Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 B 5 Guðlaug Guðlaugsdóttir Morgunblaðið/Þorkell yfirleitt, sé það mikilvægasta af öllu ásamt góðri heilsu. Annars hef ég alltaf verið sátt við lífið hvar sem ég er og því átt auðvelt með að umgangast fólk.“ Og Guðlaug hefur ekkert slegið af í þeim efnum. Hún gengur ævin- lega til dætra sinna sem búa í Foss- voginum, vinkonu sinnar úr Hafnar- firði sem býr í Bústaðahverfi og svilkonu sinnar í Kópavoginum. Ójá, hana munar ekki um gönguna, Hafnfirðingnum. Hafa mennimir rætur? Nú þarf hún að hugsa sig um. „Hafnarfjörður verður alltaf geymdur í huga mínum, ég held alltaf tryggð við hann og hugsa oft um það þegar ég stóð á Hamars- kotshamrinum og sá yfir fjörðinn og horfði á sólarlagið. Ætli rætum- ar séu ekki þar. Lengst af bjuggum við í Hátúni 35 í Reykjavík, og þegar ég missti manninn minn nefni ég það svona við krakkana mína að kannski ætti ég bara að flytja suður í Fjörð aftur, en þau tóku nú ekki vel í það, Reykvíkingamir. Þegar á allt er litið þá held ég að þótt ræturnar séu kannski fyrir sunnan vil ég heldur búa í Reykjavík, því hér hef ég lifað það besta úr æviskeiði mínu.“ Sálin býr hvar sem er Að hafnfirskum sið tökum við myndir af Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara og Sigrúnu Guð- jónsdóttur (Rúnu) myndlistarmanni fyrir utan hús þeirra á Austurgöt- unni. Þau vom hálfundrandi á að við skyldum ekki hafa áhuga á vinnustofunni, það var jú vaninn, en hún kom þessu máli ekkert við í þetta skipti, og það sagði Gestur hátíðlega við konu sína: Þau hafa bara áhuga á okkur, nú emm við „persona“.“ Gestur er reykvískur sveitamað- ur að sögn, fæddur og uppalinn á bænum Laugamesi, sem þá var 5 km frá Reykjavík, en bjó síðan lengst af eða í 30 ár á Laugarásveg- inum. „Það var hann Þorgrímur sonur okkar sem kom okkur suður í Fjörð, vissi að við vomm að skyggnast um eftir rólegri stað, því oft var ónæði á Laugarásveginum útaf áfengissölunni við hliðina, auk þess var vinnustofa okkar Rúnu orðin of lítil.“ Rúna er reyndar Hafnfirðingur, dóttir Guðjóns Guðjónssonar skóla- stjóra og Ragnheiðar Jónsdóttur rithöfundar og allir þekktu Rúnu „skóló" eins og hún sjálf segir. „Það var dálítið sérstök reynsla að flytja aftur hingað í Fjörðinn. Ég var svo voða fegin að komast burtu úr litla Hafnarfirði og út í hinn stóra heim þegar ég var um tvítugt. Þeg- ar við Gestur komum svo að utan frá námi bjuggum við hér í fimm ár, en þá var ég ekki tilbúin að setjast hér að, vinirnir fluttir og mér fannst ég eitthvað svo innilok- uð héma. En þegar við fluttum hingað 1981 var ég að koma heim aftur og kunni svo sannarlega að meta smábæjarbraginn." Og svo ert þú bara orðinn Hafn- firðingur líka, Gestur? Er sálin kannski komin suður í Fjörð? „Sálin? Já, já, en það em líka svo margar sálir hér í kring skal ég segja þér. Til dæmis hér í hólnum á bak við býr hún Elín. En milli okkar Elínar hefur aldrei verið neinn„konflikt“ sem betur fer. En annars er ég heimsborgari, mér finnst ég eiga heima hvar sem er þegar ég er búinn að koma mér fyrir. Ég er líka lánsamur, hef allt- af fengist við hluti sem ég hef ánægju af. En samt er það nú svo skrýtið að í útlöndum er íslenska „elementið" sterkara. Þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn fór Rúna allt í einu að mála Keili sem hún hafði aldrei gert, en það var kannski lágkúran í landslaginu sem kallaði á það.