Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.08.1988, Qupperneq 1
56 SIÐUR B II STOFNAÐ 1913 191. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Talsmaður Samstöðu: Dregur til úrslita á næstu dögum Allar skipasmíðastöðvar í Gdansk lokaðar að sögn Islendings í Gdansk TALSMAÐUR Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka í Pól- landi, sagði á blaðamannafundi í Lundúnum í gær að stjórnvöld yrðu að grípa til aðgerða nú þegar ef koma ætti í veg fyrir að verk- föllin breiddust enn frekar út um landið. Stjórnvöld í Póllandi segja að stuðningsmenn Samstöðu haldi landinu í heljargreipum verk- fallsaðgerðanna, sem verða æ víðtækari. Erfítt er að áætla fjölda verka- manna sem eru í verkfalli í Pól- landi. Stjómvöld segja að 5.000 verkamenn standi fyrir aðgerðun- um og vegna þeirra séu 65.000 verkamenn frá vinnu. Verkföllin hófust í bænum Jastrzebie, þar sem sett var útgöngubann í gær. Út- göngubann hefur einnig verið sett í Stettin, Gdansk og iðnaðarborgum í Slésíu, að sögn Kára Kristjánsson- ar skipaeftirlitsmanns, sem starfar í Gdansk. Krefjast verkamenn þess að stjómvöld viðurkenni Samstöðu auk þess sem þeir krefjast launa- hækkana. Talsmaður Samstöðu, Janusz Onyszkiewicz, sagði á blaðamanna- fundi í Lundúnum í gær að stjóm- völd yrðu að bregðast skjótt við ef koma ætti í veg fyrir að verkföllin breiddust frekar út. „Næstu dagar skipta sköpum,“ sagði Onyszki- ewicz. „Stjómin verður að bregðast við nú þegar ef henni á að takast að hafa hemil á verkföllunum," bætti hann við. Talsmaðurinn taldi ólíklegt að sett yrðu herlög í landinu eins og gert var árið 1981. Onys- zkiewicz taldi að herinn yrði ekki kallaður til þar sem það myndi ekki verða til þess að auka hróður stjóm- valda. Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjómarinnar, sagði á blaðamanna- fundi í Varsjá í gær að viðræður við Lech Walesa, leiðtoga Sam- stöðu, um hvemig binda mætti enda á verkföllin, væm útilokaðar. „Við- ræður við menn sem ógna stjóm- völdum með verkföllum em óhugs- andi,“ sagði Urban. Ummæli Ur- bans komu í kjölfar þess að þúsund- ir verkamanna lögðu niður vinnu og lokuðu öllum skipasmíðastöðv- um í Gdansk í gær. Urban sagði að stjómvöld ættu nokkra sök á harðræðinu í Póliandi og sérstök nefnd myndi koma saman í lok ágúst til að endurskoða efnahags- umbætur stjómarinnar. Sjá viðtal við Kára Kristjáns- son í Gdansk á síðu 4. Stúdentar og Búddamunkar ganga um götur Rangoon í gær og hrópa slagorð gegn stjórnvöldum. Vesturbakkinn: PLO trygg- ir Jórdön- um laun Túnisborg. Reuter, Daily Telegraph. Frelsissamtök Palestínu (PLO) kváðust í gær ætla að gerast ábyrg gagnvart þeim fjölda jórd- anskra ríkisstarfsmanna á vest- urbakka Jórdanár, sem misstu vinnuna þegar Hussein Jórdaníu- konungur skar á öll tengsl rikis síns við Vesturbakkann í lok júli. Hussein tilkynnti hinn 31. júlí að hann gæfi allt tilkall til Vestur- bakkans upp á bátinn, en viður- kenndi um leið rétt PLO til þess að lýsa yfír stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba þar. Nokkmm dög- um síðar hætti hann öllum launa- greiðslum til ríkisstarfsmanna þar. I fyrra námu þær um 3,5 millj- örðum ísl. kr., en Jórdaníustjórn greiddi þó í raun lítinn hluta þeirrar upphæðar, þar sem Saudi-Arabar veittu þeim ríflega styrki og aðstoð Breta og annarra vestrænna þjóða nam næstum því jafnmiklu og greiðslur Jórdana og Sauda. ísrael- ar hafa ekki sýnt nein viðbrögð við þessum ummælum PLO. Sjá ennfremur fréttir á síðu 21: „Ólgan í ísrael ... “ Mótmælagöngur í Búrma: Bandaríkin: Vísitala neyzluvöru hækkar Washington, London. Reuter. VÍSITALA neyzluvöru hækk- aði um 0,4% í júlímánuði í Bandaríkjunum, eða meira en næstu tvo mánuði á undan. Þá drógust verksmiðjupantanir saman og eldsneyti hækkaði, en allt er þetta til marks um aukinn verðbólguþrýsting. Hækkun vísitölu neyzluvöru það sem af er ári jafngildir 4,5% verðbólgu en í fyrra nam hún 4,4% í Bandaríkjunum. Búizt var við meiri hækkun í júlí vegna þurrka, sem valdið hafa banda- rískum kom- og hveitibændum miklu tjóni í sumar. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði forvexti í byijun mánað- arins til þess að draga úr þenslu- áhrifum í hagkerfinu. Sérfræð- ingar segja aðra vaxtahækkun óhjákvæmilega. í gær tókst seðlabönkum nokk- urra vestrænna ríkja að stemma stigu við verðhækkun dollars með því að losa sig við dollara í stórum stíl: í Dondon var hann skráður á 1,9065 vestur-þýzk mörk í gær miðað við 1,9185 í fyrradag. Hundruð þúsunda andófs- manna krefjast lýðræðis Rangoon. Reuter. MEIRA en hálf milljón manna tók þátt í friðsamlegum mótmælum í gær í borgum og bæjum í Búrma til að krefjast þess að stjórn sósíalistaflokksins í landinu fari frá eftir 26 ára einræði. Hersveit- ir, sem sendar voru út á götur í Rangoon, höfuðborg landsins, til að halda uppi lögum og reglu, hafa verið fluttar á brott, að sögn erlendra sendimanna. Maung Maung, nýkjörinn leiðtogi landsins, hinn þriðji á fimm vikum, hefur sett á laggirnar nefnd sem kanna á hug almennings í landinu til stjórnvalda. auk stúdenta hefðu læknar, hjúkr- unarfólk og lögfræðingar tekið þátt í mótmælunum, sem farið hefðu friðsamlega fram. Útvarpið sagði að öryggissveitir hefðu skotið á mótmælendur sem komist hefðu inn í herbúðir í borginni Maulmein og stolið þaðan vopnum. Vestrænir sendimenn sögðu að sex andófs- menn hefðu látið lífið. Sjá ennfremur erlendan vett- vang á miðopnu. í Rangoon gengu að minnsta kosti 100.000 manns syngjandi um götur með borða og spjöld þar sem á var letrað að þjóðin krefðist lýð- ræðis. „Hér er svar okkar við beiðni stjómarinnar um álit almennings,“ stóð á borða sem strengdur var yfir götu í miðborg Rangoon. Rúmlega 250.000 manns gengu í gær fylktu liði um götur Mandalay sem er norðarlega í Búrma. Erlend- ur sendimaður í Mandalay sagði að hvert heimili í borginni hefði átt a.m.k. tvo fulltrúa í göngunni. 200.000 manns tóku þátt í mótmæl- um í borginni Tavoy í suðurhluta landsins. Sendimaðurinn sagði að í báðum þessum borgum hafí verið tilkynnt að borgarstjórnin væri far- in frá og Búddamunkar hafi hrelðr- að um sig á yfirgefnum borgarskrif- stofum. Mótmælin fóru friðsamlega fram og þegar leið á daginn dreifðist mannfjöldinn. Hermenn, sem stóðu vörð við stjórnarbyggingar í höfuð- borginni, voru látnir óáreittir. Fólk- ið sýndi engin merki hræðslu þrátt fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveim vikum þegar herinn skaut á mannfjöldann. Virtust margir í hátíðarskapi. Hermenn ræddu við göngumenn og sáust borgarar rétta þeim brauðmeti. Þeim fáu erlendu ferðamönnum, sem enn eru í Búrma, var vel tekið af fólkinu sem þyrpst hafði út á göturnar. Almenningur í Búrma krefst þess að endi verði bundinn á 26 ára ein- ræði stjómarflokksins og pólitískir fangar verði látnir lausir. Úm helg- ina fjarlægðu hermenn borða með þessum kröfum sem strengdir höfðu verið á byggingar í borginni. Borð- unum hefur nú verið .komið fyrir aftur. Útvarpið í Rangoon sagði frá mótmælunum í höfuðborginni og einnig í borgunum Moulmein, Mandalay, Sandoway og Meiktila í kvöldfréttatíma sínum í gær. Ekki var getið um fjölda þátttakenda, en í frétt útvarpsins var sagt að Reuter Umferðarslys íAusturríki Fjórtán létu lífið og tuttugu og einn slasaðist þegar austurrísk- ur vöruflutningabíll og langferðabifreið frá Ungveijalandi rák- ust á nærri Vín í gær. Þeir sem létust voru allir farþegar i langferðabílnum sem höfðu verið á ferðalagi en voru á heim- leið. Orsakir slyssins eru ókunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.