Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 5

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 5
j»0tgunlblni)i& /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 14. .JÚNÍ 1988 B 5 HeilsuhlaupiA Frá heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins um helgina. manna að hormónalyf (bolinn) getið valdið lifrarkrabba. Þá er sagt frá því að rannsóknir vísindamanna virðist benda til þess að ristilkrabbamein sé al- gengara hjá þeim sem vinna störf sem hafa litla líkamshreyf- ingu í för með sér og að brjósta- krabbamein sé sjaldgæfara hjá þeim konum sem hafa stundað fþróttir. Loks er sagt frá einni af niðurstöðunum úr Harvard- háskólanum mörgum árum áð- ur. Það kom í ljós að dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma og krabbameina var lægri hjá þeim sem höfðu ástundað reglulega líkamshreyflngu af einhveiju tagi. Hvernig getur líkamsrækt, hreyfíng og áreynsla dregið úr hættu á krabbameinum? Þv( er ekki auðvelt að svara og vafalít- ið geta margir þættir verið þar krabbameinsmyndun, haft skemmri viðdvöl ( ristlinum og því haft minni möguleika tii þess að koma af stað ristil- krabbameini. Þá eru nefndar til- gátur um það að líkamsræktin og áreynslan geti örvað vamar- kerfi líkams og gert okkur fær- ari um að ráða við og jafnvel bæla niður krabbamein sem eru á byrjunarstigi. Þetta eru tilgát- ur og mikilla rannsókna er þörf áður en hægt verður að koma með gildar sannanir. — Með þessari umræðu er ekki ætlunin að nota krabbagrýluna til að hræða fólk út í líkamsrækt. Flestir stunda vonandi trimmið til þess að láta sér líða vel strax í dag, en ekki aðallega vegna hættu á hjartasjúkdómi eða krabbameini í ókominni framtíð. Jóhann Heiðar Jóhannsson HREYSTI Krabbameinsfélagið hafði forgöngu um heilsuhlaup Heilsurækt getur dregið úr hættu á krabbameini Við trimmum þó fyrst og fremst ánægjunnar vegna Bent hefur verið á að heil- brigt lífemi dregur úr þeim hættum sem steðja að heilsu manna. Einn liður í heilbiigðu líferni er að stunda trimm, s.s. sund, göngur, skokk og leik- fimi, reglulega og halda með því hjarta, lungum, vöðvum og stoðkerfi líkamans í góðri þjálfun fyrir átök og áreynslu hins dag- lega lífs. Með heilsu- hlaupinu tekur Krabbameinsfélagið undir þetta sjónar- mið okkar heilsu- ræktarmanna og er það vel. Hins vegar má spytja hvort samband sé milli krabbameina og líkamsræktar og hvort áróður fyrir líkamsrækt verði framvegis liður í víðtækri baráttu Krabbameinsfélagsins á sama hátt og áróður gegn reykingum? Þetta er engin hótfyndni, því að samband lifnaðarhátta við myndun krabbameina er löngu orðið vísindamönnum hugleikið. í aprílhefti bandaríska tlmarits- ins Runner's World var fjallað um krabbamein og heilsurækt. Bent er á að samband sé vissu- lega á milli ákveðinna lifnaðar- hátta og krabbameina og að það sé hægt að draga úr hættu á krabbameini með því að reykja ekki; forðast feitan, reykt- an og saltaðan mat; nota meira af ávöxtum, trefja- ríkum mat og grœnmeti og loks að takmarka áfengis- neyslu og sólböð. Því er sérstaklega beint til íþrótta- samverkandi. Rétt er að minna á að lítið er hægt að ákveða um orsakir krabbameina í einstök- um tilvikum, þó að dýratilraunir og ýmsar faraldsfræðilegar at- huganir hafí gefið mjög miklar almennar upplýsingar um eðli og orsakir krabbameina. Hitt er svo annað mál, að menn eru alitaf reiðubúnir að setja fram tilgátur. f ofannefndri grein er meðal annars bent á að íþrótta- konur, sem æfa mikið, minnki framleiðslu sína á kvenhormóni (estrogen). Kvenhormón sé hins vegar örvandi fyrir vöxt brjóst- anna og myndun krabbameina og þess vegna gæti minnkunin á því dregið úr hættu á bijósta- krabbameini. Einnig er bent á það að regluleg hreyfing, líkamsæfingar og áreynsla valdi því að fæða gangi hraðar niður um meltingarveginn og hægðir verði reglulegri og örari. Á þann hátt gætu skaðleg fæðuefni og eiturefni, sem eiga þátt í Komnlr í mark Mæöinni kastaö eftir heilsuhlaup Krabbameins- félagsins. Morgunblaðiö/Árni Sæberg UrvalsliA Kentucky fylkls. Liðið er hér í heimsókn og hefur leikið tvo leiki gegn íslenska unglingalandsliðinu. í þessu liði er margir mjög góðir leikmenn sem án efa eiga eftir að ná langt í framtíðinni. KORFUKNATTLEIKUR „íslendingar hafa tekið miklum framförum" - segir Eddie Ford sem þjálfar úrvalslið Kentucky EDDIE Ford hefurfimm sinnum á síðustu sex árum komið með stjörnulið Kentucky, sem er úrvalslið leikmanna úr mennta- skólum Kentucky- fylkis í Bandaríkjunum, til að leika gegn unglingalandsliði íslands. Hann er hér í fimmtu heimsókn sinni og liðin hafa leikið tvo ágæta leiki. Islenska