Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 4

Morgunblaðið - 24.08.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988 íslendinga- sögur á króatísku FJÓRAR íslendingasögur hafa veriö gefnar út á kró- atísku í borginni Zagreb í Jugóslaviu. Eftir því, sem næst verður komist, er þetta í fyrsta sinn, sem íslendinga- sögurnar eru gefnar út á þessu máli. Sögumar fjórar og þrír íslend- ingaþættir voru gefnar út í pappírskilju. Þýðinguna gerði Dora Macek, prófessor í enskri tungu við háskólann í Zagreb, en hún nam íslensku við Edin- borgarháskóla. í bókinni er að fínna Hrafn- kels sögu, Gunnlaugs sögu ormstungu, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, og auk þess Þorsteins þátt stangar- höggs, Auðunar þátt vestfírska og Ivars þátt Ingimundarsonar. Sögunum fylgir síðan fróðlegur eftirmáli. 12 20 NakUidm zavod Mauce hrvatike Dora Macek Islandske sage i price antologija Forsíða pappírskiljunnar sem inniheldur fjórar íslendinga- sögur á króatísku. Bankamönnum líst illa á að lög’leiða vaxtalækkun BANKAMONNUM líst illa á hug- myndir um að lögbinda lækkun vaxta, verði farin niðurfærslu- leið f efnahagsráðstöfunum. Þeir benda á að með lækkun verð- bólgu muni nafnvextir sjálfkrafa lækka, en hins vegar sé lítið svigrún að lækka raunvexti út- lána meir en orðið er á meðan kröfur sparifjáreigenda séu um 4-7% raunávöxtun á innlánum. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagðist ekki telja heppilegt að stjómvöld gripu beint inn í feril vaxtaákvarð- ana bankanna. Ljóst væri að eftir- spum eftir lánsfé væri það mikil að vextir yrðu að vera nokkuð háir og einnig væru kröfur spariijáreig- enda um raunávöxtun á bilinu 4-7%. Á meðan þeirri ávöxtun væri haldið lækkuðu ekki raunvextir útlána. Brynjólfur sagði að mögulegt væri fyrir stjómvöld að hafa áhrif á vexti með óbeinum hætti, með því t.d. að lækka vexti á spariskír- teinum ríkissjóðs. Hættan væri þó auðvitað sú að markaðurinn fylgdi ekki með. VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa isiands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR ÍDAG, 24. ÁGÚST1988 YFIRLIT í GÆR: Gert er róð fyrir stormi á suðausturdjúpi. Um 600 km suður af Vestmannaeyjum er 985 mb lægð sem þokast norö- austur. Hiti breytist lítið. SPA: Norðan- og norðaustanótt, víðast kaldi eða stinningskaldí. Rigning á Austur- og Norðausturlandi, en smáskúrir á víð og dreif í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 8 til 14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðan og norðaustan- átt og fremur svalt. Víða rigning eða súld á Norður- og Austur- landi, en þurrt og víða bjart veður á Suður- og Vesturlandi. TAKN: y. Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 5 . Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * ~1* Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * . K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veAur Akureyri 13 skýjsð Reykjavlk 9 súld Bergen 16 skýjaó HeUinki 16 rigning Kaupmannah. 13 skúr Narssarssuaq 5 þoka i grennd Nuuk 6 þoka Ósló 16 skýjaA Stokkhólmur 20 skýjað Þórshðfn 12 alskýjað Algsrve 25 skýjað Amsterdam 16 skýjað Barcelona 24 hálfskýjað Chicago 21 þokumóða Feneyjar 21 lóttskýjað Frankfurt 19 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 16 skúr Las Palmas 29 heiðskirt London 18 skýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 17 skýjsð Madríd 26 lóttskýjsð Malaga 28 skýjað Mallorca 22 skýjað Montreal 13 lóttskýjað New York 18 skýjað París 18 skýjað Róm 25 lóttskýjað San Diego 19 léttskýjað Wlnnipeg 18 skýjað Benedikt Geirsson hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sagðist telja það mikla afturför ef lögbinda ætti vexti. Hann benti á að ef verð- bólgan færi niður fylgdu nafnvextir í kjölfarið, og einnig hefðu raun- vextir á verðtryggðum lánum lækk- að m.a. hjá sparisjóðunum um 0,5% á útlánum en ekki innlánum. Hins vegar þyrfti raunávöxtun innlána væntanlega að lækka til að hægt mlisværi að lækka raunvexti enn frekar vegna þess að núverandi vaxtamunur væri nær lágmarki. Guðmundur Hauksson banka- stjóri Útvegsbankans vildi ekki tjá sig um hugmyndir um lögbindingu vaxtalækkunar þar til hann hefði séð nánar hvað í tillögunum