Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 \ * Michael Ontkean í mynd Regnbogans. Njósnari snýr aftur Curt Flynn er bandarískur njósn- ari sem sagður er hafa horfið aust- an Járntjaldsins. Þegar honum tekst ,að flýja þaðan kemst hann að því að heima fyrir eru stjórnarmenn sem vilja hann dauöan af öryggis- ástaeðum. Hann er settur i fangelsi en tekst að flýja og heldur til smá- baejarins þar sem hann bjó eitt sinn. Konan hans hefur gifst aftur og ríkur pólitíkus, sem hefur lagt undir sig smábæinn, er mikið að angra hana. Þannig er sagan í myndinni „Street Justice", sem bráðlega verður sýnd í Regnboganum. Með aðalhlutverkið fer lítt þekktur leikari að nafni Michael Ontkean frá Tor- onto í Kanada en leikstjóri er Ric- hard Sarafian, sem gert hefur sjón- varpsþætti og þíómyndir jöfnum höndum. Meðal mynda eftir hann eru „The Man Who Loved Cat Dancing" með Burt Reynolds og „Sunburn" með Farrah Fawcett en í gamla daga leikstýrði hann m.a. þáttunum um Dr. Kildare. Handritshöfundur er James J. Docherty en sá á að baki 23 ára feril innan lögreglunnar í Los Ang- eles. Alan Parker LJL I LIHI LVirAiyNL/lNNA Kynþáttahatur í Miss- issippi Jeff Bridges (til vinstri) og Coppola styðja sig upp við Tucker-bíl ásamt hópi ieikara þegar tökur myndarinnar stóðu yfir á síðasta ári. Alan Parker snýr aftur til fortíð- arinnar í nýjustu mynd sinni, „Mississippi Burning", sem hann er að leggja síðustu hönd á um þessar mundir vestur í Banda- ríkjunum. Parker þekkir orðið bara vel til þar vestra, því það hefur hann gert flestar myndi sinar síðustu tíu árin, nú síðast „Angel Heart" með ekki ómerkari mönnum en Mickey Rourke og Robert De Niro. En að þessu sinni hefur Parker hreiðrað um sig i Jackson, höfuðborg Mississippi, sem er eitt frægasta suðurríki Bandarikjanna. Mikið rétt; við- fangsefni myndarinnar er stirð samskipti hvítra manna og svartra þar um slóðir og gerist á stormasömum tíma í sögu þjóð- ar, nánar til tekiö 1964. Sagan hefst á því að Ander- son, útsendari alríkislögrelgunn- ar (FBI), sem Gene Hackman leik- ur, fyrirskipar árás á vinsælan veitingastað í hjarta borgarinnar. Hann veit, rétt eins og allir aðrir, að Ku Klux Klan rekur þennan stað og selur bruggað brennivín. en Hackman er ekki að leita að brennivini, heldur er að leysa flókna morðgátu: hann hefur fengið það verkefni að rannsaka dularfullt morð þriggja ungra manna þar í borg. Hann byrjar þvi rannsóknina á að ráðast á veitingastað, sem hann telur vera leynilegan fundarstað meðlima Ku Klux Klan og annarra á mála hjá þeim. Hackman kemst skjótt að því að háttsettir embættis- menn borgarstjórnarinnar eru flæktir i vond mál. Sagan að baki myndinni varð til vegna atburöa sem áttu sér Þegar Francis Ford Coppola var sjö ára stofnaði maður að nafni Preston Tucker bílafyrirtæki í Bandaríkjunum. Það var árið 1946. Tucker var uppfinningamaður og hafði hannað b'freið sem í var vatnskæld vél að aftan, diskaheml- ar og öryggisgler svo eitthvað sé nefnt. Bifreiðin var örugg, falleg í útiiti, frumleg og fólk hafði efni á henni (framljósin, sem voru þrjú, snerust með framhjólunum og voru ein af fáum uppfinningum Tuckers sem stóru bílafyrirtækin í Detroit átu ekki upp eftir honum). Fimmtíu Tucker-bílar voru fram- leiddir áður en sett var í gang rann- sókn á fyrirtækinu árið 1948, sennilega vegna þrýstings frá Detroit-risunum, vegna kæru um brot á öryggislögum. Þótt Tucker hafi síðar verið hreinsaður af ákær- um höfðu þær og mikil neikvæð umfjöllun fjölmiöla hrætt fjárfest- ingaraðila frá fyrirtækinu og það fór á hausinn. Tucker lést árið 1956, 53 ára gamall, og þá vann „-hann að nýju verkefni; framtíðarbíl sem skyldi gera í Brasilíu og átti að heita „Carioca". Coppola hefur nú gert bíómynd um Tucker („Tucker: The Man and His Dream") með Jeff Bridges ítitil- hlutverkinu en áhugi hins umdeilda leikstjóra á manninum og maskínu hans kviknaði strax í æsku þegar hann sá „þennan fallega bíl og heyrði frá föður sínum að þau hefðu keypt hann, ættu að fá hann, en hann kom aldrei". Þegar Copp- ola spurði föður sinn hvers vegna bíllinn hefði aldrei komið sagði fað- ir hans:„Þeir hröktu hann frá. Bíllinn hans var of góður." Fjörutíu og fimm Tucker-bílar eru ennþá til og þar af eiga Copp- ola og George Lucas, sem er ann- ar framleiðandi myndarinnar, einn hvor. Þeir fengu átján til viðbótar lánaða frá Tucker-bílaklúbb Bandaríkjanna til að nota í mynd- inni. Tucker-bíllinn tekur ekki mikið pláss í sögu bílaiðnaöarins en mynd Coppola á sjálfsagt eftir að gera nafn bílasmiðsins frægt aftur. Coppola og Lucas; litli maðurinn og risafyrirtækin. Myndin