Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 9
iHorBtmfcfaaið /ÍÞRÓTTIR ÞKSXIUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 B 9 EVRÓPUKEPPN LANDSLIÐA 19 8 8 Glatt á hjalla hjá írska liðinu eftir sigurinn á Englandi: Sungið og trallað uppi á borðum! ÞAÐ var glatt á hjalla á hótel- inu hjá írska landsliðinu í Stuttgart á sunnudagskvöld- ið, eftir sigurinn á Englend- ingum. Bob Hennessy, fréttamaður Morgunblaðsins í Englandi, var þar staddur og er hann kom í símann í matsal hótelsins er við hringdum í hann heyrðist varla hvað hann sagði, vegna fagnað- arláta í salnum. Ekki var verið að fagna sigrinum heldur þjálfara liðsins, þeim gamalkunna enska landsliðsref Jaek Charlton, sem þá var nýstiginn niður af einu borðinu ásamt Liam Brady, leik- manninum kunna, sem ekki getur verið vegna meiðsla. Þeir sungu þekkt írskt lag og var vél fagnað. Allir skyldaðir tii að syngja! „Næstir á undan þeim upp á borð vom Ray Houghton frá Liverpool [sem skoraði sigurmarkið gegn Englandi] og Chris Morris frá Celtic. Þeir sungu skoskt lag, um Glasgow-borg. Hér sleppur eng- inn. Allir leikmennirnir eru skyld- aðir til að stíga upp á borð og syngja. Næstir em Kevin Moran frá Manchester United og Kevin Sheedy frá Everton," sagði Hen- nessy. „Stórkostlegt“ sagði Jack Chariton þjáKari Skyndilega hvarf Hennessy úr símanum og þjálfarinn, Jack Charlton, var kominn á línuna. Var hann hrærður eftir sigurinn og sagðist í sjöunda himni. „Þetta var stórkostlegt," sagði hann hás- um rómi — enda nýstiginn af „sviðinu". Jack sagði íra ömgg- lega fagna vel alls staðar þetta kvöldið, en lofaði því að þeir yrðu ekki til vandræða. „Eg er viss að þeir þurrka upp alla bari sem' þeir finna! En þeir eiga þó ekki eftir að verða til vandræða," sagði Jack Charlton. Fyrsti sigur íra á Englendingum í 39 ár „Þetta var einn af þeim dög- unu, sem maður fær þá tilfinn- ingu að einhver þarna uppi sé hrifinn af þér,“ sagði Jackie Charlton, landsliðsþjálfari ír- lands, um leið og hann horfði upp til himins. Charlton var í sjöunda himni eftir sigur sinna manna á Englendingum í Stuttgart, 1:0. Fyrsta sigur íra yfir Englendingum síðan í sept- ember 1949, eða í 39 ár. Ray Houghton setti markið eftir aðeins sex mínútur, eftir varn- armistök Englendinga - hans fýrsta landsliðsmark. „Eftir að Houghton setti markið komu í kjöl- farið lengstu áttatíu og fjórar mínútur, sem ég hef upplifað," sagði Charlton, fyrmm miðvörður landsliðs Englands. „Heppnin ekki með Lineker“ „Englendingar em með betri leik- menn, en Irar unnu á geysilegri baráttu og náðu að halda fengnum hlut. Þeir fengu blóð á tennurnar strax í byijun og Englendingar náðu ekki að bijóta niður baráttu íranna. Það var sárt fyrir Englend- inga að tapa, því að þeir fengu mörg góð tækifæri til að koma höggstað á íra. Heppnin var ekki með Gary Lineker," sagði Udo Lat- tek, fyrrum þjálfari Bayern Miinc- hen. Irar hafa ekki tapað ellefu landsleikjum í röð, en Englendingar írland - England 1 : 0 Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Stuttgart 12. júní 1988. Mark írlands: Ray Houghton á 6. mín. Dómari: Siegfried Kirschen, A-Þýska- land. Áhorfendur: 53.000. England: Peter Shilton, Gary Stevens, Tony Adams, Mark Wright, Kenny Sansom, Chris Waddle, Neil Webb (Glenn Hoddle 60. mín.), Bryan Rob- son, John Barnes, Gary Lineker, Peter Beardsley (Mark Hateley 83. mín.). írland: Pat Bonner, Chris Morris, Mick McCarthy, Kevin Moran, Chris Hugh- ton, Ray Houghton, Paul McGrath, Ronnie Whelan, Tony Galvin (Kevin Sheedy 76. mín.), John Aldridge, Frank Stapleton, (Niall Quinn 63. mín.). Mike Byren, sjúkraþjálfari írska landsliðsins, fagnar hér sigrinum. máttu þola sitt annað tap í sautján landsleikjum frá því í HM í Mexikó 1986. Röð varnarmistaka áttu sér stað þegar Houghton skoraði. Kevin Moran tók aukaspyrnu og sendi knöttinn fyrir mark Englendinga. Gary Stevens náði ekki