Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 B 25 AœR 500' <♦ Hófleg sauðfjárbeit leið- ir til batnandi gróðurfars Heiðraði Velvakandi. Miðvikudaginn 8. júní sl. birtist í Velvakanda pistill eftir „Náttúru- unnanda“ undir yfirskriftinni „Reykjanesskaginn í helgreipum frístundabænda." Skrif þessi bera í senn vott um vanþekkingu á beit- armálum á höfuðborgarsvæðinu og það ofstæki í gróðurvemd sem sum- ir virðast haldnir. Er þar skemmst að minnast umijöllunar í Stakstein- um 21. maí, lapin að hluta upp úr Tímanum, og skrifa merktum „Halldóri", í Velvakanda 22. maí þar sem sauðkindin er uppnefnd „bitvargur". Sífellt er alhæft um rótnagað land og tifað á vaxandi gróðureyðingu á Reykjanesskaga og jafnvel í öllu Landnámi Ingólfs — allt af völdum sauðkindarinnar. Hér virðist vera á ferðinni einskon- ar áróðursherferð, hver étur upp eftir öðmm og fijálslega er farið með sannleikann. Málið er bara alls ekki svona einfalt. í upphafi pistilsins segir „Nátt- úmunnandi": „NÚ á þessum fallegu vordögum em frístundabændur í höfuðborginni og nálægum bæjar- félögum að sleppa fénu 'á fjall, á afréttinn, sem þeir kalla svo, á þau fáu strá, sem enn finnast eftir margra alda ofbeit". Fljótt á litið gætu eflaust margir haldið að hér væri mælt af þekkingu og visku. Til að sýna fram á í stuttu máli hve fáránlegur þessi málflutningur „Náttúmnnanda" er ætla ég að taka Reykjavík og Kópavog sem dæmi, sem ásamt Seltjamamesi eiga sameiginlegt upprekstrarland — afrétt Seltjamarneshrepps hins foma. í þessum sveitarfélögum vom rúmlega 4.000 vetrarfóðraðar kindur fyrir 20 ámm, nú aðeins 670. Þetta fé er flutt í afréttinn ofan vörslugirðingar höfuðborgar- svæðisins þegar vel er orðið gróið á vorin. Undanskildir em nokkrir tugir úr Kópavogi sem ganga sum- arlangt í Hvassahrauni í Vatns- leysustrandarhreppi, en félag §ár- eigenda í Reykjavík og Kópavogi, Sauðafell hf., á þar stórt og grös- ugt hraunaland. En það er ekki aðeins að fénu hafi fækkað stórlega á undanfomum 20 ámm. Síðan 1976 hafa engin hross gengið í afréttinum og síðan 1978 hafa fjár- eigendur innheimt árlegt upp- græðslugjald af hverri vetrarfóðr- aðri kind í Reykjavík og Kópavogi, en Seltjarnames er fjárlaust. Græddir hafa verið upp um 60 hekt- arar á ógirtum, gróðursnauðum melum við Bláfjallaveg í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og sveitar- félögin, og þar blasir nú við algróið land sem ber vel þá hóflegu beit sem á því er. Uppgræðslan jafnar því beitarálagið og léttir á landinu umhverfís. Það er ljóst að beit of- býður ekki gróðri í þessum afrétti og þar er fé ekki sleppt á fáein strá eins og „Náttúmunnandi" stað- hæfir.. Þarna fer stráunum fjölg- andi frá ári til árs. Það sést rbeira að segja kvistur. Gróðurfarið fer sem sagt batnandi en ekki versn- andi. Á þessu svæði er lítil gróður— og jarðvegseyðing og nú eingöngu í tengslum við efnisnám, vegagerð, línulagnir og akstur utan vega. Þessar upplýsingar og ýmsar fleiri gæti „Náttúmunnandi" fengið með því að hringja í Búnaðarfélag ís- Vill kynna ísland í Bandaríkjunum Jóhann Guðmundsson hringdi: Ég er búsettur í Bandaríkjunum og ferðast mjög mikið um þau. Sem dæmi get ég nefnt að undanfarna mánuði hef ég ferðast um 10 þús- und kílómetra. Ég ferðast með eig- ið hjólhýsi, en eins og þeir vita sem til Bandaríkjanna þekkja em víða stór svæði, sem ætluð em fyrir hjól- hýsi. Á þessum svæðum er oft margt um manninn, eitt til fímm þúsund manns, og þar em haldnar sýningar og skemmtanir. Til dæmis er algengt að