“ Nú beija gestir að dymm, Rúna tekur á móti þeim en við Gestur veltum áfram vöngum yfir bæjartil- finningu og bæjarsálum. Saknarðu þá einskis frá Reykjavík? „Sú Reykjavík sem ég er alinn upp við er horfin. Útsýnið er að vísu hið sama, þessi mikla dýrð, Esjan, Akrafjall og jökullinn, maður spáði í veðrið eftir þvi hvernig jök- ullinn birtist. Hér í Hafnarfirði er það aftur á móti hraunið sem mér finnst fallegast, og allt þetta smáa og vinalega í landslaginu. Hér er líka miklu lygnara í norðanáttinni. Ég er mjög ánægður hérna. Bæjarbúa þekki ég flesta, því fólkið sem ég kenndi þegar við bjuggum héma þessi fimm ár er uppistaðan í athafnasömu vinnandi fólki hér í bæjarlífínu. Þau þekkja mig og ég það. Nú, svo býr nú eldri dóttir okkar hér í húsinu á móti og annar sonur okkar hér spölkorn frá. Þau fluttu hingað á eftir okk- ur, en fjölskyldutengsl okkar em afar sterk." Við göngum út í vinnustofu þeirra hjóna sem er í húsi því sem verslunin Málmur var eitt sinn í og Hafnfírðingar keyptu naglana sína og önglana, en þá kemur köttur dóttur þeirra úr næsta húsi því nú vill hann láta opna fyrir sér. Ef eigandi hans er ekki heima röltir hann bara yfir götuna og nær í Gest eða Rúnu til að láta þau opna fyrir sér húsið. Greinilega heima- vanur í bænum. Hvað veldur því að fólk fær ein- hveija tilfínningu fyrir bænum sínum? Nú strýkur Gestur hökutoppinn vandlega áður en hann svarar. „Ætli það sé ekki þetta að falla inn í umhverfíð. Þekkja fólkið. Mér finnst það oft skrýtið að ganga um í miðbæ Reykjavíkur og sjá tugi einstaklinga sem ég kannast ekki við. Reykjavík er orðin of stór, ég held að þessi tilfínning sé frekar bundin ákveðnum bæjarhlutum, nokkurs konar hverfistilfinning. Fólk verður að hafa eitthvað sam- eiginlegt, eins og til að mynda hér í Firðinum, þar eiga allir erindi á sama stað, sjáðu héma út um gluggann, ég sé alla Hafnfirðinga þegar þeir fara í Sparisjóðinn!“ Er til eitthvað sem heitir rætur? „Já, en það er undir því komið að umhverfíð breytist ekki. í Laug- amesinu er bærinn horfinn, staður- inn breyttur, staðurinn er jú líka húsið, og húsið er okkar skjól, okk- ar jarðarból. Annars hef ég aldrei haft þessa áráttu að hverfa aftur til fortíðar." Hraunið fallegt, en Esjuna vantar „Ég er Klapparstígsmaður," seg- ir Bjöm R. Lárusson fastmæltur, en hann flutti fyrir tæpum tveim árum til Hafnarfjarðar þvi kona hans, Edda Ársælsdóttir, vildi aftur til bernskustöðvanna. „Edda þekkti staðinn og húsin og hafði mikið dálæti á þeim, og þegar eitt losnaði keyptum við það með því skilyrði þó að við færum aftur til Reykjavík- ur ef mér leiddist. Ég uppgötvaði þó ekki fyrr en ég var fluttur hversu mikill Reykvíkingur ég er.“ Þau hjónin keyptu hús fyrir ofan Hörðuvelli og fluttu þangað ásamt bömum sínum, Orra, Ingibjörgu og Sigurbimi og læðunum Bröndu, Millu og Tinu Onassis. „Kettimir fengu menningaráfall og hurfu í hálfan mánuð eftir að við fluttum," trúir Edda mér fyrir. En Bjöm ólst upp í Skuggahverf- inu og þekkti bókstaflega alla á svæðinu, bæði böm og fullorðna. „Fúllorðnir höfðu meira samneyti við böm í þá daga, til dæmis smíðaði hann Bjössi í Bala, eins og hann var kallaður, bæði sleða og maga- sleða fyrir alla í hverfinu og þá renndu menn sér á Arnarhóli og voru í snjókasti, jafnt stórir sem smáir. Svo var Pálmi í Kveldúlfi með hestagarð við Lindargötuna og þangað voru allir velkomnir til að gefa og kemba. Hornabolti, stór- fiskaleikur og fallin spýta voru vin- sælustu Ieikimir ásamt kúrekaleik þar sem indíánar og hvítir menn komu fyrir og þeim leik stjómaði ævinlega frænka mín þrem árum eldri af mikilli röggsemi. Svo dorg- aði maður við Kveldúlfsbryggju og Verbúðabryggju, og fór svo með kalda fætur upp á Njálsgötu til ömmu. Eiginlega var ég ákveðinn að