Morgunblaðið - 19.06.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 19.06.1988, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Þegar Hafnfirðingar gerast Reykvíkingar og öfugt Eitthvað mun það vera í blóðinu sem veldur því að mönnum I er hreint ekki sama hvar þeir búa. Enda er fyrsta spurningin þessi þegar menn flytja á nýjan stað: Hvernig kanntu við þig? Á þetta einkum við þegar skipt er um hverfi eða bæjarfélag. I Sumir eru alsælir á nýja staðnum en aðrir með eilífa heimþrá I jafnvel þótt þeir flytji bara úr vesturbænum og upp í Árbæ I eða öfugt. Ung kona utan af landi hóf búskap í Reykjavík I með heimamanni en gekk illa að aðlagast nýja staðnum, I gekk raunar við hliðina á sjálfri sér í mörg ár. „Að fara ofan í bæ“ hafði lítið aðdráttarafl því hún þekkti engan. Verst I leið henni á þjóðhátíðardeginum þegar bæjarbúar söfnuðust saman og allir þekktu alla, nema hún. Stóð hún þá á Arnarhóli með skeifu, í skjóli bak við mann sinn sem hló og skemmti sér konunglega, enda Reykvíkingur. Hjarta hennar var sumsé í heimabænum. En Hvað ræður því hvort menn fái þessa notalegu bæjartilfinningu á nýjum stöðum eða ekki? Er það umhverfið, húsnæðið, fjölskyldan, eða vinir og nágrannar? Eru kannski sumir óvenju „heimakærir“ meðan aðrir eru heimsborgarar og eiga bara heima þar sem þeir hengja hattinn sinn? Hafnarfjörður er 80 ára um þessar mundir og því var ekki úr vegi að rabba við Hafnfirð- inga sem gerst höfðu Reykvíkingar og öfugt. Þótt bærinn liggi svona nálægt höfuðstaðnum hefur hann þó alltaf haldið sér- einkennum sínum og þótt ansi fal- legur, enda hafa Reykvíkingar oft samið smásögur um Hafnfírðinga, sennilega af.tómri öfund, vita þó ekki að Hafnfírðingar hafa alltaf verið ofurlítið veikir fyrir Reykjavík. Eg leit inn til konu í Fossvogin- um, Hafnfirðings sem gerst hafði Reykvíkingur, tvennra hjóna sem komu úr Reykjavík suður í Fjörð og lestina rekur yngissveinn 12 ára, sem upplifði þessa lífsreynslu á sinn hátt. Varð Reykvíkingur um leið „Þegar ég bjó í Hafnarfírði renndum við okkur á sleða niður Reykjavíkurveg, frá Finnshúsi og niður á bryggju," segir Guðlaug Guðrún Guðlaugsdóttir, sem varð áttræð um leið og Hafnarfjarðar- kaupstaður, eða deginum á undan. Og tilhugsunin um að renna sér niður þá brekku af öllum brekkum veldur kátínu hjá okkur báðum þar sem við sitjum saman á heimili hennar í Fossvoginum og ferðumst til baka í tíma suður í Fjörð. „Ann- ars var þetta ósköp rólegt líf í þá daga, karlarnir stóðu undir hús- göflunum og ræddu málin," bætir hún við og kímir. „Foreldrar mínir, Guðrún Jóns- dóttir og Guðlaugur Jónsson, komu gangandi austan úr Arnessýslu um aldamótin með tvo drengi og koff- ort á einum hesti. Ég fæddist svo í Austurhverfí, oft líka kallað Stakkstæði, en það var húsaþyrping þar sem Hverfisgatan er nú. Seinna byggði pabbi húsið á Hverfisgötu 5 og þangað fluttum við og vorum fjögur systkinin, Ragnar, sem seinna var með Hressingarskálann í Reykjavík, Siguijón, en hann fórst með togaranum Robertson í Hala- veðrinu 1925, og svo Jóna Vigdís systir mín.