Morgunblaðið - 19.06.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 19.06.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 B 9 „Sölumaður deyr“ ætti eftir að öðlazt þá þýðingu, sem raun ber vitni. Upphaflega var það bókstafsverk um bókstafskenndan sölumann, en það er orðið að svolít- illi goðsögn, ekki bara í Bandaríkjun- um heldur einnig í mörgum öðrum hlutum heims. Ekki eru mörg ár síðan ég fór til Kína til að stjóma þessu leikriti. Þá sögðu allir Kínasér- fræðingamir: „Kínverjar munu aldrei skilja þetta verk. Þeir vita ekki, hvað sölumaður er.“ Það kom' á daginn, að þeir vissu það ansi vel, hvað sölumaður var. Þeim var hins vegar meinað að ger- ast sölumenn. Nú, bara fáum árum seinna, hefur verksmiðja í einkaeign risið þar í hveiju þorpi og hverri’ smáborg og hvort sem þessar verk- smiðjur framleiða skyrtur eða leir- vömr eða eitthvað enn annað, þá em þær þegar búnar að senda hundmð sölumanna af stað út af örkinni. Þetta er svolítið líkt því, sem var í Bandaríkjunum fyrir heimsstyijöld- ina fyrri. Ég býst líka við því, að Rússar eigi eftir að sækja á á þessu sviði. Áður en þessi öld er liðin verð- ur sölumannasprenging alls staðar í Sovétríkjunum. Frelsið sem viðfangsefni „Sölumaður deyr“ er alls ekki það verk mitt, sem mest er sýnt. Það er leikritið „í deiglunni". Ástæðan er að nokkm sú, að það þarf mikinn leikara til að leika Willy Loman og margir smærri leikhópar hafa ekki slíkum leikara á að skipa. Það er einfaldlega leikrit, sem erfiðara er að færa upp. „f deiglunni" fæst við frelsið, sem er fyrirbæri, sem margir minni skólar og kennarar em hel- teknir af. Þess vegna er verkið mik- ið leikið. Ég var vanur að segja, að ég gæti sagt fyrir um það, hvort lýðræðisstjóm í Mið- og Suður- Ámeríku væri um það bil að falla, því að þá var farið að leika þetta leikrit þar. Það sama gerðist, þegar lýðræðisstjom tók við af einræðis- stjóm. Skyndilega var farið að sýna „I deiglunni" alls staðar þar í landi. Það er erfitt fyrir mig að segja nokkuð um, hvort það sé annað hvort þessara verka, sem ég er hreyknast- ur af. Tilfinningar mínar em bundn- ar ákveðnum uppfærslum. Fyrir skömmu sá ég t.d. sýningu í London á „Horft af brúnni", sem var einfald- lega frábær. Hún var með Michael Gambon, sem er sennilega bezti leik- ari Englands nú. Leiksýningin gerði nákvæmlega það, sem ég hafði stefnt að þegar ég skrifaði verkið upphaf- lega, sem sé að halda áhorfendum felmtri slegnum síðustu 10 mín- útumar, af ótta við að allur heimur- inn væri að hrynja. Það kvöld fannst mér sem það væri beztá verkið, sem ég hefði nokkkm sihni samið, en ég hef séð sýningar á öðmm verkum mínum, sem mér hefur fundizt það sama um. í New York em leikhúsin nú á dögum mjög fjandsamleg gagnvart hreinskilnum leikritum af hvaða teg- und sem er .og það jafnvel gagnvart þeim, sem fá góða dóma. Broadway er sýningarbúð — söngleikir, létt- vægar skemmt'anir. Ef ég ætla að sjá eitthvað, sem máli skiptir, þá fer ég í kvikmyndahúsin. í New York em að verki t háska- legri sameiningu hár kostnaður og hátt miðaverð og í rauninni getur eitt dagblað þar orðið til að binda endi á sýnirigar á leikríti. Það er líkast því og unnt væri að