Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 1
Sjónvarpsdagskrá bls. 2-16
Hvað er að gerast? bls. 3/5/7
Skemmtistaðir bls. 9
Guðað á skjáinn bls. 16
Útvarpsdagskrá bls. 2-16
Bíóin í borginni bls. 7
íslensk náttúra bls. 9
Veitingahús bls. 11
Wolfgang Amadeus Mozart
Myndbönd bls. 15
OPERA
Ópera mánaðarins er nýjung á
Stöð 2. Fyrsta óperan verður
sýnd á sunnudaginn og er það
Don Giovanni eftir Mozart.
Óperan segirfrá kvennaflagar-
anum Don Juan og konunum
sem hann hefur dregið á tálar.
Þær reyna ýmist að koma hon-
um fyrir kattarnef eða vinna
hylli hansá ný.
Upptakan var gerð í Drottning-
holm Teatret. Stjórnandi er
Arnold Oestman og leikstjóri
Thomas Olofsson. Með hlut-
verk Don Giovanni fer Haakan
Hagegaard. i öðrum hlutverk-
um eru Bengt Rundgren,
Helena Doese, Goesta Wind-
bergh, Erik Saeden, Tord
Wallstroem og Anita Soldh.
Nýtt útvarpsleikrit verð-
ur flutt á Rás 1 laugar-
daginn 11. júní kl.
16.30.Jónas Jónasson
er höfundur verksins
sem heitir „Blokk" og
leikstjóri er María Kristj-
ánsdóttir. Leikritið ger-
ist síðla kvölds í blokk-
aríbúð blaðakonunnar
Evu sem er að reyna
að berja saman viðtal
við þekkta fjölmiðla-
konu. Það reynist langt
því frá að vera auðvelt
- BLOKK -
GuÖrún Gisladóttir leikur blaðakonuna Evu.
enda er hún sjálf ekki
alls kostar sátt við það
sem hún er að gera.
Guðrun Gísladóttir fer
með hlutverk blaða-
konunnar en aðrir leik-
endur eru: Sigurður
Skúlason, Kristbjörg
Kjeld, Rúrik Haralds-
son, Guðjón Pedersen,
Sigurveig Jónsdóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdótt-
ir, Þórarinn Eyfjörð og
Hjálmar Hjálmarsson.
17. JUN1
PRENTSMIÐJA MORGUNB
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
Eftir nokkurt hlé hefur Stöð 2 tekið aftur til sýninga
þættina Ótrúlegt en satt sem verða á þriðjudögum í
sumar. Þættirnir fjalla um skólastúlkuna Evie sem á
föður sem býr á annarri plánetu. Vegna þessa býr
hún yfir ýmsum hæfileikum sem jarðarbúar hafa ekki,
t.d. getur hún stoppað tímann þegar það kemur sér
vel. Nú hefur Evie fengið þá hugdettu að verða geim-
fari til að geta heimsótt föður sinn. Á þriðjudaginn
fá sjónvarpsáhorfendur að fylgjast með tilraunum
hennar til að verða viðurkenndur meðlimur í áætlun
NASA fyrir unga geimfara.
George Michael
TONLEIKAR
ALLAN DAGINN
í tilefni af 70 ára afmæli blökku-
mannaleiðtogans Nelson Mandela
sem setið hefur í fangelsi í meira
en 25 ár verða haldnir rokktónleikar
á Wembley-leikvanginum i Lundún-
um á laugardaginn. Tónleikarnir
hefjast kl. 11.30 og standa í 10 tíma.
Þeim verður sjónvarpað beint um
allan heim, þar á meðal til íslands.
Sjónvarpið sýnir beint frá Wembley-
leikvanginum af og til allan daginn
auk þess sem Rás 2 útvarpar einn-
ig af og til. Á tónleikana koma tón-
listarmenn víða að og skemmta.
Má meðal annarra nefna: Dire
Straits, Simple Minds, Whitney
Houston, George Michael, Bill Wy-
man, Eurythmics, Status Quo, Ter-
ence Trent D'Arby, Talking Heads,
Phil Collins, Stevie Wonder, Sting,
Peter Gabriel, George Harrison,
UB40 og margir fleiri. Auk þess er
von á mörgum óvæntum gestum.
Kynnar á rokkhátíðinni verða Harry
Belafonte, Whoopie Goldberg, Mic-
hael Caine, Billy Connolly, Shirley
MacLaine og Sidney Poitier. ís-
lenski kynnirinn er Kristín Björg Þor-
steinsdóttir. Þess má geta að það
efni sem ekki verður sýnt beint verð-
urtekið upp á band og sýnt síðar.
Whitney Houston