Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
B 27
dollara til að leika sér með í „Ish-
tar".
Hvernig fá annars leikstjórar
sem misstíga sig gróflega alltaf
annað tækifæri? Auðvelt. Hver vill
ekki vera í félagsskap dáðra kvik-
myndagerðarmanna? Vera í sam-
floti með snillingum? Martin Scor-
sese passar hér inní. Og Francis
Coppola. Og Roman Polanski. Og
sá vandaði David Lean. Og sá sér-
lundaði David Lynch. Allir hafa
þeir fengið skell: „The King of
Comedy" eftir Scorsese kostaði
19 millj. en fékk aðeins 2,5. Copp-
ola tapaði gríðarlega á „One From
the Heart", Polanski á „Pirates",
Lean á „Ryan's Daughter", Lynch
á „Dune". Allir komu þeir þó aftur
með metnaðarfullar hugmyndir og
peninga til að framkvæma þær.
En jafnvel þessir fá ekki alltaf
að gera myndirnar sem þá langar
til að gera. Scorsese reyndi af og
til í fjölda ára að fá peninga til
aðgera „The Last Temptation of
Christ" (sem loksins var tekin í
Marokkó á síðasta ári og mun
koma í bíóhúsin í haust). Coppola
tilkynnti fyrst að hann ætlaði að
gera„Tucker“ árið 1975 en hann
byrjaði ekki á henni fyrr en síðasta
vor.
Þetta eru sumsé kvikmynda-
gerðarmenn sem fá eftir allt ekki
öllu ráðið. Þeir sem fá öllu ráðið
eru t.d. Stanley Kubrick og Steven
Spielberg — Spielberg vegna þess
að hann hefur gert svo margar
metsölumyndir og Kubrick vegna
þess að gagnrýnendur dýrka hann
og myndum hans hefur einnig
vegnað vel peningalega.
En (yfir)menn geta líka fengið
sig fullsadda af skellum. Eftir þrjá
smelli („What’s Up, Doc?" „The
Last Picture Show" og „Paper
Moon") gerði Peter Bogdanovich
„Daisy Miller", skell sem bergmál-
aði um víða veröld. Og honum
tókst að gera tvo skelli í viðbót,
„At Long Last Love" og „Nicke-
lodeon". Nýjasta myndin hans, „II-
legally Yours" með Rob Lowe, er
eins árs en hefur ekki enn verið
sett í dreifingu og hvað varðar
næsta verkefni Bogdanovich þá
er það ekkert.
Svo eru það kvikmyndagerðar-
mennirnir sem hafa fengið margar
myndir útá einn einasta titil.
„Sjáðu allar myndirnar sem Robert
Altman fékk að gera eftir
„M*A*S*H. Eina ástæðan fyrir því
að hann fékk alla þessa kvikmyn-
dasamninga var að menn héldu
að æfintýrið endurtæki sig. Og það
gerði það aldrei," er haft eftir
Hollywoodstjóra sem vill ekki láta
nafns síns getið.
M*A*S*H kostaði þrjár millj.
doilara en græddi 30 og vegna
hennar fékk Altman „McCabe and
Mrs. Miller og „Nashville". Gagn-
rýnendur tóku þeim mjög vel,
áhorfendur ekki. Og ekki minnkaði
tapið eftir myndir eins og „Buffalo
Bill and the Indians", „Health", „A
Wedding" og „Quintet". Eins og
þeir vita sem fylgjast með hefur
Altman gerst mjög fráhverfur dýr-
um myndum og stórum kvik-
myndaverum en lagt áherslu á að
setja leikrit í kvikmyndaform (sögu-
sagnir eru þó uppi um gerð Nas-
hville II).
Sumir komast áfram með smá
hjálp vina sinna eða verndarengla.
Altman ýtti undir frama Alan Rud-
olphs („Made in Heaven") og Caro-
lyn nokkur Pfeiffer, stjórnarfor-
maður kvikmyndafyrirtækisins
Alive Films, hefur framleitt síðustu
myndir Rudolphs sem engar hafa
gert það gott. Og leikstjórinn Jam-
es Foley („Who’s That Girl?“) hefur
gert þrjár lítt vinsælar myndir á
aðeins fjórum árum og hafa öflug-
ir vinir eins og Sean Penn og
Madonna þá komið sér vel. Það
hefur einnig komið sér vel fyrir
James Toback („The Pick-Up Art-
ist") að eiga Warren Beatty að vini.
Og hann hefur verið studdur af
nokkrum áhrifamiklum gagnrýn-
endum, til að mynda Pauline Kael.
Hjónin Willard Huyck og Gloria
Katz gerðu tvær hryllilegar myndir
(„Defence", „French Postcards")
en fengu samt 35 millj. dollara til
að gera mynd um önd utan úr
geimnum. Af hverju? Svarið gæti
legið í því að þau eru vinir George
Lucas og skrifuðu með honum
„American Graffiti" hér í eina tíð
(einnig gerðu þau handritið að
risasmellinum „Indiana Jones and
the Temple of Doom"). Þá er ón-
efnt að Spielberg hefur verið
verndarengill fjölda leikstjóra sem
gert hafa myndir í hans anda og
oft eftir hans uppskrift. Má nefna
Joe Dante og Chris Columbus í
því sambandi.
