Morgunblaðið - 19.06.1988, Page 15

Morgunblaðið - 19.06.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 B 15 JEPPAR Á FJALLI Hárið á Hafþóri leiðangursstjóra lagt í bleyti eftir langt hlé. Gatið á Urðarhálsi er stærsta holan á íslandi og ein sú furðulegasta. „Á ég að þora að fara niður í þrjú pund?“ íslenskt ævintýralandslag við rætur Dyngjujökuls í Vatnajökli. Alltfastá. Dyngjuhálsi — þrátt fyrir síma og siglingartæki [ rótum Dyngjufjalla. var því einnig lykill að skálanum. Leiðin um Gæsavötn og yfir Dyngjuháls var ófær, meira að segja í víðustu jeppamerkingu þess hugtaks. Jafnvel tveim vikum áður hafði stór bíll orðið að snúa við. Skyggnið bætti ekki úr skák. Við áttum erfitt með að finna leiðina í gegnum hraunið undir 60 senti- metra snjó. í slíkum erfiðleikum koma belgískur landfræðingur og íslenskur myndatökumaður að meiri notum en siglingartæki. Martine og Þórarinn gengu því á undan bílun- um á meðan hinir hjökkuðu, spól- uðu, mokuðu, spiluðu, ýttu og lýstu með Ijóskösturum. Ef Martine og Þórarinn halda því einhvern tíma fram, að þau hafi gengið yfir landið langsum þá skal ég ekki mótmæla því, svo oft og lengi voru þau búin að ganga á undan bílunum í ferð- inni. Yfir jökul, hraun, auðnir, íshellur og ár. Það var komið miðnætti er við fundum skálann undir Kistufelli. Það hafði tekið okkur 16 tima að bijótast þessa 16 kílómetra stuttu leið úr Gæsavötnum. SJÁ NÆSTU SÍÐU Klukkan var um tvö að nóttu þegar hringt var. Ég fálmaði eftir símanum í myrkrinu. „Það hlaut að vera þú, Hafþór. Hvar ertu núna?“ Ég var farinn að venjast slíkum upphringingum á ólíklegum tímum frá enn ólíklegri stöðum. Síðan helmingur þjóðarinnar fékk farsíma þá hefur hinn helmingur hennar ekki fengið svefnfrið. „64.43.51 ... skrifaðu það hjá þér,“ svaraði röddin í símanum. „Ef þetta er málið á henni, þá skil ég vel, að þú sért andvaka." „... norður og 18.07.46 vestur.“ „Hvar í ósköpunum er það?“ „Það er inni í Nýjadal, eða samkvæmt lórantækinu er það þar. Það er svo mikið myrkur, að ég kannast ekkert við mig. Ég er að fela olíutunnurnar. Ég vona, að ég skilji þær ekki eftir á miðjum veginum.“ Púkalegt dekk Við störðum út í þokuna. Hún var svo þykk, að varla sást á landa- kortið. Samkvæmt lóran-siglinga- tækinu vorum við í rótum Tungna- fellsjökuls á miðju hálendinu. Við höfðum reiknað okkur tvær til þrjár vikur til að aka yfir landið langsum frá hafi til hafs, frá Öndverðarnesi í vestri til Dalatanga í austri. Eftir lO daga á 5 jeppum, höfðum við lagt að baki um helminginn af 800 kílómetra leið. Við vorum að leita að olíubirgð- unum, sem höfðu verið faldar hér einhvers staðar tveim vikum áður. Ég var með lórantölumar, sem Hafþór hafði símað til mín. Það var ekki annað að gera en aka þær uppi. Lóraninn gaf frá sér hljóð- merki, þegar staðnum var náð. Engar tunnur! Við þreifuðum fyrir okkur í þokunni og fundum þær . . . 15 metra frá bílunum. Flutningur tunnanna hingað hafði ekki gengið áfallalaust. Fjaðrabúnaður olíukerrunnar brotnaði svo skilja varð hana eftir og það sprakk á jeppanum, sem dró hana. Undir jeppa á 40 tommu dekkjum getur eitt upprunalegt 20 tommu varadekk ekki einungis valdið skemmdum á drifinu, heldur er það svo púkó, að Hafþór hafði læðst eftir sveitavegum og í skjóli nætur alla leið í bæinn. Kílómetri á klukkustund Mælirinn á skálanum í Nýjadal hafði sýnt tveggja stiga frost fimmtudagsmorguninn 24. sept- ember. Það er ekki nógu gott efni í blaðagrein, svo ég bankaði í hann. Mér fannst vera minnst 10 stiga frost. Bílarnir voru klæddir klaka- brynju eftir að hafa brotist í gegn- um ísinn á Nýjadalsá um nóttina og olíutunnumar voru í klakabönd- um þegar við fundum þær innar í dalnum. Við vomm ellefu saman í hópn- um, sá tólfti sat veðurtepptur á Hveravöllum ásamt flugvélinni sinni. Þetta var minnsta flugvelin á íslandi, svokallað fis, sem hægt var að taka í sundur og flytja á tveim jeppaþökum. Við vomm í stöðugu sambandi við Bmce, flug- manninn okkar, en það hefði verið glapræði fyrir hann að leggja af stað í þessu skyggni. Þegar við nálguðumst Gæsavötn síðdegis birti upp um stundarsakir, nógu lengi til að flugvél úr Reykjavík tækist að finna okkur. Þetta vom sjónvarpsmyndatöku- menn og Ómar Ragnarsson á Dorni- er-flugvél hans. Það vom hvorki veður né skilyrði til lendingar en þeir hentu niður til okkar varahlut- um, sem við þörfnuðumst. í Gæsavötnum er einkaskáli, rammgerður og harðlæstur. Við höfðum ekki áætlað að gista þar en færðin þvingaði okkur til þess. I pakkanum, sem hent var í okkur, Herðubreið rís upp úr stórbrotinni auðninni. Þriðja grein

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.