Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 3

Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 3
jHorgwtfttaÍHa /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 B 3 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD (SL-DEILDIN) Glæsilegur lokakafli eftir daufa byrj- un og Skagamenn á toppinn ÞAÐtók Skagamenn 67 mínút- ur að brjóta ísinn gegn Víking- um, en eftir það sýndu heima- menn sitt rétta andlit, léku gestina sundur og saman og gerðu fjögur mörk á rúmlega 20 mínútum. Varamenn ÍA léku stórt hlutverk — þeir hleyptu nýju btóði í liðið, sem efldist til muna og skaust á topp fyrstu deildar. Víkingar börðust vel, en féllu saman við fyrsta mark- ið og áttu sér ekki viðreisnar von eftir það. Fyrri hálfleikur var daufur í einu orði sagt og fátt markvert gerðist. Víkingar mættu ákveðnir til leiks og börðust um hvern bolta, IBggHHI en Skagamennirnir Frá Ólafur Þórðarson og Sigþórí Guðbjöm Tryggva- Eiríkssyni gon misnotuðu bæði færi hálfleiksins. Barningurinn hélt áfram eftir hlé sem og miðjuþófið, þar til hálftími var eftir, er sóknarleikur heima- manna þyngdist til muna. Hann bar árangur og Gunnar Jónsson, sem var nýkominn inná sem varamaður, kom IA á bragðið eftir snilldar leik Karls Þórðarsonar. Karl lék á nokkra Víkinga, komst upp að endamörkum, sendi út á Aðalstein, sem var í dauðafæri, en hitti ekki boltann. Það gerði Gunnar hins vegar, þar sem hann stóð fyrir aft- an Aðalstein og skoraði af öryggi. Þar með var tónninn gefmn og all- ur kraftur úr Víkingum þrátt fyrir lúmskan skalla Atla Einarssonar að Skagamarkinu skömmu síðar. Karl átti einnig heiðurinn að öðru markinu, sem Heimir gerði úr víta- spyrnu. Hann prjónaði sig í gegnum Víkingsmúrinn, en Stefán Halldórs- son brá honum innan vítateigs og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Skagamenn tvíefldust, áttu hverja sóknina á fætur annarri og þriðja markið, sem Ólafur Þórðarson, gerði, var stórglæsilegt — þrumu- skot frá vítateigslínu í stöng og inn. Sigurður B. Jónsson átti lokaorðið, brá sér í sóknina og eftir laglegt samspil við Ólaf komst hann inn fyrir vörn gestanna og skoraði af öryggi. Lengst af voru áhorfendur óánægð- ir með leik beggja liða, en lokamín- útumar iljuðu heimamönnum. Inná- skiptingar Skagamanna gerðu út- slagið og eftir fyrsta markið voru úrslitin í raun ráðin, því Víkingar, sem ætluðu greinilega að beijast til þrautar, gáfust upp. Karl Þórðarson _ og Heimir Guðmundsson, ÍA, og Atli Einarsson, Víkingi. IA-Víkingur 4:0 íslandsmótið-1. deild, Akranesvöllur, mánudaginn 13. júní 1988. Mörk ÍA: Gunnar Jónsson (67.), Heim- ir Guðmundsson (víti á 75.), Ólafur Þórðarson (80.) og Sigurður B. Jónsson (87.). Gult spjald: Ekkert. Rautt spjald: Ekkert. Áhorfendur: 667.' Dómari: Ólafur Sveinsson 7. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Mark Duffield (Hafliði Guðjónsson vm. á 60.), Heimir Guðmundsson, Sigurður Lárusson, Sigurður B. Jónsson, Harald- ur Ingólfsson, Ólafur Þórðarson, Guð- bjöm Tryggvason, Karl Þórðarson, Haraldur Hinriksson (Gunnar Jónsson vm. á 60.), Aðalsteinn Víglundsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Andri Marteinsson, Atli Helgason, Stefán Halldórsson, Jóhann Þorvarðar- son, Trausti Ómarsson, Atli Einarsson, Lárus Guðmundsson, Hlynur Stefáns- son, Þórður Marelsson, Sigfurður Guðnason. Morgunblaðið/Júlíus Karl Þórðarson átti upptökin að tveimur fyrstu mörkum Skagamanna í gærkvöldi og var þeirra besti maður. Fallegt mark Amars réð úrslitum á Akureyri „STIGIN þrjú voru ákaflega kærkomin, þó leikurinn sjálfur hafi verið slakur," sagði Bjarni Jónsson, KA-maður, kampa- kátur eftir að lið hans hafði sigrað Völsung, 1:0, á