Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 2

Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 Þjóðarsátt er for- senda niðurfærslu - segir forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segir að niðurfærsluleið sé þess eðlis að um hana þurfi að vera þjóðarsátt til þess að hún heppn- ist. Verið er að afla frekari upplýsinga á vegum ríkisstjórnarinnar um möguleika á að fara þessa leið við efnahagsaðgerðir, og hefur forsætisráðherra haft óformlegt samráð við aðila vinnumarkaðar, m.a við forseta Alþýðusambands íslands sem staddur er í Færeyjum. Ráðgjafamefnd ríkisstjómarinn- ar, sem skilaði áliti í gær, leggur til að könnuð verði til þrautar sú leið að færa niður laun og verðlag. Slíkt leiði af sér hraða verðbólgu- hjöðnun og mikla og tafarlausa lækkun nafnvaxta. Nefndin telur að hröð lækkun verðbólgu og vaxta hafi verulega þýðingu fyrir fram- leiðslufyrirtæki og launþega og óumflýjanleg kaupmáttarskerðing verði þrautaminnst fyrir þjóðina með niðurfærslu. „Leið sem þessi er þess eðlis að um hana þarf að vera þjóðarsátt. Það er forsendan fyrir því að hún heppnist í framkvæmd," sagði Þor- steinn Pálsson. Hann sagði að ríkis- stjómin yrði að ákveða á fundi næsta fimmtudag hvort niður- færsluleið verður farin en þing- flokkar stjómarinnar munu halda fundi um málið í dag. Ólafur ísleifsson: Hef miklar efasemdir um niðurfærsluleiðina ÓLAFUR ísleifsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist vera mjög vantrúaður á að niðurfærsluleiðin sé fær. Hann segist telja að hún hefði í för með sér launamisrétti, og erfitt yrði að koma verðlagi niður. „Þeir útreikningar sem ég hef séð, renna stoðum undir þessa skoðun mína,“ sagði Ólafur í samtali við Morg- unblaðið. „Ég hef miklar efasemdir um niðurfærsluleiðina meðal annars vegna þess að ég held að launa- lækkanir myndu koma afar mis- jafnlega niður á launþegum," sagði Ólafur. „Hætta er á að slíkt myndi hafa í for með sér launamis- rétti, sem ekki yrði þolað.“ Þá sagðist Ólafur telja að að- stæður til verðlagslækkunar væm mjög misjafnar. „Sýnt er að inn- flutningur gæti ekki lækkað nema sem svaraði til lækkunar launalið- ar í álagningu,“ sagði hann. „Þá má taka dæmi af raforkuverði, sem í raun fer einkum eftir kjömm á lánum orkufyrirtækjanna og er því erfítt að ráða við. Verslunin stendur einnig mjög misjafnlega, og dreifbýlisverslunin berst til dæmis í bökkum. Ég held að hún sé illa í stakk búin að taka á sig verðlagslækkun. Ein ástæðan er sú að ákvarðan- ir um laun og verðlag em mjög dreifðar eins og gerist eðlilega í nútímaþjóðfélagi. Það er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að miðstýrð ákvörðun komi að gagni nema um hana takist mjög víðtæk samstaða," sagði Ólafur. Morgunblaðið/Einar Falur Margeir Pétursson tók forystu á Skákþingi íslands í gærkvöldi með því að sigra Hannes Hlífar Stefánsson, en þeir voru efstir og jafnir þegar sest var að tafli í gær. Myndin er tekin á meðan viðureign þeirra stóð yfir, Hannes er vinstra megin, Margeir til hægri (nafnspjöld þeirra hafa víxlast). Fjær tefla Jón L. Árnason og Benedikt Jónasson. Jón L. vann þá skák og er annar á mótinu, hálfum vinningi á eftir Margeiri. Skákþing