fælist, en sagði það takmarkað hvað hægt væri að lækka vexti fyrr en séð væri fram á meiri festu varðandi lækkun verðbólgu. Kári Kristjánsson í Gdynia: Mikil hræðsla við að herinn grípi inn 1 „Verkfallsaðgerðimar hér em mótmæli við stefnu stjómvalda undanfarið. Hér hafa allar vörur hækkað um 200% síðan um ára- mót. Fólk krefst hærri launa, það vill stjórnina frá, og viðurkenn- ingu á Samstöðu,“ sagði Kári Kristjánsson, skipaeftirlitsmaður Sigl- ingamálastofnunar í Gdynia í Póllandi, er Morgunblaðið náði taU af honum í gær. Kári starfar í Gdansk, þar sem allt logar nú i verk- föUum. Kári sagði að þótt uppreisnarhugur væri í fólki væm marg- ir efins um að mótmæli verkamanna myndu bera árangur. „Það er mikU hræðsla við harðar aðgerðir stjórnvalda, og að herinn grípi inn í eins og 1980,“ sagði Kári. mótmælenda, en aðeins tveir verka- menn hefðu meiðst. Hann sagði verkfallsmenn hafa lokað öllum skipasmíðastöðvum í Gdansk í gær um klukkan hálfþrjú að staðartíma. Þar á meðal voru tvær stöðvar, sem gera við íslensk skip, báðar nálægt Lenín-skipasmíðastöðinni. Kári sagði að lögreglumenn stæðu við hlið allra stöðvanna og gættu þess að enginn færi inn, en ekki hefði slegið ( brýnu. Aðspurður sagði Kári að ekki bæri mikið á Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, í mótmælunum. „Hann styður aðgerðimar en lætur ekki mikið á sér bera.“ Hann sagði að vérkamenn hefðu verið með mót- mælaaðgerðir gegn stjómvöldum á pijónunum síðastliðinn vetur, en ákveðið að bíða. „Menn áttu von á að þeim yrði synjað um kol til að hita hús sín, en núna er heitt í veðri og slíkt hrífur ekki,“ sagði Kári. Kári sagði að útgöngubann hefði gengið í gildi f Kraká í suðurhluta Póllands á mánudag. Þá hefði hann heyrt að útgöngubann hefði verið fyrirskipað í Gdansk frá kl. 23 að kvöldi fram til kl. 5 að morgni. Ekki hefði hins vegar verið gripið til þess í Gdynia, þar sem hann er búsettur. Kári hefur eftirlit með íslenskum skipum í skipasmíðastöðvum í Gdynia og Gdansk við Eystrasalt. Auk hans em fjórir aðrir íslending- ar í Gdansk að fylgjast með viðgerð- um á togumnum Páli Pálssyni og Ljósafelli. Kári sagðist vera í dag- legu sambandi við hina íslending- ana og hefðu þeir ekki haft óþæg- indi af aðgerðum verkfallsmanna eða lögreglu. Kári sagði að ekki hefði komið til beinna átaka verkfallsmanna við lögreglu síðan um helgina. Þá hefðu níu lögreglumenn slasast í gijóthríð Féll ofan í skipslest Maður féll í lest Lagarfoss þegar unnið var við lestun skipsins við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi á þriðjudag. Kranabóma rakst í höfuð manns- ins sem stóð við lestaropið en hafði öryggishjálm á höfði. Hann féll ofan í lestina fulla af ósekkjuðum fosfór og kom niður á fætuma. Hann var fluttur á slysadeild. Árekstrar: Um 30 stinga af mánaðarlega í HVERJUM mánuði óska að jafnaði um 30 bíleigendur eftir aðstoð lögreglunnar í Reykjavík vegna þess að einhver hefur ekið á bíla þeirra en stungið af frá skömminni. Að sögn Gylfa Jónssonar lög- gæti haft mikið að segja fyrir þá reglufulltrúa hefur lögreglan sjaldnast við nokkrar vísbendingar að styðjast í þessum málum og upplýsist því lítill hluti þeirra. Oft eru bílamir talsvert skemmdir og tjón eigendanna tilfínnanlegt. Þeir sem fyrir þessu verða þurfa að greiða viðgerð úr eigin vasa þar sem ábyrgðartryggingar bæta aðeins það tjón sem notkun bílsins veldur öðram og sjálfsábyrgð kaskótrygg- inga nemur oft tugum þúsunda. Gylfí Jónsson sagði að helst væri von til að upplýsa þessi mál, og láta þann greiða tjónið sem olli því, þegar vegfarendur, sem yrðu vitni að atvikum af þessu tagi, skráðu hjá sér skráningarnúmer bíla, tegund og lit og kæmu upplýs- ingunum til tjónþolans eða lögregl- unnar. Það væri lítil fyrirhöfn sem sem ella geta þurft að greiða um- talsverðar fjárhæðir til viðgerða. Léleg- loðnuveiði ÍSLENSKU loðnuskipin veiddu enga loðnu í fyrrinótt, að sögn Finnboga Jónssonar fram- kvæmdastjóra Sildarvinnslunnar hf. á Neskaupstað. Hólmaborg SU var síðdegis í gær einungis búin að fá 400 tonn í ann- arri veiðiferð sinni og Börkur NK 50 tonn í sinni fyrstu en þau era einu íslensku skipin sem nú eru á loðnuveiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.