Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988 „ Hv'o^ er oá rnltr ?" Með morgunkaffínu Pabbi, hvað er tvíkvænis- maður? HÖGNI HREKKVÍSI Mörg er raun reykingamanns Til velvakanda. Þeir segja að árlega deyji um 300 okkar píslarvotta hinnar óheftu lífsnautnastefnu. Þessi dánartíðni er að mínum dómi þjóðhagsleg nauðsyn í landi þar sem heilsuhraustum gamal- mennum fjölgar í sífellu. Að vísu kann það að vera rétt að reykingamar klippi ekki snyrtilega aftan af ævinni heldur verði hrumleiki hrömunarinnar bara fyrr á ferðinni, en þeim mun stærri er fómin sem við reykinga- menn fæmm. Þeir sem ekki reykja ættu að þakka okkur fyrir þessa fóm, því ef allir næðu meðalaldri íslendinga þá kæmi það heldur betur niður á tryggingakerfinu. Reyndar kann það að koma á móti, ef rétt er, að við reykingamenn emm að jafnaði oftar og lengur á sjúkrastofnunum og étum meira af lyfjum en hinir. En fóm okkar er engu að síður af göfugum toga. Því legg ég til að við reykingamenn sameinumst undir vígorðinu: „Reykingamenn em líka menn þó þeir séu það ekki eins lengi.“ Annað sem við reykingamenn verð- um að sameinast um er frelsi okkar og réttur til að reykja hvar sem er. Ekki er verið að amast við því á opin- bemm stöðum þó fólk leysi vind og engin lög banna mönnum að leiða útblástursloft út úr bílunum sínum inn í opinberar byggingar. Hvers vegna em sett lög sem banna okkur að reykja á almennum afgreiðslustöðum þegar vitað er að efnainnihald tóbaks- reyks og bílaútblásturs er svipað. Nei, nú er mál að linni. Systur og bræður sameinumst nú og sækjum til frelsis á brattann. Af ákafa og hugsjón eflum þá trú, að ekkert sé betra en reyksog og pú. Kófur Reykdal Til hvers er imdirskrift sjúklings? Til Velvakanda. Ég fór til læknis dag einn, sem ekki er í frásögur færandi. Eftir heimsóknina greiddi ég hana og fékk kvittun, s.k. reikning sér- fræðings. Þetta þekkja flestir. En nokkur atriði á reikningnum vekja spumingu sem ég vil koma á fram- færi, væntanlega til Trygginga- stofnunar ríkisins, sem hlýtur að verða endanlegur greiðandi hluta kostnaðarins: 1. A reikningnum kemur fram að um sé að ræða reikning sér- fræðings til Sjúkrasamlags Reykjavíkur eða Tryggjngastofn- unar v. sjúkrasamlags. í þessu til- viki hið fyrra. Ekki kemur fram hver greiðslan er. 2. Þegar kvittun er látin í té fyrir greidd viðskipti þarf sá sem tekur við greiðslu að gefa stað- festa kvittun. í þessu tilviki er það ekki gert. 3. A eyðublaðinu segir m.a. að sjúklingur skuli staðfesta reikn- inginn með undirskrift sinni og fá afhent afrit hans. Skv. þessu er hér ekki um kvittun að ræða fyrir greiðslu sjúklingsins, þar sem hann undirritar hana sjálfur. Hins vegar bendir textinn á eyðublaðinu til þess að tryggingastofn- un/sjúkrasamlag vilji tryggja sig gegn óréttmætum reikningum með því að fá undirritun sjúklings- ins. Undirritun sjúklingsins er til lítils, a.m.k. fyrir hann: — Ekki kemur fram hver hluti samlags er. Ef reikningur á að ganga til samlags og sjúklingur er settur hér í eftirlitshlutverk sýnist vera gott að hann fái að vita hvað læknirinn fái fyrir sinn snúð. Ef samlag greiðir ekki fyrir sjúklinginn virðist hér um alveg vitlaust eyðublað að ræða. — Heiti læknisverka eru nefnd á latínu þannig að sjúklingur veit ekki hvað hann er að undirrita. Læknisverk eru talin í „einingum". Nú er spurning borin fram til Tryggingastofnunar ríkisins. Til hvers er eyðublaðið og til hvers er undirskrift sjúklingsins — hvað er hann að staðfesta með undir- skrift sinni? Er ekki hægt að gera eyðublöð sem auðskilin eru þeim sem undir- rita? Sig. G. Guðmundsson