flytja ekki út fyrir Hringbraut, en við Edda byggðum þó seinna í Selja- hverfi og ég kunni ágætlega við mig þar. Á fyrstu ámnum í Breið- holti var mikið fuglalíf, ijúpan verpti þama og við fórum oft í gönguferðir. En auðvitað var ég alltaf miðbæjar-Reykvíkingur þótt ég byggi í úthverfi. Finnst þér þú kannski enn búa í „úthverfi"? „Nei, ég finn að ég er víst Hafn- firðingur núna." Hvemig þá? „Nú, ég þarf að segja til heimil- is, — og hrekk í kút í hvert sinn. En Hafnarfjörður finnst mér ákaflega „sjarmerandi". Bæjar- stæðið í hrauninu skapar fallegt umhverfi, sérstaklega í gamla bæn- um. Þó vantar eitthvað á ef Esjan er ekki í augsýn. Annars hef ég lítið kynnst bæjarlífinu hér, ég er með fyrirtæki í Kópavogi og Edda starfar á pósthúsinu í Reykjavík þannig að við erum mikið innfrá. Bæjarlífið er friðsælt hér miðað við Reykjavík, því þegar menn nálgast miðbæ Reykjavíkur ríkir nánast öngþveiti, hvergi hægt að leggja.“ Á tóninum er samt auðheyrt að hann kann ágætlega við það. „Já, mér hefur alltaf fundist líf og kraft- ur í Reykjavík." Edda ólst upp í Hafnarfirði til 17 ára aldurs og er mjög ánægð með heimkomuna. Þó fannst henni skrýtið að ganga um götur bæjarins á nýjan leik og segist hafa liðið eins og afturgöngu fyrsta daginn. „En mér fannst það mikill munur að fara ofan í bæ og fínna það að fólk þekkir mig. Maður er eitthvað, meira að segja löggan þekkir mig!“ Svo skellir hún uppúr. „En þegar ég flutti í Seljahverfið í Reykjavík á sínum tíma var ég mjög ánægð með það. Ég var búin að sætta mig við að vera Reyk- víkingur og var að flytja í hús sem ég átti sjálf. Bömin eignuðust strax marga leikfélaga og ég kynntist fólkinu því ég bar út póstinn og bar . því ábyrgð á þætti í daglegu lífi íbúanna um tíma.“ Þegar ég spyr þau hvort þau haldi að Reykvíkingar hafi ein- hveija bæjartilfinningu núna, þegar bærinn er orðinn svona stór, svarar Bjöm því og segist halda að Vest- urbæingar komist næst því, þar sé sterk gömul samkennd mjög áber- andi. Þau hjónin eru sammála um það, að forsendan fyrir því að mönn- um líði vel jafnt á gömlum stöðum sem nýjum, séu góð mannleg sam- skipti. Én í „hvom bæinn“ farið þið nú til dæmis 17. júní? „Til Reykjavíkur að sjálfsögðu," segir Bjöm, en Edda kímir. „Okkar kynslóð hefur mjög sterkar tilfinn- ingar til þess dags, því það var margbrýnt fyrir okkur hvers vegna við höldum hann hátíðlegan, við losnuðum við Dani og þess vegna fengum við flagg til að flagga fyrir forsetanum! 17. júní er á Amarhóli og í miðbænum." Gott að fela sig í hrauninu Sigurbjöm Bjömsson, jmgri son- ur Eddu og Bjöms, hafði sínar ákveðnu skoðanir um bæjarskipt- in.„Grasvellimir em betri í Hafnar- firði." Þar með var málið útrætt af hans hálfu. En hann sleppur ekki strax. Það var þá bara ágætt að flytja í Fjörðinn? „Það var leiðinlegt að skipta um skóla svona fyrst, en ég var fljótur að kynnast krökkunum, átti líka frænda héma. Svo er öðruvísi í skólanum hér, maður kynnist líka krökkunum í eldri og yngri bekkjun- um.“ Em strákarnir betri í fótbolta héma? „Já, þeir æfa miklu meira því það em grasvellir." Leikurðu þér eitthvað öðmvísi hér? „Já, krakkarnir í Hafnarfirði gera miklu meira at.“ Hvað segirðu?! „Já, þá bönkum við á dymar og hlaupum svo í burtu, eða setjum svona snæri í dyrahamrana og tog- um í. Það er svo gott að fela sig í hrauninu. Ég skoða líka oft bátana hér, það gerði ég ekki í Reykjavík." En hvar ætlarðu þá að búa þegar þú verður stór? „Bara í Hafnarfirði eða Reykjavík, eða Breiðholtinu kannski." Viðtöl: Kristín Marja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.