láta út- gáfu á sérhverri bók í Bandaríkjun- um takast frábærlega vel með einum bókardómi. En ég er orðinn of þreytt- ur á þessu ástandi til að halda áfram að hrópa mig hásan út af því. Ég hef verið kvartandi allt frá árinu 1952, þegar ég var í stjóm samtaka leikritahöfunda og reyndi að fá alla aðila leikhússins til að sameinast um það að kanna, hvort við gætum ekki sætt okkar við minni hlut, svo að draga mætti úr kostnaðinum al- mennt. Enginn hafði áhuga á þessu. Ég vildi halda í áhorfendur, sökum þess að jafnvel þá þegar fyrir meira en 30 árum var það ljóst, að margir af miðstéttaráhorfendunum vom famir að snúa sér eitthvað annað. Og það er viss hluti miðstéttarinnar, sem ég hef í huga. Við emm að missa kennarana og háskólastúdent- ana, þennan mikilvæga hóp, sem skapar áhuga. Leikhúsið verður að vera brauð, ekki kaka. Pyrir visst fólk á vissum stöðum er það brauð. Þetta fólk þarf á þvi að halda til að lifa. Þá væri hægt að fá leikrit, sem em brauð — sem fást við þá hluti, sem skipta máli. En ekki núna. Þetta er svolítið dapurlegt sökum þess, að við eigum mikið af hæfu leikhúsfólki í landi okkar. Á meðal yngri leikskáldanna hefur Dave Ma- met mikið fram að færa. Hann er hvass, kröftugur og skarpskyggn. Ég held, að það geti vel orðið mikið úr honum. Það em margir aðrir í þessum hópi, sem líka em slyngir. Sam Shepard er einn þeirra. Ástandið er betra annars staðar í Bandaríkjunum og í öðmm löndum. í London t.d. fær maður þá tilfinn- ingu, að fólk vilji að leikhúsið sé gott. Þar er enn til staðar áhorfenda- hópur, sem samanstendur af ein- lægu, menntaðu fólk, er telur, að leihúsið sé staður sem vert sé að stunda og ekki bara afsökun til að komast að heiman. Leikhúsið þar lætur áhorfendur horfast í augu við lífíð frekar en að beina athygli þeirra frá því. En gæta verður að því, að Evr- ópubúar líta bókmenntir öðmm aug- um. í Bandaríkjunum er litið svo á, að höfundur leikrits eða skáldsögu eigi að skemmta fólki og að sögunni ljúki með frásögninni. I Evrópu em meiri líkur á að litið verði á söguna sem myndlíkingu. Evrópumenn álíta, að enginn setjist niður til þess eins að rita sögu. Þeir telja, að hvort sem hann er sér þess meðvitandi eða ekki þá hugleiði höfundurinn eitthvað það í þjóðfélaginu, sem skipti hann miklu máli. Þannig er verk hans gluggi að því lífí, sem fram fer að tjaldabaki í þjóðfélaginu. Evrópu- menn hafa áhuga á verkum, sem þeim finnst snerta mikilvægan streng í sál þjóðfélagsins. Leyndardómurinn um Marilyn Ég efast um, að nokkur hefði get- að spáð því, hve langlíf Marilyn ætti eftir að vera í vitund almennings. Að hún skuli ekki hafa gleymzt er ráðgata og hver sá, sem leyst getur hana, stendur mér framar. Myndir hennar vom mjög fáar og em ekki sýndar það mikið. Hún er þekktari sem persóna en. sem leikkona. - Ég veit ekki hvað ég á að segja um áhrif Mariljm á verk mín. Áhrif- in em líklega.enn til staðar, enda þótt ég fái ekkj enn séð hvar þau liggja. En ég hef samið margt, sem ekki stendur í neinunr tengslum við hana. Þess vegna er þessi spuming ríkari í huga almennings en í huga mínum. Ég samdi eitt kvikmynda- handrit fyrir hana. Það var „Utan- garðsmennirnir" (The