Víkverji skrifar Víkveiji gluggaði lítillega í nýtt hefti af „Merki krossins", sem gefíð er út af kaþólsku kirkjunni á Islandi; ritstjóri Torfi Ólafsson. Þar er meðal annars birt sameig- inleg yfírlýsing evangelíska kirkju- ráðsins og kaþólska biskuparáðsins í V-Þýzkalandi um sunnudaginn, merkingu hans og stöðu á líðandi stund. Það er íhugunarverð lesning. Formáli yfirlýsingarinnar hefst á þessum orðum: „í gamla sáttmálanum bauð Guð Israelsþjóðinni að halda hvíldardag- inn heilagan. Síðan nýi sáttmálinn tók við hafa kristnir menn haldið sunnudaginn heilagan sem þann dag er Kristur reis upp frá dauð- um“. Yfírlýsing sú, sem hér er vikið að, er gerð til vamar sunnudeginum en „alllangt er síðan í samfélagi okkar hófst viss þróun sem stofnar sunnudeginum í hættu“. Orðrétt segir: „Margir kristnir menn gera sér ekki lengur ljósan trúarlegan upp- runa hans [sunnudagsins] og þann skilning að hann skuli halda heilag- an og hátíðlegan. Vitundin um sunnudaginn og þýðingu hans fyrir alla menningu okkar er líka horfin í opinberu lífi. Jafnframt því er að verki ýmis þróun í tækni, efnahags- málum og félagsmálum sem smám saman gæti grafíð undan sunnu- deginum sem helgidegi". Spurt er: „Hvernig getum við staðið vörð um hann sem dag Drott- ins og grundvallarverðmæti í menn- ingu okkar . . . Við biðjum alla að taka þátt í umhyggju kirknanna fyrir viðhaldi sunnudagsins og haga sér samkvæmt því.“ xxx Isameiginlegri sunnudagsyfírlýs- ingu kaþólskra og mótmælenda í Þýzkalandi kemur fram að ákveð- in atriði hafa alla tíð haft undan- þágu frá hvíldarfyrirmælum þessa dags. Þessar undarþágur náðu til neyðartilvika, umsjónar með sjúk- um, þjónustustarfa sem varða ör- yggi fólks, samgangna, greiðasölu, heimilisstarfa og hliðstæðra dæma. í nútímaþjóðfélögum hafa þau störf einnig undanþágu er lífsnauðsynleg eru vegna forsjár manna sem og þau starfssvið „þar sem ekki er hægt að rjúfa framleiðsluferil af tæknilegum ástæðum". Kjarni yfirlýsingarinnar er þó ekki þessar undanþágur, heldur mikilvægi þess að halda sunnudag- inn, hvíldardaginn, heilagan — og virða þýðingu hans í trúarlífi og samfélagi. Sunnudagurinn gegnir þýðingarmiklu trúarlegu hlutverki — sem og í menningarhefð vest- rænna þjóða. Þessvegna er mikil- vægt að standa vörð um hann, helgi hans og hvíldarákvæði, til langrar framtíðar. Sá hugtakaruglingur gerir af og til vart við sig, ekki sízt hjá fréttamönnum, að nota orðið íhald í sömu merkingu og afturhald. Þannig er á stundum talað um helztu steingervinga sovézka kerf- isins sem íhaldsmenn. Það er kór- villa að dómi Víkveija. Þeir eru hinsvegar afturhaldsmenn. íhald er að halda í það sem vel hefur reynzt, skýrzt í eldi prófunar. Þeir eru íhaldsmenn hér á landi, að dómi Víkveija, sem vilja halda í menningararfleifð þjóðarinnar, þar með talin kristin menningararverð- mæti, móðurmálið, sérkenni þjóðar- innar, auðlindir láðs og lagar, gróð- urlendið, náttúruundur o.s.frv. Orð- ið íhaldsmaður er sæmdarheiti. íhaldsmaður er oftar en ekki fram- sýnn og fijálslyndur. Afturhalds- maður er gagnstæð manngerð. Hvatning sem felst í sameigin- legri yfírlýsingu mótmælenda og kaþólskra í V-Þýzkalandi til vemd- ar sunnudeginum — og hlutverks hans í samfélagi kristinna þjóða — felur í sér íhald í verðmæti, sem varðveita þarf til framtíðar. Von- andi verða íslendingar íheldnir á sunnudaginn, þrátt fyrir allar sam- félags- og þjóðfélagsbreytingar, sem yfír ganga. Er ekki tímabært að íslenzkir söfnuðir, hveiju nafni sem nefndir eru, efni til samátaks til verndar sunnudeginum? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.