“ Ég bið hana að segja mér frá lífinu í Firðinum þegar hún var þar ung, og hún segir mér að það hafi auðvitað alltaf verið sól og að þau krakkarnir hafi leikið sér í stikk og sto og kýluboltaleik á planinu rétt hjá. A. Hansen. „Svo stálumst við í Hellisgerði sem þá var bara gras og klettar og svo auðvitað hellirinn þar sem við földum okkur. Um- hverfið var afskaplega fallegt, hús- in og garðamir í hrauninu, mamma var með hænsnakofa upp í hrauni og þegar ég fór með henni sá ég hrafnaklukku, burkna og jakobs- fífil, já, Hafnarfjörður var ævintýri. Sigurbjörn Björnsson Morgunblaðið/Ól.K.M. Atvinna var næg í bænum og pabbi hafði alltaf nóg að gera, ég var nú eitthvað að breiða fisk, en mér fannst fiskvinna leiðinleg, fór heldur í kaupavinnu. En athafnalíf var mikið, þama var Einarsbúð og Ferdinand Hansen, Helgabúð og Steingrímsbúð, nú og svo Hótel Hafnarfjörður og Árnabíó á Reykjavíkurveginum. Ámi leigði líka út hjól, það kostaði krónu á tímann. Ég man sérstaklega eftir jólatrésböllunum hjá skipstjórafél- aginu Kára í Gúttó, maður lifði á þeim allt árið. Svo var nú mikið um að vera þegar kafli úr Sögu Borgar- ættarinnar var kvikmyndaður í fjör- unni hjá okkur með Mugg í aðal- hlutverkinu, ó, hann var svo fal- legur!“ Svo fór nú Reykjavík að koma til sögunnar, ekki hefur verið mikið um strætóferðir í þá daga? „Nei, maður fór þetta nú bara gangandi. Þegar ég fór með mömmu til Reykjavíkur hvíldum við okkur við merkta hvíldarsteina og hvíldarkletta á leiðinni og skiptum svo um skó á Skólavörðunni. Kerin- arar fóru með nemendur sína gang- andi báðar leiðir í Þjóðminjasafnið sem þá var á Hverfísgötunni. En Reykjavík var ákaflega spennandi og rúnturinn heillaði nú aldeilis þegar við komumst á ungdómsárin. Þá tókum við vinkonurnar prívatbíl frá BSR eða Steindóri inneftir." Ég hef orð á því að það hafi bara verið veldi á ungu stúlkunum í þá daga og Guðlaug hlær létt og hress:„Já auðvitað! En þetta var nú kannski ekki svo oft, en það var ekki útvarp eða sjónvarp til að trufla mann!“ Eiginmaður Guðlaugar, Gunnar Vilhjálmsson, sem nú er látinn, var einnig úr Hafnarfirði og þau kynnt- ust sem unglingar. „Gunnar var vélstjóri, en þegar Egill bróðir hans byijar með forretningu á Laugavegi 118 í Reykjavík gerist hann starfs- maður hjá honum og þess vegna hefjum við nú okkar búskap í Reykjavík, og þar fæddust börnin okkar, Gunnar, Ragnar, Gyða, Villa, Gréta og Hildur.“ En hvernig var það fyrir unga hafnfirska konu að setjast að í Reykjavík? „Ég held ég hafi bara orðið Reyk- víkingur um leið! Við bjuggum fyrst í Gijótagötu 7 og það var svo hlý- legt í kvosinni þarna í hjarta bæjar- ins. Miðbærinn hefur nú líka alveg sérstakt aðdráttarafl og allt um- hverfið í kring, tjörnin, húsin, já og sundin og Esjan. Það hafði líka mikið að segja að ég lenti strax með ijölskyldu. Það var mikill sam- gangur í okkar fjölskyldu og heim- sóknir tíðar. Ég álít að samneyti við fjölskyldu, vini og bara fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.