Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988 31 Tékkóslóvakía: Jakes líkir stefnu sinni við hugmyndir Dubceks París, Reuter. MILOS Jakes, leiðtogi Tékkósló- vakíu, segir að stefnu sinni megi líkja við stefnu Alexanders Dub- ceks, sem steypt var af stóli eft- ir innrás Sovétmanna í Tékkósló- vakíu árið 1968, en hann hyggist hins vegar beita ððrum leiðum til að fá henni framgengt. Jakes segir í viðtali sem birtist i franska dagblaðinu L’Humanite í gær að helsti lærdómurinn sem draga megi af „vorinu í Prag“ sé sá að kommúnistaflokkurinn megi ekki „missa tökin á þróun- inni.“ „Enginn munur er á stefnu um- bótasinnanna í janúar 1968 og til- Botswana: Gaborone, Botswana. Reuter. lögum okkar nú,“ segir Jakes í við- talinu. „Sú leið sem þeir kusu til að fá henni framgengt er hins veg- ar ólík þeirri sem við kjósum nú,“ bætir hann við. Jakes segir að umbótastefna Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga ryðji brautina fyrir breytingar í Tékkóslóvakíu og að stjómvöld í Prag hyggist fyigjast grannt með flokksráðstefnunni í Moskvu í næstu viku. „Umræðurnar þar munu auka þekkingu okkar á ástandi og þróun kommúnismans," . segir Jakes. Hann bætir þó við áð umbætumar í Tékkóslóvakíu verði öðmvísi en í Sovétríkjunum. „Við hyggjumst þróa kommúnismann frekar, gera hann skilvirkari efna- hagslega, nútímalegri, réttlátari, öflugri og meira aðlaðandi," segir Jakes. Jakes tekur þó fram að þessar umbætur komist ekki á sjálfkrafa og þær mæti andstöðu og skilnings- leysi meðal vissra afla í þjóðfélag- inu. „Vissar venjur, hefðir og hug- myndir halda velli,“ bætir hann við. Jakes hefur hampað umbóta- stefnu Gorbatsjovs, glasnost og perestrojku, síðan hann hefur verið við völd, en vestrænir stjómarerind- rekar benda þó á að hann hafi tek- ið þátt í hreinsunum innan tékk- neska kommúnistaflokksins eftir innrás Sovétmanna árið 1968. Jak- es hafi verið ábyrgur fyrir því að 70.000 fijálslyndir stuðningsmenn Dubceks vom reknir úr flokknum og 350.000 flokksskírteini vom gerð ógild um tíma. Þá hefur eftir- lit tékknesku lögreglunnar með andófshópum aukist síðan Jakes komst til valda og árásum á þá í opinberum fjölmiðlum hefur fjölgað um leið og 20 ára afmæli innrásar- innar í ágúst 1968 nálgast. Tveir suður-afrískir skemmdarverka- menn handteknir YFIRVÖLD í ríkinu Botswana, sem á landamæri að Suður- Afríku, skýrðu frá því í gær að óvopnuð lögreglusveit hefði komið sveit suður-afrískra skemmdarverkamanna á óvart á stað u. þ. b. átta km frá höfuð- stað landsins, Gaborone. Mönn- unum, þrem hvítum og tveim svörtum, tókst að flýja á brott i Iögreglubíl eftir að hafa skotið á lögreglumennina og sært einn lifshættulega. Bíllinn fannst seinna yfirgefinn nálægt landa- mærunum. Tveir hvítir menn, sem tengdust hópnum, náðust er þeir reyndu að komast yfir landamærin. Skömmu eftir skotbardagann sprakk sprengja í höfuðborginni, Gaborone. Ekki var tilkynnt um neinn mannskaða af völdum sprengingarinnar en bíll eyðilagð- Noregur: Brundtland tilnefnd til friðarverð- launa Nóbels Ósló, Reutcr. GRO Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, er í hópi þeirra 68 einstaklinga og 19 stofnana sem tilnefnd hafa ver- ið til friðarverðlauna Nóbels að sögn heimildarmanna í Ósló en þar verður verðlaununum út- hlutað í október. Astæðan er framlag hennar til umhverfis- mála en Brundtland var á síðasta ári í forsæti nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál. Brundtland hefur lagt fram til- lögur varðandi umhverfisvanda- mál í þriðja heiminum og vill að stuðlað verði að framtaki íbúanna sjálfra á litlum, skýrt afmörkuðum svæðum. Ekki hefur verið upplýst hver tilnefnir forsætisráðherrann en þess má geta að meðal keppina- uta hennar eru Reagan Banda- ríkjaforseti og Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna. Eru þeir tilnefndir vegna samningsins um eyðingu meðaldrægra kjamaflauga sem staðfestur var fyrir skömmu. ist og gluggarúður brotnuðu. Yfir- > völd hafa ekki upplýst hvort tengsl Italía: hafi verið milli atburðanna tveggja en segja að skemmdarverkamenn- imir hafi ætlað sér að vinna hermd- arverk í höfuðborginni. Suður-afrískir hermenn hafa oft gert áhlaup inn fyrir landamæri Botswana í leit að skæruliðum Afriska þjóðarráðsins, ANC, og hafa 23 fallið í árásunum, aðallega Kommúnistar velja sér nýjan leiðtoga eftir kosningaófarir Botswana-menn, en stjómvöld hafa fram til þessa ekki reynt að snúast til vamar.