Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
LISTIN SEM UPP-
ALANDIOG KENNARI
Um waldorfupp-
eldisfræðina og
waldorfskóla
^ Svona einu sinni til tvisvar á
ári, nokkrar vikur í senn, kemur
upp á yfirborðið í Svíþjóð sú ákafa
og sífellda umræða sem á sér stað
um sænska grunnskólann. Og það
er ekki einungis þras um skólamat-
inn, hvort hann sé ætur eða ekki.
Það er sjálfur grunnur skólakerfís-
ins sem er aðaldeilumálið; miðstýr-
ing skólans og sú einhliða uppeldis-
fræði sem þar er viðhöfð.
Grunnskólinn var settur á lagg-
irnar 1949 og ætlað að verða skóli
alls fólks. Að öll börn og unglingar
fengju þar sitt tækifæri, bæði þau
sem hefðu góða námshæfíleika og
einnig hin sem síður stæðu að vígi.
Nemendur af ólíkum toga skyldu
fá — svo fremi sem þess væri nokk-
ur kostur — sömu grunnmenntun
og setu í sama skólabekk.
Grunnskólanum var ætlað að
verða mikilvæg þjóðfélagsendurbót
sem stefndi að jafnrétti þegnanna;
á afnám stéttarmismunar. Og það
hefur krafíst óhemju vinnu og
kostnaðar að búa grunnskólann
nútímalegum og velútbúnum
kennslustofum, ijölþættum
kennslugögnum, vandlega mennt-
uðum kennurum og grunninn að
.þessu öllu saman; ítarlega úthugs-
uðu stjómkerfí. En þrátt fyrir sett
takmark þá eru flestir sammála um
að grunnskólanum hafi ekki tekist
að jafna að neinu marki út stétta-
mismun í landinu.
Flestum skólamönnum er það vel
ljóst að aðgerða er þörf og er mik-
ið rætt um hugsanlegar leiðir;
hvemig bijótast megi út úr miðstýr-
ingarvaldinu og glæða grunnskól-
ann nýju lifí; hvernig gera megi
uppeldisfræðina lifandi.
Waldorfuppeldisfræðin er meðal
þess sem oft hefur verið bent á.
Reynslan af henni, bæði í Svíþjóð
og víða annars staðar, þykir gefa
það jákvæð fyrirheit, að grunnskól-
,-Jiri geti þaðan ýmislegt lært og
nýtt sér.
Þetta er önnur greinin sem Morg-
unblaðið birtir héðan frá Járna um
antrópósófí og hvernig hún birtist
hér í framkvæmd. Að þessu sinni
mun ég ijalla um þann hluta henn-
ar sem lýtur að námi og kennslu,
waldorf-uppeldisfræðina (m.ö.o.
steiner-uppeldisfræðina) og hvemig
hún reynist í þeim skólum sem
stofnaðir hafa verið með hana sem
kennslu- og uppeldisfræðilegan
grunn. í Svíþjóð eru nú 17 slíkir
skólar, svokallaðir waldorfskólar,
en í allt munu þeir vera nú vel á
fimmta hundrað í heiminum öllum.
■» Sögixlegiir bakgrunnur
Upphaf waldorfskólanna er rakið
með réttu til 23. apríl 1919. Þá
hélt Rudolf Steiner fyrirlestur fyrir
þéttsetinn sal vinnufólks Waldorf-
Astoria sígurettuverksmiðjunnar í
útborg Stuttgarts. Fyrirlesturinn
fjallaði um ýmsar brennandi félags-
legar spurningar. Heitast af öllu
brann þó hugmyndin um nauðsyn
þess að stofnsettur yrði skóli sem
væri opinn öllum, óháð hinni félags-
legu stöðu. Þessi hugmynd fann
þegar hljómgrunn meðal þessa fólks
sem sá hér tækifæri fyrir börn sín,
tækifæri sem því sjálfu hafði aldrei
boðist.
Starfsmennimir komu strax dag-
inn eftir að máli við forstjóra fyrir-
tækisins og báru fram óskir sínar
um aðstoð við að hrinda í fram-
kvæmd slíkum skóla sem fyrirlesar-
* i/in hafði talað um daginn áður.
Það var auðsótt mál og var Rudolf
Steiner fenginn til að vísa leiðina
hvað uppeldið og kennsluna varð-
aði.
