Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
Iþróttamót Mána í Keflavík:
Keppti fyrsta
sinn og sigr-
aði í 3 greinum
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Fimm efstu knaparnir í fjórgangi: Sigurvegarinn Hrönn Ásmundsdóttir á Eldi er lengst til vinstri. Við
hlið hennar er Guðmundur S. Olafsson á Lárusi- Rökkva, þá Sigurlaug Anna Auðunsdóttir á Létti,
Ólafur Guðmundsson á Fagra-Blakk og lengst til hægri er Olafur Eysteinsson og Sindri.
Keflavík.
HRÖNN Ásmundsdóttir á hestin-
um Eldi sigraði í þrem greinum
á íþróttamóti hestamannafélags-
ins Mána sem fram fór á Mána-
grund dagana 28. og 29. maí.
Hrönn, sem nú keppti í fyrsta
sinn í flokki fullorðinna, sigraði
í tölti, fjórgangi og í íslenskri
tvíkeppni. Glæsilegur árangur
og í úrslitakeppninni var aldrei
spurning um sigur þeirra Hrann-
ar og Elds. Ágæt þátttaka var í
mótinu, en eins og svo oft áður
voru hestar og knapar misjafnir
að gæðum. Virtust sumir hest-
anna lítið sem ekkert undirbúnir
fyrir keppni sem þessa og nokkr-
ir knaparnir kunnu ekki pró-
grammið og var vísað úr keppn-
inni fyrir vikið.
Urslitin í mótinu urðu þessi:
Tölt fullorðinna
1. Hrönn Ásmundsdóttir á Eldi.
2. Sigurlaug Anna Auðunsdóttir á
Létti. 3. Stella Ólafsdóttir á Fork.
4. Ólafúr Guðmundsson á Fagra-
Blakk. 5. Guðmundur S. Ólafsson
á Lárusi-Rökkva.
Fimmgangur
1. Guðmundur S. Ólafsson á
Nasa. 2. Hallgrímur Jóhannesson á
Ljúf. 3. Viðar Jónsson á Salómon.
4. Sigurður Kolbeinsson á Gjafar.
Hrönn Ásmundsdóttir og Eldur
sigruðu einnig i töltí og Islenskri
tvíkeppni, en hún kepptí nú i
fyrsta sinn í flokki fullorðinna.
5. Hulda Geirsdóttir á Hektor.
Fjórgangur
1. Hrönn Ásmundsdóttir á Eldi.
2. Guðmundur S. Ólafsson á Lár-
usi-Rökkva. 3. Sigurlaug Anna
Auðunsdóttir á Létti. 4. Ólafur
Guðmundsson á Fagra-Blakk 5.
Ólafur Eysteinsson á Sindra.
Hindrunarstökk
1. Stella Ólafsdóttir á Fork. 2.
Hulda Geirsdóttir á Hektor. 3. Þór-
ir Ásmundsson á Tinna. 4. Jón
Guðmundsson á Andvara. 5. Hlynur
Kristjánsson á Kvisti.
I íslenskri tvíkeppni sigraði
Hrönn Ásmundsdóttir, í skeiðtví-
keppninni Hallgrímur Jóhannesson
og stigahæsti knapinn varð Sigurð-
ur Kolbeinsson.
Tölt unglinga i eldri flokki
1. Jón Guðmundsson á Skyggni.
2. Bjami Stefánssoná Geisla. 3.
Þuríður Halldórsdóttir á Dröfn. 4.
Heiðar Guðmundsson á Gáska. 5.
Erla Ölversdóttir á Eldhamri.
Fjórgangur.
1. Jón Á. Helgason á Gáska. 2.
Bjami Stefánsson á Geisla. 3. Jón
Guðmundsson á Skyggni. 4. Heiðar
Guðmundsson á Gáska. 5. Þuríður
Halldórsdóttir á Dröfn.
Tölt unglinga yngri flokkur
1. María J. Pálsdóttir á Stjama.
2. Guðríður Hallgrímsdóttir á
Neista. 3. Marta Jónsdóttir á
Bjarka. 4. Baldur Friðbjömsson á
Skjóna. 5. Bogi J. Antonsson á
Mána.
Fjórgangur
1. María J. Pálsdóttir á Stjarna.
2. Guðríður Hallgrímsdóttir á
Neista. 3. Þómnn Ólafsdóttir
Þekk. 4. Marta Jónsdóttir á Jarp.