Islands: Margeir efstur í landsliðsflokki - vann Hannes Hlífar í snarpri baráttuskák í gær MARGEIR Pétursson er einn efstur í landsliðsflokki á Skákþingi íslands að loknum átta umferðum. Hann hefur sjö vinninga eftir að hafa sigrað Hannes Hlífar Stefánsson í snarpri baráttuskák i gærkvöldi. Þeir höfðu báðir sex vinninga þegar umferðin hófst. Jón L. Ámason kemur næstur Margeiri með sex og hálfan vinning. Úrslit í 8. umferð vom annars þau, að Jón L. Ámason vann Benedikt Jónasson, Jóhannes Ágústsson vann Ásgeir Þ. Arna- son, Karl Þorsteins vann Þröst Þórhallsson, Davíð Ólafsson vann Ágúst Karlsson og Róbert Harð- arson vann Þráin Vigfússon. Mar- geir er þá efstur með sjö vinn- inga, Jón L. Ámason er annar með sex og hálfan, Hannes Hlífar Stefánsson í þriðja sæti með sex, Karl Þorsteins fjórði með fimm og hálfan vinning. Jafnir í fimmta til sjöunda sæti em Ágúst Karls- son, Róbert Harðarson og Þröstur Þórhallsson með fjóra vinninga, Jóhannes Ágústsson hefur þijá og háifan, _Davíð Ólafsson þijá, Asgeir Þ. Ámason tvo, Benedikt Jónasson einn og hálfan og Þráinn Vigfússon einn vinning. Að sögn Gísla Ásgeirssonar blaðafulltrúa mótsins var viður- eign þeirra Margeirs og Hannesar Hlífars snörp og einkenndist af baráttuvilja, enda áttust þar við tveir efstu menn og gat skákin ráðið úrslitum um sigurvegara mótsins. Ekki er þó útséð með það ennþá hver ber sigur úr být- um, því enn er eftir að tefla þijár umferðir. Níunda umferð verður tefld í dag og hefst kl. 18.00. Teflt er í Hafnarborg í Hafnar- firði. ÍSAL tölvuvæðir framleiðsluna: íslenskt tölvufyrirtæki var tekið fram yfir bandarískt ÍSAL HEÉUR gert samning við Tölvumyndir hf. um tölvuvæð- ingu fyrir framleiðsluáætlun í steypuskála fyrirtækisins. Hið nýja tölvukerfi á að taka í notkun um næstu áramót en það verður tengt við kerskála álversins og rannsóknarstofu þess. Tölvu- myndir voru teknar framyfir bandariskt hugbúnaðarfyrirtæki Félagsmálaráðuneytið: Ferðakostnaður skor- inn niður um fjórðung Kemur ekki niður á erlendum samskiptum ráðuneytisins eða stofnana þess, segir Jóhanna Sigurðardóttir „VIÐ gerðum þetta í upphafi árs og þessu mun verða haldið áfram á meðan ég er þarna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. HÚn var spurð hvort rétt væri, að ferðakostnaður hefði ver- ið skorinn niður um fjórðung í hennar ráðuneyti og stofnunum þess. Hún sagði þetta fyrirkomulag vera mun betra en verið hafði, vegna þess að með hinum nýju reglum um ferðir á vegum ráðuneytisins er tryggt, að yfirsýn er yfir allan ferðakostnaðinn á einum stað, en svo var ekki áður. „Ég ákvað það í upphafi að reynt skyldi að spara á þessum lið sem öðrum í ráðuneytinu. Stofnunum sem tilheyra ráðuneytinu var falið að senda inn yfirlit yfir þær ferðir sem yrðu famar á þessu ári og þegar þeir listar lágu fyrir, þá var það skorið niður um 25%.“ Jóhanna var spurð hvort þessi niðurskurður hefði á einhvem hátt komið niður á samskiptum ráðu- neytisins eða stofnana þess við er- lenda aðila. „Nei, ég lít ekki svo á,“ sagði hún. „Það var mat ráðu- neytisins eftir að hafa farið yfir þetta með forstöðumönnum þessara stofnana, að þessar ferðir mættu liggja á milli hluta. Þær myndu engu breyta í samstarfi stofnana við erlenda aðila.