Misfíts). Ann- að var það í rauninni ekki. „Eftir syndaflóðið" (After the Fall) var eitt- hvað enn annað. Það var öllu frekar táknræn hugleiðing í víðum skilningi um feril hennar og hörmuleg enda- lok. í verkum mínum sameina ég hið persónulega og hið pólitíska. Nú á dögum er .sá húgsunarháttur í tízku að gera lítjð úr hlutunum. Þar ræður hin ósjálfráða tilfinning, bamaleg og óskoðuð af meðvitundinni. Slíkt verð- ur mjög leiðigjamt. Á hve marga vegu er t.d. hægt að lýsa þvi, hvem- ig einn maður er skotinn? Ef skotið felur hins vegar í sér pólitíska, fé- lagslega og mannfræðilega merk- ingu, þá er það athyglisvert. En gagnrýnendumir segja: „Segið okkur ekki frá því, hvað það þýðir — segið okkur frá því, hvemig hann féll." Ég er upprunninn úr miklu eldri hefð og ég held, að hún muni reyn- ast varanlegri. Þau verk, sem end- ast, tengja saman athugun hins til- fmningaríka á atburðinum og eitt- hvað af þýðingu atburðarins líka. Lúðrasveitadagurinn í Njarðvík: Nemendur Tónlistar- skólans léku við Stapa Keflavík. Lúðrasveitadagurinn var haldinn í fyrsta sinn hér á landi á laugar- daginn og létu nemendur í Tónlist- arskóla Njarðvíkur sitt ekki eftir liggja á þessum degi sem ætlað var að kynna almenningi lúðra- sveitir og starfsemi þeirra. Léku nemendur Tónlistarskólans í um klukkustund fyrir bæjarbúa við félagsheimilið Stapa undir stjóm Haraldar Árna Haraldssonar, skóla- stjóra. Jafnframt var haldinn köku- basar og blómasala til styrktar lúðra- sveitinni sem hyggur á Þýskalands- ferð næsta vor. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Njarðvík hefur verið starfrækt síðan 1976 þegar skólinn var stofnaður og hefur tvívegis farið til tónleikahalds á erlendri grund. Meðlimir lúðra- sveitarinnar em á aldrinum 10 til 20 ára og hafa helstu verkefni sveit- arinnar verið að leika á tyllidögum í Njarðvík og víðar á Suðumesjum, auk þess sem sveitin hefði bæði kom- ið fram í útvarpi og sjónvarpi. Haraldur Ámi Haraldsson, skóla- stjóri, sagði að lúðrasveitin væri skip- uð 25 manns og væm meðlimir henn- ar ákaflega duglegir og áhugasamir. Næsta verkefni yrði að leika á þjóð- hátíðardaginn 17. júní, en ekki væri hlaupið að því að halda hópi sem þessum saman, þegar þessi árstími væri kominn og skólunum lokið. - BB Afmælistilboð kr. 6.195,- kr. 5.900,- stgr. Afmælistilboð kr.41.900,- kr. 39.900,-stgr. AFMÆLISTILBOÐ í tilefni þess að 1 ár er liðið frá því við fluttum í Borgartún 28, bauð Blomberg okkur takmarkað magn af úrvals tækjum á hreint ótrúlegu verði. Láttu þessi einstöku kaup ekki fram hjá þér fara. OM 620 uppþvottavélin Gufugleypir E 601 Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI Biomberq Afmæliskjör á uppþvottavél kr. 8.000,- við útborgun, eftirstöðvar á 10 mán. Blomberq Kraftmikill gufugleypir hámark 375 m3/klst. 3 hraðar fitusía sem má þvo glergufuhlíf stillanlegur fráblástUr að framan eða aftan kolasía fæst aukalega aðeins 43 db á mesta hraða passar slétt undir skápa 5 litir t Þværfyrir 12 manns 50-65° h’iti, val rafþurrkun lækkanleg efri grind 5 þvottakerfi íslensk handþók aqua-stop flæðiöryggi mjög lágvær fæst alhvít og í litum 2ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.