„Kennslan á umfram allt að
leggja áherslu á sögu, landafræði
og náttúruvísindi, en alltaf með
hliðsjón af manneskjunni sjálfri,
þannig að manneskjan læri að
þekkja aðrar manneskjur. Grunn-
hugsunin að þessum skóla verður
að byggjast á djúpri þekkingu um
manninn. Sé gengið út frá því sjón-
armiði, hlýtur afleiðingin að vera
bama- og unglingaskóli fyrir allar
manneskjur, því að þau öfl sem
ráða þroska mannsins milli u.þ.b.
sjö ára aldurs Og fjórtán ára em
álíka hjá öllum. Ofar hlýtur þó
kennskan að sérhæfast. En ákveðin
grunnmenntun verður að vera sú
sama fyrir öll börn í öllum stéttum
og þau verða að fá tækifæri til að
nema þessa almennu menntun
hvort sem þau eru andans eða hand-
anna menn.“
Fyrsti waldorf-skólinn
Það kostaði allmikið samninga-
þóf við borgaryfirvöld í Stuttgart
að fá heimild til að stofna slíkan
skóla sem var til umræðu. A mörg-
um sviðum þurfti Steiner að ganga
til móts við yfírvöld og semja um
málamiðlanir, en hvað varðaði frelsi
skólans í ýmsum veigamiklum mál-
um kom aldrei til tals að slá af
kröfunum. Þar var það fyrst og
fremst krafan um skilyrðislausan
rétt skólans til að ráða sjálfur til
sín kennara án afskipta opinberra
aðila. Þegar yfírvöld höfðu fallist á
þennan rétt gat skólinn með réttu
hafíst og hann var vígður þann 7.
september það sama ár. I ræðu við
það tækifæri sagði Steiner m.a.:
„Það er síður en svo markmið
okkar að innræta nemendum okk-
ar, þéssum vaxandi manneskjum,
innihald heimsskoðunar okkar
antrópósófa. Það sem við sækjumst
eftir er að það sem við höfum öðl-
ast í gegnum antrópósófíuna verði
að lifandi uppeldisfræði."
Við upphaf skólans voru um 300
nemendur, allt börn verkamanna
og annarra starfsmanna við Wald-
orf-Astoria verksmiðjuna. Fimm
árum síðar var fj'öldi nemenda orð-
inn í kringurn 900.
Sjálfstjórn skólanna
Waldorfskólarnir hafa frá byrjun
krafist sjálfstjórnar skólanna og
verður sú krafa að skoðast í sam-
„Samkvæmt hefðbund-
inni skoðun er maður-
inn afleiðing arfs og
umhverfis. Uppeldis-
fræði byggð á þeirri
skoðun verður þar af
leiðandi í aðalatriðum
sú að uppeldið er nán-
ast það sama og aðlög-
un. Af þeirri ástæðu er
það alveg sjálfsagt og
eðlilegt að þjóðfélagið,
sem ríkið er fulltrúi
fyrir, selji mark sitt á
skólanámið."
hengi við þá heildarsýn sem liggur
að baki allri þessari uppeldisfræði.
Samkvæmt hefðbundinni skoðun
er maðurinn afleiðing arfs og um-
hverfis. Uppeldisfræði byggð á
þeirri skoðun verður þar af leiðandi
í aðalatriðum sú að uppeldið er
nánast það sama og aðlögun. Af
þeirri ástæðu er það alveg sjálfsagt
og eðlilegt að þjóðfélagið, sem ríkið
er fulltrúi fyrir, setji mark sitt á
skólanámið.
Rudolf Steiner og eftirmenn hans
fullyrða — líkt og margir aðrir
bæði fyrr og síðar — að örlög
mannsins séu ekki einvörðungu
mótuð af erfðum og umhverfi, held-
ur komi einnig til þriðji þátturinn
sem venjan er að kalla „égið“ eða
„einstaklingseðlið".
Ef einstaklingseðlið hefur eigin
tilvist, sjálfstæða tilvist, þá á upp-
eldi og kennsla að hafa allt annað
hlutverk en það sem segir hér rétt
að ofan. Hlutverk uppalandans og
kennarans verður þá, alla vega eins
og þaðer skynjað innan waldorf-
hreyfíngarinnar, að greiða einstakl-
ingseðlinu veginn — ekki að reyna
að móta og aðlaga manneskjuna
eftir munstri sem er til staðar. Sam-
kvæmt Steiner er það alveg skýrt
hvað það þýðir að greiða einstakl-
ingseðlinu veginn. Fyrst og fremst
er það að ryðja úr vegi hindrunum.