“ Jóhanna sagði þetta nýja fyrir- komulag vera til mikilla bóta. „Áð- ur var þetta sent ráðuneytinu til staðfestingar, hvenær sem komu upp utanlandsferðir. Það var engin yfírsýn yfír ferðimar á hvetju ári þannig að menn gætu metið hvað væri nauðsynlegt fyrir stofnanimar til að halda uppi erlendum sam- skiptum. Það vantaði alla heildar- yfirsýn yfir þetta fannst mér.“ Jóhanna var spurð hvort hið nýja fyrirkomulag tryggði að þessi yfir- sýn væri nú fyrir hendi. „Já, hún er' alveg komin og var í upphafí árs. Þeim lista sem þá var komið saman um utanlandsferðir hefur tekist að halda allt þetta ár,“ sagði hún. Jóhanna sagðist ekki hafa orð- ið annars vör í ráðuneytinu, en að þessi nýja skipan utanlandsferða mæltist vel fyrir. sem einnig bauð i verkið. Jónas Sigfússon yfírmaður tölvu- deildar ÍSAL segir að tillögur Tölvu- mynda hf. hafi uppfyllt þær kröfur sem settar vom mun betur en þær sem boðnar voru af sérhæfðu bandarísku fyrirtæki sem einnig var leitað til. „Það er óhætt að segja að samn- ingur sá sem við gerðum við Tölvu- myndir sé með þeim stærri sem gerðir hafa verið miðað við íslensk- an mælikvarða," segir Jónas. Hann vildi ekki gefa upp hvað verkið kostar í heild, en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins skiptir það nokkrum milljónum króna. Jónas segir að hið nýja tölvu- kerfí sé hluti af stærra verkefni á sviði endurskipulagningar innan ÍSAL sem sett verður í gang um áramótin. Auk þess að tengjast framleiðslulínunni verður það tengt við svokallað málmbókhald fyrir- tækisins. Önnur álver innan Alusuisse- samsteypunnar munu fylgjast mjög grannt með hinu nýja tölvukerfi. Ef það gengur vel eru líkur á að þau muni taka það í notkun einnig. Jónas segir að ákveðið samstarf sé milli þessara álvera en of snemmt sé að ræða um hvort kerfið verður flutt út eða ekki. Fyrst verður að fást reynsla á það. Friðrik Sigurðsson annar eigenda Tölvumynda hf. segir að það sé dæmi um sterka stöðu íslenska hugbúnaðariðnaðarins að fyrirtæki á borð við Tölvumyndir geti keppt við stórt bandarískt fyrirtæki á þessu sviði og haft betur. „Að íslenskum aðila skuli hafa verið treyst fyrir verkinu sínir að mínu mati að íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki geta haslað sér völl á al- þjóðlegum vettvangi," segir Friðrik. Alþjóðaskák- mótið við Djúp: Helgi Ólafs- son stórmeist- ari efstur HELGI Ólafsson stórmeistari er í efsta sæti á Alþjóðaskákmótinu við Djúp í gær að loknum átta umferðum. Helgi hefur sjö vinn- inga, eftir að hafa sigrað Guð- mund Gíslason i skák, sem fre- stað hafði verið, en tefld var i gærkvöldi. Næstir að vinningum eru stór- meistaramir Jan Johannsson frá Svíþjóð og Finninn Yije Rantanen ásamt skákmeistara Dana, Lars Schandorff. Þeir hafa allir 6 vinn- inga. Með fimm og hálfan vinning er stórmeistarinn Glenn Flear frá Englandi, bandaríski Úkraínumað- urinn Orest Popovych er með fimm vinninga, Andri Áss Grétarsson með þijá og hálfan og Guðmundur Gíslason með tvo og hálfan. Níunda umferð mótsins verður tefld f kvöld. Teflt er í Menntaskól- anum á ísafírði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.