Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 8
8 B
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Raf Wallone í kvikmynd Sidneys Lumets af „Horft af brúnni“.
Kynngimögnuð uppfærsla á verki Millers, sem gerist á meðal
ítalskra innflytjenda í New York.
MYNDIN TIL
HÆGRI: Þegar
allt lék í lyndi.
Arthur Miller
ásamt Marilyn
Monroe.
Arthur Miller
ásamt
föður sínum.
Leikskáldið Arthur Miller fjall-
ar í þessari grein um nýjasta
verk sitt, sem er sjálfsævisaga
hans og kalla mætti „Tímasvig11
(Timebends). Þar rifjar hann
upp líf móður sinnar, föður
síns, sem var misheppnaður, og
síðast en ekki sízt iif konu
sinnar, Marilyn Monroe og hug-
ieiðir þau áhrif, sem hún hefur
haft á verk hans.
Leikhúsið verður að
vera brauð, ekki kaka
Arthur Miller
rifjar upp æsku
sína og áhrif
Marilyn
Monroe á skáld-
skap sinn
í Tímasvigi
Eg vildi verða fyrri til að
leggja til atlögu með því að
skrifa sjálfsævisögu mína
sjálfur. Þrír ævisagnaritarar höfðu
sent til mín fyrirspumir um sam-
starf, en tilhugsunin að sitja og tala
við sama manninn mánuðum saman
fannst mér hræðileg. Ég hugsaði
með mér, að ég gæti vel verið fljót-
ari að skrifa ævisögu mína sjálfur
og hvers vegna skyldi ég þá sía hana
í gegnum einhvem annan? Ég fékk
líka áhuga á því að gera tilraun með
ævisagnaformið með því að lýsa
tímanum sem bugðóttu fyrirbæri.
Ég hafði gert það áður í „Sölumaður
deyr“.
Þegar ég var einu sinni búinn að
fá áhuga lét ég hugboð mitt ráða. Á
aðeins fáeinum blaðsíðum fyrst í
bókinni flyzt móðir mín frá að því
er virtist öruggri tilveru í Manhattan
til lífsins í Brooklyn eftir kreppuna,
þar sem hún varð að fara niður í
kjallara til þess að moka kolum á
miðstöðina. Þess konar uppstokkun
á atburðarásinni með margra ára
millibili endurspeglar vel, hvemig við
hugsum. Við lítum ekki á fortíðina
sem hindrunarhlaup, þar sem hvert
ár er hindrun, sem stokkið var yfír.
Við hugsum í myndum, sem falla
saman eða rekast hver á aðra. Ég
hafði hug á því að láta þessa bók
endurspegla þetta, eins og frekast
væri unnt.
Tengsl skipta máli
Ég er sannfærður um, að tíminn
er alls ekki til í vitund manns. Við
skiptum tímanum niður af nauðsyn,
þannig að þegar ég segi, að ég muni
verða á einhveijum stað kl. eitt þá
erum við sammála um hvenær kl.
eitt er. Menningin myndi ekki geta
þrifizt öðruvísi. En hugir okkar eru
hringiða mynda og minninga, sem
tengjast saman, og það eru þessi
tengsl, sem skipta máli. Þaðan kem-
ur nafnið á bókinni, Tímasvig. At-
burðimir taka strax á sig mildari
mynd og breytast vegna þeirra
tengla, sem við notum til að sveigja
þá saman.
Móðir mín var á sinn hátt skáld á
röngum stað. Fyrir hana var veru-
leikinn ekki lokatakmarkið heldur
staðurinn, þaðan sem lagt var af
stað. Hún áleit, að unnt væri að
breyta öllu með því einu að íhuga
það. Það er þetta, sem skáldið gerir
alltaf. Eins og ég nefni í bókinni,
þá var líkast því sem hún væri alltaf
að varpa sér fram af kletti og horfa
á sjálfa sig falla niður rétt eins og
höfundur ímyndar sér, að hann sé
settur í einhveijar framandi aðstæð-
ur.