Þeir eða sá sem elur upp barn ber
ábyrgð á því að baminu sé hlíft við
lífsvenjum og sálrænum viðhorfum
sem geta leitt til líkamlegs og sál-
ræns óheilbrigðis. Annað hlutverk
er að reyna að skynja og kalla fram
dulda hæfileika, sem að öðmm kosti
mundu ef til vill aldrei annars ná
að þroskast. Enginn annar en þeir
sem standa í stöðugu, daglegu sam-
bandi við bamið — þ.e.a.s. foreldrar
þess, aðrir uppfóstrarar og kennar-
ar — geta ákveðið hvernig það starf
eigi að ganga fyrir sig. Vissulega
er hægt að koma með mótrök gegn
þessu og benda á að það séu marg-
ir uppalendur sem ekki valdi sínu
hlutverki. Að þeir hafi eiginleika
og lífsvenjur sem beinlínis hafi nei-
kvæði áhrif; að þeir séu það for-
hertir „egóistar", sem annaðhvort
hunsa algjörlega sína ábyrgð eða,
sem er nánast jafn hættulegt, vilji
gera börnin eins og þeir em sjálfír.
Og því er alls ekki að neita, segir
Steiner, að víst em þess allmörg
dæmi að manneskjur verði að losna
undan foreldraábyrgð sinni. En hin
almenna regla er engu að síður sú
að þeir sem næst baminu standa
viti best af öllum hvemig uppeldi
þess og námi skuli háttað.
Uppalandi og kennari, sem hagar
uppeldi og kennslu til hins ítrasta
samkvæmt leiðbeiningum og
ákvörðunum ríkisstjórnar, alþingis,
fræðsluráðs, skólastjórnar, barna-
vemdamefndar, skólastjóra
o.s.frv., getur mistekist illilega í
starfí sínu. Enginn uppalandi verð-
ur hæfari við það að vera í taumi
yfirvalda eða yfirboðara sinna.
Þvert á móti finnst þar hættan.
Sumir uppalendur og kennarar geta
fallið fyrir þeirri blekkingu, að það
sé í raun og vem einhveijir aðrir
en þeir sjálfir sem bera umfram
aðra þyngstu ábyrgðina, og taka
því ábyrgð sína ekki nógu alvar-
lega. Steiner segir ennfremur:
„Stjórnmálamenn og embættis-
menn geta fyrir hönd annarra með-
borgara og samkvæmt eigin rétt-
lætiskennd mótað þær lágmarks-
kröfur sem hver skóli þarf að upp-
fylla til að leggja ekki tálma í götu
hinna uppvaxandi einstaklinga á
leið þeirra út í samfélagið. Og ef
ríkið vill vernda gmndvallarrétt
mannsins þá getur það ekki gengið
lengra en svo. Því það er gmndvall-
arréttur sérhvers barns að fá að
lifa með fullorðnum sem bera sjálf-
ir alla uppeldislega ábyrgð á þeim
aðferðum sem þeir beita."
Þegar Steiner setti fram kröfuna
um frelsi skólans, byggða á þessum
hugmyndagmnni, átti hann ekki við
að hefðbundinn ábyrgð ríkisins á
öllu fræðslukerfinu gæti eða ætti
að falla brott nú þegar. Margar
hugsanlegar lausnir væru fyrir
hendi á þessari valddreifingu, t.d.
sú að láta þeim skólum, sem þess
óska, eftir meiri sjálfstjórn en fyrr.
En þegar mun lengra fram í sækir
— fullyrti hann — kemur óhjá-
kvæmilega upp þörfin fyrir algjöra
sjálfsstýringu.
Af þessari grundvallarhugsun
setti Steiner fram einfalt kennslu-
markmið, markmið sem hæfír ekki
einungis waldorfskólunum heldur
almennt öllum sjálfstæðum skólum,
og felst í því að gera að vemleika
þessi (nú orðið allt að því klisju-
kenndu) orð „nemandann í miðju".