liðinu gekk reyndar illa í fyrri leiknum. Það bytjaði vel og Islendingar voru yfir 17:15, en þá tóku gestirnir við sér og náðu forystunni. I hálfleik var staðan 29:43. Gestimir juku mun- in smám saman og sigraðu 92:55. Jón Páll Haraldsson og Júlíus Frið- riksson vora stigahæstir í íslenska liðinu með tíu stig hvor. Síðari leikurinn var mun betri. ís- lendingar byijuðu vel og vora yfir lengst af í fyrri hálfleik. Kentuckybúar náðu þó yfírhöndinni fyrir leikhlé, en í hálfleik var staðan 45:47. Leikurinn var síðan jafn, en undir lokin náði bandaríska úrvalsliðið góðu forskoti og sigraði 85:74. Falur Harðason lék mjög vel og skoraði 18 stig, en Rúnar Ámason kom næstur með 11 stig. Aðstoðar íslenska leikmenn Eddie er þjálfari liðsins og hefur jafnframt, á hveiju ári, aðstoðað efnilega íslenska körfuboltamenn við að komast í góða skóla í Banda- ríkjunum ,svo að þeir geti numið enska tungu og lært listir körfu- knattleiksins af færastu þjálfuram fylkisins. Á hveiju sumri útvegar Eddie Ford körfuboltamönnum og þjálfuram vist í þekktum æfingabúðum, þar sem hægt er að byggja upp og bæta við kunnáttu í íþróttagrein- inni. I sumar fer níu manna hópur og þjálfari frá körfuboltadeild KR. Eddie Ford og Alan Hatcher hafa haldið þjálfaranámskeið fyrir 25 íslenska þjálfara, en fyrir það vilja þeir enga greiðslu. Þeir hafa hins- vegar lagt til að þátttökugjald verði lagt í sjóð svo unnt verði að fá þekktan bandarískan háskólaþjálf- ara næsta sumar. Árið 1984 skipulagði Eddie för íslenska unglingalandsliðsins um allt Kentucky fylki, þar sem hinir þekktu körfuboltaháskólar Louis- ville og Kentucky vora heimsóttir í ógleymanlegri tíu daga ferð. Valið úr 15.000 leikmönnum Hvað olli því að þú komst til Is- lands? „Stew Johnson, skólabróðir og fé- lagi minn í körfuboltaliði Murray State háskólans, hafði leikið í mörg ár víða um Evrópu, meðal annars á íslandi 1979-1982. Hann aðstoð- aði mig við að skipuleggja fyrstu keppnisferð Kentucky stjömuliðsins til Evrópu 1983. Þannig komst ég í samband við Jón Sigurðsson og unglinganefnd KKÍ.“ Hvernig velur þú úrvalslið Kentucky? „í Kentucky fylki era um 350 menntaskólar með 2-3 drengjalið hvert. Það era því um 15.000 leik- menn á aldrinum 16-19 ára, sem leika körfubolta í mínu fylki. Það er mikið verk að fylgjast með efni- legustu leikmönnum þessara skóla og nýt ég því góðrar hjálpar frá mörgum þjálfuram. Eftir keppn- istímabilið era valdir 20 strákar, allir á átjánda ári og eftir strangar æfingar og fjölda leikja, tilkynni ég endanlegt lið í byijun maí mán- aðar.“ Hvert liggur leiðin um Evrópu? „Það era margar góðar minningar úr þessum ferðum, en ég og sam- ferðamenn mínir era sammála um tvennt: Annars vegar þá óvenjulegu tilfínningu að fara austur fyrir jám- tjaldið til Berlínar og leiða hugann að hörmungTjm síðari heimsstyij- aldarinnar og hinsvegar þá stór- brotnu fegurð og kyngimagnaðs kraft í iðram jarðar undir íslandi, en um leið sá friður er ríkir í nátt- úra landsins. Einnig er hin mikla hlýja og gest- risni Islendinga alveg einstök. Þá hef ég eignast marga og góða vini í þessum ferðum, sérstaklega á ís- landi." Miklar framfarir Hefur þú tekið eftír framförum í íslenskum körfubolta? „Það hafa tvímælalaust orðið fram- farir frá fyrstu komu minni fyrir sex árum. Baráttuandi, kraftur, hraði og góðar langskyttur era að- alstyrkur íslenskra liða, en það vantar meiri hæð. íslensk unglinga- lið standa næstum jafnfætis liðum sem við höfum leikið gegn í Evrópu. Leikmenn og þjálfarar þurfa þó að nota sumarið betur til að bæta við sig. I Bandaríkjunum fara leikmenn í nokkurra daga æfingabúðir 2-4 sinnum yfir sumarið og þjálfarar sækja námskeið. Islensk lið gætu sameinast um að halda æfíngabúðir fyrir leikmenn og fengið þekkta bandaríska þjálf- ara til að halda þjálfaranámskeið. Ég veit um marga þjálfara sem væra tilbúnir til að koma hingað fyrir lítið annað en ánægjuna og fría gistingu og mat. Það er annars undravert að jafn margir frambærilegir körfuknatt- leiksmenn skuli fínnast hjá svo fá- mennri þjóð. Islenskur körfubolti er greinilega á réttri leið og ég hlakka til að koma oftar með úrvalslið Kentucky í framtíðinni til íslands.“ Morgunbtaðiö/Árni Sæberg Feðgarnir Travis og Eddie Ford. Eddie Ford er þjálfari liðsins og þetta er í fimmta sinn sem hann kemur hingað með úrvalslið Kentucky. Sonur hans, Travis, er einn besti leikmaður liðsins og hefur verið líkt við kappa á borð við Isiah Thomas og Larry Bird. Lið Kentucky mætir unglingalandsliðinu í dag kl. 16 í íþróttahúsinu í Digranesi. Jón Sigurðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.