Móðir mín hafði til að bera miklu
meiri tilfinningasemi en faðir minn.
Hann var raunsær og þó að hann
væri algerlega ómenntaður, þá hafði
hann betri smekk. Satt að segja var
smekkur hans varðandi leikara betri
en hjá nokkrum öðrum manni, sem
ég hef þekkt. Hann hafði næma til-
finningu fyrir því, hvort einhver leik-
ari var með uppgerð og hann vildi,
að leikari héldi athygli sinni. Hann
vissi ekki, hvemig það var gert og
kærði sig ekkert um að vita það.
Það er athyglisvert, að margir
þýðingarmiklir rithöfundar, þeirra á
meðal Faulkner, Hemingway, Fitz-
gerald, Tsjekhov og Melville áttu
feður, sem þeir ýmist töldu mis-
heppnaða eða voru misheppnaðir í
reynd og sumir höfðu framið sjálfs-
morð. Þessi furðulega tilviljun á einn-
ig við mig, því að fýrirtæki föður
míns fór á höfuðið í kreppunni. Slík
atvik kalia fram skörp viðbrögð hjá
ungum manni eða pilti. Honum fmnst
sem hann geti endurskapað þá ver-
öld, sem var. Hann er bæði reiður
og beizkur út af föðumum, sem
brást, en jafnframt gæddur metnaði,
því að nú hefur honum opnazt leið
til að framfylgja sínu eigin sjálf-
stæði. Rithöfundi með einhvem
metnað fínnst eins og hann sé að
skapa eitthvað algerlega nýtt. Þetta
þýðir, að hann er viljandi eða óvilj-
andi að taka sér föðurhlutverk ein-
hvers staðar, jafnvel þó að það geti
verið, að hann geri sér ekki grein
fyrir því. Þetta er eins konar guðsí-
mynd. Þegar faðirinn er sterkur per-
sónuleiki getur þetta ekki gerzt.
Barátta, sem annars myndi takast,
verður árangurslaus.
Ég gerði mér fyrst grein fýrir
því, þegar ég var að skrifa þessa
bók, að munaðarleysi hefur vissa
þýðingu fyrir mig. Faðir 'minn var í
reynd munaðarleysingi um skeið,
þegar hann var unglingur og önnur
kona mín, Marilyn Monroe, vár mun-
aðarleysingi. Jafnvel ég sjálfur
hljópst að heiman í stuttan tíma, þar
sem ég hélt, að í reynd væri ég ekki
bam foreldra minna alveg eins og
ég er viss um, að sérhvert bam held-
ur líka einhvem tímann.
Það hvarflar að mér nú, að Willy
Loman kynntist föður sínum aldrei.
Faðir hans var goðsögn og bróðir
hans sneri til baka nánast frá þeim
dauðu. Hann er önnur goðsögn. Willy
getur varla munað eftir móður sinni.
Það er rétt eins og einhver fugl hafi
flutt hann með sér og látið hann
detta til jarðar.
í mörgum af verkum mínum reyni
ég að finna svar við þeirri spurn-
ingu, hvar heimkynni okkar eru —
hvort lífíð eigi sér rætur — vegna
þess að nú á dögum hefur fjölskyld-
an leystst upp og fólk býr ekki lengi
á sama stað. Rótleysið er hluti af
eirðarleysi okkar. Það skapar þá til-
fínningu, að í rauninni sé ekkert
varanlegt. Það er þess vegna sem
svo margt fólk heldur því fram í
gamni, að Los Angeles sé borg
framtíðarinnar. Engum, sem þangað
fer og leitar að miðborginni, tekst
að fínna hana. Allir í Los Angeles
em aðkomumenn annars staðar frá.
Þetta er tjaldborg.
Sölumenn í Kína
Ég myndi ekki hafa getað sagt
rétt fyrir um það, að verk eins og