Þess á ekki að spyija hvað mann-
eskjan þarf að vita og geta til að
lifa í því félagslega kerfí sem þegar
er til staðar, heldur hvaða hæfíleik-
ar búa í manneskjunni og hvað
getur þroskast hjá henni. Með þessa
spumingu að leiðarljósi kemur þjóð-
félagið alltaf til með að vera í sam-
felldri umbreytingu fyrir tilstuðlan
velþroskaðra manna sem streyma
inn í það. Hin vaxandi kynslóð
mótast ekki af því sem er til staðar
og því sem þjóðfélagið vill gera úr
henni.
Ef skólinn á að geta verið óháður
í þeirri merkingu, sem lýst hefur
verið, þá verður að fjármagna hann
á þann hátt sem í engu skerðir sjálf-
stæði skólans. Waldorfskólarnir
hafa víðast hvar þurft að heyja
mjög þrautseiga en yfirleitt árang-
ursríka baráttu fyrir því að ríkis-
valdið styðji skilyrðislaust rekstur
sjálfstæðra skóla. Baráttan hefur
ýmist gengið út á að foreldmm, sem
eiga börn í sjálfstæðum skólum, sé
veittur skattaafsláttur sem nemur
kostnaði ríkisins við skólagöngu
bams í ríkisskólunum. Þetta hafa
yfírvöld ekki samþykkt. Hins vegar
hefur það sóst víðast hvar á Vestur-
löndum nokkuð greiðlega að fá
ríkisstyrki sem nema a.m.k. ein-
hveijum hluta rekstrarkostnaðar-
ins.
Waldorfskólunum í Svíþjóð hefur
gengið mun ver að fá aðstoð ríkis-
ins við reksturinn heldur en skólum
t.d. í Danmörku og V-Þýskalandi,
eins og fram kemur í viðtalinu við
Frans Carlgren í öðmm hluta grein-
arinnar.
Hinn andlegi bakgrunnur
Waldorfuppeldisfræðin er hluti
af þeim umfangsmikla og djúpa
þekkingarvegi um manninn, sem
Rudolf Steiner nefndi einu nafni
antrópósófí.
Þótt það hafi verið fyrst árið
1919 að uppeldis- og kennsluhug-
myndum Steiners var fyrst hrint í
framkvæmd þá er gmnnur þeirra
mun eldri og í raun samofin allri
annarri þekkingarleit og vísindaiðk-
unum sem birtust bæði í ritum hans
og í starfi áratugum fyrr. Gmnur-
inn er sýn Rudolfs Steiners á mann-
eskjuna, hver hún sé og hvers eðlis
hún er. Manneskjan er andleg vera,
dýpsti kjami hennar eilíft „ég“ sem
leitast við í gegnum sífelldar endur-
holdganir að þroska manneskjuna
til æðra vitundarstigs, sem að lok-
um leiðir til fullkomins andlegs
sammna.
Á ámnum um og eftir aldamótin
síðustu skrifaði Rudolf Steiner þau
rit sem antrópósófían raunvemlega
byggist á. Allir síðari tíma fyrir-
lestrar hans, rit og drög að listræn-
um tjáningarformum em að meira
eða minna leyti gmndvölluð á þeim
hugmyndum sem þar komu fram.
Það gildir jafnt um landbúnaðarfyr-
irlestrana um bíó-dýnamíska rækt-
un, námskeiðin í kringum stofnun
meðferðarheimila fyrir þroskahefta
einstaklinga „eurytmi“-hreyfitján-
ingu, waldorfuppeldisfræðina eða
önnur þau svið mannlegrar náttúm
sem Rudolf Steiner lét sig varða.
Reyndar varð ekkert útundan;
antrópsófían snertir alla þá þætti
sem geta skoðast manninum nauð-
synlegir til lífs á jörðinni og til
áframhaldandi þroska.
í mörgum þeirra seinni tíma
bóka, sem ij'alla um waldorfuppeld-
isfræðina, hafa höfundamir valið
þá leið að einfalda mjög allar út-
skýringar á þeim andlega grunni
sem waldorfuppeldisfræðin byggist
á. Virðist það fyrst og fremst vera
af þeirri ástæðu að höfundar telja
það vera of flókið fyrir hinn venju-
lega lesanda (og vísa þá á sérstakt
lestrarefni fyrir þá sem vilja kynna