Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 3

Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 3 Fiskmarkaðir: Verðhækkun á þorski og ýsu MEÐALVERÐ fyrir þorsk og ýsu var hærra í júlí sl. en í júní sl. á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði og Fiskmarkaði Suðurnesja, þrátt fyrir takmarkanir á sölu þorsks og ýsu úr gámum í Bretlandi í júlí. Seld voru 1.956,5 tonn af þorski í júní en 1.798 tonn í júlí og 552 tonn af ýsu í júní en 291 tonn í júli á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði, Fiskmarkaði Suður- nesja og Faxamarkaði. Veidd voru 30.624 tonn af þorski og 7.013 tonn af ýsu í júní en 28.188 tonn af þorski og 3.325 tonn af ýsu í júlí, samkvæmt bráða- birgðatölum frá Fiskifélagi ís- lands. Á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði voru seld 602 tonn af þorski fyrir 37,06 króna meðalverð og 192 tonn af ýsu fyrir 46,83 króna meðalverð í júní en 574 tonn af þorski fyrir 40,20 króna meðalverð og 73 tonn af ýsu fyrir 54,62 króna meðalverð í júlí. Á Fiskmarkaði Suðumesja voru seld 495,5 tonn af þorski fyrir 38,09 króna meðalverð og 148 tonn af ýsu fyrir 46,78 króna meðalverð í júní en 671 tonn af þorski fyrir 41,05 króna meðalverð og 104 tonn af ýsu fyrir 53,22 króna meðalverð í júlí. Á Faxamarkaði voru seld 859 tonn af þorski fyrir 39,54 króna meðalverð og 212 tonn af ýsu fyrir 47,92 króna meðalverð íjúní en 553 tonn af þorski fyrir 38,77 króna meðalverð og 114 tonn af ýsu fyrir Siglufjörður: Gámur féll á flutninga- skip og það- an í höfnina 40 FETA gámur féll á ms. Esju og þaðan i höfnina á Siglufirði á laugardag. Ekki urðu nein slys á mönnum en skipið iaskaðist lítillega og gámurinn er ónýtur. Verið var að flytja frystan fisk frá Siglfirðingi hf. um borð í ms. Esju, sem er í eigu Ríkisskipa, er vír slitnaði í krananum er notaður var. Gámurinn skall á skipshliðina og féll þaðan í sjóinn. Kom gat á gáminn við höggið og lenti mestur hluti fisksins á þilfari Esjunnar en einhver hluti fór í sjóinn. Að sögn Þóris Sveinssonar hjá Ríkisskipum er ekki vitað hversu mikið tjónið er en ljóst er að það er allnokkuð. 47,21 krónu meðalverð í júlí. Á fiskmörkuðunum í Bretlandi voru seld 3.093 tonn af þorski fyrir 59,27 króna meðalverð og 1.682 tonn af ýsu fyrir 70,08 króna með- alverð í júní en 2.339 tonn af þorski fyrir 82,98 króna meðalverð og 1.128 tonn af ýsu fyrir 84,49 króna meðalverð í júlí. Lögreglan í Reykjavík: Ný deild um forvarnir Morgunblaðið/Júlíus NÝ DEILD, forvarnadeild, hefur verið stofnsett við emb- ætti lögreglustjórans í Reykjavík að tilhlutan lögreglu- stjóra og dómsmálaráðherra. Deildinni er einkum ætlað að safna saman og miðla upplýsing- um um starfsemi lögreglunnar og vera fólki til aðstoðar og ráðuneyt- is um ýmis efni sem lúta að störf- um lögreglunnar. Ómar Smári Ármannsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn. Ómar Smári Ármannsson aðal- varðstjóri mun veita deildinni for- stöðu fyrsta kastið og hefur verið settur í stöðu aðstoðaryfirlög- regluþjóns til eins árs. 'O INNLENT Fíkniefnalögr eglan: „Rlandaður afli“ frá Amsterdam FÍKNIEFNADEILD lögreglunn- ar handtók mann við komu til landsins frá Amsterdam á föstu- dag. Hann hafði í fórum sínum um 800 grömm af hassi, og lítil- ræði af kókaíni og amfetamíni. Maðurinn var á laugardag úr- skurðaður í viku gæsluvarðhald fyr- ir innflutning á þessum „blandaða afla“ meðan málið er í rannsókn. Reiðufé í réttri mynt Allan sólarhringinn - árið um kring VISA 1 ■i .nMrtWmfflv Ætlarðu utan? Til Kaupmanna- hafnar eða Stokkhólms, San Francisco eða Seville. - Hvar sem þú ert - hvert sem þú ferð - VISA er þar! Vanti þig skotsilfur í skyndi - vasapeninga í réttri mynt - allt sem þarf er að ýta á hnapp og VISA- hraðbankinn leysir vandann! j* x "voiv,: * t-----' . * * * » r % & * « VISA - opnar þér fleiri dyr en nokkurt annað greiðslukort. Á sjöundu milljón viðtökustaða um veröld alla5 auk 220.000 banka og 26.000 hraðbanka á helstu ferðamanna- stöðum landans. Sjáirðu seðlasjálfsala með hinu kunnuglega VISA-merki5 stingur þú kortinu þínu í hann, slærð inn PIN-númerið þitt* og sjá - seðlarnir streyma út. Þægileg þjónusta - ekki hvað síst á kvöldin og um helgar. Með VISA upp á vasann - er þér ekki í kot vísað! V/SA ALHEIMS STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULEIKANNA 1988 'V *) Hafðu samband við VISA ÍSLAND ef þú þarft að fá PIN-númerið (Persónulega innsláttarnúmerið þitt) endurútgefið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.