Akureyri í gærkvöldi. KA tók þar öll stig- in í leik sem bauð upp á sára- litla knattspyrnu. Viljinn vartil staðar, en mikil harka ein- kenndi leikinn öðru fremur. Fyrri hálfleikur þessara norðan- liða var með því rislægra sem boðið hefur verið upp á lengi hér nyrðra. Grimmd Húsvíkinga virtist koma Akureyring- unum úr jafnvægi og mátti til dæmis merkja það á sýni- legum vandræðum varnarmanna KA í fyrri hálfleik. Komu þau til af því að miðjumenn- irnir voru yfirleitt týndir og tröllum gefnir þegar vörnin þurfti á aðstoð að halda. Bæði var það er hún varð- ist sóknum Völsungs eða reyndi að byggja upp samleik. Völsungarnir voru mun sprækari í fyrri hálfleik og það litla samspil sem sást var Völsungs. KA-menn komu öllu betur fyrir kallaðir í síðari hálfleik, sem var þeim fyrri langtum fremri. KA- mönnum óx ásmegin smám og eftir brottrekstur Snævars Hreinssonar á 71. mín., sem fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að sparka í mótherja, varð sóknarþungi KA-manna sífellt Magnús Már skrífarfrá Akureyrí meiri. Átta mín. eftir þetta atvik skoraði Amar Bjarnason, bakvörð- ur, eftir firnafínan undirbúning KA-Völsungur 1 : O KA-völlur, íslandsmótið - 1. deild, mánudaginn 13. júní 1988. Mark KA: Amar Bjarnason (79.) Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Snævar Hreinsson, Völs- ungi (71.) Ahorfendur: 500. Dómari: Baldur Scheving, 7. Llnuverðir: Magnús Jónatansson og Friðjón Eðvarðsson. Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Amar Bjamason (Guðjón Þórðarson vm. á 85. mín.), Þorvaldur Örlygsson, Gauti Laxdal, Bjami Jónsson, Öm Viðar Amarson (Friðfinnur Hermannsson vm. á 85. mín.), Anthony Karl Greg- ory, Valgeir Barðason og Amar Freyr Jónsson. Lið Völsungs: Þorfínnur Hjaltason, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Bjöm 01- geirsson, Eiríkur Björgvinsson, Guð- mundur Þ. Guðmundsson, Helgi Helga- son, Jðnas Hallgrímsson, Snævar Hreinsson, Stefán Viðarsson, Sveinn Freysson (Skarphéðinn Ivarsson vm. á 77. mín.), Grétar Jónasson. Erlingur Kristjánsson, KA, Þorvaldur Örlygsson, KA og Þorfinnur Hjaltason, Völs- ungi. nafna síns Arnars Freys Jónssonar. Hann sendi út á kantinn þar sem Arnar Bjarnason náði knettinum, lék inn í teig og skoraði með föstu skoti í hliðarnetið fjær, án þess að Þorfinnur markvörður ætti nokkra möguleika á að veija. Eftir þetta fengu bæði Anthony Karl og Valgeir kjörin færi til að bæta um betur, en KA-menn skor- uðu ekki meira. Sigurður Halldórsson, þjálfari Völs- ungs, var að vonum svekktur eftir leikinn, en sem reyndur íþróttamað- ur bar hann sig vel. Hann sagði leikinn, réttilega, dapran — dæmi- gerðan núll-leik. „Mínir menn gerðu sig seka um margar villur og fram- haldið verður ákaflega erfitt. Hjá okkur verður að koma til hugarfars- breyting og aukin trú á sjálfan sig,“ sagði Sigurður. Arnar Bjarnason gerði sigurmark KA í gærkvöldi. Ómar með Fram Það var gaman að þessu, Framliðið er sterkt, ég fann mig ágætlega og vona að ég falli inn í liðsheildina, þegar ég verð loks löglegur," sagði Omar Torfa- son við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir æfingaleik Fram og UBK í gærkvöldi. Omar lék síðast með Fram árið 1985, en hefur síðan leikið í Sviss. Hann verður löglegur með Fram gegn Völsungi 26. júní, en í gær- kvöldi var komið á æfingaleik fyrir hann. „Þetta var ágætis leik- ur, ungu strákarnir fengu tæki- færi og við unnum 6:1. En æfinga- leikur er ekki sama og deildar leikur og ég á von á skemmti- legri baráttu í sumar, þar sem lið- in, sem nú eru í fjórum efstu sætunum, beijast um titilinn,“ sagði Ómar. Fjögur möricÍA á síðustu mínútum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.