að spyrna knettinum frá. Tony Galvin sendi knöttinn aftur fyrir mark Englands, þar sem Kenny Sansom sendi knött- inn upp í loftið. John Aldridge skall- aði knöttinn þá til Houghton, sem skallaði hann fram hjá Peter Shil- ton. Eftir markið léku Irar sterkan varn- arleik og Pat Bonner, markvörður þeirra, varði oft vel. írar fengu einn- ig marktækifæri. Ronnie Whelan átti t.d. skot í þverslánna á marki Englendinga. „Guð var með okkur“ Þegar Glen Hoddle kom inn á sem varamaður, færðist líf í leik Eng- lendinga. Hann var nær því búinn að skora, en Bonner náði að veija. „Ég er viss um að Guð hafi verið með okkur,“ sagði Bonner. „Ég var mjög ánægður með mína menn - þeir léku vel þrátt fyrir að hitinn hafi verið óþolandi og haft lamandi áhryf. Englendingar voru óheppnir. Draumur þeirra er ekki Ray Houghton skoraði sitt fyrsta mark fyrir írland. búinn. Við getum rétt þeim hjálpar- hönd þegar við leikum gegn Sovét- mönnum, en þá verða Englendingar að klára dæmið gegn Hollending- um,“ sagði Charlton. „Við gefumst ekki upp“ Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englendinga, var ekki ánægður. „Við áttum að gera út um leikinn í seinni hálfleiknum. Það var hreint ótrúlegt hvernig írska markið slapp. Það þýðir ekkert að gefast upp. Við munum vel eftir hvernig við byijuðum í HM í Mexikó - töpuðum þá fyrsta leik okkar, gegn Portug- al. Éftir það fórum við í gang,“ sagði Robson. Staðan A-RIÐILL Spánn 1 1 0 0 1 0 1 0 3:2 1:1 2 1 V-Þyskaland 1 0 1 0 1:1 1 Danmörk 1 0 0 1 2:3 0 B-RIÐILL írland 1 1 0 0 1:0 2 Sovótríkin.... 1 1 0 0 1:0 2 England 1 0 0 1 0:1 0 Holland 1 0 0 1 0:1 0 H IRSKU leikmennirnir skiptu með sér andvirði tæplega 7 milljóna íslenskra króna fyrir að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins. Nú hefur verið tilkynnt FráBob að þeir fái andvirði Hennessyi 3,2 milljóna króna V-Þýskalandi viðbótar — sem skipt verður á milli þeirra — fyrir leikina þijá í B-riðli. ■ GAMLA kempan Liam Brady er með írska landsliðinu í Vestur- Þýskalandi. Hann æfir með liðinu og tekur þátt í öllu með hinum leik- mönnunum — nema að því leyti að hann leikur ekki með! Brady hefur leikið með írska liðinu í 14 ár, en var síðan ekki valinn í hópinn þar sem hann meiddist illa í vetur. í sárabætur var honum boðið með á keppnina. Hann á 68 landsleiki að baki fyrir írland. ■ LEIKMENN sovéska lands- liðsins hafa það ekki eins gott í V-Þýskalandi og leikmenn hinna sjö landsliðanna, sem taka þátt í EM. Þeir búa í skóla við Stuttgart á sama tíma og leikmenn hinna landsliðsnna búa á lúxushótelum. Sovétmenn halda öllum kostnaði í lágmarki og þess má geta að leik- menn þeirra fá ekki að njóta þes,s að Sovéska knattspyrnysam- bandið fái 70 millj. ísl. kr. í kassa sinn fyrir að keppa í úrslitakeppn- inni EM. ■ ÁÐUR en írska liðið fór af hóteli sínu í leikinn við England fékk j)að heillaóskaskeyti frá for- seta Irlands og meðlimum hinnar þekktu írsku hljómsveitar U2. ■ IRSKA landsliðið söng lag inn á hljómplötu áður en það hélt til keppninnar í V-Þýskalandi. Lagið nefnist „The boys in green“ eða „Grænklæddu strákamir“, en bún- ingvr írska liðsins er einmitt grænn. Lagið komst í fyrsta sæti írska vinsældalistans á laugardag- inn. Þess má geta að það var leikið á Neckar-vellinum í Stuttgart fyrir leik Irlands og Englands á sunnu- daginn og tóku írsku áhorfendum- ir vel undir. B RAY Houghton gerði mark Ira gegn Englendingum. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Irland og aðeins annað markið á ferlinum sem hann skorar með skalla. Hitt gerði hann sl. vetur, í bikarleik með Li- verpool gegn Everton í l:0-sigri. ■ EFTIR leikinn á sunnudaginn voru Irarnir Ray Houghton og Tony Galvin teknir í lyfjapróf ásamt Englendingunum Kenny Sansom og Peter Beardsley. Tveir leikmenn eru valdir af handahófi úr hvoru liði eftir hvem leik. Liam Brady.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.