Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 11

Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 b n comið til eftirlits þar er það kallað nn þar reglubundið. Fylgst er með leilsufari þess og áhersla lðgð á tyrirbyggjandi þætti. Akvað að fela ekki sjúkdóminn Jón ákvað þegar hann átti að fara ið leggjast inn á sjúkrahús í fyrsta iinn vegna sjúkdómsins að fela hann ekki. Hann bjó á heimavist ásamt íokkrum öðrum strákum og einn þeirra spurði hvað hann ætti að segja hinum ef þeir spyrðu hvað væri að honum. Hann tók þá ákvörðun að best væri að segja sannleikann. Nú er hann sannfærður um að þetta hafi auðveldað honum að lifa með sjúkdómnum. „Nú á dögum er umræða um syk- ursýki opinskárri en áður var, en þó eru aílt of margir sem loka sig inni í sjálfum sér og gera sér ekki grein fyrir að flestir sem hafa sykur- sýki geta gert það sama og þeir sem eru lausir við sjúkdóminn. Að vísu eru til störf sem við megum ekki sinna. Við megum til dæmis ekki vera flugmenn. Það er vegna þess að við getum brugðist fyrirvaralaust ef við fáum svokallað insúlínsjokk. Það gerist þegar blóðsykurinn lækk- ar skyndilega niður fyrir hættumörk og sjúklingurinn missir skyndilega meðvitund. Fólk skynjar mjög misjafnlega vel þegar þetta er að gerast, sérstaklega þegar blóðsykur lækkar. Eg tei mig þekkja þessi einkenni nokkuð vel hjá mér. Eg er kannski að tala við einhvem og fínn ekki orðið sem ég ætlaði að segja. Síðan verð ég skjálfhentur, svitna mikið og verð utan við mig. Ef þetta kem- ur fyrir er mjög þýðingarmikið að vita af sykri, brauði eða öðru kol- vetni innan seilingar. Við verðum að læra að halda jafíi- vægi milli þeirra kolvetna sem við nærumst á og þeirra sem líkaminn nýtir. Helst á maður að borða kol- vetni sem em lengi að meltast og ef maður erfiðar mikið og líkaminn gengur hraðar á forðann er nauðsyn- legt að borða í samræmi við það. Ef eitthvað bregður út af er skuld- inni stundum skellt á siæmar vöm- merkingar en megnið af þeim mis- tökum sem við gemm í sambandi við mataræði er okkur sjálfum að kenna. Hins vegar er ákaflega slæmt ef ekki er hægt að sjá á vömnni hvert sykurinnihald hennar er og ég veit dæmi þess að fyrir hefur komið að sykri er bætt í vömr sem em merktar sykurlausar. Fór fyrst á jökul í Svíþjóð — Hvemig kom það til að þú byrjaðir að taka þátt í jöklarann- sóknum? „Ég byijaði að vinna á Raunvís- indastofnun Háskólans 1971, þá nýkominn frá námi. Þá var verið að undirbúa miklar boranir í Bárðar- bungu sem síðan vom gerðar 1972. Ég man að ég sáröfundaði þá sem vom í þessu en gat ekki með nokkm móti fengið mig til að spyija hvort ég mætti koma með. Ég var ekki viss um að ég væri maður til að taka þátt í svona ferðum. Sem betur fer var ég síðar beðinn að koma með í ferð til Svíþjóðar þar sem gera átti mælingar á jöklum. Það fór því svo að ég fór fyrst á jökul í Norður-Svíþjóð. Þetta varð til þess að ég hef farið ótrauður í jöklaferð- ir síðan. Félagar mínir vita að hveiju þeir ganga. Eg gerði þeim alveg ljóst að ég gæti bmgðist hvenær sem væri og gæti auk þess ekki ábyrgst að ég hefði fulla vinnugetu." Jón byijaði að vinna með Helga Bjömssyni jarðeðlisfræðingi árið 1979 og heftir farið með honum í ran'nsóknarleiðangra á hveiju ári síðan. Starfssvið Jóns er fyrst og fremst að annast mælitæki og það sem þeim viðkemur. — Hefur þú einhvem tíma lent í vandræðum í jöklaferð? „Nei, sem betur fer ekki. Einu sinni munaði þó litlu. Það bilaði hjá okkur vélsleði og við töfðumst af þeim sökum. Við komum honum þó í gang að lokum en það var áliðið dags og nestið að þijóta. Það er óhætt að segja að þegar ég sá fram á að borða síðasta nestisbitann fór að fara um mig.“ Jöklaferðir gefa lífinu gildi Jón og konan hans, Helga Har- aldsdóttir, em bæði félagar í Jökla- rannsóknafélaginu. „Þetta er skemmtilegur félags- skapur fólks úr öllum starfstéttum og mikil og góð samvinna leikmanna og þekkingarmanna. Ferðimar em sérstakar og gefa lífínu gildi því aðstæðumar á jöklum em svo frá- bmgðnar þeim sem maður á að venjast í daglegu lífí.