Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 15
PorgunMaMb /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 B 15 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD (SL-DEILDIN) fltagiiiiMiiteitbffr Síðastu leikir íslandsmótsins hafa verið fjörugir og mikið skorað. Valsmenn og Skaga- menn skoruðu fjögur mörk í leikjum sínum í gækvöldi. Það er athyglivert að nýlið- ar Leifturs hafa ekki tapað leik heim, og ekki heldur unnið. KA hefur komið mest á óvart það sem af er íslandsmóti, hafa unnið þrjá leiki ogtapaðeinum. , Völsungarhafa enn ekki nælt sér í stig og virðist ekki bjartfram- undan hjá / sr £ þeim. / ' / - r - / 4 . /- . Steinar Adólfsson Val (1) i- Erlingur Kristjánsson KA (2) / . Viöar v [«T 1 Þorkelsson Fram (3) Þorvaldur Örlygsson KA(2) Ingvar Guðmundsson Val (1) Karl Þórðarson (A (2) Einar Ásbjöm Ólafsson ÍBK (1) Ólafur Þórðarson ÍA (3) Morgunblaðið/ GÓI Atli Einarsson Víkingi (1) Markahæstu leikmenn Þeir leikmenn sem hafa skor- að flest mörk í 1. deildar- keppninni, eru: Guðmundur Steinsson, Fram5 Aðalsteinn Víglundsson,ÍA...3 Bjöm Rafnsson, KR......3 Pétur Pétursson, KR..3/2 Steinar Ingimundars., Leiftri3 Tryggvi Gunnarsson, Val.2 Trausti Ómarsson, Víkingi ...2 Sigurður Björgvinss.,ÍBK .2/2 Ragnar Margeirsson, ÍBK ....2 Júlíus Tryggvason, Þór.2/2 Hlynur Birgisson, Þór..2 Valgeir Barðason, KA...2 Alls hafa verið sett 56 mörk í 1. deildarkeppninni. KR- ingar hafa skorað flest mörk, eða 10. Valsmenn hafa sett níu mörk og Skagamenn átta. GOLF / EVRÓPUMÓT ÁHUGAMANNA Úlfar Jónsson stóð sig vel á Evrópumóti áhugamanna um helgina. réttrlleio" - segir Úlfar Jónsson sem hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi „ÞETTA mót sýndi mér að ég er á réttri leið og ég er mjög ánægður. En ég set stefnuna á að fara enn ofar á þessum lista,“ sagði Úlfar Jónsson, en hann hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramóti áhuga- manna í golfi sem iauk á sunnudaginn. Úlfar var mjög nálægt því að vera valinn í Evrópuúrvaiið sem mætir Englendingum og vantaði ekki mikið upp á að komast íliðið. m Ulfar lék á 291 höggi og var einu höggi á eftir næsta manni, en sigurvegarinn lék á 284 höggum. Af þeim tólf keppendum sem höfnuðu ofar en Úlfar voru þrír frá þjóðum utan Evrópu. Úl- far var því í 10. sæti af Evrópubú- um. Hann var þó ekki valinn í tíu manna úrval sem mætir Englend- ingum. „Það var búið að velja einn og því aðeins níu efstu sem komust í liðið,“ sagði Úlfar. „Þar að auki hefði ég liklega þurft að leika í fleiri mótum í vetur. Það er ekki nóg að koma bara í eitt mót, þann- ig að ég hefði líklega þurft að vera svolítið ofar til að komast í liðið.“ Úlfar lék á 71 höggi fyrsta dag- inn, 76 höggum annan daginn, þá 70 höggum og loks á 74 högg- um síðasta daginn. Sigurður Pét- ursson og Hannes Eyvindsson tóku einnig þátt í mótinu, en kom- ust ekki í úrslit. „Ætla að verða ofar næst“ Evrópumeistaramót einstaklinga er annað hvert ár, en árið á milli fer fram Evrópumót landsliða. Evrópumót áhugamanna fór síðast fram fyrir tveimur árum og þá var Úlfar með og hafnaði í 43. sæti. „Ég hef tekið fram- förum og það hefur gefið mér mikið að æfa í Bandaríkjunum. Þar eru vellir svipaðir og í Evrópu og það hefði verið mjög erfitt að keppa á þessu móti án þess að hafa reynslu af slíkum völlum," sagði Úlfar. „En nú er bara að halda áfram að æfa. Næsta mót er stórmót Stöðvar tvö, svo er það íslandsmótið og Norðurlandamó- tið. En ég stefni að því að verða ofar á þessu móti eftir tvö ár.“ KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Thatcher áhyggjufull - vegna skrílsláta enskra áhorfenda M ARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, hefur vaxandi áhyggjur af enskum óeirðaseggjum, sem hafa mik- ið látið að sér kveða í borgum V-Þýzkalands undanfarna daga. Óttast hún, að atburðir helgarinnar eigi eftir að stórsk- aða orðstír Breta á alþjóðavett- vangi. Þá gengu hópar enskra áhorfenda berserksgang, mis- þyrmdu fólki, rændu verzlanir og brutu og brömluðu flest sem á vegi þeirra varð. Enskir áhorfendur hafa látið verst þeirra áhorfenda, sem komið hafa til V-Þýzkalands til að fylgjast með Evrópukeppni lands- liða í knattspymu. Fyrir leikinn við íra á sunnudag efndu þeir til mik- illa uppþota og eftir leikinn fengu þeir útrás fyrir reiði sina með því að æða um Stuttgart með látum og barsmíðum. Lögreglunni tókst yfirleitt að hafa hemil á óeirða- seggjunum enda vel undirbúin. Egypti skorinn með brotinni flösku Samt sem áður áttu sér stað skuggaleg atvik á sunnudagskvöld- ið. Þá réðust ensku óeirðaseggimir að egypskum vegfaranda, börðu hann og skám með brotinni flösku. Einnig kom til alvarlegra átaka milli enskra og v-þýzkra óaldar- flokkaí nágrenni jámbrautarstöðv- arinnar í Diisseldorf. Eftir harða bardaga í um 20 mínútur kom á vettvang óeirðalögregla grá fyrir jámum og skakkaði leikinn. Enskir áhorfendur taka nú stefnuna á Dusseldorf en þar mæta Englend- ingar Hollendingum á miðvikudag- inn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir þann leik, þar sem fylgismenn beggja liða em fjöl- mennir og órólegir. Reyndar hafði alltaf verið búizt við einhverjum óeirðum en þær koma á versta tíma fyrir Englendinga, því að meðan á keppninni stendur mun UEFA taka ákvörðun um hvort ensk félagslið fá að vera með í evr- ópumótunum næsta vetur. Reutef Tll mikllla slagsmála kom milli brazkra og v-þýzkra knatt- spymuáhugamanna fyrir utan jámbrautarstööina f Stuttgart. Alls tóku um 60 manns þátt f áflogunum, sam stóðu yflr f tuttugu mfnútur áöur an lögreglan tók f taumana. Reuter Brazkur knattspymuáhugamaöur æplr hér aö v-þýzkum lög- reglumanni eftlr aö hafa variö teklnn höndum f kjölfar óelröa á sunnudagskvöldlö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.