Og rétt eins og Sam Peckinpah
greiddi götuna fyrir Walter Hill,
hjálpaði Walter Hill Roger Spottis-
woode áfram og Spottiswoode á
sjálfsagt eftir að koma einhverjum
á sporið.
Ur American Film.
Val Kilmer í „Willow".
Mariel Hemingway (
Sjálfsmorðsklúbb-
Lucas, hroll-
vekjur og Hem-
ingway-stelpa
Sumarvertíð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins er að fara
í gang og má segja að hún byrji á nýjasta George
Lucas-afkvæminu, „Willow". Það er æfintýra-, spennu- og
brellumynd eins og búast mátti við frá Lucas, um lítið barn
sem hin illa norn Bavmorda vill deyða eftir að hún sannfærist
um að það muni siðar meir verða hennar bani. En góðu
öflin taka í taumana og bjarga barninu. Lucas er
framkvæmdastjóri myndarinnar en leikstjóri er Ron Howard.
Segir i The New York Times að i myndinni megi finna áhrif
frá öllum helstu æfintýrum heimsbókmenntanna og
kvikmyndanna fyrr og síðar, þar með talið
Stjörnustríðsmyndum Lucas sjálfs. i henni má sjá áhrif frá
Mjallhvíti og dvergunum sjö, Töframanninum í Oz, Ferðum
Gullivers, Mad Max, Peter Pan, Hobbit-sögunum og
japönsku skrímslamyndunum frá sjötta áratugnum.
Ur hryllingsmyndageiranum er það helst að frétta að
Jason hefur snúið aftur. Hann hefur gert það ekki tvisvar
og þrisvar eða fjórum sinnum heldur sjö sinnum. Hver er
Jason? Nú auövitað hryllingurinní,,Friday the
13th“-myndunum. Mynd númer sjö var nýlega frumsýnd
vestra og slæmu fréttirnar eru þær að þeir fara varla að
hætta að gera þessar myndir héðan af.
Önnur ný hryllingsmynd heitir „Slaugtherhouse Rock“
og er enn ein Alcatraz-myndin. Núna er ekki lengur fjallað
um fangana sem gistu fangaeyna og voru alræmdustu
glæpamenn Bandaríkjanna, heldur ýmislegt vont sem
draugar eyjarinnar gera fólki eða hverjum öðrum eða bara
áhorfendum.
Mariel Hemingway hefur átt erfitt með að ná tökum á
kvikmyndaleiknum í mörg ár. En hún hefur í nógu að snúast
um þessar mundir. Hún leikur nú i mynd sem heitir
Sjálfsmorðsklúbburinn („The Suicide Club") sem byggir á
sögu eftir Robert Louis Stevenson. Þá lék hún i nýjustu
mynd Blake Edwards, „Sunset", með James Garner og
Bruce Willis. Og loks mun hún fljótlega sjást með Ben
Cross í myndinni „Steal the Sky" sem John Hancock
(„Weeds") leikstýrir en hún byggir á sönnum atburðum sem
' gerðust í Israel fyrir Sex daga stríðið.
Ný sjúkraþjálíunarstöð
Höfum opnað sjúkraþjálfunarstöð í Héðins-
húsinu, Seljavegi 2, Reykjavík.
Tímapantanir í síma 62 19 16.
Þorgeir Oskarsson,
W lögg. sjúkraþjálfari.
srswÁvicusn GesturGautiGrétarsson,
lögg. sjúkraþjálfari.
IÁTTU
mmm
RÆTAST!
Hvort sem þig dreymir um að svífa í fallhlíf yfir
Hollandi; þjóta á seglbrettum um Miðjarðarhaf-
ið; horfa á tyrkneskar magadansmeyjar eða
ferðast með Síberíuhraðlestinni höfum við réttu
ferðina fyrir þig.
HOLLAND
Hjólað um landið þvert og endilagt; farið á nám-
skeið f fallhlífarstökki eða siglingum. Helgarferðir til
Amsterdam.
TYRKLll
Sólarlanda- og œvintýraferðir í senn. Moskur og
tyrkneskir nœturklúbbar heimsóttir.
MALTA
Sól, sjór og seglbretti, kafað í leit að skipsflökum
og neðansjávarhellum.
RÚSSLAHD
Ferð með hinni víðfrœgu og œvintýralegu Sfberíuhraðlest
frá Helsinki til Yokohama í Japan, með viðkomu m.a. í
Moskvu og Leníngrad.
ÍSRREL EGYPTALAND
Vikuferðir á sóguslóðir Egyptalands og
,Landsins helga'. Gist á samyrkjubúi, sögu-/\
frœgir staðir heimsóttir eða legið í sólinni. S.
Ferðast frá Hong Kong. Siglt niður Li-ána, ^
tjallaborgin Chongqing og Huang Guoshu-
foss skoðuð.
ÓVENJULEGAR FERÐIR
FYRIR VENJULEGT FÓLK!
FERÐA
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbraut, símí 16850