útlendingar sýni myndir frá sínu heimalandi og er það góð landkynning. Og þá_ er ég kominn að kjarna málsins. Ég hef oft verið inntur eftir því á ferðum mínum hvort ég geti ekki sýnt ein- hveijar myndir eða myndbönd frá íslandi, en því miður hef ég ekki átt kost á- því. Nú er ég staddur hér á landi og hef leitað nokkuð víða, til að reyna að fínna slíkar landkynningarmyndir. Því miður hefur mér ekki staðið neitt til boða nema dýr myndbönd, sem ég hef ekki ráð á að kaupa. Þar sem ég tel að með sýningum á þessum stóm svæðum, þar sem margt ferðafólk er saman komið, geti ég kynnt ísland vel, óska ég eftir að heýra frá þeim, sem gætu útvegað mér slíkar landkynningar- myndir. Vonandi hefur einhver áhuga á að leggja mér lið við að kynna Island og óska ég eftir svari í þessum dálki sem fyrst. lands, í síma 19200, en að sjálf- sögðu þyrfti hann einnig að skoða landið. Af gefnu tilefni læt ég þess get- ið hér að ég hef farið með fulltrúum frá Fjáreigendafélagi Reykjavíkur og Sauðfláreigendafélagi Kópavogs í gróðurskoðunarferð vor hvert und- anfarinn áratug til þess að leggja á ráðin um sleppingartíma. í vor var slík ferð farin 6. júní og mælti ég með upprekstri frá og með 10. júní. Fjáreigendur fylgdu ráðum mínum nú sem fyrr, og er mér ljúft og skylt að lýsa því yfir að sauðfé úr höfuðborginni og Kópavogi var sleppt á vel gróið land í vor sem- hefur verið hóflega beitt um margra ára skeið, gagnstætt því sem „Nátt- úruunnandi" og aðrir hafa staðhæft hér í blaðinu og víðar. Reyndar er gróður víða í framför í Landnámi Ingólfs þessi ár sem er eðlileg þró- un í kjölfar minnkandi beitarálags. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Rollurnar af vegunum Til Velvakanda. Fyrir skömmu var stungið upp á því í grein sem birtist í Velvakanda að skylda ætti bændur til að girða rollur sínar af. Þetta er sjálfsögð krafa og með eindæmum að mönn- um skuli líðast að sleppa þessum skepnum lausum t.d. við þjóðvegi eins og Reykjanesbraut. Við Hvassahraun er nú allt fullt af roll- um sem halda sig aðalega í veg- kantinum, spígspora yfir hraðbraut- ina og vala mikilli slysahættu þama. Nú er mikið um það talað að auka þurfi öryggið í umferðinni - hvemig stendur á því að ekkert er gert í þessu máli? Ef rollumar eiga að vera þarna verður að girða veginn af beggja vegna frá Hafnar- firði til Keflavíkur. Hvað ætli fólk segði ef hundaeig- endur sleptu hundum sínum lausum út á göturnar á vorin og hirtu ekk- ert um þá fyrr en að hausti? Þeir sem stunda rollubúskap hafa hins vegar engar skyldur og þurfa enga ábyrgð að bera á því tjóni sem þess- ar skepnur valda. Hvarvetna sem maður ekur eru rollur í vegkantin- um eða á vegunum sjálfum. Það kemur svo á ökumenn að bæta skaðann ef slys hlýst af. Það eiga ökumenn ekki að taka í mál. Bænd- um ber að sjá til þess að rollurnar séu ekki á vegunum eða í grennd við þá, skilyrðislaust.__ Ókumaður ACER500+ (Muttitech) Eigum loks til á lagerAcer 500 + , IBM pc samhæfðu tölvuna frá ACER (Multitech). Þriggja ára reynsla af þessarl tölvu hér á landi ásamt frábæru verði mæla eindregið með ACER 500 +. * örgjafiV-20 4.7718MHz (Norton SI3.1) * seríutengi, hliðtengi, leiktœkjatengi * innbyggt skjákort lit/hercules * 12” pergament skjár á slillanlegum fœti * hercules grafik + rofi til að herma iitforrit í grátóna * 640Kminni, DOS 3.3, Vandaðar handbcekur VISA og EURO - vildarkjör, engin útborgun yg&cf Skipholt 9, símar 622455 og 623566 Opið laugardaga Kl.10-16 SML TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.