“ — Er erfítt að hafa hentugan mat með á jökul? „Alls ekki. Við höfum allan venju- legan mat í nesti og fæðið er fyrir- tak.“ Þegar viðtalið fór fram var Jón að undirbúa sig fyrir hina árlegu ferð Jöklarannsóknafélagsins. Ferð- inni var heitið í Grímsvötn og æt- luðu um 30 félagar að gista í nýju sæluhúsi sem komið var fyrir þar á síðastliðnu sumri. Verkefni þessa leiðangursins var að bora eftir heitri gufu og var stór jarðbor með í för. Þeim tókst að fínna heitt vatn og var það leitt inn í nýjan skála Jökla- rannsóknafélagsins við Grímsvötn. Ennfremur er gufan notuð til að knýja rafstöð sem knýr sendi og mælitæki sem ganga stöðugt og senda upplýsingar frá jarðskjálfta- mæli, hallamæli, loftvog og hita- mælum. Rannsóknimar felast í að fylgjast með vatnshæð í Grímsvötnum, gera snjómælingar og mæla ákomu á jöklinum. Einnig er þykkt jöklanna mæld kerfisbundið, vatnsforði þeirra reiknaður út, svo og stærð úrkomusvæðis sem skilar vatni fram í ámar. Allir taka þátt í mælingum og rannsóknum, jafnt áhugamenn og rannsóknamenn og telur Jón það vera allra hag. Tungnáijökull var fyrsti jökullinn sem var mældur með þessu móti og var fundið út hversu stórt svæð- ið er sem skilar vatni fram í Tungná, en hún er uppistaðan fyrir Sigöldu- virkjun og Hrauneyjarfossvirkjun. Nú er unnið að því að gera kort af landslaginu undir jöklinum. „Þegar við vitum hvemig lands- lagið undir jöklinum er getum við gert okkur grein fyrir hvaða breyt- inga má vænta ef jökullinn minnkar eða stækkar og hvaða áhrif slíkar breytingar hafa á vatnasvæði virkj- ananna." Áhugi Jóns á verkefninu leýnir sér ekki og virðist ekki láta sjúk- dóminn aftra sér á nokkum hátt. En er sykursýkissjúklingum óhætt að gera hvað sem er? Hef fundið skilning hjá félögunum „Mér fínnst að fólk sem er með sykursýki eigi ekki að láta það aftra sér. Við emm því sem næst heil- brigð að öðru leyti en því að við þurfum að fá insúlín í sprautu- formi, en aðrir framleiða það í eigin líkama. Sykursýkin sem slík þarf ekki að vera hemill á að menn geti tekið þátt í eðlilegu lífí. Þeir sem hafa þennan sjúkdóm verða að þekkja hann og vita hvemig bregð- ast á við ef einhveijir erfiðleikar koma upp. Marga dreymir um að komast S ferðalög, bæði innan lands og utan, en treysta sér ekki. Auðvit- að setur maður félaga sína í erfíða aðstöðu, en ég hef alltaf fundið mikinn skilning meðal minna félaga og er það ein af aðalástæðum fyrir því að ég hef getað tekið þátt í svona ferðum. Allir hafa gott af því að finna afdrep frá erli dagsins eins og kemur fram í vísu Sigurðar Þór- arinssonar jarðfræðings: Mörg er sú plágan sem þjakar mann sem býr í borg bijótandi niður hans sálu og kropp. Þar er vafstur og amstur og eilíft ráp um stræti og torg. Aldrei þar verður á jaginu stopp. Betr’er á fjöllum konum og körlum koma þau öllum að nýju í lag. Vistin á öræfum eykur pr og styrkir þrótt. Öræfin skulum við gista í nótt“ Viðtal: Ásdís Haraldsdóttir Fer inn á lang flest heimili landsins! Þessi loftpúðavagn er til sölu Vagninn er í mjög góðu standi. Mikil burðargeta. Eigin þyngd um 5 tonn, 10 tonn á öxul. Upplýsingar í símum 42001 (Rúnar) og 687676. í Jeep Wrangler árgerð ’87 (ekinn 9 þús. mílur), Skoda Rapid 130 árgerð ’86 (ekinn 27 þús. km), Toyota Hilux P/U 4x4 árgerð ’83 (ekinn 41 þús. mílur), ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudag- inn 21. júníkl. 12-15. Jafnframt óskast tilboð í Danline-Scavenger M.S. götusóp árgerð ’84. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA. Vígjum nýjan grasvöll ídag. Hátíðin hefst ki. 12.45. ímsmim Fylkisvöllur Tindastóll fdagkl. 14.00 Daihatsu SPORTBÆR JxóbT Hraunbæ 102 Hraunbæ 102 HAGKAUP BOKABUÐ JÓNASAR Hraunbæ 102 Veitingahúsið D AV¥A1) /W BLASTEINN Hraunbæ 102 Hjá STELLU Hraunbæ 102, s: 673530 Hraunbæ 102 VERSlÁNAKJARNm Hraunbæ 102

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.