kostar 24 milljónir dollara og verður því að ná inn talsvert mörgum áhorfendum og metað- sókn er fjarri því að vera gull- tryggð. En Coppola hefur heldur aldrei sýnt mikipn áhuga á gull- tryggðum verkefnum. Hliðstæðurnar í lífi hans og Tuckers eru svo miklar í hugum kvikmyndaliðsins að þegar það talar um myndina er stundum eins og verið sé að gera mynd um ævi Coppola (mestur hluti kvikmynda- liösins hefur unnið með honum í tíu ár eða meira og hefur gengið með honum í gegnum hinar slæmu viðtökur sem „One From the He- art" fékk árið 1982, missi kvik- myndaversins og það sem var verst af öllu, missi sonar hans Gio í bátaslysi fyrir tveimur árum). Hin- ar miklu skuldir sem Coppola steypti sér í og hin neikvæða um- fjöllun fjölmiðla á sér hliðstæðu i sögu Tuckers, einnig áhersla Coppola á fjölskylduna, sýninga- gleði hans og eldheitur áhugi í gallhörðum iðnaði. Eins og Pres- ton Tucker hefur Coppola gert sér líf úr því að taka djarfar og jafnvel sjálftortímandi áhættur. Tucker hefði orðið öðruvísi mynd fyrir tuttugu árum. „Þegar ég var í háskóla vildi ég gera hana einsog „Citizen Kane“: Preston Tucker deyr og bíllinn deyr með honum," segir Coppola. „Á „Apoc- alypse Now“-tímabilinu fékk ég áhuga á að gera myndina í Kabuki- stílhum, stórbrotinn og fjölbreytt- an tónlistarviðburð." Tucker gleymdist í bili þegar Coppola keypti kvikmyndaver í Hollywood og lagði útí „One From the Heart" sem kostaði 26 milljónir en náði inn tveimur. Næstu árin fóru í að borga skuldir og sýna Hollywood- liðinu að hann gæti gert litlar myndir á tíma- og fjárhagsáætlun. Árið 1985 lifnaði aftur yfir Tuck- er-verkefninu þegar Coppola hringdi í vin sinn Lucas og spurði útí loftið hvort hann vildi ekki fram- leiða „Tucker". Lucas samþykkti strax enda hafði hann haft svipað- an áhuga á bílasmiðnum og Copp- ola frá því þeir unnu saman fyrr á árum. Nýja Lucas-Coppola útgáfan er Capraísk saga um litla manninn í baráttu við viðskiptajöfra sem vilja hann frá: „Myndin er um lítinn Bandaríkjamann sem er mjög elskulegur og á fjölskyldu og reyn- ir að framkvæma draum sem hann á, gegn vilja samvisku- og hugsun- arlauss kolkrabba sem um síðir kyrkti bandaríska efnahaginn," segir Coppola. Þótt Lucas hafi gert fimm af tíu mestsóttu bíómyndum kvikmynda- sögunnar átti hann í mesta basli islögreglunnar, en ég vona svo sannarlega að það sé aöeins við fyrstu sýn. Mér hefur mistekist hrapalega ef mér heppnast ekki að sýna einnig manneskjuna sem lifði þessa atburði, pólitíkina að baka fólkinu. Mér er það fullkom- lega Ijóst að það er erfitt að gera í Hollywood kvikmynd sem fylgir ekki út í æsar gömlu formúlunni, því meginmarmið flestra í Holly- wood er að græða peninga; ekki skapa listaverk. En það segir sig sjálft að ég væri ekki hér ef ég fengi ekki að ráða minni mynd sjálfur". Parker hefur fengið marga góða leikari til liös við sig, en fyr- ir utan Gene Hackman, eru þeir Brad Dourif og William Dafoe í stærstu hlutverkunum. Dourif (sem er enn þekktastur sem Billy í „Gaukshreiðrinu") leikur spilltan lögregluforingja, en Dafoe (sem leikur i „Platoon") leikur aðstoð- armann Hackmans. „Mér er ekki um það þegar leikstjórar eru sifellt að blaðra og gefa háværar skipanir", segir Gene Hackman, „og einmitt þess vegna likar mér vel við Parker. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og það gerir vinnu leikar- ans bæði skemmtilegri og auð- veldari. Hann hefur einstakt lag á því að fá fram það besta í sér- hverjum leikara". Myndin verður tekin til sýninga seint á þessu ári. Hennar er beð- ið með talsverðri eftirvæntingu og verður gaman að sjá hvers konar sögu Alan Parker segir frá þeim slóðum sem rithöfundurinn William faulkner gerði ódauðlegar í bókum sínum. Gene Hackman og William Dafoe leika útsendara alríkis- tögreglunnar f mynd Alans Parkers, „Mississippi Burning'*. stað árið 1964, sem var mjög merkilegt ár og markar raunar þáttaskil i sögu Bandarikjanna. Það var árið eftir að Kennedy forseti var myrtur. Samþykkt voru ný lög um réttindi borgaranna, aðskilnaöur hvítra og svartra bannaður, og var dómsmálaráð- herra heimilt að re/sa hverjum þeim sem ekki fylgdi lögunum. Þetta sama ár hlaut Martin Lut- her King friðarverðlaun NóbelS. „Mississippi Burning" er vafa- laust kraftmesta sagan sem Parker hefur gert í heilan áratug, eða síðan hann gerði „Midnight Express". Á yfirborðinu virðist hér vera á ferðinni enn ein leyni- lögreglusagan frá Hollywood, og Parker þvertekur ekki fyrir það. „vissulega er ég að segja sögu af leynilöggum, útsendurum alrík- C®pp®la og bílaheimurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.