í mars síðastliðn- um brenndu Suður-Afríkumenn hús í úthverfí Gaborone og skutu fjóra af íbúum þess til bana. Enda þótt Botswana sé mjög háð Suður-Afríku efnahagslega hafa stjórnendur þess neitað að gera samning um öryggismál við Suður-Afríku og forseti landsins, Quett Masire, hefur sakað Suður- Afríkumenn um hermdarverk, „Vandamál aðskilnaðarstefnu stjómvalda í Suður-Afríku verða ekki leyst með árásum yfír landa- mærin, morðum á saklausum, óbreyttum borgurum eða óvopnuð- um lögreglumönnum. Við fordæm- um enn sem fyrr þessi hermdar- verk suður-afrískra stjómvalda," sagði forsetinn í gær. Rómarborg, Reuter. ÍTALSKIR kommúnistar, en flokkur þeirra er stærsti komm- únistaflokkur í Vestur-Evrópu, kusu sér í gær nýjan formann eftir nýlegan kosningaósigur þeirra. Nýi formaðurinn heitir Achillo Occhetto og er 52 ára gamall. Hann leysir hinn sjötuga Alessandro Natta af hólmi, en sá sagði af sér hinn 13. júní. 286 flokksráðsmenn kusu hinn nýja formann og vom þrír andvígir honum, en fímm sátu hjá. Þeir eru allir taldir til hægri arms flokksins. Natta, sem nýlega fékk hjartaá- fall, sagði af sér eftir að flokkurinn beið afhroð í sveitarstjómarkosn- ingum í maí síðastliðnum — hið mesta í 35 ár. Þá fengu kommúnist- Reuter Búdapest: Vilja að Imre Nagy fái uppreisn æru Búdapest. Reuter. TVÖ hundruð menn komu saman í Rakoskereczter-kirkjugarðinum i Búdapest síðastliðinn fimmtu- dag til þess að minnast þess að 30 ár voru liðin frá aftöku Imre Nagy, fyrrum forsætisráðherra. Fólkið hvatti til þess að Nagy, sem hvílir í ómerktri gröf, og 324 önnur fórnarlömb innrásar Sovétmanna, sem grafín eru í garðinum, fengju uppreisn æru. Nagy var forsætisráð- herra þegar Sovétmenn réðust inn i Ungvetjaland árið 1956. Var hann í forystu umbótasinna sem vildu losna undan sovézkri forsjá. Nagy var líflátinn 16. júní 1958, tæpum tveimur árum eftir að hann sagði Ungveija úr Varsjárbandalag- inu og skipaði sovézkum hersveitum, sem staðsettar voru í Ungveijal- andi, að hverfa heim, og lýsti yfir því að tekið yrði upp lýðræðislegt þingræði í landinu. Yfirlýsing Nagy hratt af stað innrás Sovétmanna í Ungveijaland 4. nóvember 1956. Sovétmenn felldu eða líflétu um 3.000 Ungveija í innrásinni og þús- undir voru fangelsaðir. Nagy var handtekinrí og settu Sovétmenn Jan- os Kadar til valda, en honum var vikið úr starfi í síðasta mánuði. Fól ið sem safnaðist saman við gr Nagy krafðist þess að hlutdeild Ka ars í innrás Sovétmanna og aðfö inni að Nagy og umbótasinnum yr dregin fram í dagsljósið. Stuðningsmenn Nagy hugðu, minnast aftökunnar með útifundi Batthanyi-torginu í miðborg Búdí pest en mörg hundruð lögreglumen lokuðu götum, sem liggja að torg inu, og komu í veg fyrir fundinr Athöfnin í kirkjugarðinum var hin vegar látin afskiptalaus. ar aðeins um 22% atkvæða, sem er 5% minna en flokkurinn fékk í þingkosningunum í fyrra, en þá höfðu kommúnistar þegar tapað miklu fylgi. Kommúnistaflokkurinn hefur löngum verið stærsti kommúnista- flokkur hins fijálsa heims og frá lokum seinni heimsstyijaldar hefur hann yfírleitt verið næststærsti flokkur Ítalíu. Undanfarinn áratug hefur fylgi hans stöðugt minnkað, að hluta vegna þiýstings af hálfu sósíalista og fyrrverandi forsætisráðherra þeirra, Bettinos Craxis, en stjóm- málaskýrendur telja að ekki skipti minna máli að kjósendr hans séu orðnir fullsaddir af 40 ára stjómar- andstöðu auk þess sem flokkurinn hafi lítið sem ekkert breyst í takt við tímann. Ochetto er ekki talinn sérlega hrífandi, en almennt viðurkenna menn að hann sé fær stjómmála- maður, sem sé ekki of fastur fyrir til þess að þrífast í ítölskum stjóm- málum, en þau hafa á stundum þótt einkennast af ringulreið, mála- miðlunum og ósætti. Skoraðu með JVC JVC spólur fást í Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.