í íslenskri tvíkeppni í eldri
flokknum sigraði Jón Guðmundsson
og í yngri flokknum sigraði María
J. Pálsdóttir.
Ágætt veður var báða móts-
dagana og vom áhorfendur §öl-
margir. Hestamennskan á vaxandi
vinsældum að fagna á Suðumesjum
eins og svo víða annars staðar og
er árangur yngra fólksins einkar
athyglisverður.
- BB .
Landssamband lífeyrissióða:
Vantar lög um starf-
semi lífeyrissjóðanna
AÐALFUNDUR Landssambands
lífeyrissjóðanna hefur samþykkt
ályktanir þar sem stjórnvöld eru
hvött til að leggja sem fyrst fram
frumvarp til laga um starfsemi
lífeyrissjóðanna svo varanlegur
grundvöllur fáist fyrir starfsemi
sjóðanna. Einnig mótmælir fund-
urinn þeirri skerðingu sem tekju-
tryggingarkerfi almannatrygg-
inga veldur á lífeyri frá lífeyris-
sjóðunum.
Ályktanir fundarins vom eftir-
farandi:
„Aðalfundur Landssambnds
lífeyrissjóða hvetur stjómvöld til að
leggja fram á alþingi, svo fljótt sem
auðið er, frumvarp til laga um starf-
semi lífeyrissjóða, sem legið hefur
hjá ríkisstjóminni í tæpt ár. Harm-
ar Landssambandið að umræður um
þetta brýna málefni hafí dregist svo
sem raun ber vitni og bendir á að
flestir lífejrrissjóðimir hafa verið
reknir á bráðabirgðaákvæðum í yfír
12 ár í trausti þess að senn hilli
undir heildarlöggjöf. Horfír til mik-
illa vandræða, ef ekki fæst varan-
legur gmndvöllur undir starfsemi
sjóðanna. Þessari löggjöf er einnig
ætlað að greiða fyrir sameiningu
lífeyrissjóðanna, sem er forsenda
þess að unnt sé að ná auknum
spamaði i rekstri þeirra.
Þá mótmælir aðalfundur Lands-
sambands lífeyrissjóðanna þeirri
skerðingu, sem tekjutiyggingar-
kerfi almannatrygginga veldur í
síauknum mæli á lífeyri frá lífeyris-
sjóðunum. Margur lífeyrisþeginn
sér að loknum áratugalöngum
greiðslum' til lífeyrissjóða að hann
er litlu betur settur en fólk, sem
aldrei hefur greitt í lífeyrissjóði.
Þannig er jafnaður út sá réttur, sem
félagsmenn sjóðanna hafa keypt
með 10% iðgjaldi af launum á langri
starfsæfí. Skorar aðalfundurinn á
stjómvöld að láta fara fram athug-
un á tvísköttun iðgjalda og lífeyris
ásamt tengslum þessarar skatt-
lagningar við tekjutryggingu al-
mannatrygginga."
Morgunblaöið/Ólafur Bemódusson
Héldu hlutaveltu á Skagaströnd
Þessir hressu krakkar á Skagaströnd héldu hlutaveltu nú nýverið tíl ágóða fyrir nýbyggingu kirkj-
unnar. Söfnuðu þau 4.250 krónum sem þau afhentu séra Ægi Sigurgeirssyni sóknarprestí. Krakk-
amir eru frá vinstri: María Jóna, íris Jóna, Bjarney, Hrefna Jón, Jón Ólafur og Elín Ósk.
Leiðrétting
Þijár prentvillur slæddust inn í
kvæði til aldraðra íslendinga eftir
Hugrúnu, sem birtist hér í blaðinu
þann 17. júní sl. í þriðja síðasta
erindinu stendur: „sem kannski
hefur gleymst að borga fyrir á æfí
þinni." Þama á að standa .. .að
borga fyrr á æfí þinni. í næsta
erindi þar á eftir stendur: „En sjá
hvemig litlar...“ Þama á að
standa: En sjáið hvernig... o.s.frv.
í síðasta erindinu stendur: „Við
sannarlega óskum þjóðar hún beri
hreinan skjöldinn." Þama á að
standa: „Við sannarlega óskum
þjóð ...“ o.s.frv.
Sumarmarkaður
Dæmi: Jakkar
Barnabuxur
Fullorðinsbuxur
Pils
frá 900 kr
frá 600kr.
frá 800 kr.
frá 900kr.
Sumarmarkaðurinn, Kjötmiðstöðinni, Garðabæ.