Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 13
jBorann&taÍiiti /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
B 13
Svifið til sigurs
MorgunblaðiÖ/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Steingn'mur er þekktur fyrir djarfan akstur. Hér svífur hann til sigurs ásamt Witek Bogdanski í ralli Bylgjunnar
og Eikagrills á dögunum.
AKSTURSIÞROTTIR / RALL
„Giftur bílnum“
- segir Steingrímur Ingason, sem hefurforystu í
íslandsmeistarakeppninni í rallakstri
EFTIR að hafa tekið þátt í
rallakstri í tíu ár einsetti
Steingrimur Ingason sér að
komast á toppinn. Undanfarin
tvö ár hefur hann barist mark-
visst að þessu, en lent í ýms-
um ógöngum. En í rallkeppni
Eikagriils og Bylgjunnar tókst
honum ætlunarverk sitt og
kom fyrstur í mark. Ef ferill
einhvers íþróttamanns hefur
verið þyrnum stráður er það
raunin hjá norðanmanninum
Steingrími Ingasyni undan-
farin tvö ár.
Gunnlaugur
Ragnvaldsson
eftir
Það hefur aldrei verið nauð-
synlegra en núna að sanna
sig fyrir sjáifum sér og öðrum.
Ég hætti ekki fyrr en ég næ ár-
angri. Annars
væri ég að hegða
mér svipað og sá
sem flýr af hólmi
í einvígi - gugna.“
Þetta sagði Steingrímur fyrir
fyrsta rall ársins, en í fyrra lenti
hann í dæmalausum hrakfórum,
gjöreyðilagði einn keppnisbíl og
lauk aðeins einu sinni keppni, í
hinum bilaði Nissan keppnisbíll
hans. Alltaf hafði hann samt ver-
ið að kitla toppsætin, en dæmið
gekk bara ekki upp. I fyrsta rall-
inu í ár virtist óhappasaga hans
ætla að halda áfram, fyrst bilaði
bíllinn og síðan ók hann of geyst
á lokasprettinum og klessti
bílnum utan í bjarg og skemmdi
hann. Hann komst þó í mark við
illan leik og lenti í flórða sæti.
„Fóma öllu fyrfr ralllð"
í síðasta ralli gekk dæmið svo
loks upp. Frá fyrstu leið var hann
staðráðinn í að sigra, með nýjan
aðstoðarökumann sér við hlið,
Pólverjann Witek Bogdanski,
stóðst hann álagið sem hann var
undir, en Jón Ragnarsson þrýsti
duglega á hann á lokakaflanum,
en hafði ekki eríndi sem erfíði.
En sigurinn hefur kostað meira
en góðan akstur, peningabudda
Steingríms hefur að mestu verið
notuð í að kaupa vélar og drif-
hluti og annað í heimasmíðaðan
Nissan keppnisbflinn. Hann fór
sínar eigin leiðir i hönnun og
smíði bílsins.
„Ég held ég geti aldrei aftur orð-
ið jafn ólánsamur og í fyrra, þeg-
ar ég var að þróa bílinn, ég datt
Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Steingrfmur Ingason hefur lent í ýmsum vandræðum á ferlinum. Hann
vann sinn fyrsta sigur í rallkeppni fyrir skömmu en hér skoðar hann, ásamt
Ægi Ármannssyni (t.v.), brotinn hlut úr drifrás. Þeir óku saman í fyrra
og náðu aðeins að ljúka einu rallinu.
út vegna bilana, alltaf í 2.-3.
sæti,“ sagði Steingrímur í samtali
við Morgvnblaðið. „Nú á bíllinn
hins vegar að vera í toppstandi,
enda tími til kominn. Ég fóma
öllu fyrir rallið, öllum mínum tíma
og peningum. Ég hef búið á Akur-
eyri, rekið litla verslun og nostrað
þess á milli við bflinn fram á
nætur. Tími til afslöppunar og
annars tómstundagamans hefur
nánast ekki verið neinn. Það hefði
ekki þýtt fyrir giftan mann að
hegða sér svona, þessa stundina
má segja að ég sé giftur keppnis-
btlnum."
Markmiðlð að komast að hjá
erlendu llði
„Þáð liggur hins vegar meira en
bara leikurinn að baki þessu
dæmi. Ég ætla að athuga hvort
vetjandi er að fórna sér í þessa
íþrótt, en markmið mitt er að
komast að hjá erlendu keppnis-
liði. Ég tel fslenska ökumenn eiga
fullt erindi hjá erlendum liðum.
Það hefur ekki reynt á þetta að
neinu marki síðan Hafsteinn heit-
inn Hauksson var úti að keppa.
Ég hef trú á því að það sé hægt
að ná langt, ef það tekst ekki þá
veit ég þó að ég hef að minnsta
kosti gert mitt besta til þess. Eft-
ir tíu ár f rallakstri finnst mér að
ég sé rétt að byija."
Steingrímur verður í hörðum slag
hérlendis við nokkra ökumenn í
baráttunni um íslandsmeistaratit-
ilinn. Jón Ragnarsson á Escort
RS, Guðmundur Jónsson á Nissan
RS og Jón S. Halldórsson á Porsc-
he verða líklega helstu andstæð-
ingarnir hans í öllum röllum árs-
ins. „Mér fínnst stórkostlegt að
hafa Jón Ragnarsson með áfram,
en hann var eitthvað að spá í að
hætta. Alveg frá því að ég byij-
aði hef ég miðað mig við Ómar
og Jón, sama hvaða druslu ég hef
ekið. Jón er ekki auðunninn, hann
hefur sterka útgerð og mikla
reynslu. Það er með rallið eins
og aðrar íþróttir, það kemur eng-
inn í fyrstu keppnina og vinnur.
Reynslan er dýrmætust. En á
móti reynslunni tel ég mig hafa
fljótari keppnisbíl. Það er líka
mikið atriði að bíllinn sé „skot-
heldur“ gegn bilunum, því hef ég
sannarlega kynnst. Við erum með
tvo viðgerðarbíla í hverri keppni
og 4-6 samhenta viðgerðarmenn.
Hver keppni kostar okkur á annað
hundrað þúsund krónar, jafnvel
meira í þeim stærri. Ef vel geng-
ur þá er þetta hverrar krónu virði.
Það ætti að ganga vel f ár...“
sagði Steingrímur.
FRJALSAR
Bessi og Krísl-
ján Skúli bæta sig
Bessi Jóhannesson og Kristján Skúli Ásgeirsson, hlauparar úr ÍR,
hafa dvalist við æfingar og keppni í Vestur-Þýzkalandi og sett
persónuleg met á hveiju móti. Síðast kepptu þeir í Menden þar sem
Bessi bætti sig um nær sekúndu í 800 metrum, hljóp á 1:57,6, og
Kristján Skúli bætti sig um nær 10 sekúndur í 3.000 metra hlaupi,
sem hann vann á 8:53,6 mínútum. í síðustu viku settu þeir báðir per-
sónuleg met í 1500 metra hlaupi og bættu sig um þtjár sekúndur
hvor. Bessi hljóp á 4:04,90 en Kristján Skúli á 4:12,70.
ASEA
ÓTORAR
ABB Asea Brown Boveri
NÚ FÆRÐU. .
105g IHEIRIJOGURI
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS !*
* miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.