða svo umræður. í
fundarlok mun Jón Guðmundsson,
forstöðumaður gjaldadeildar emb-
ættis ríkisskattstjóra, ræða við
fundarmenn um skattamál smá-
fyrirtækjanna.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku
á fundinum þurfa að skrá sig hjá
Verslunarráðinu.
Anna Júlíana á tón-
leikum á Húsavík
Húsavík.
ANNA Júlíana Sveinsdóttir
óperusöngkona og Lára Rafns-
dóttir píanóleikari héldu tón-
leika í hátíðasal Barnaskólans á
Húsavík fimmtudaginn 19. maí.
Efnisskrá tónleikanna var fjöl-
breytt og flutningi listamannanna
vel tekið enda góður, en lagavalið
Lára Rafnsdóttir píanóleikari og
Anna Júlíana Sveinsdóttir við lok
tónleikanna á Húsavík.
ekki allt við allra hæfí og sumt
all sérstætt.
Hátíðasalur Bamaskólans —
áður íþróttasalur — telst nú besti
hljómflutningssalurinn á Húsavík
og með mun betri hljómburð en
önnur hús í bænum, sem notuð
hafa verið til slíks.
- Fréttaritari
Morgunblaðið/Silli
m MAJORKU18. mis
1 VIKA FRÁ 27.800 kr.
2 VIKIIR FRÁ 31.300 k
Engin óvissa, ekkert happdrœtti heldur' úrvals
ferðir beint í sólina á Majorku - á hreint ótrúlegu,
verði. Aðeins þessi eini brottfarardagur.
Gist í mjög góðum íbúðum í Sa Coma á
austurströnd Majorku. Beint leiguflug til
Majorku, flogið heim um London þarsem
hœgt er að hafa viðdvöl.
* Verð á mann miðað við 4 fullorðna í íbúð. Barna-
afsláttur fyrir 2-11 ára 7.000 kr. Miðað við
gengi þann 27/5 '88.
VIÐBÓTARGISTING
Á KÝPUR OG MAJORKU!
Kýpurferðirnar slógu strax í gegn. Vegna
mikillar eftirspurnar höfum við bœtt við
nýrri íbúðagistingu þar og aukið þannig
framboðið.
Einnig tókst okkur að bœta við gistirýmið í íbúðum á úrvals
staðnum Sa Coma á Majorku.
FERÐASKRIFSTOFAN
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.